36. fundur veitustjórnar

Fundargerð 36. fundar veitustjórnar Bláskógabyggðar haldinn
kl. 9:00, 2. júlí 2010 í Fjallasal Aratungu

Mætt:  Jóhannes Sveinbjörnsson formaður, Kjartan Lárusson, Þórarinn Þorfinnsson, Brynja
Eyþórsdóttir og Ómar Sævarsson.  Einnig Margeir Ingólfsson og Benedikt Skúlason
starfmenn veitunnar.  Theódór Vilmundarson boðaði forföll.
Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar sat auk þess fundinn og ritaði fundargerð.

1.  Jóhannes  formaður setti fundinn og kynnti dagskrána.  Síðan var gengið til
dagskrár.  Jóhannes fór yfir verksvið veitunefndar skv. reglugerð fyrir Bláskógaveitu.
Mjög fjölbreytt verkefni skv. reglugerðinni.

2.  Kosning ritara og varaformanns veitustjórnar.  Jóhannes gerir að tillögu sinni að
Kjartan verði varaformaður veitustjórnar og að Þórarinn verði ritari nefndarinnar.
Samþykkt.

3.  Reglugerð fyrir Bláskógaveitu, kynning á reglugerðinni og rekstri veitunnar:
Margeir dreifði  reglugerð Bláskógaveitu til stjórnarmanna og kynnti hana. Hann fór
síðan yfir þá þróun sem orðið hefur í veitumálum í Bláskógabyggð á síðustu árum og
rekstur Bláskógaveitu í dag.  Í veitunni eru tæplega 2 stöðugildi, Benedikt, 100%,
Margeir 40% og Elsa Fjóla 37%.  Auk þess er sumarstarfsmaður á vegum veitunnar.

„Húsveitur“ sem tengdar eru veitunni eru nú á milli 400-500 og eru mánaðarlega sendir út
reikningar fyrir heitu vatni fyrir á fimmtu milljón króna. Bláskógaveita er í samstarfi við
Intrum og fara útistandandi kröfur veitunnar til þeirra eftir 3 mánuði frá eindaga. Einnig kom
fram að verið er að vinna í því að flokka og setja í innheimtu „eldri“ kröfur sem eru
útistandandi hjá veitunni. Gildandi gjaldskrá var einnig rædd, sömuleiðis upplýsingagjöf til
Ísor og notkun “Granna”.

4.  Verkefni síðustu mánaða/ára: Margeir og Benedikt kynntu það helsta sem hefur
verið unnið á vegum veitunnar undanfarna mánuði og ár.  Frá síðasta fundi
veitustjórnar hefur m.a.  Bjarkarhóll, nýja verslunarhúsið í Reykholti verið tengt.  Lagt
var heitt vatn á  tjaldsvæðin á Laugarvatni og í Reykholti.  Unnið var að lagfæringum
á kaldavatnsstofni  á Laugarvatni og hitaveitustofni í Laugarási. Eitt sumarhús var
tengt í Stekkárreitum.

Vandamál hefur verið vegna tæringar í Reykholti en í ljós kom að súrefnisupptaka var
mikil þar sem að vatnið kom í endurvinnsluna.  Benedikt fékk Magnús nokkurn
Ólafsson í Ísor til að greina málið og í kjölfarið hefur Benedikt gert breytingar sem
koma í veg fyrir súrefnisupptökuna.

Unnið er að því að tengja eitt hverfi af þremur í landi  Iðu.

Benedikt skipti um öryggisloka á kaldavatnsstofninum í Laugarási.

Auk þess hefur verið hefðbundið viðhald, útskipti á mælum og leguskiptingar í
dælum.
Einnig var rætt um framkvæmdir síðustu ára varðandi bæði kalt og heitt vatn og um
yfirtökuna á hitaveitu Iðu. Rætt var um vinnureglur þegar veitur eru lagðar á ný svæði.
Þá er áætlaður heildarkostnaður fyrir alla framkvæmdina. Veitan tekur á sig hluta
stofnkostnaðar en notendur afganginn. Lögð er áhersla á að ákveðinn fjöldi notenda
sæki um vatn í upphafi og greiði inntaksgjöld svo að hægt sé að hefja framkvæmdir.

5.  Verkefni næstu mánaða:.  Áætlun er um að tengja kalt vatn inná kerfið á Syðri-
Reykjum og halda vatnsbólinu sem fyrir er í notkun til að byrja með.  Svo verði
dælustöðin í Hrísholti færð að stofninum við Tjarnarafleggjarann til þess að tryggja
vatnsrennsli að Torfastöðum og Miklaholti.

Fyrir liggur ósk um að fá kalt vatn í sumarhúsahverfi á Reykjavöllum.  Rætt var um
tengingar inn á eldri dreifikerfi sem Bláskógaveita hefur ekki umsjón með. Það þarf að
leggja 90 mm kaldavatnslögn frá Kjarnholtasporði yfir í sumarhúsabyggðina í
Hrísholti.  Lagfæra  þarf heitavatnsstofn með Skólabrautinni og að leggja
heitavatnslögn að Miðdalskoti. Einnig verður endurnýjaður heitavatnsstofn í landi
Snorrastaða og Hjálmstaða. Gufubaðið á Laugarvatni mun þurfa mikið vatn og þarf að
huga að framkvæmdum tengdum því, bæði í heitu og köldu vatni.

Einnig var rætt um framtíðarverkefni  veitunnar og kom þar m.a. fram að
dæluhús í Reykholti og Laugarvatni er nauðsynlegt að byggja.  Varaaflstöð í
Laugarvatni þarf að stækka og vera í sama húsi og dælurnar.  Einnig fer að vanta nýjan
stofn í nýskipulagða hverfið á Laugarvatni sunnan Menntaskólans, Túnahverfi.
Endurnýja þarf lélegar lagnir í Lindarskógi, Laugarvatni.
Gufugoshver er í Reykholti og gufuskiljan í honum er ónýt.
Fara þarf í viðræður við ríkið um málefni „ríkishitaveitunnar“ á Laugarvatni, skiptingu
kostnaðar o.fl.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00

Drífa Kristjánsdóttir, fundarritari.