36. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn í Fjallasal, Aratungu,

 þriðjudaginn 28. september 2004, kl. 13:30.

 

Mætt:  Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Snæbjörn Sigurðsson og  Drífa Kristjánsdóttir auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð.

 

 1. Umræða um framtíðarfyrirkomulag tjald- og hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni.
 2. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 2. september 2004 varðandi endurskoðuð útgjaldajöfnunarframlög árið 2004.  Samkvæmt þeirri endurskoðun eru framlögin til Bláskógabyggðar fyrir árið 2004 kr. 34.864.136.
 3. Bréf frá Barnaheill dags. 16. sept. 2004 þar sem sótt er um styrk vegna verkefnis á vegum þeirra. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
 4. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 17. sept. 2004 varðandi Aðalskipulag Þingvallasveitar 2004-2016. Bréfið er lagt fram til kynningar og tekið verður tillit til þess við afgreiðslu aðalskipulagsins.
 5. Afrit af bréfi frá Skipulagsstofnunar til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins dags. 16. sept. 2004 varðandi tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skálabrekku, Þingvallasveit, Bláskógabyggð.  Kynnt.
 6. Bréf frá Verðbréfastofunni dags. 16. sept. 2004 varðandi fjármögnun sveitarfélaga.  Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri kynni sér kjör hjá Verðbréfastofunni.
 7. Bréf frá Bláskógabyggð dags. 20. sept. 2004 til menntamálaráðherra varðandi land ríkisins á Laugarvatni.  Lagt fram til kynningar.
 8. Bréf frá Sölva Arnarsyni og Kristínu I. Haraldsdóttur dags. 6. sept.  2004 þar sem sótt er um byggingalóð á Laugarvatni.  Í dag eru ekki lausar einbýlishúsalóðir á Laugarvatni en verið er að vinna deiliskipulag þriggja lóða.  Byggðaráð leggur til að bréfritarar fái úthlutað lóð eins fljótt og auðið er.   Snæbjörn vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
 9. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni dags. 27. ágúst 2004.  Erindinu hafnað.
 10. Bréf frá landbúnaðarráðuneytinu dags. 9. september 2004 varðandi styrk til byggingar Gíslaskála. Styrkurinn er kr. 200.000-.  Byggðaráð þakkar fyrir styrkinn.
 11. Starfslokasamningur, umræða.
 12. Samþykkt að veita styr kr. 350.000  til Torfastaðasóknar til að klára framkvæmdir við kirkjugarðinn og aðkomu að honum.  Drífa vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
 13. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar.
  1. Fundargerð 10. fundar bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 31. ágúst 2004.
  2. Fundargerð 22. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var    19. ágúst 2004.
  3. Fundargerð 23. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var    15. september 2004.
  4. Fundargerð 7. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 16. september 2004.
  5. Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna sem haldinn var 25. ágúst 2004.
  6. Fundargerð 4. fundar bygginganefndar grunn- og leikskóla sem haldinn var 14. sept. 2004.
  7. Fundargerð 5. fundar bygginganefndar grunn- og leikskóla sem haldinn var 27. sept. 2004.

 

 1.              Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar.
  1. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 31. ágúst 2004 varðandi reglur og gjaldskrá um félagslega heimaþjónustu.
  2. Bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi dags. 31. ágúst 2004 varðandi aðgengi fatlaðra.
  3. Fundargerð 377. stjórnafundar SASS sem haldinn var 3. september 2004.
  4. Minnisblað frá Sigurði Óla Kolbeinssyni dags. 7. september varðandi verkfall kennara í grunnskólum.
  5. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélags dags 3. september 2004 varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2004.
  6. Fundargerð 67. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var          7. september 2004.
  7. Bréf frá Fasteignamati ríkisins dags. 9. september 2004 varðandi útgáfu fasteignaskrár 31. des. 2004.
  8. Bréf frá Umhverfisstofnun varðandi Rammasamninginn en bæklingur um samninginn liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
  9. Bréf frá Hönnun dags. 15. september 2004.
  10. Afrit af bréfi Halldórs Páls Halldórssonar skólameistara ML dags. 9. sept. 2004 til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
  11. Fundargerð fundar dags. 15. september 2004 vegna kynningar á náttúrulegri tilraunastöð fyrir veiðafæri í Tungufljóti.
  12. Bréf frá félagi CP á Íslandi dags. 13. sept. 2004.
  13. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 16. september 2004 varðandi skýrslu sem ber heitið “Breytt námsskipan til stúdentsprófs, aukin samfella í skólastarfi”.  Skýrslan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
  14. Kynning á kynningarfundi um Aðalskipulag Þingvallasveitar 2004-2016 sem haldinn verður í Valhöll 25. september 2004.
  15. Fundargerð 58. fundar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 20. september 2004.
  16. Fundargerð 242. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 17. sept. 2004.
  17. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 22. sept. 2004.
  18. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 21. sept. 2004 varðandi landsþing Sambandsins.
  19. Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus dags. 24. sept. 2004 þar sem boðað er til fundar um málendi Sorpstöðvar Suðurlands og hvetja þeir kjörna fulltrúa aðildarsveitarfélaganna til að mæta á fundinn.

 

                                                             Fundi slitið kl. 15:45