35. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn þriðjudaginn 31. ágúst 2004, kl. 13:30.
Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson sem ritaði fundargerð.
- Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags 28. júní 2004 varðandi félagsheimilið Aratungu. Bréfinu er vísað til umsjónamanns fasteigna Bláskógabyggðar og honum falið að sjá um úrbætur í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.
- Bréf frá Erlu Emilsdóttur dags. 17. ágúst 2004 þar sem hún óskar eftir leyfi til að nefna sumarbústað sinn, sem er í landi Neðridals, Einbúalaut. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við ósk bréfritara.
- Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 5. ágúst 2004 varðandi sýnatöku við Laugarvatn. Sveitarstjóra er falið að undirbúa þau starfsleyfi sem talað er um í bréfinu.
- Samningur um skólavist nemenda frá Grímsnes- og Grafningshreppi, við Grunnskóla Bláskógabyggðar, fyrir skólaárin 2004 – 2006. Samningurinn er í samræmi við viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Byggðaráð leggur til að samningurinn verði samþykktur.
- Bréf frá Tónlistaskóla Árnesinga dags. 5. ágúst 2004 varðandi biðlista í skólanum. Lagt til að sveitarstjóri komi á fundi með stjórnendum Tónlistarskólans og fulltrúum úr sveitarstjórn.
- Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
- Fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 17. ágúst 2004.
- Fundargerð 9. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 10. ágúst 2004.
- Fundargerð 5. fundar húsnæðisnefndar sem haldinn var 3. ágúst 2004.
- Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals sem haldinn var 19. ágúst 2004. Sveitarstjóra er falið að svara bréfi Theodórs Vilmundarsonar sem fylgir með fundargerðinni.
- Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
- Afrit af bréfum milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Lögmönnum Höfða-bakka dags. 20. ágúst 2004 og 23. ágúst 2004, varðandi Sultartangalínu 3.
- Fundargerð 116. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 24. ágúst 2004.
- Fundargerð 376. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 6. ágúst 2004.
- Bréf frá SASS dags 23. ágúst 2004. varðandi aðalfund SASS 2004.
- Fundargerð 66. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 21. júlí 2004.
- Bréf frá ParaX dags. 19. ágúst 2004.
- Bréf frá félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra dags 10 ágúst 2004. Samþykkt að sveitarstjóri tali við félag aldraðra á svæðinu og ræði hvernig hægt sé að koma til móts við aldraða um aukna íþróttaiðkun.
- Fundargerðir 15. til 19. fundar bygginganefndar íþróttahúss F.Su.
- Fundargerð 57. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 20. júlí 2004.
- Minnisblað Skipulagsstofnunnar varðandi drög að tillögu að Aðalskipulagi Bláskógabyggðar, Þingvallasveit 2004-2016.
- Bréf Bláskógabyggðar til Skipulagsstofnunar dags 3. ágúst 2004 varðandi sumarhúsabyggð í landi Skálabrekku.
- Afrit af bréfi Georgs Páls Skúlasonar dags 25. ágúst 2004 til Vegagerðarinnar á Selfossi vegna lagningar á bundnu slitlagi í Miðdal.
- Bréf frá Grímsnes- og Grafningshreppi dags. 9. júlí 2004 varandi vatnsmál á afrétti.
- Fundargerð 75. stjórnarfundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 25 ágúst 2004.
- Bréf frá Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 26. ágúst 2004.
- Fjallskilaseðill Biskupstungna.
Fundi slitið, kl. 15:15