38. fundur 2007

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps

um skipulagsmál.

 

FUNDARGERÐ

  1. FUNDUR

Fimmtudaginn 14. júní 2007, kl. 9 haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Snæbjörn Sigurðsson Bláskógabyggð

Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Aðalsteinn Sveinsson Flóahreppur

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

Sameiginleg mál

 

  1. Skipting landa og lóða

Lagt fram til kynningar bréf Landbúnaðarráðuneytisins til Flóahrepps

varðandi kröfur um gögn við landsskipti.

 

  1. Stofnun lóða á afrétti / ofan byggðar.

Rætt um stofnun lóða undir fjallaskála á afréttum.

 

Bláskógabyggð

  1. Bergsstaðir í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20070574317

Lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga Landmótunar að deiliskipulagi

frístundalóða í landi Bergsstaða, spilda með landnr. 189405. Málið var áður

á dagskrá 22. maí 2007. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á

aðalskipulagi sveitarfélagsins sem verður auglýst bráðlega. Gert er ráð fyrir

tveimur 2 ha lóðum á svæði milli Tungufljóts og þjóðvegar nr. 358, rétt

sunnan við landamerki við Drumboddstaði. Heimilt verður að reisa allt að

150 fm frístundahús og 20-25 fm aukahús á hvorri lóð. Byggingarreitur

annarrar lóðarinnar er í 100 m fjarlægð frá árbakka og hinn er lengra frá.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með fyrivara um að leyfi fáist fyrir neysluvatnstengingu.

 

  1. Einholt II í Biskupstungum. Flugvöllur.

Lögð fram beiðni Kristjáns Einis Traustasonar um að opna flugvöll í landi

Einiholts II. Leyfi sveitarstjórnar þarf að vera til staðar áður en

flugmálastjórn tekur völlinn út. Flugvöllurinn er þegar til staðar en hann

verður notaður sem einkaflugvöllur en opinn til neyðarlendingar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að flugvöllur verði leyfður á

þessum stað.

 

  1. Haukadalur II í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar austan

Geysis, Flugbrautarvegur.

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi frístundabyggðar í

landi Haukadals II. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir fjórum 0,5 ha

frístundahúsalóðum á 2 ha svæði meðfram Flugbrautarvegi, við norðurenda

aflagðrar flugbrautar austan við Geysi. Heimilt verður að reisa allt að 130 m²

frístundahús og allt að 25 m² aukahús, hámarksnýtingarhlutfall má vera 0.03.

Tillagan var í kynningu frá 14. desember 2006 til 11. janúar 2007 með fresti

til athugasemda til 25. janúar. Breyting á aðalskipulagi svæðisins var auglýst

samhliða og hefur sú tillaga verið staðfest af umhverfisráðuneytinu.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Kjarnholt III í Biskupstungum. Lóð utan um fasteignir ferðaþjónustu.

20070613351

Lagt fram lóðablað sem unnið er af Pétri H. Jónssyni yfir tæplega 7 ha land

umhverfis fasteignir ferðaþjónustunnar í Kjarnholtum.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Laugarás í Biskupstungum. Breyting á deiliskipulagi við Bæjarholt.

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að breytingu á deiliskipulagi lóða við

Bæjarholt í Laugarási. Í breytingunni felst breyting á byggingarreitum.

Afgreiðslu frestað.

 

  1. Miklaholt í Biskupstungum. Deiliskipulag íbúðarhúss, hesthúss og

skemmu. 2007066359

Lögð fram tillaga VST að deiliskipulagi í landi Miklaholts í Biskupstungum.

Gert er ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum, lóð fyrir hesthús auk

byggingarreits fyrir stækkun á fjósi, vélageymslu og starfsmannaaðstöðu.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

  1. Reykholt í Biskupstungum, lóð Friðheima. Breyting á deiliskipulagi.

20070656360

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að breytingu á deiliskipulagi

Reykholts, á lóð Friðheima. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar til

að koma fyrir raðhúsi með útleiguíbúðum.

Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana skv. 2. mgr.

  1. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu

 

  1. Skálholt í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar, Borgarhólar.

20070610361

Lögð fram tillaga Landslags að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi

Skálholts, svæði sem kallast Borgarhólar. Skipulagssvæðið er um 110 ha að

stærð og er þar gert ráð fyrir 99 lóðum á bilinu 0,5 – 0,8 ha að stærð. Heimilt

verður að reisa hús á bilinu 60 – 180 fm á hverri lóð og 25 fm aukahús.

Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki fara upp fyrir 0.03. Gert er ráð fyrir

sameiginlegu fráveitukerfi fyrir húsaþyrpingar. Tillagan er í samræmi við

tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem sveitarstjórn samþykkti að auglýsa 3.

október 2006. Gert er ráð fyrir að aðalskipulagsbreytingin verði lögð fyrir að

nýju í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var um tillöguna nú í byrjun júní.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar varðandi

upplýsingar í greinargerð um neysluvatn.Leitað verður umsagnar

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar

ríkisins um tillöguna.

 

  1. Laugarvatn í Laugardal. Fyrirspurn um smáhýsi við Háholt 10C

Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Sigurði St. Helgasyni um möguleikann á að

setja upp 14 fm smáhýsi (3,8 x 3,8m) á lóð 10C við Háholt.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og vísar því til nánari

stefnumörkunar sveitarstjórnar um slík hús í þéttbýlum sveitarfélagsins.

 

  1. Miðfell í Þingvallasveit. Frístundahús og bátaskýli, Víðistekkur 6.

Lögð fram tillaga að nýju frístundahúsi og bátaskýli á lóðinni Víðistekkur 6 í

landi Miðfells í Þingvallasveit sem samkvæmt fasteignamati er 1.938 fm.

Frístundahúsið er 92,8 fm og er bátaskýlið 32 fm, nýtingarhlutfall er því um

0.064. Á fundi skipulagsnendar þann 19. október 2006 var samþykkt að við

veitingu byggingarleyfa á svæðum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir skuli

miða við að nýtingarhlutfall lóða skuli almennt ekki fara upp fyrir 0.03. Þessi

samþykkt var staðfest í sveitarstjórn Bláskógabyggðar 7. nóvember 2006.

Skipulagsnefnd hafnar málinu þar sem það er ekki í samræmi við samþykktir

nefndarinnar og sveitarfélagsins.

 

  1. Mjóanes í Þingvallasveit. Deiliskipulag frístundabyggðar. 2007066354

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Mjóaness í

Þingvallasveit. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 20 frístundahúsalóðum á

um 55,4 ha svæði, 18 eru um 3 ha, ein er 1,2 ha og ein er 2.000 m².

Umsagnir Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Tillagan var í kynningu frá 19. október til 16.

nóvember með athugasemdafrest til 30. nóvember. Ahugasemdir bárust frá 5

aðilum sem allir eru núverandi eigendur að hluta landsins eða verðandi

eigendur að einstökum lóðum. Gerð er athugasemd við afmörkun lóða,

fjarlægð byggingarreita frá vatni og legu vega.

Tillagan er nú lögð fram með ákveðnum breytingum, m.a. til að koma til móts

við innkomnar athugasemdir. Fjöldi lóða breytist ekki en stærð, afmörkun og

staðsetning nokkurra lóða breytist líttilega. Einnig er gert ráð fyrir að á

nokkrum lóðum verði heimilt að byggja nær Þingvallavatni en 100 m þar sem

það fellur betur að landi, sbr. ákvæði aðalskipulags.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með þeirri breytingu að lóð nr. 15 fellur út þar sem hún er ekki innan

skilgreinds frístundabyggðarsvæðis í aðalskipulagi.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

  1. Ásgarður í Grímsnesi. Dæluhús, breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga Landhönnunar að breytingu á deiliskipulagi

frístundabyggðar í landi Ásgarðs í Grímsnesi, land búgarðs. Í tillögunni felst

að bætt er við lóð fyrir dæluhús OR við Þórstíg.

Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2.

mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Breytingin verður kynnt lóðarhafa á

lóð 5b við Þórsstíg..

 

  1. Göltur í Grímsnesi. Fyrirspurn um gerð bátaskýlis.

Lögð fram byggingarleyfisteikning fyrir bátaskýli á lóð úr landi Galtar í

Grímsnesi. Óskað er eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort að húsið

samræmist skilmálum deiliskipulagsins.

Þar sem ekki eru til nákvæm skilgreining á hvernig bátaskýli á að vera þá

telur skipulagsnefnd ekki ástæðu til að hafna teikningunni enda verður húsið

eingöngu nýtt sem slíkt.

 

  1. Miðengi í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070292204

Lögð fram að nýju tillögu Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi

frístundabyggðar í landi Miðengis. Gert er ráð fyrir 16 lóðum á bilinu 0,7 -0,9

ha á 18,5 ha svæði á horni Biskupstungnabrautar og aðkomuvegi að Miðengi.

Heimilt verður að reisa 50-150 fm frístundahús og allt að 25 fm aukahús, en

nýtingarhlutfall lóðar má ekki vera hærra en 0.03. Tillagan er í samræmi við

breytingu á aðalskipulagi sem sveitarstjórn hefur samþykkt að auglýsa.Fyrir

liggur umsögn Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarmála með fyrirvara um að svæði fyrir gáma verði bætt við og að

heimilt verði að reisa allt að 40 fm aukahús.

 

  1. Minni-Borg í Grímsnesi. Lóðablað yfir 1862 fm lóð. 200706100352

Lagt fram lóðablað yfir 1.862 fm lóð úr landi Minni-Borgar sem liggur upp að

Sólheimavegi.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Snæfoksstaðir í Grímsnesi. Dælustöð skv. 3. tl.

Lögð fram tillaga að framkvæmd við dæluhús Orkuveitu Reykjavíkur í landi

Snæfoksstaða í Grímsnesi. Dæluhúsið er 36 fm á 261 fm lóð rétt norðan við

Biskupstungnabraut, nálægt landamerkjum við Öndverðarnes.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagsog

byggingarlaga.

 

  1. Syðri-Brú í Grímsnesi. Fyrirspurn varðandi uppbyggingu gamals fjárhús.

Lögð fram fyrirspurn Birgis Sigdórssonar um hvort að hann fái heimild til að

endurbyggja fjárhús sem er á frístundahúsalóð hans Lækjarbrekku 27. Húsið

er sýnt á deiliskipulagsuppdrætti og ekki kemur fram að rífa eigi húsið.

Byggingarnefnd hafnaði beiðninni 25. apríl á þeirri forsendu að það væri utan

byggingarreits og of stórt til að vera aukahús.

Að mati skipulagsnefndar er leyfilegt að viðhalda núverandi húsi á lóðinni þó

með þeim skilyrðum að umfang þess aukist ekki.

 

  1. Nesjar í Grafningi. Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða í Meyjarvík.

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar af tveimur frístundahúsalóðum í

Meyjarvík í landi Nesja. Lóðirnar eru báðar 7.500 fm að stærð og er hús á

annarri þeirra. Heimilt verður að reisa frístundahús á bilinu 50-200 fm á

lóðunum auk allt að 40 fm aukahúss. Neysluvatn er fengið úr borholu á

svæðinu og gert er ráð fyrir fráveitu í samræmi við reglugerð nr. 650 frá

2006.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

  1. Nesjar í Grafningi. Endurnýjun bátaskýlis.

Lagðar fram byggingarleyfisteikningar af 53,9 fm bátaskýli á lóð við

Þorsteinssvík í landi Nesja í Grafningi. Byggingin kemur í stað eldra húss sem

er skráð 20,3 fm í fasteignamati.

Að mati skipulagsnefndar er heimilt að endurbyggja bátaskýlið í samræmi við

fyrirliggjandi gögn.

 

Hrunamannahreppur

  1. Flúðir, Akurgerði 3. Fyrirspurn um byggingu smáhýsis.

Lögð fram fyrirspurn/beiðni eigenda íbúðarhúss að Akurgerði 3 á Flúðum um

leyfi til að reisa 9 fm garðhús (BYKO) um 5 m frá húshorni, til móts við

bílskúr, u.þ.b. 4 m frá lóðarmörkum Akurgerðis 1. Fram kemur að eigandi

Akurgerðis 1 gerir ekki athugasemd við staðsetningu hússins.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og vísar því til sveitarstjórnar að

móta almenna stefnu um slíkar byggingar.

 

  1. Flúðir, Miðhof 2. Fyrirspurn um breytingu á mænishæð. 20070627349

Lögð fram fyrirspurn Einars Harðarsonar um hvort að leyfi fáist til að fara

allt að 50 cm upp fyrir mestu mænishæð á lóðinni Miðhof 2. Samkvæmt

deiliskipulaginu er hámarks mænishæð 4,8 m.

Skipulagsnefnd telur ekki æskilegt að leyfa hús með hærri mænishæð en gert

er ráð fyrir í skilmálum. Hafnað.

 

  1. Flúðir. Deiliskipulag lóðarinnar Grund. 2007042294

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóða við Grund á Flúðum. Svæðið

afmarkast af Skeiðavegi til vesturs, Hrunamannavegi til suðurs, Akurgerði 2

og 3 til austurs og opnu svæði til norðurs. Tillagan var í kynningu frá 26. apríl

til 24. maí 2007 með fresti til athugasemda til 7. júní. Ein athugasemd barst

og varðar afmörkun lóðarinnar Akurgerði 1.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með smávægilegri breytingu á afmörkun lóðar nr. 1 við Akurgerði.

 

  1. Foss. Lóðablað, íbúðarhúsalóð. 20070622353

Lagt fram lóðablað í mkv. 1:3.000 sem unnið er af Landnot ehf. yfir 0,23 ha

lóð umhverfis eldra íbúðarhús á jörðinni Foss.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Skeiða-og Gnúpverjahreppur

  1. Austurhlið í Gnúpverjahreppi. Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða..

Lögð fram tillaga Tekton að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóða á um 1

spildu úr landi Austurhlíðar (landnr. 194930). Báðar lóðirnar eru rétt

rúmlega 0,5 að stærð og eru vestan vegar sem liggur norður frá bænum

Austurhlíð, ofan við áður skipulagða spildu sem kallast Hörgshlíð. Heimilt

verður að reisa allt að 150 fm frístundahús með 6,5 m mænishæð á lóðunum

auk þess sem á lóð 2 verði heimilt að reisa 8,2 fm baðskýli, 20 fm gestahús og

18 fm óeinangraða skemmu.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með þeirri breytingu að eingöngu verði leyft eitt aukahús á

hvorri lóð. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar má vera 0.03.

 

  1. Hamarsheiði II í Gnúpverjahreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar á

Tranti.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á spildu úr landi

Hamarsheiðar II. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 5 lóðum á bilinu 1,5 –

2,6 ha. Innan hverrar lóðar eru 1-3 byggingarreitir þar sem heimilt er að

reisa allt að 100 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús.Í heild er gert ráð

fyrir allt að 8 frístundahúsum á svæðinu. Tillagan var í kynningu frá 26. apríl

til 24. maí 2007 með fresti til athugasemda til 7. júní. Tvö athugasemdabréf

bárust. Einnig liggur fyrir umsögn skipulagshönnuðar um athugasemdir.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með fyrirvara um samþykki Heilbrigðisefirlits Suðurlands á vatnsvernd og

neysluvatnstöku.

 

Flóahreppur

  1. Bár í Hraungerðishreppi. Deiliskipulag 17,4 landbúnaðarspildu.

Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að deiliskipulagi 17,4 ha spildu

úr landi jarðarinnar Bár í Hraungerðishreppi. Gert er ráð fyrir byggingarreit

fyrir sambyggt íbúðarhús og hesthús auk byggingareits fyrir gripahús og

skemmu.Fram kemur í greinargerð að tillagan samræmist ákvæðum

aðalskipulags um að heimilt sé að reisa allt að 3 íbúðarhús á hverri jörð, án

tengsla við búskap.Einnig kemur fram að fyrir liggi jákvæð umsögn

Vegagerðarinnar vegna tengingar við þjóðveg og að leitað hafi verið

umsagnar Fornleifaverndar ríkisins.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

  1. Skálmholt í Villingaholtshreppi. Lóðablað, Krækishólar.

Lagt fram lóðablað sem unnið er af Böðvari Guðmundssyni af 2 ha lóð úr

landi Skálmholts í fyrrum Villingaholtshreppi (landr. 193160).

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og skipulagsfulltrúa falið að leita

nánari upplýsinga um málið.

 

  1. Langholt í Hraungerðishreppi. Deiliskipulag lögbýlis / íbúðarhúsalóða,

Stekkholt 1-3. 20070619356

Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að deiliskipulagi 30 ha

landsspildu úr landi Langholts í fyrrum Hraungerðishreppi. Í tillögunni er

gert ráð fyrir þremur 10 ha landsspildum, Stekkholt 1-3, þar sem heimilt

verður að reisa íbúðarhús og hesthús. Svæðið er skilgreint sem

landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi og á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 13.

júní 2007 var tekin fyrir umsögn um stofnunar lögbýlis fyrir spilduna. Fyrir

liggur umsögn Fornleifaverndar dags. 12. september 2006.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga, en bendir á að skipulagið mun ekki taka gildi fyrr en fyrir

liggur samþykkt um stofnun lögbýlis á svæðinu. Einnig er settur fyrirvari um

tengingu svæðisins við hitaveitu Hraungerðishrepps.

 

  1. Breiðholt í Villingaholtshreppi. Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða.

20070333259.

Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að deiliskipulagi 9.300 fm lóðar

(landnr. 204583) úr landi Breiðholts í Villingaholtshreppi. Tillagan var í

kynningu frá 26. apríl til 24. maí 2007 með fresti til athugasemda til 7. júní.

Engar athugasemdir bárust. Í auglýstri tillögu var gert ráð fyrir að heimilt

yrði reisa allt að 100 fm frístundahús á hvorri lóð en nú hefur verið óskað eftir

að tillögunni verði breytt þannig að heimilt verði að reisa allt að 150 fm hús.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með þeirri breytingu að hámarksnýtingarhlutfall lóða verði 0.03.

 

  1. Egilsstaðir I í Villingaholtshreppi. Deiliskipulag. 20070616362

Lögð fram tillaga Landhönnunar að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar

Egilsstaði I. Deiliskipulagið nær yfir 3 svæði innan jarðarinnar og eru þau öll

á milli þjóðvegar 302 og Þjórsár. Gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir

íbúðarhús og fyrir reiðhöll, auk þess sem gert er ráð fyrir samtals 19

útleiguhúsum, þar af 11 allt að 50 fm og 8 allt að 120 fm. Sum húsin eru

staðsett þannig að leita þarf undanþágu frá umhverfisráðherra vegna

fjarlægðar frá vegi.

Að mati skipulagsnefndar eru forsendur til að leita undanþágu þar sem

aðstæður í landi eru þannig að erfitt er að uppfylla ákvæði um fjarlægð frá

vegi. Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga þegar undanþágan liggur fyrir sem og umsögn

Vegagerðarinnar.

 

  1. Merkurlaut 3 í Villingaholtshreppi. Lóðablað

Lagt frá lóðablað frá Verkfræðistofu Suðurlands yfir 5.942 fm lóð úr landi

Merkurlautar 3 (10,2ha sumarhúsalóð með landnr. 166422).

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Bent er á að um þessar

mundir er verið að skoða áhrif flóða úr Hvítá á þessu svæði og er að svo

stöddu ekki víst að heimild fáist til að byggja á lóðinni.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan kl. 12:30

Næsti fundur verður fimmtudaginn 12. júlí 2007

Laugarvatni 14. júní 2007

Snæbjörn Sigurðsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Aðalsteinn Sveinsson (8722)

Pétur Ingi Haraldsson