35. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 5. okt. 2004,
 2. 13:30, Fjallasal, Aratungu.

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Hilmar Ragnarsson(vék af fundi við lok 9. liðar) og Kjartan Lárusson kom inn í hans stað á fundinn við 10. lið  auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.

 

 

 1. Fundurinn hófst með því að Sveinn A. Sæland oddviti minntist Ágústu Ólafsdóttur frá Úthlíð fyrrverandi fulltrúa í sveitarstjórn Biskupstungna.
 2. Tillaga Drífu Kristjánsdóttur að umræða um 3. og 10. lið á fundi sveitarstjórnar frestist þar til síðar á fundinum.  Samþykkt.
 3. Fundargerð byggðaráðs frá 28. september 2004.   Bókun Drífu um 7. lið byggðaráðs:  Á fundi byggðaráðs var kynnt bréf sveitarstjóra til menntamálaráðherra dags. 30. september 2004.   Efni þess var m.a. bindandi tilboð til ráðherra um makaskipti á jörðinni Selkoti í Þingvallasveit í skiptum fyrir eign ríkisins í Laugarvatnsjörðinni í Laugardal.  Engin umræða eða ákvörðun liggur fyrir í sveitarstjórn um tilboð þetta.  Tilboð sveitarstjóra til ráðherra  var því gert án umboðs sveitarstjórnar.  Munnlegar athugasemdir komu fram frá Drífu vegna þessa á fundi byggðaráðs.

Bókun sveitarstjóra: Á síðasta fundi sveitarstjórnar  var samþykkt samhljóða sala jarðarinnar Selkots. Með tillögu um makaskipti við ríkið á Laugarvatnsjörðinni í heild sinni og Selkoti er verið að vinna tvennt, skapa möguleika á stórfelldri uppbyggingu á Laugarvatni,  ná fram frekari nýtingu orkulinda svæðisins, auk þess sem möguleikar á óbreyttri nýtingu Selkots eru meiri ef landið er áfram í eigu opinbers aðila.   Að öðru leyti var fundargerð byggðaráðs kynnt og samþykkt.

 1. Fundur með umhverfisráðherra vegna Gjábakkavegar og umhverfis- og öryggismála við Geysissvæðið. Ferðamálafulltrúi og sveitarstjóri kynntu nýjum ráðherra Sigríði Önnu Þórðardóttur þær áherslur sem Bláskógabyggð hefur mótað við lagningu Gjábakkavegar og þeim möguleikum sem sá vegur mun opna.  Þá var farið yfir stöðu mála við Geysi í Haukadal og kynntar hugmyndir heimamanna.
 2. Fundur með sunnlenskum þingmönnum, vegamálastjóra,  starfsmönnum Vegagerðar, formanni samgöngunefndar Alþingis og fleirum vegna væntanlegra framkvæmda við Gjábakkaveg.   Fram kom á fundinum að vegamálastjóri telur hagkvæmara að hefja framkvæmdir haust, 2005 í stað vors.  Einnig upplýst um væntanlegan fund með samgönguráðherra 11. október 2004,  þar sem ítrekað verður mikilvægi Gjábakkavegar fyrir sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu.  Sagt verður frá væntanlegum framkvæmdum sem tengjast lagningu hans.  Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókanir um að lagning vegarins skipti öllu máli fyrir þjónustu við íbúa sveitarfélagsins m.a. vegna skólagöngu barna.  Þá styrkir vegurinn atvinnurekstur og uppbyggingu í Bláskógabyggð og öðrum sveitarfélögum í uppsveitum Árnessýslu.
 3. Staðfest ráðning lögmanns, Óskars Norðmanns vegna stefnu sem sveitarfélaginu hefur borist.
 4. Lokun KB – banka.  Umræða um þær upplýsingar sem sveitarstjórn hefur borist um að til standi að loka útibúi KB – banka, Laugarvatni.  Sveitarstjórn harmar ákvörðun um lokun hans þar sem ljóst er að lokun bankans mun skerða þjónustustigið.
 5. Hraðatakmarkanir í þéttbýli.  Í samræmi við 81. gr. umferðarlaga 138/1996 leggur sveitarstjórn til við lögreglustjóra í Árnessýslu að umferðarhraði við Lindarbraut, Laugarvatni verði 30 km.   Einnig að við Skólabraut í Reykholti verði sett upp viðvörunarskilti “börn að leik” og næsta vor verði athugað með hraðahindrun á veginn.
 6. Oddviti í hlutastarf.  Lögð fram tillaga sveitarstjóra um að oddviti Bláskógabyggðar verði ráðinn í 80% starf til ársloka 2005 vegna aukinna verkefna sveitarfélagsins.  Starf oddvita mun ná til þess að hafa umsjón með  byggingu leikskóla á Laugarvatni og viðbyggingu við Grunnskóla Bláskógabyggðar Reykholti.  Einnig mun hann sjá um skipulags- og lóðamál auk annarra mála sem til falla.  Sveinn vék af fundi undir þessum dagskrárlið.  Samþykkt með fimm atkvæðum.  Drífa sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
 7. Trúnaðarmál.
 8. Aðalskipulag Þingvallasveitar.  Tillaga að aðalskipulagi Þingvallasveitar lögð fram með síðari breytingum sem skipulagsfræðingum sveitarfélagsins er falið að ganga frá.  Tillögur úr aðalskipulaginu hafa verið kynntar á tveimur íbúafundum á Hótel Valhöll, þ.e. í febrúar og september 2004.  Tillagan hefur einnig verið send til kynningar sbr. grein 3.2. í skipulagsreglugerð hjá eftirtöldum aðilum í júlí 2004:  Umhverfisstofnun, Landbúnaðarráðuneytinu, Vegagerð,  Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Fornleifavernd og Þingvallanefnd.  Tillaga var einnig send til óformlegrar umsagnar hjá Skipulagsstofnun í júlí 2004 og kynnt fyrir Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillöguna skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga.

 1. Rimi, Biskupstungum.
  A: Tillaga um að aðalskipulag við Rima breytist úr sumarhúsalóð í landbúnaðarsvæði.  Lögð fram tillaga frá Pétri H. Jónssyni um breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012  á landspildunni Rima,  erfðafestulandi úr landi Torfastaða. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið breytist úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði.  Vegna misskilnings milli landeiganda og hönnuðar hafði aðalskipulaginu verið breytt  á síðasta ári úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Með þessari breytingu gengur fyrri breyting til baka.  Samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 18. grein skipulags – og byggingarlaga og vísað til skipulagsfulltrúa að leita eftir meðmælum Skipulagsstofnunar og að fylgja málinu eftir.

 

B:  Deiliskipulag tveggja íbúðarhúsa.

Lögð fram tillaga frá Pétri H.Jónssyni að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúslóða í landi Rima, Biskupstungum.  Gert er ráð fyrir tveimur lóðum 11500 m2 og  39500 m2 og er hluti af henni svæði fyrir skógrækt en alls er viðkomandi land,  5,1 ha.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu deiliskipulagsins skv.25.gr. skipulags-og byggingarlaga og leggur til að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið verði auglýst samhliða

 

 1. Tvö lóðablöð, vegna kirkju í Úthlíð og vegna garðyrkjulóðar á Syðri- Reykjum

Lagt fram lóðablað 4.200 m² lóðar fyrir kirkju í landi Úthlíðar II. Lóðin er í samræmi við deiliskipulag sem nú er í auglýsingu.  Samþykkt skv. 30. gr. skipulags-og byggingarlaga.

 

Lagt fram lóðablað með tveimur lóðum undir gróðurhús í bæjarþyrpingu á Syðri Reykjum IV.  Lóðirnar eru 2.134 m² og 9.009 m² að stærð.  Eigendur aðliggjandi lóða staðfesta með undirritun á uppdrætti að þeir gera ekki athugasemdir við lóðarskiptinguna.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags-og byggingarlaga.

 

 1. Hugmynd um ferðaþjónustu tengdri hestamiðstöð í Friðheimum.   Lagt fram til kynningar og vísað til deiliskipulagsgerðar.  Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með hugmyndina.

 

 

 

Fundi slitið kl. 19:00