37. fundur 2007

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps

um skipulagsmál.

 

FUNDARGERÐ

 1. FUNDUR

þriðjudaginn 22. maí 2007, kl. 9 haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð

Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Aðalsteinn Sveinsson Flóahreppur

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

Bláskógabyggð

 1. Bergsstaðir í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20070574317

Lögð fram endurskoðuð tillaga Landmótunar að deiliskipulagi frístundalóða í

landi Bergsstaða, spilda með landnr. 189405.Tillagan er í samræmi við tillögu

að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem verður auglýst samhliða.

Gert er ráð fyrir tveimur 2 ha lóðum á svæði milli Tungufljóts og þjóðvegar

 1. 358, rétt sunnan við landamerki við Drumboddstaði. Heimilt verður að

reisa allt að 150 fm frístundahús og 20-25 fm aukahús á hvorri lóð.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir staðfesting

sveitarfélagsins á tengingu við vatnsveitu. Einnig er bent á fyrri afgreiðslu

skiulagsnefndar þar sem fram kemur m.a. að fjarlægð frístundahúsa frá

vatnsbakka ætti að vera a.m.k. 100 m

 

 1. Efri-Reykir í Biskupstungum. Breyting á deiliskipulagi. 20070527319

Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að breytingu á deiliskipulagi í

landi Efri-Reykja.Í tillögunni felst að lóðir nr. 7 og 9 við Reykjaveg sameinast

í eina auk þess sem lóð nr. 17 við sömu götu stækkar um u.þ.b. 1.000 fm.

Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2.

mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki er talin þörf á

grenndarkynningu þar sem breytingin felur í sér að frístundahúsum fækkar frá

því sem nú er gert ráð fyrir. .

 

 1. Iða II í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar í Vörðufelli.

20070487291.

Lögð fram endurskoðuð tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi

frístundabyggðar í landi Iðu II í Vörðufelli. Málið var áður á dagskrá 24.

apríl 2007. Gert ráð fyrir 12 lóðum á bilinu 5.800 – 6.900 fm þar sem heimilt

verður að reisa allt að 200 fm frístundahús og 20 fm aukahús, en

nýtingarhlutfall má þó að hámarki vera 0,03. Breyting frá fyrri tillögu er sú að

bætt hefur verið inn upplýsingum um að neysluvatn verði fengið úr vatnsbóli

ofan við byggðina.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga. Leitað verður umsagnar Fornleifarverndar ríkisins og

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands..

 

 1. Kjóastaðir I í Biskupstungum. Lóðablað.20070588320

Lagt fram lóðablað frá Verkfræðistofu Suðurlands af 35,85 ha spildu úr landi

Kjóastaða I.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um 13. gr.

jarðalaga.

 

 1. Kjóastaðir í Biskupstungum. Reiðskemma skv. 3. tl.

Lögð fram tillaga að tæplega 600 fm reiðskemmu á landi Kjóastaða III á

svæði mitt á milli núverandi íbúðarhúss og þjóðvegar.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3.tl. bráðabirgðaákvæða skipulagsog

byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.

 

 1. Laugarvatn í Laugardal, Háholt 3-5. Óveruleg breyting á deiliskipulagi.

20070569326

Lögð fram tillaga Landforms að óverulegri breyting á deiliskipulagi

íbúðarsvæðis við Einbúa á Laugarvatni, Háholt 3-5. í tillögunni felst að 6

íbúða raðhús breytist í tvær lóðir fyrir einbýlishús, eins og gert var ráð fyrir í

upphaflegu skipulagi svæðisins.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og

byggingarlaga. Fyrir liggur uppdráttur með undirskrift íbúa nærliggjandi

íbúða.

 

 1. Laugarvatn í Laugardal. Deiliskipulag 1. áfanga nýs íbúðarsvæðis.

20070419266

Lögð fram tillaga Landform að deiliskipulagi 1. áfanga nýs íbúðarsvæðis á

Laugarvatni sunnan við Menntaskólann. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir

87 íbúðum í heild, þ.a. 45 í einbýli, 24 í parhúsum og 18 í raðhúsum. Aðkoma

að svæðinu verður um nýja tengingu við Laugarvatnsveg (þjóðveg nr. 37) auk

þess sem gert er ráð fyrir göngutengingu við miðsvæði Laugarvatns. Gert er

ráð fyrir jarðvegsmönum meðfram þjóðvegi til að minnka áhrif

umferðarhávaða.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga. Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits og

Fornleifaverndar ríksins.

 

 1. Útey II í Laugardal, endurskoðun deiliskipulags. 20070479280.

Lögð fram endurskoðuð tillaga Andra H. Sigurjónssonar landslagsarkitekts að

endurskoðun deiliskipulags á svæði umhverfis bæjartorfu Úteyjar II við

Laugarvatn. Málið var áður á dagskrá 24. apríl 2007. Í endurskoðun felst m.a.

að lóðum fyrir frístundahús fjölgar um 3, úr 9 í 12, auk þess sem gert er ráð

fyrir nýrri lóð fyrir skemmu/hesthús og lóð sem afmörkuð utan um bragga á

svæðinu. Lóðirnar eru allar 2.500 fm utan ein sem verður 4.000 fm.. Gert er

ráð fyrir að hámarksnýtingarhlutfall lóða verði 0.03.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

 1. Ásgarður í Grímsnesi, 2. áfangi frístundabyggðar Búgarðs.

Giljatunga/Borgarbrún. 20070234232

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í landi

Ásgarðs í Grímsnesi, land Búgarðs. Skipulagssvæðið er um 70 ha og

afmarkast af Sogsvegi að vestanverðu, landamörkum við Syðri-Brú og

háspennulínu að norðanverðu og núverandi frístundabyggðarsvæði í landi

Ásgarðs að sunnanverðu. Tillagan var í kynningu frá 1. mars til 29. mars

2007 með athugasemdafresti til 12. apríl 2007. Athugasemd barst frá

Guðmundi Bjarnasyni f.h. félags lóðarhafa við Þórstíg, auk 6 samhljóða

athugasemdabréfa frá lóðarhöfum við Þórsstíg. Í auglýstri tillögu var gert ráð

fyrir 62 lóðum en nú liggur fyrir endurskoðuð tillaga þar sem lóðum hefur

verið fækkað um 7 til að koma til móts við athugasemdir, m.a. hefur verið

fallið frá nýrri lóð við Þórsstíg. Í heild ná lóðir yfir um 65% af svæðinu sem er

vel í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Fyrir liggur umsögn

Fornleifarverndar ríkisins dags. 3. janúar 2007 og Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands dags. 23. apríl 2007. Gerðar hafa verið breytingar á tillögunni til

að koma til móts við athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í kjölfar

samráðs, en ný umsögn liggur þó ekki fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með ofangreindum breytingum, með fyrirvara um jákvæða umsögn

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Skipulagsfulltrúa er falið að svara

athugasemum í samráði við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.

 

 1. Björk I í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070524321

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi frístundabyggðar á

83 ha spildu í landi Bjarkar, vestan við heimreið að bæjartorfu Bjarkar og

austan við vatnsból. Gert er ráð fyrir 57 lóðum á bilinu 5.300 til 9.500 fm að

stærð þar sem heimilt verður að reisa frístundahús á bilinu 50-200 fm auk 25

fm aukahúss. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0.03.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarmála þegar staðfesting á neysluvatnstöku liggur fyrir og bætt hefur

verið við svæði fyrir sorpgáma.. Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins.

 

 1. Borg í Grímsnesi. Hreinsistöð og skólalóð. Breyting á deiliskipulagi.

20070572322

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að breytingu á deiliskipulagi

þéttbýlisins á Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir 1.400

fm iðnaðarsvæði undir hreinsistöð vestan við félagsheimilið auk þess sem gert

er ráð fyrir að skólalóð stækki á kostnað lóðar fyrir verslu og þjónustu.Gert er

ráð fyrir að tillagan verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi

sveitarfélagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með þeirri breytingu að skólalóð minnkar lítillega. Leitað

verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillöguna.

Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við skipulagshönnuð um breytingarnar.

 

 1. Brjánsstaðir í Grímsnesi. Íbúðarhús skv. 3.tl. 20070546323

Lögð fram tillaga Kristínar Jónsdóttur að nýju íbúðarhúsi á Brjánsstöðum í

Grímsnesi. Húsið er á þremur hæðum og í heild um 474 fm að flatarmáli, þ.a.

er um 81 fm bílskúr á neðstu hæðinni. Húsið er staðsett mitt á milli tveggja

núverandi íbúðarhúsa á Brjánsstöðum.

Skipulagsnefnd samþykkir ofangreinda tillögu skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða

skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.

 

 1. Kiðjaberg í Grímsnesi, Langitangi. Breyting á deiliskipulagi.

20070406267

Lögð fram tillaga Péturs Jónssonar að breytingu á deiliskipulagi

frístundabyggðar í landi Kiðjabergs, svæði sem kallast Langitangi. Í tillögunni

felst að gert er ráð fyrir einni 5,4 ha lóð með tveimur byggingarreitum þar

sem heimilt verður að reisa allt að 200 fm frístundahús og allt að 25 fm

aukahús. Tillagan var í kynningu frá 11. janúar til 8. febrúar 2007 með fresti

til athugasemda til 22. febrúar. Engar athugasemdir bárust. Tillagan var

auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins og hefur sú breyting nú

verið staðfest af Umhverfisráðuneytinu.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Klausturhólar í Grímsnesi, Rimar. Deiliskipulag

frístundabyggðar.20070526324

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi frístundabyggðar á

um 170 ha svæði úr landi Klausturhóla. Svæðið kallast Rimar og liggur frá

Búrfellsvegi, meðfram Hæðarendalæk að austanverðu. Í heild eru á bilinu 12-

130 lóðir á svæðinu á bilinu 5.000 til 20.000 fm að stærð og þar af er um

helmingur þeirra þegar byggðar. Heimilt verður að reisa frístundahús á bilinu

50-200 fm auk allt að 40 fm aukahúss. Nýtingarhlutfall lóðar má þó að

hámarki vera 0.03.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með fyrirvara um að svæði fyrir sorpgáma verði bætt við og

staðfestingu á neysluvatnstengingum. Leitað verður umsagnar

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins.

 

 1. Krókur í Grafningi, deiliskipulag frístundabyggðar. 2007043283.

Lögð fram endurskoðuð tillaga Landmótunar að deiliskipulagi

frístundabyggðar í landi Króks í Grafningi. Tillagan var áður til umfjöllunar í

skipulagsnefnd 24. apríl 2007. Skipulagssvæðið er 120 ha og er gert ráð fyrir

110 frístundahúsalóðum.Tillagan var í kynningu ásamt

aðalskipulagsbreytingu frá 19. október til 16. nóvember 2006 með fresti til

athugasemda til 30. nóvember 2006. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggja

umsagnir Umhverfisstofnunar,Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands,Fornleifaverndar ríkisins, Vegagerðarinnar og Landsnets.Gerðar

hafa verið breytingar á tillögunni eftir auglýsingu til að koma til móts við

umsögn Landsnets. Í breytingunum felst að byggingarbannsvæði háspennulínu

stækkar og afmörkun lóða meðfram línunni breytist í samræmi við það.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv.25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Nesjar í Grafningi, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

20070331260

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í

landi Nesja í Grafningi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir nýrri 0,5 ha lóð

við Réttarháls 7 þar sem heimilt verður að reisa allt að 185 fm frístundahús.

Skilmálar gildandi deiliskipulag fyrir aðrar lóðir á svæðinu breytast ekki.

Tillagan var í kynningu frá 1. mars til 29. mars 2007 með fresti til

athugasemda til 12. apríl. Athugasemd barst frá lóðarhöfum við Réttarháls 8

og 9. Auk athugasemda liggja fyrir drög að umsögn um innkomnar

athugasemdir.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

óbreytta og samþykkir jafnframt þá umsögn um athugasemdir sem fyrir liggur.

 

Hrunamannahreppur

 1. Efra-sel. Fyrirspurn um leyfilega stærð sumarhúss.

Lögð fram beiðni lóðarhafa að lóð 22a í Svanabyggð um að fá leyfi til að

byggja 94,5 fm frístundahús og 12 fm aukahús. Í gildandi skipulagi er heimilt

að byggja 90 fm frístundahús.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skilmálum

deiliskiplagsins og samþykktum sveitarfélagsins um hámarks nýtingarhlutfall.

 

 1. Flúðir, tjaldsvæði. Lóðablöð. 20070511327

Lögð fram tvö lóðablöð yfir tvær samliggjandi spildur við vesturhluta

þéttbýlisins á Flúðum. Önnur lóðin er 13.350 fm og verður nýtt undir

þjónustusvæði og hin spildan er um 14,3 ha og verður nýtt undir

tjaldssvæði.Fyrir liggur samþykkt aðliggjandi landeigenda á afmörkun

svæðisins.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Flúðir. Deiliskipulag tjald- og þjónustusvæðis. 20070529325

Lögð fram tillaga Landslags að deiliskipulagi tjald- og þjónustusvæðis á

Flúðum. Skipulagssvæðið er 15,7 ha að stærð og þar annarsvegar gert ráð

fyrir 13.350 fm lóð þar sem reisa má allt að 1.200 fm þjónustumiðstöð með

samþyggðu gróðurhúsi á einni hæð, með möguleika á kjallara. Hinsvegar er

skilgreind um 14,3 lóð undir tjaldsvæði þar sem einnig er gert ráð fyrir fjórum

byggingarreitum fyrir salerni og einum byggingarreit fyrir

þjónustuhús.Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana en að mati

skipulagsnefndar mun hún ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér

og að ekki sé þörf á frekari lýsingu á umhverfisáhrifum en gert er í breytingu á

aðalskipulagi sem auglýst verður samhliða deiliskipulaginu.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga, með fyrirvara um að heimild fáist til að auglýsa samsvarandi

breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

 1. Flúðir, deiliskipulag 1. áfanga íbúðarsvæðis í landi Sunnuhlíðar.

20070286218

Lögð fram tillaga Landslags að 1. áfanga íbúðarsvæðis í landi Sunnuhlíðar. Í

tillögunni felst að gert er ráð fyrir 12 stórum einbýlishúsalóðum (smábýlum)

þar sem heimilt verður að reisa allt að 350 fm íbúðarhús á einni hæð og allt

að 100 fm aukahús.. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á

aðalskipulagi sem nú er til meðferðar og verður tillögurnar auglýstar

samhliða.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga. Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Fornleifaverndar ríkisins.

 

 1. Hvammur. Deiliskipulag íbúðarhúss og hesthús/geymslu. 20070537328

Lögð fram tillaga Helga Kjartanssonar að deiliskipulagi í íbúðarhúsalóðar og

lóðar fyrir hesthús/geymslu í landi Hvamms 1 í Hrunamannahreppi. Tillagan

nær yfir 1,86 ha spildu þar sem gert er ráð fyrir 2.053 fm íbúðarhúsalóð og

7.500 fm lóð fyrir hesthús og/eða gróðurhús. Aðkoma að svæðinu verður frá

Hvammsvegi og verður vegtenging við heimreið að Hvammi 2.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga. Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Fornleifaverndar ríkisins.

 

 1. Syðra-Sel. Lóðablað. 20070537328

Lagt fram lóðablað Verkfræðistofu Suðurlands af 3.056 fm lóð í landi Syðra-

Sels í Hrunamannahreppi.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um að allir

aðliggjandi landeigendar hafi samþykkt afmörkun lóðarinnar.

 

Skeiða-og Gnúpverjahreppur

 1. Kálfhóll á Skeiðum. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070562329

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á 7 ha spildu úr landi

Kálfhóls.Svæðið er innan svæðis em í aðalskipulagi sveitarfélagsins er merkt

sem F2. Í tillögunni er gert ráð fyrir fjórum lóðum á bilinu 5.460 til 7.380 fm

að stærð þar sem heimilt er að reisa frístundahús og aukahús.

Hámarksbyggingarmagn er 3% af stærð hverrar lóðar.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með þeirri breytingu að fram komi að aukahús megi að

hámarki vera 50 fm og að fyrir liggi staðfesting á neysluvatnstöku. Leitað

verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins.

Skipulagshönnuður þarf að leita samþykkis Vegagerðarinnar vegna tengingar

við þjóðveg.

 

 1. Skeiðháholt á Skeiðum. Deiliskipulag frístundabyggðar, grasbýlið Tögl.

20070598331

Lögð fram tillaga Friðbergs Stefánssonar af deiliskipulagi frístundahúsalóða

úr landi með landr. 166520 (grasbýlið Tögl) , sem liggur á milli lögbýlana

Skeiðháholts 2 og Blesastaða. Gert er ráð fyrir 5 lóðum á bilinu 4.471 til

11.653 fm þar sem heimilt verður að reisa allt að 200 fm frístundahús, 30 fm

gestahús, 40 fm áhaldahús og 30 fm gróðurhús. Hámarksnýtingarhlutfall er

0.03. Svæðið liggur upp að deiliskipulagi þriggja um 1 ha lóða úr landi

Skeiðháholts 2 sem var samþykkt í sveitarstjórn 2006.

Skipulagsnefnd telur að vegna nálægðar við áður skipulagðar lóðir ætti

deiliskipulagið einnig að ná yfir þær. Bent er á að á síðasta ári samþykkti

sveitarstjórn að hámarksstærð aukahúsa á frístundahúsalóðum megi vera 50

fm og að eingöngu megi gera ráð fyrir einu aukahúsi á hverri lóð.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með ofangreindum breytingum. Einnig þarf að liggja fyrir

staðfesting á neysluvatnstöku

 

 1. Vestra-Geldingaholt í Gnúpverjahreppi, deiliskipulag nýs lögbýlis sem

kallast Glóruhlíð.20070579315

Lögð fram tillaga Landforms að deiliskipulagi nýs lögbýlis á 31 ha spildu úr

Vestra-Geldingaholti. Ger er ráð fyrir allt að 350 fm íbúðarhúsi og allt að 400

fm útihúsum á landi lögbýlisins. Að auki er gert ráð fyrir tveimur 12.000 fm

lóðum fyrir frístundahús þar sem heimilt verður að reisa allt að 120 fm

hús.Tillagan er í samræmi við breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og

Gnúpverjarhrepps sem er í kynningu um þessar mundir. Fyrir liggur umsögn

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 16. maí þar sem ekki er gerð athugasemd

við tillöguna.

Skipulagsnefnd telur að einungis ætti að vera ein tenging inn á safnveginn en

ekki þrjár. Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr.

skipulags- og byggingarlaga með ofangreindri breytingu.

 

 1. Sandlækur í Gnúpverjahreppi. Lóðablað. 20070575332

Lagt fram lóðablað unnið af Landnot ehf. í mkv. 1:1.000 af 0,56 ha lóð úr

landi Sandlæks I. Á lóðinni er gömul skemma sem fengist hefur leyfi til að rífa

nú í vor.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um samþykki

aðliggjandi lóðarhafa.

 

 1. Stóra –Hof í Gnúpverjahreppi, breyting á deiliskipulagi

frístundabyggðar. 20070485285.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar

í landi Stóra-Hofs. Málið var áður á dagskrá 24. apríl 2007. Í breytingunni

fellst að afmörkun og stærð lóða við Smalaskyggni og Grámosa breytist auk

þess sem þeim fækkar úr 26 í 21. Ekki eru gerðar breytingar á skilmálum

deiliskipulagsins.

Skipulagsnefnd telur tillöguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2. mgr.

 1. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynning fellur niður.

 

 1. Stöðulfell í Gnúpverjahreppi. Lóðablað.

Lagt fram lóðablað yfir 465,4 fm lóð utan um íbúðarhús (fastanr. 220-2692) á

jörðinni Stöðulfell (landnr. 166611).

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Flóahreppur

 1. Laugar í Hraungerðishreppi. Deiliskipulag nýbýlisins Laugamýri.

20070435297.

Lögð fram endurskoðuð tillaga Landforms að deiliskipulagi landsspildu úr

landi eyðibýlisins Laugar í fyrrum Hraungerðishreppi. Málið var áður á

dagskrá skipulagsnefndar 24. apríl 2007. Aðkomu að lóðinni hefur breyst til

samræmis við aðalskipulag og í samráði við Vegagerðina. Landið er í heild

77 ha en deiliskipulagið nær til um 5 ha af þeirri spildu. Í tillögunni er gert

ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 400 fm íbúðarhús, 120 fm

starfsmannahús, 1.200 fm reiðhöll og önnur útihús allt að 1.000 fm. Fyrir

liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 16. maí þar sem ekki er

gerð athugasemd við tillöguna. Fornleifaskráning fyrir jörðina liggur einnig

fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

 1. Hamar í Gaulverjabæjarhreppi. Lóðablöð.

Lögð fram tvö lóðablöð VGS verkfræðistofu af þremur landsspildum úr landi

Hamars í fyrrum Gaulverjabæjarhreppi. Spilda merkt Land I er 10,5 ha og

spilda merkt Land II er samtals 106,5 ha. Að auki er gert ráð fyrir að skipta úr

jörðinni 8.842 fm lóð sem liggur upp að jörðinni Dverghamar og mun sú lóð

bætast við þá jörð.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um að

undirskriftir allra aðliggjandi landeigenda liggi fyrir.

 

 1. Egilsstaðir 1 í Villingaholtshreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20070440296.

Lögð fram endurskoðuð tillaga Landforms að deiliskipulagi um 3 ha spildu úr

landi Egilsstaða 1 í fyrrum Villingaholtshreppi. Á hluta svæðisins er í gildi

deiliskipulag fyrir 3 frístundahúsalóðir sem allar eru um 4.000 fm að stærð.

Í tillögunni felst að auk þeirra þriggja lóða sem fyrir eru verða til 2 nyjar um

5.000 fm lóðir fyrir frístundahús auk sameiginlegs svæðis. Heimilt verður að

reisa allt að 100 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús á hverri lóð. Gert

er ráð fyrir sameiginlegri rotþró fyrir annarsvegar lóðir1 og 2 og hinsvegar

3,4 og 5. Við gildistöku nýs skipulags mun eldra skipulag falla úr gildi.

Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins liggja

fyrir og er ekki gerð athugasemd við tillöguna, auk þess sem samráð hefur

verið haft við Vegagerðina vegna tenginga inn á þjóðveg nr. 302

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar, sbr. 3. tl.

bráðabirgðaákvæða laganna.. Bent er á að í skilmálum þarf að vera kvöð um

aðgengi að lóð 3 og 4 í gegnum lóð 5.

 

 1. Skúfslækur í Villingaholtshreppi. Deiliskipulag búgarðabyggðar.

2007056334

Lögð fram tillaga VGS verkfræðistofu að deiliskipulagi 6 lóða á 21,9 ha spildu

úr landi Skúfslæk í fyrrum Villingaholtshreppi.Óskað hefur verið eftir að

umrætt svæði verði skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og

landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi sem nú er í vinnslu. Í tillögunni er gert ráð

fyrir 7 lóðum sem allar eru um og yfir 3 ha að stærð þar sem heimilt verður að

reisa íbúðarhús og hesthús/skemmu. Íbúðarhús hafa þegar verið byggð á

tveimur lóðanna.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar, sbr. 3. tl.

bráðabirgðaákvæða laganna.Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins.

 

 1. Þingdalur í Villingaholtshreppi. Deiliskipulag lögbýla 20070476290

Lögð fram endurskoðuð tillaga Verkfræðistofu Árborgar að deiliskipulagi 60

ha spildu úr landi Þingdals. Málið var áður á dagskrá skipulagsnefndar 24.

apríl 2007. Þá var gert ráð fyrir fimm spildum á bilinu 11,3 til 15,1 ha að

stærð en í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir að sameina þessar

spildur í eina um 60 ha spildu. Á byggingarreit sem áður var innan lóðar 3 er

gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að þrjú íbúðarhús auk útihúsa.

Fyrir liggur umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 8. maí 2007.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar, sbr. 3. tl.

bráðabirgðaákvæða laganna. Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands um tillöguna.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan kl. 12

Næsti fundur verður fimmtudaginn 14. júní

Laugarvatni 22. maí 2007

Margeir Ingólfsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Aðalsteinn Sveinsson (8722)

Pétur Ingi Haraldsson