4. fundur
4. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar haldinn í Oddsstofu, Skálholti, fimmtudaginn
11.nóvember kl.16. Mætt voru: Skúli Sæland, Kristinn Ólason og Valgerður Jónsdóttir.
Fundurinn var undirbúningsfundur fyrir opinn fund um menningarmál sem haldinn var í Oddsstofu
kl.17. Tekin voru fyrir atriði sem ætlunin var að kynna og fá viðbrögð við.
1. Skráning menningaraðila. Menningarmálanefnd hefur þegar hafið skráningu þeirra aðila sem
starfa við menningarmál í Bláskógabyggð. SS hefur séð um þessa skráningu að miklu leyti og
þegar eru komin fram drög að flokkun þessara aðila. Ætlunin er að fá athugasemdir og
ábendingar um fleiri aðila frá fundargestum á opna fundinum.
2. Menningarviðurkenningar. Veittar yrðu viðurkenningar f.hl. árs fyrir framlag aðila til
menningarmála. Rætt var um hvort möguleiki væri á að veita fjármagn með verðlaununum.
SS kannar möguleika á því. Rætt var um hvort veita ætti eina eða fleiri viðurkenningar en ekki
tekin afstaða til þess.
3. Styrktarsjóður vegna menningarmála. Menningarmálanefnd hefur mikinn áhuga á að byggja
upp styrktarsjóð fyrir menningarstarfsemi og námsmenn í menningartengdu námi.
Styrkveitingar yrðu að hausti. Mikilvægt er að sjóðurinn skarist ekki um of við Menningarsjóð
Suðurlands. Ætlunin er að fá fyrirtæki og einstaklinga til þess að leggja til fé í sjóðinn og fá
sveitarfélagið til að leggja fé í sjóðinn á móti.
4. Héraðsskólinn á Laugarvatni. Menningarmálanefnd vill beita sér fyrir því að Héraðsskólinn
verði nýttur undir fjölbreytta menningartengda starfsemi og vill skoða þann möguleika að
hann verði skilgreindur sem eitt af fleiri Menningarhúsum Suðurlands. SS mun sitja fund með
atvinnu og ferðamálanefnd á mánudaginn og kynna þetta viðhorf menningarmálanefndar.
Skúli Sæland stjórnaði fundinum og Valgerður ritaði fundargerð.
Í kjölfarið var haldinn opinn íbúafundur í Oddsstofu um stefnumótun í menningarmálum.
Dorothee Lübecki menningarfulltrúi Suðurlands mætti á fundinn og stýrði honum.
Kynnt var skráning á menningaraðilum innan sveitarfélagsins.
Var farið í gegnum vinnuferli þar sem hver og einn fundargesta skrifaði niður kosti og galla
menningarmála í sveitarfélaginu. Síðan var farið yfir þessar athugasemdir og reynt að flokka þær niður
og ná heildarmynd yfir þær.
Lokaniðurstöður voru þær helstar að fundargestir voru mjög ánægðir með grósku í menningu og
ferðaþjónustu innan Bláskógabyggðar. Hins vegar fannst mörgum skorta á samstarf og kynningu menningaraðila. Ljóst er að menningarmálanefnd getur vel komið til móts við þá þætti og einbeitt sér
að lagfæra þá.
Greinargerð skrifuð af Skúla Sæland