37. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn í Fjallasal, Aratungu,

þriðjudaginn 26. október 2004, kl. 13:30.

 

Mætt voru:  Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sveinn A. Sæland og Drífa Kristjánsdóttir auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð.

 

 1. Niðurgreiðslur á dagvistun hjá dagmæðrum í Bláskógabyggð.  Byggðaráð leggur til að niðurgreiðslur vegna dagvistunar hjá dagmæðrum verði sambærilegar þeim reglum sem giltu fyrir sameiningu sveitarfélaganna og verði því greitt kr. 18.000- með barni í fullri vistun og síðan hlutfallslega með börnum í skemmri vistun.
 2. Tilnefning fulltrúa á aðalfund SASS sem haldinn verður 13. og 14. nóvember 2004.  Byggðaráð leggur til að aðalfulltrúar verði Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson og Kjartan Lárusson og til vara Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldursdóttir og Drífa Kristjánsdóttir.
 3. Lögð fram bréf Bláskógabyggðar til ráðherra samgöngu- og umhverfismála vegna stöðu mála á Geysissvæðinu.  Einnig lagt fram svarbréf frá samgönguráðuneytinu dags. 22. okt. 2004.  Byggðaráð leggur mikla áherslu á að lausn finnist sem allra fyrst á vanda svæðisins en það verður fyrst og fremst gert með því að einfalda eignarhaldið á svæðinu þannig að hægt verði að taka þar til hendinni í umhverfis – og öryggismálum.
 4. Lóðaleigur hjá Bláskógabyggð.  Umræða varð um samræmingu á lóðaleigum hjá sveitarfélaginu. Oddvita falið að koma með tillögu að fyrirkomulagi þessara mála á næsta fund sveitarstjórnar.
 5. Tillögur sameiningarnefndar um breytingar á sveitarfélagaskipan.  Oddvitanefnd uppsveitanna boðar til sameiginlegs fundar sveitarstjórna á svæðinu um sameiningarmál í Skálholti fimmtudaginn 11. nóvember 2004, kl. 10:00.
 6. Kvittun fyrir framlagi sveitarfélags í Varasjóð húsnæðismála vegna ársins 2004.  Samkvæmt þessu þarf Bláskógabyggð að greiða kr. 62.309-.
 7. Bréf frá  Jöfnunarsjóði dags. 8. október 2004 þar sem fram kemur yfirlit yfir greiðslur framlags vegna fasteignaskattsjöfnunar árið 2004.  Samkvæmt þessu bréfi er framlag til Bláskógabyggðar kr. 16.761.570 – .
 8. Bréf frá  Jöfnunarsjóði dags. 8 október 2004 þar sem fram kemur útreikningur áætlaðra tekjujöfnunarframlaga 2004.  Samkvæmt þessu bréfi er framlag til Bláskógabyggðar ekkert. Sveitarstjóra falið að skrifa bréf til sjóðsins þar sem viðkomandi framlag er ekki í samræmi við áður samþykkta reglugerð.
 9. Heimild til sölu eigna.  Byggðaráð leggur til að oddvita verði veitt heimild til að selja íbúðirnar að Kistuholti 15, 17, 16a,16b, Miðholt 5 og Lindarbraut 1a.
 10. Hagavatn.  Byggðaráð leggur til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar óski eftir fjármagni  frá Fjárlaganefnd Alþingis til að ljúka undirbúningsvinnu og gagnaöflun sem verður að liggja fyrir svo hægt verði að skila inn nýju umhverfismati.   Hækkun Hagavatns mun hefta sandfok frá sandsvæðum suðvestan við Langjökul.  Byggðaráð telur stækkun Hagavatns grundvallaratriði til að ná frekari árangri í heftingu sandfoks í nágrenni vatnsins.  Einnig og ekki síður veldur áhyggjum hve haftið sem heldur vatninu uppi rofnar stöðugt.  Bresti það skapast veruleg hætta á flóði  með ófyrirsjáanlegum áhrifum í byggð.
 11. Þjóðlendudómur.  Lagt fram bréf frá Ólafi Björnssyni varðandi niðurstöðu Hæstaréttar í Þjóðlendumálunum.  Lagt til að byggðaráði verði falið að skoða málið með þeim lögfræðingum sem komið hafa að þessum málum í sveitarfélaginu.
 12. Næsti fundur sveitarstjórnar verður 16. nóvember 2004, kl. 13:30.
 13. Fjárhagsáætlun ársins 2005.  Drög að aðalsjóði sveitarfélagsins og samstæðureikningi kynntar.
 14. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
  1. Fundargerð 6. fundar bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 3. júní 2004.
  2. Fundargerð 11. fundar bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 28. september 2004.
  3. Fundargerð 16 fundar veitustjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var         11. október 2004.
  4. Fundargerð 24. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 14. okt. 2004.
  5. Fundargerð atvinnu- og samgöngunefndar frá 29. mars 2004.
 15.              Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
  1. Bréf  dags. 28. sept. frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi vexti af lánum af eigin fé sjóðsins.
  2. Fundargerð 4. fundar fulltrúaráðs Almannavarna Árborgar og nágrennis sem haldinn var 29. september 2004.
  3. Fundargerð 61. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 29. september 2004.
  4. Fundargerð 58. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var      20. september 2004.
  5. Fundargerð 68. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var           5. október 2004.
  6. Bréf  frá SASS dags. 11. október 2004 varandi fundi með þingmönnum Suðurlands.
  7. Minnispunktar frá fundi um lausagöngu búfjár á Laugarvatni sem haldinn var 16. september 2004.
  8. Afrit af bréfi frá Orkuveitu Reykjavíkur til skipulagsfulltrúa Bláskógabyggðar dags. 8. október 2004 þar sem tilkynntar eru framkvæmdir í sumarhúsabyggð í Úthlíð Biskupstungum.
  9.  Fundargerð 77. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 7. október 2004.
  10. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu dags. 23. september 2004 þar sem fjallað er um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, tveir reitir í þéttbýlinu á Laugarvatni.
  11. Fundargerð 378. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 1. október 2004.
  12. Afrit af bréfi skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu til Skipulagsstofnunar dags. 15. október 2004 þar sem fjallað er  um Gjábakkaveg (Lyngdalsheiðarveg) milli Þingvalla og Laugarvatns.
  13. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags.12 október 2004 varðandi hækkun hámarkslána Íbúðarlánasjóðs.
  14. Bréf frá Karli Björnssyni þar sem fjallað er um viðræðugrundvöll kjarasamnings LN og KÍ
  15. Bréf Sveins Sælands dags. 27. apríl 2004 þar sem hann svarar nokkrum spurningum lóðarhafa í landi Kárastaða í Þingvallasveit.
  16. Bréf frá Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftafræðum dags. 19. október 2004 ásamt riti um áhrif Suðurlandsskjálftanna í júní árið 2000 en það liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
  17. Fundargerð 117. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var    18. október 2004.
  18. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga  dags. 20. október 2004 ásamt dagskrá að fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2004.
  19. Bréf  sveitarstjóra og sóknarnefndar Torfastaðakirkju til Landbúnaðarráðuneytisins.

Fundi slitið kl. 16:45