39. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn í Fjallasal, Aratungu
- nóvember 2004, kl. 13:30.
Mætt voru:
Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir og Drífa Kristjánsdóttir auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð.
- Samþykkt og gjaldskrá vegna losunar, vinnslu og hreinsunar á seyru. Ákveðið að árgjald vegna losunar seyru verði kr. 4.900 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró.
- Bréf frá Reyni Bergsveinssyni dags. 21. október 2004 varðandi minkasíur. Byggðaráð tekur jákvætt í erindi Reynis og hvetur ríkið til þátttöku í verkefninu. Forsenda þess að árangur náist er að samstaða sé um verkefnið á öllu svæðinu.
- Bréf frá Rut Guðmundsdóttur varðandi Íþróttamiðstöðina Reykholti. Umsjónarmanni fasteigna verður falið að fara yfir bréfið og gefa umsögn um þau atriði sem þar koma fram og hún síðan höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005.
- Bréf frá Stígamótum dag. 2. nóv. 2004 þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
- Bréf frá Háskólasetrinu í Hveragerði dags. 1. nóv. 2004 þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna rannsókna á íslenskum náttúrulaugum. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
- Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 4. nóv. 2004 þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað og bendir jafnframt á að sveitarfélagið styrkir HSK í gegn um Héraðsnefnd Árnesinga.
- Bréf frá Brunavörnum Árnessýslu dags. 27. október 2004 varðandi Leikskólann Álfaborg Reykholti. Byggðaráð felur umsjónamanni fasteigna að gera áætlun um endurbætur í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu í bréfinu og verður sú áætlun höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005.
- Bréf frá FÍ dags. 6. okt. 2004 þar sem óskað er eftir leyfi til stikunar leiðar frá Víðikerjum á Kvígindisfell. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við þessa framkvæmd en bendir FÍ að hafa samráð við Vegagerð ríkisins þegar að kemur að gerð bílaplans og merkinga.
- Bréf frá Þórtaki dags. 12. nóv. 2004 þar sem óskað er eftir lóðum undir 12 til 14 hús á Laugarvatni. Byggðaráð bendir á að ekki er hægt að verða við þessum óskum fyrr en ljóst er hvort viðkomandi svæði verður skipulagt sem íbúðarbyggð.
- Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 16. nóv. 2004 varðandi deiliskipulag gufubaðs og miðsvæðis á Laugarvatni. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá rannsóknastofu Umhverfisstofnunar þar sem fram kemur að rannsókn á neysluvatnssýni sem tekið var í Laugarási leiddi í ljós að vatnið stenst gæðakröfur skv. reglugerð nr. 536/01.
- Nefndarlaun Bláskógabyggðar. Nefndarlaun hafa verið óbreytt frá árinu 2002. Byggðaráð leggur til hækkun nefndarlauna um 5% fyrir árið 2004. Samþykkt að greiða almennum nefndarmönnum í byggingarnefnd grunn- og leikskóla sömu þóknun og fræðslunefndarmönnum. Formaður nefndarinnar er á launum hjá sveitarfélaginu.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 24. nóv. 2004 þar sem fram kemur að Sambandið mun styðja Bláskógbyggð í málrekstri vegna lögheimilisskráningar í frístundabyggð.
- Bréf frá Björgunarsveit Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk vegna bílakaupa. Erindið verður haft til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005.
- Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. nóvember 2004 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, í landi Helludals I og II, Bláskógabyggð. Skipulagsstofnun gerir ákveðnar athugasemdir við breytinguna og verða landeigendur að bregðast við þeim athugsemdum svo hægt verði að auglýsa breytt skipulag.
- Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. nóvember 2004 varðandi tillögu að Aðalskipulagi Bláskógabyggðar, Þingvallasveit 2004-2016. Afrit af bréfinu var sent til skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins ásamt skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins og verður þeim falið að svara erindinu.
- Sameining sveitarfélaga. Í framhaldi af sameiginlegum fundi sveitarstjórna uppsveita Árnessýslu sem haldinn var í Skálholti 11. nóvember 2004 vill byggðaráð árétta eftirfarandi:
- Forsenda sameiningar á svæðinu er að gerður verði samningur milli ríkis og sveitarfélaganna á svæðinu um samgöngubætur í sameinuðu sveitarfélagi.
- Að til komi uppgjör milli ríkisvaldsins og sveitarfélaganna varðandi þau verkefni sem þegar eru komin yfir til sveitarfélaganna
Sveitarstjórnirnar voru sammála um að gera samgöngumál sveitarfélaganna að grundvallarforsendu viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna. Fundurinn krafðist þess að unnið sé að úrbótum á tengivegum sveitarfélaganna og að til þess komi aukið fé og um verði að ræða markvissari og varanlegri aðgerðir m.a. með lagningu bundins slitlags. Lagning Gjábakkavegar og brú yfir Hvítá er forsenda þess að hægt sé að mynda heilsteypt þjónustu og atvinnusvæði í uppsveitum Árnessýslu.
Við sameiningu Þingvallahrepps, Laugardalshrepps og Biskupstungnahrepps var gengið út frá því að lagning Gjábakkavegar hæfist árið 2005 enda var það ein af grundvallarforsendum þeirrar sameiningar. Það verður að ganga eftir.
Sveitarstjórnirnar telja að fram þurfi að fara fjárhagsleg uppgjör vegna þeirra verkefna sem þegar eru hjá sveitarfélögunum. Þá hafa loforð um framlög stjórnvalda ekki staðist. Verkefni hafa verið flutt yfir til sveitarfélaganna formlega eða óformlega og hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn. Dæmi um það má nefna húsaleigubætur, refa og minkaveiðar, aukin heimilisþjónusta við aldraða, liðveisla fatlaðra, hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 í 18 ára, auknar kröfur til reksturs grunn- og leikskóla, íþyngjandi áherslur og kröfur varðandi umhverfis- og skipulagsmál.
- Fjárhagsáætlun ársins 2005. Farið yfir upplýsingar og tölur sem liggja fyrir vegna fjárhagsáætlunarinnar.
- Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
- Fundargerð 6. fundar oddvitanefndar Laugaráshéraðs sem haldinn var 6. maí 2004.
- Fundargerð 7. fundar oddvitanefndar Laugaráshéraðs sem haldinn var á Flúðum 19. maí 2004.
- Fundargerð 8. fundar oddvitanefndar Laugaráshéraðs sem haldinn var 29. júní 2004.
- Fundargerð 9. fundar oddvitanefndar Laugaráshéraðs sem haldinn var 21. júlí 2004.
- Fundargerð oddvitanefndar Laugaráshéraðs sem haldinn var 8. nóvember 2004. Staðfest með þeirri breytingu að nýir kennarar njóti sömu kjara og aðrir kennarar.
- Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 8. nóvember 2004.
- Fundargerð 9. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 25. nóvember 2004.
- Fundargerð byggingarnefndar grunn- og leikskóla sem haldinn var
30. nóvember 2004.
- Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
- Fundargerð 379. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 20. október 2004.
- Fundargerð 118. fundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 20. október 2004.
- Fundargerð 119. fundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 8. nóvember 2004.
- Fundargerð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. ásamt ársreikningum og ársskýrslu félagsins.
- Fundargerð 69. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 2. nóvember 2004.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. október 2004 varðandi ráðstefnu um aðgengi fyrir alla.
- Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. 3. nóv. 2004.
- Fundargerð 243. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 22. október 2004.
- Bréf frá reikningsskila- og upplýsinganefnd dags. 11. nóv. 2004 varðandi breytingu á auglýsingum um reikningsskil sveitarfélaga.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 9. nóvember 2004 varðandi niðurstöður grunnskólaþings sveitarfélaga 2004. Skýrsla um grunnskólaþingið liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 23. nóv. 2004 varðandi kynningarrit um norræna aðgengissamkeppni.
- Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 22. nóvember 2004.
- Bréf frá Meðferðarheimilinu Torfastöðum dags. 15. nóv. 2004.
- Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dags. 23. nóv. 2004 varðandi Torfastaðakirkju og land umhverfis hana.
- Fundargerð 120. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 25. nóvember 2004.
Fundi slitið kl. 19:00