37. fundur

 1. fundur  sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 7. desember 2004, kl. 13:30,

í Fjallasal, Aratungu.

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Halldór Kristjánsson og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir byggðaráðs frá 23. og 30. nóvember 2004.  Kynntar og samþykktar
 2. Seyrulosun.  Samþykktir, síðari umræða.  Lagðar fram samþykktir um hreinsun fráveituvatns og reglubundinnar losunar, vinnslu eða förgun seyru í samræmi við reglugerðir um fráveitur og seyru; nr. 798/1999 og reglugerð um fráveitur og skólp, nr. 799/1999,  um meðhöndlun seyru.   Kynnt og samþykkt.  Drífa og Halldór sátu hjá við afgreiðslu málsins.
 3. Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.   Breyting á niðurstöðu ársins verður sú að rekstrarniðurstaða ársins fer úr kr. 5.241.000 í  kr. – 2.180.000.   Kynnt og samþykkt.
 4. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2005.  Aðalsjóður og samstæðureikningur sveitarfélagsins, síðari umræða.  Heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins eru áætlaðar kr. 488.340.000.-  Rekstrargjöld ásamt afskriftum kr. 451.925.000 Fjármagnsgjöld áætluð kr. 20.895.000.   Rekstrarniðurstaða samstæðu-reiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 15.519.000.   Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði  kr. 102.100.000.-   Vegna fjárfestinga er gert ráð fyrir lántöku vegna Grunnskóla Bláskógabyggðar og leikskóla á Laugarvatni kr. 75.000.000.- og vegna fráveitna kr. 3.000.000.-  Þá er samþykkt endurfjármögnun óhagstæðra styttri lána að fjárhæð kr. 36.000.000.   Helstu áhersluatriði við gerð fjárhagsáætlunar er áframhaldandi öflugt skólastarf.   Til þess málaflokks er varið kr. 222.691.000.-  en sveitarfélagið er með nemendur í einum grunnskóla, Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Þá rekur sveitarfélagið Leikskólann Álfaborg, Reykholti og Leikskólann Lind á Laugarvatni sem flytur í nýtt húsnæði á árinu 2005.   Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir aukinni ábyrgð á stjórnendur sveitarfélagsins við forgangsröðun fjármuna sem þeim er falið.  Staða og fjárhagsáætlanir hitaveitna sveitarfélagsins voru sérstaklega kynntar af formanni byggðaráðs.  Sveitarstjórn þakkar byggðaráði, veitustjórn og sveitarstjóra fyrir ítarlega vinnu sem unnin hefur verið við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða og undirrituð.
 5. Skipulagsmál.
 1. a)    Aðalskipulagsbreyting í þéttbýli á Laugarvatni.

Mál sem frestað var á síðasta fundi sveitarstjórnar (3. liður, a-2)

Oddviti gerði grein fyrir opnum fundi sem haldinn var á Laugarvatni 29. nóv. um málið og fundi með fulltrúum þeirra sem gerðu athugasemdir þann 3. des.

Hann greindi frá að samkomulag hafi verið gert við fulltrúa þeirra sem gerðu athugasemdir um að skilgreina allan úthring skipulagsins sem íbúðabyggð en breyta miðju svæðisins í opið svæði til annarra nota. Áfram verði gert ráð fyrir lóð við Reykjabraut 1 og aðstaða skapast fyrir nýja lóð við Lindarbraut.

 

 1. b)    Tillaga að deiliskipulagi sama svæðis.

Mál sem frestað var á síðasta fundi sveitarstjórnar (3. liður, b)

Oddviti gerði grein fyrir framgangi málsins með sama hætti og í a) lið.

Hann greindi frá að samkomulag hafi verið gert við fulltrúa þeirra sem gerðu athugasemdir um að fella niður deiliskipulagstillöguna og vinna nýja, þar sem allar lóðir á svæðinu yrðu hnitsettar og lagfæringar gerðar á lóðamörkum. Gert verði áfram ráð fyrir göngustíg í gegn um svæðið og nýrri lóð við Lindarbrautina í samræmi við fyrri tillögu.

 

Drífa lagði fram eftirfarandi tillögu:  Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu aðal- og deiliskipulags svæðisins þar til niðurstaða hefur fengist á samningsumleitunum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem hafnar voru í október s.l. við menntamálaráðuneytið um skipulagsyfirráð og skiptingu lands og hita á Laugarvatni.

Frestunartillaga borin upp og felld með 5 atkvæðum gegn 2.

 

Oddviti lagði til að afgreiða aðal- og deiliskipulag samkvæmt samkomulagi.  Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012 lögð fram til  samþykktar skv. 18. grein skipulags-og byggingarlaga með ofangreindum breytingum.

Samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2

 

Aðalskipulagsbreytingum vísað til skipulagsfulltrúa og honum falið að ljúka breytingum á uppdráttum og klára skipulagsferlið.

 

 1. Deiliskipulag fyrir Gufubaðið á Laugarvatni og næsta nágrenni.  Kynnt og samþykkt og skipulaginu vísað til fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar og auglýsingar í kjölfarið í samræmi við 25. gr. í lögum nr. 73/1997.
  Jafnframt samþykkt að stofna þriggja manna vinnuhóp á næsta fundi sveitarstjórnar til að móta hugmyndir um framtíðarskipulag á Laugarvatni.
 2. Sveitarstjórnarfundur.  Samþykkt að næsti fundur sveitarstjórnar verði mánudaginn 10. janúar 2005.

 

 

Fundi slitið kl. 17:15