4. fundur

Fjórði fundur  samgöngunefndar Bláskógabyggðar
haldinn í Aratungu 29. nóvember 2011 kl 17:15

Drög að dagskrá

Þessir mættu: Kjartan Lárusson, Guðmundur Böðvarsson, Kristján Kristjánsson,
Valtýr Valtýsson og Kristinn J Gíslason.

Nefndarmenn samþykktu samhljóða að rita fundargerð í tölvu.

1.  Tillaga að verkefnaáætlun 2012
Valtýr sveitarstjóri kynnti verkefnaáætlun.
Bundið slitlag á :Bæjarholt, Ferjuveg, Vesturbyggð og Torfholt einnig verð klárað að
leggja á Bjarkarbraut í Reykholti og Holtagötu.
Burðarlag í Langholtsveg í Laugarási.

2.  Skilti  á Laugarvatni
Samgöngunefnd leggur til að vegagerðin færi skiltið við Lindarskóg Laugarvatni fjær
byggðarskiltinu okkar sem var komið áður.
Samgöngunefnd leggur til að sett verði upp skilti við grunnskólann á Laugavatni með
nafni skólans.
Samgöngunefnd mælir með því að gömlu hrepparnir verði merktir með skiltum.

3.  Hringtorg á Laugarvatni
Samgöngunefnd leggur til að hringtorgið vestast á Laugarvatni verð kallað Ólafstorg í
minningu Ólafs Ketilssonar.

4.  Gangbrautir á Laugarvatni yfir Dalbraut
Samgöngunefnd leggur til að göngubrautirnar yfir Dalbraut  verði til móts við vestari
brautina að Tjaldmiðstöðinni og til móts við göngustíginn upp að kirkjugarði.

5.   Lyngdalsheiðarvegur.
Samgöngunefnd ítrekar mikilvægi þess að girt verði með Lyngdalsheiðarvegi.

6.  Reykjavegur.
Samgöngunefnd ítrekar mikilvægi þess að Reykjavegur komist inn á
framkvæmdaáætlun.

7.  Almenningssamgöngur
Rætt um stöðu mála varðandi almenningssamgöngur og verða þær kynntar almenningi
í  lok desember.

8.  Önnur mál.
Engin önnur mál færð til bókar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:35.