39. fundur 2007
SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,
Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps
um skipulagsmál.
FUNDARGERÐ
- FUNDUR
Fimmtudaginn 12. júlí 2007, kl. 9 haldinn á Laugarvatni
Nefndarmenn:
Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð
Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.
Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur
Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.
Aðalsteinn Sveinsson Flóahreppur
Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:
Pétur Ingi Haraldsson
FUNDARGERÐ
Sameiginleg mál
- Fundur um skipulagsmál fyrir sveitarstjórnir
Kynnt hugmynd að sameiginlegum vinnufundi/kynningarfundi um skipulagsog
byggingarmál fyrir sveitarstjórnarmenn sveitarfélaga sem standa að
sameiginlegri skipulagsnefnd og byggingarnefnd.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að framgangi málsins.
- Flóðahætta í Hvítá – framhaldsverkefni
Kynnt skýrsla Vatnamælinga Orkustofnunar um flóðin í Hvítá og áhrif þeirra
á Skeiðum. Einnig farið yfir hugmyndir að verkefni um gerð líkanareikninga á
áhrifum flóða í Hvíta. Verkefnið yrði samvinnuverkefni sveitarfélaga sem
liggja að Hvítá og hugsanlega annarra opinberra aðila/stofnana.
- Stök hús á lóðum innan þéttbýla í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi.
Samþykkt að unnið skuli að sameiginlegri stefnumörkun um smáhýsi á
íbúðarhúsalóðum í þéttbýliskjörnunum.
Skipulagsfulltrúa er falið að kynna sér hvaða reglur gilda um slík hús í öðrum
sveitarfélögum.
Bláskógabyggð
- Bergstaðir í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar.
20070750378
Lögð fram tillaga Landmótunar að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi
Bergstaða í Biskupstungum,Eystritunga landr. 167202. Í tillögunni felst að
gert er ráð fyrir fimm 0,7 ha frístundahúsalóðum auk þess sem 0,7 ha lóð er
afmörkuð utan um eldra frístundahús. Heimilt verður að reisa allt að 150 fm
hús á hverri lóð. Tillagan er í samræmi við nýlega auglýsta
aðalskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
bygginarlaga. Leitað verður umsagnar Fornleifaverndar ríkisins og
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Gerður er fyrirvari við umfjöllun um
neysluvatn en sveitarfélagið getur eingöngu útvegað vatn þegar ný stofnlögn
hefur verið lögð að svæðinu.
- Efri-Reykir í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að deiliskipulagi
frístundabyggðar í landi Efri-Reykja í Biskupstungum. Tillagan var í kynning
samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið frá 31. ágúst til 28. september
2006 með fresti til athugasemda til 12. október 2006. Engar athugasemdir
bárust. Aðalskipulagsbreytingin hefur nú verið staðfest.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
með þeirri breytingu að heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús og
allt að 25 fm aukahús á hverri lóð, til samræmis við aðrar
deiliskipulagstillögur sem nýlega hafa verið til meðferðar.
- Iða II í Biskupstungum Deiliskipulag frístundabyggðar, Eyrarvegur.
20070750375
Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi frístundabyggðar í
landi Iðu II milli Skálholtsvegar og Hvítá, neðan við brú að Laugarási.
Svæðið kallast Eyrarvegur og er gert ráð fyrir níu 8.700 fm lóðum þar sem
heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús og 40 fm aukahús.
Þar sem lóðirnar eru á flatlendi nálægt Hvíta frestar skipulagsnefnd
afgreiðslu málsins þar til komið hefur í ljós hvort að hætta sé á flóðum á þessu
svæði. Skipulagsfulltrúa er falið að leita þessarra upplýsinga hjá
Vatnamælingum Orkustofnunar.Einnig þarf að leita umsagnar
Umhverfisstofnunar, sbr. 37. gr. laga um náttúruvernd.
- Torfastaðir í Biskupstungum. Lóðablað.
Lagt fram lóðablað af 2,3 ha landsspildu úr landi Torfastaða sem afmarkast af
vegi til Hrosshaga að austanverðu og landamörkum við Hrosshaga til suðurs.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um
undirskrift aðliggjandi landeigenda.
- Þingvallaþjóðgarður, Hakið, í Þingvallasveit. Breyting á deiliskipulagi.
20070786376
Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi við Hakið í
Þingvallasveit. Í breytingunnu felst að gert er ráð fyrir byggingareit fyrir
stækkun þjónustumiðstöðvar auk þess sem byggingareitur er aðlagaður að
núverandi byggingu, þá er gert ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir
snyrtiaðstöðu auk þess sem bílastæði stækka.
Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Grímsnes-og Grafningshreppur
- Efri-Brú í Grímsnesi. Endurskoðun á deiliskipulagi 2. áfanga
frístundabyggðar. 20070319246
Lögð fram tillaga Landhönnunar slf. að endurskoðun deiliskipulags 2. áfanga
frístundabyggðar í landi Efri-Brúar í Grímsnesi. Deiliskipulagið nær til um 15
ha svæði sem afmarkast af Þingvallavegi í vestri, 1. áfanga frístundabyggðar í
norðri og opnu svæði í austri. Samkvæmt gildandi deililiskipulagi eru 10
frístundahúsalóðir innan svæðisins en gert er ráð fyrir að þær breytist í
íbúðarhúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa allt að 300 fm íbúðarhús og
25 fm aukahús. Ekki er gert ráð fyrir að afmörkun lóða eða lega vega breytist.
Sveitarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi
sveitarfélagsins þar sem umrætt svæði breytist í íbúðarsvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. skipulags- og
byggingarlaga. Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Einnig þarf að gera ráð fyrir að breidd vegsvæða verði a.m.k. 12 m.
- Kiðjaberg í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
20070738373
Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Kiðjabergs, orlofsog
sumarhúsasvæðis Meistarafélags húsasmiða. Í tillögunni felst að gerð
breyting á skilmálum er varða stærð og útlit húsa, h.lið í greinargerð
deiliskipulagsins. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 350 fm
frístundahús og 40 fm aukahús á hverri lóð, þó þannig að nýtingarhlutfall
verði ekki hærra en 0.03. Einnig verða breytingar er varða hæðir húsa,
mænishæð og þakhalla. Þann 21. september 2006 samþykkti sveitarstjórn
breytingu á skilmálum deiliskipulagsins en með úrskurði Úrskurðarnefndar
skipulags- og byggingarmála dags. 4. júlí 2007 var sú breyting felld úr gildi.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga.
- Vaðnes í Grímsnesi. Deiliskipulag fyrir dælustöð. 20070772377
Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að deiliskipulagi um 3.300 fm
lóðar fyrir dælustöð. Á lóðinni eru þegar tvær litlar dælustöðvar en gert er
ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 100 fm dælu- og aðstöðuhús fyrir
hitaveituna.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarmála.
- Þóroddstaðir í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga Sveins Ívarssonar að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi
Þóroddstaða í Grímsnesi. Skipulagssvæðið er um 28 ha að stærð og er syðst í
landi Þóroddstaða og kemur í framhaldi af núverandi frístundabyggð
meðfram læk á landamörkum við Svínavatn. Gert er ráð fyrir 15
frístundahúsalóðum á bilinu 5.010 til 11.135 fm þar sem heimilt verður að
reisa frístundahús og aukahús (40 fm), þar sem byggingarmagn er að hámarki
0.03.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem tillagan er ekki í samræmi
við gildandi aðalskipulag.
Skeiða-og Gnúpverjahreppur
- Brjánsstaðir á Skeiðum. Lóðablað fyrir 1. ha lóð. 2007074372
Lagt fram lóðablað sem unnið er af Verkfræðistofu Suðurlands yfir um 1 ha
lóð úr landi Brjánsstaða (landnr. 166456). Lóðin kemur í framhaldi af áður
samþykktri 1 ha íbúðarhúsalóð.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Reykjahlíð á Skeiðum. Lóðablað, 55,3 ha landsspilda. 20070742400
Lagt fram lóðablað yfir 55,3 ha landsspildu úr landi Reykjahlíðar á Skeiðum.
Spildan afmarkast af Álfsstaðarvegi að sunnan, landamörkum við Ósabakka
að norðan og þjóðvegi nr. 31 að austan.
Samþykkt skv. 30. gr. með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeiganda.
Flóahreppur
- Langsstaðir í Hraungerðishreppi. Lóðablað. 20070762379
Lagt fram lóðablað yfir 30.354 fm lóð úr landi Langsstaða rétt vestan við
Villingaholtsveg.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrir um samþykki
aðliggjandi landeigenda á landamerkjum.
- Rútsstaðanorðurkot í Gaulverjabæjarhreppi. Landsskipti. 20070736380
Lagt fram lóðablað sem sýnir skiptingu 60,8 ha landsspildu úr
Rútstaðanorðurkoti í tvær jafn stórar spildur.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrir um samþykki
aðliggjandi landeigenda á landamerkjum.
- Rútsstaðanorðurkot í Gaulverjabæjarhreppi. Deiliskipulag 20070749381
Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að deiliskipulagi tveggja
rúmlega 30 ha lóða úr Rútsstaðanorðurkoti í fyrrum Gaulverjabæjarhreppi.
Gert er ráð fyrir að á hvorri lóð verði heimilt að reisa allt að 350 fm
íbúðarhús og allt að 1.000 fm skemmu. Fram kemur að leitað hefur verið
umsagnar vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga með fyrirvara um samþykki vegagerðarinnar á vegtengingu.
Að mati nefndarinnar væri æskilegt að eingöngu ein vegtenging væri fyrir
báðar spildurnar og þá frá Gaulverjabæjarvegi. Bent er á að vatnsveitan
heitir vatnsveita Flóahrepps.
- Egilsstaðakot í Villingaholtshreppi. Nýtt fjárhús, skv. 3. tl. 20070714374
Lögð fram tillaga að nýju fjárhúsi í landi Egilsstaðakots í fyrrum
Villingaholtshreppi. Gert er ráð fyrir að reisa um 640 fm fjárhús á túni
norðvestan við bæjartorfuna. Hæð á risi er tæplega 6,5 m og þakhalli 20
gráður.
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdina skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis
skipulags- og byggingarlaga. Aðalsteinn Sveinsson vék af fundi við
afgreiðsluna.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan kl. 11:15.
Næsti fundur verður
Laugarvatni 12. júlí 2007
Margeir Ingólfsson (8721)
Ingvar Ingvarsson (8719)
Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)
Gunnar Örn Marteinsson (8720)
Aðalsteinn Sveinsson (8722)
Pétur Ingi Haraldsson