38. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar mánudaginn 10. janúar 2005, kl. 13:30, í Fjallasal, Aratungu.

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Sigríður Jónsdóttir, Kjartan Lárusson, Aðalheiður Helgadóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson  og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerð byggðaráðs frá 4. janúar 2005.   Kynnt og staðfest.
 2. Skipulagsmál.
 1. a)    Úthlíð í Biskupstungum, Bláskógabyggð.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012.

Svæðið sem breytingin nær til  afmarkast af Kóngsvegi til norðurs, Andalæk til suðurs, landamörkum við Hrauntún til austurs og landamörkum við Miðhús til vesturs. Samkvæmt núgildandi skipulagi er svæðið ætlað til landbúnaðar, undir frístundabyggð og sem opið svæði til sérstakra nota.  Vegna áforma um aukna ferðaþjónustu á svæðinu gerir tillagan ráð fyrir að breyta umræddu svæði í svæði með blandaða landnotkun, þ.e.  frístundabyggð, opin svæði til sérstakra nota (golfvöll), verslun og þjónustu og íbúðarsvæði. Íbúðarsvæðið er eingöngu á svæðinu norðan Laugarvatnsvegar og vestan vegar að sumarbústaðasvæði.

Tillagan var auglýst samhliða endurskoðuðu heildar deiliskipulagi Úthlíðar. 

Tillagan var í auglýsingu frá 29.september til 27.október 2004. Athugasemdafrestur var til 10.nóvember.

Engar athugasemdir bárust.  Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 18. grein skipulags og byggingarlaga 73/1997 og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til formlegrar lokaafgreiðslu.

 1. b)    Reykjavellir í Biskupstungum, Bláskógabyggð.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012.

Tillagan gerir ráð fyrir að 13 ha svæði beggja vegna  aðkomuvegar að frístundabyggð í Víkurholti breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.

Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar.

Tillagan var í auglýsingu frá 29.september til 27.október 2004. Athugasemdafrestur var til 10.nóvember. Engar athugasemdir bárust.  Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 18.grein skipulags og byggingarlaga 73/1997 og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til formlegrar lokaafgreiðslu.      

 

 1. c)    Brúarhvammur í Biskupstungum, Bláskógabyggð.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012.

Lögð fram tillaga sem unnin er af Verkfr.stofu Suðurlands fyrir landeiganda skráðrar sumarbústaðalóðar að breytingu á  aðalskipulagi Biskupstungnahrepps í landi Brúarhvamms. 1,66 ha svæði milli bæjarhúss og Tungufljóts breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Landið er að mestu áreyrar og uppgrónir móar.  Deiliskipulagstillaga að þessu svæði hefur verið tekin fyrir í skipulagsnefnd uppsveita þann 16. september síðastliðinn og samþykkt að auglýsa hana ef sveitarstjórn heimilar aðalskipulagsbreytingu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir einum frístundabústað.  Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 18.grein skipulags og byggingarlaga 73/1997 og vísar málinu til skipulagsfulltrúa.

 1. d)     Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps í landi lögbýlisins Goðatúns úr landi Reykjavalla. Tillagan gerir ráð fyrir því að c.a. 1,5 ha svæði vestast á Víkurholti breytist úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Ástæðan er sú að landeigandi hyggst reisa íbúðarhús lögbýlisins vestast á holtinu og er sveitarstjórn jákvæð gagnvart því ef öllum skipulagsþáttum er fullnægt.

Samþykkt að heimila auglýsingu breytingartillögunnar skv. 18. grein skipulags-og byggingarlaga 73/1997.

 

 1. Fréttir af störfum byggingarnefndar skóla.   Sveinn A. Sæland kynnti útboðsferil sem nú eru í gangi.  Vegna leikskóla og Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni (alútboð) verða tilboð opnuð þann 12. janúar 2005 og vegna Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti þann 8. febrúar 2005.  Vegna bygginga á Laugarvatni verður sérstök matsnefnd sem fer yfir teikningar sem berast.  Þann 28. janúar 2005 verða síðan opnuð formlega tilboð vegna kostnaðarþáttar í byggingu á Laugarvatni, eða þegar matsnefnd hefur yfirfarið teikningar þar.   Samþykkt að byggingarnefnd skóla ásamt hönnuði verði í matsnefnd. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar skóla frá 4. janúar 2005.  Sýndar myndir og sagt frá viðkomandi framkvæmdum.
 2. Úteyjar – og Austureyjarvegur.  Vinna við bundið slitlag í samræmi við áætlun Vegagerðarinnar.  Á vegaáætlun eru gert ráð fyrir endurgreiðslu        kr. 5 millj. til Úteyjarvegar.  Lagt til að kanna kostnað við áframhaldandi framkvæmdir og að funda síðan með þeim aðilum sem lögðu til fjármuni á sínum tíma, ásamt öðrum lóðarhöfum á svæðinu,  með það í huga að halda áfram vegaframkvæmdum á svæðinu.   Kjartani Lárussyni og Ragnari S. Ragnarssyni falið að fylgja málinu eftir.
 3. Kosning þriggja manna vinnuhóps til að móta framtíðarhugmyndir um aðalskipulag fyrir þéttbýlið á Laugarvatni.    Í samræmi við tillögu oddvita Bláskógabyggðar,  6. liður á fundi sveitarstjórnar frá 7. desember 2004.  Lagt til að Sigmar Ólafsson, Halldór Páll Halldórsson og Drífa Kristjánsdóttir verði í vinnuhópnum.  Lagt er til að sveitarstjóri og skipulagsfræðingur vinnu með hópnum.  Sigmar Ólafsson verði formaður vinnuhópsins.   Lagt til að hópurinn skili af sér fyrir 1. apríl 2005.
 4. Lokun KB banka.    Upplýst um samtöl oddvita og sveitarstjóra Bláskógabyggðar við KB – banka og aðrar bankastofnanir um möguleika á áframhaldandi bankaþjónustu á Laugarvatni.  Viðræður í framhaldi af bókun sveitarstjórnar 7. liður frá 7. október og 11. liður. frá 16. nóvember 2004.
 5. Kærur á úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrif Gjábakkavegar (365) Laugarvatn – Þingvallasveit, Bláskógabyggð í kjölfar úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 11. nóvember 2004 þar sem fallist er á lagningu Gjábakkavegar samkvæmt tillögum Vegagerðarinnar.  Óskað er álits sveitarstjórnar á þeim athugasemdum sem þar koma fram sem eru frá þrem aðilum, þ.e. Pétri Jónassyni, Danmörku, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Landvernd.                                                                                                    Sveini A. Sæland og Drífu Kristjánsdóttur í samvinnu við sérfræðinga verði falið að gefa umsögn um þær kærur sem hafa borist.
 6. Fyrirspurn T-listans um sölu á Lindinni og frágangi á samningi vegna sölunnar.  Sveitarstjóri upplýsti um þá erfiðleika sem komið hafa upp vegna sölunnar og sagði frá þeim fyrirvörum sem voru í kauptilboði sem ekki hafa gengið eftir.  Lagt fram bréf til menntamálaráðuneytisins frá desember 2004. 
 7. Þiggja ára fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006 – 2008, fyrri umræða.  Kynnt og vísað til síðari umræðu í febrúar.

 

 

Fundi slitið, kl. 17:00