35. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn þriðjudaginn 31. ágúst 2004, kl. 13:30.

 

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson sem ritaði fundargerð.

 

 

  1. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags 28. júní 2004 varðandi félagsheimilið Aratungu. Bréfinu er vísað til umsjónamanns fasteigna Bláskógabyggðar og honum falið að sjá um úrbætur í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.
  1. Bréf frá Erlu Emilsdóttur dags. 17. ágúst 2004 þar sem hún óskar eftir leyfi til að nefna sumarbústað sinn, sem er í landi Neðridals, Einbúalaut.  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við ósk bréfritara.
  2. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 5. ágúst 2004 varðandi sýnatöku við Laugarvatn. Sveitarstjóra er falið að undirbúa þau starfsleyfi sem talað er um í bréfinu.
  3. Samningur um skólavist nemenda frá Grímsnes- og Grafningshreppi, við Grunnskóla Bláskógabyggðar, fyrir skólaárin 2004 – 2006.  Samningurinn er í samræmi við viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Byggðaráð leggur til að samningurinn verði samþykktur.
  4. Bréf frá Tónlistaskóla Árnesinga dags. 5. ágúst 2004 varðandi biðlista í skólanum.  Lagt til að sveitarstjóri komi á fundi með stjórnendum Tónlistarskólans og fulltrúum úr sveitarstjórn.
  5. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
    1. Fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 17. ágúst 2004.
    2.  Fundargerð 9. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 10. ágúst 2004.
    3. Fundargerð 5. fundar húsnæðisnefndar sem haldinn var 3. ágúst 2004.
    4. Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals sem haldinn var 19. ágúst 2004.  Sveitarstjóra er falið að svara bréfi Theodórs Vilmundarsonar sem fylgir með fundargerðinni.
  6. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
    1. Afrit af bréfum milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Lögmönnum Höfða-bakka dags. 20. ágúst 2004 og 23. ágúst 2004, varðandi Sultartangalínu 3.
    2. Fundargerð 116. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 24. ágúst 2004.
    3. Fundargerð 376. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 6. ágúst 2004.
    4. Bréf frá SASS dags 23. ágúst 2004. varðandi aðalfund SASS 2004.
    5. Fundargerð 66. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 21. júlí 2004.
    6. Bréf frá ParaX dags. 19. ágúst 2004.
    7. Bréf frá félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra dags 10 ágúst 2004.  Samþykkt að sveitarstjóri tali við félag aldraðra á svæðinu og ræði hvernig hægt sé að koma til móts við aldraða um aukna íþróttaiðkun.
    8. Fundargerðir 15. til 19. fundar bygginganefndar íþróttahúss F.Su.
    9. Fundargerð 57. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 20. júlí 2004.
    10. Minnisblað Skipulagsstofnunnar varðandi drög að tillögu að Aðalskipulagi Bláskógabyggðar, Þingvallasveit 2004-2016.
    11. Bréf Bláskógabyggðar til Skipulagsstofnunar dags 3. ágúst 2004 varðandi sumarhúsabyggð í landi Skálabrekku.
    12. Afrit af bréfi Georgs Páls Skúlasonar dags 25. ágúst 2004 til Vegagerðarinnar á Selfossi vegna lagningar á bundnu slitlagi í Miðdal.
    13. Bréf frá Grímsnes- og Grafningshreppi dags. 9. júlí 2004 varandi vatnsmál á afrétti.
    14. Fundargerð 75. stjórnarfundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 25 ágúst 2004.
    15. Bréf frá Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 26. ágúst 2004.
    16. Fjallskilaseðill Biskupstungna.

 

 

Fundi slitið,  kl. 15:15