4. fundur

4. fundur umhverfisnefndar 22. Júlí kl 10:00 – 11:30. Haldinn að Menntaskólanum á Laugarvatni. Mætt
voru Pálmi Hilmarsson og Herdís Friðriksdóttir sem ritaði fundargerð.  Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir
boðaði forföll. Varamenn voru ekki boðaðir á fundinn.
Á fundinn var boðaður Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdarsviðs. Efni
fundarins var að fá yfirlit yfir fráveitumál í sveitarfélaginu en á síðasta fundi umhverfisnefndar var
samþykkt að formaður myndi senda fyrirspurn til sveitarfélagsins um stöðu fráveitumála í
Bláskógabyggð.  Þegar fréttist að Halldór Karl myndi hætta störfum hjá sveitarfélaginu 1. ágúst n.k. var
ákveðið að boða hann heldur á fund og fá hann til að fara yfir stöðu mála.
Halldór Karl hafði meðferðis 3 loftmyndir af hverjum þéttbýliskjarna fyrir sig. Þar var búið að merkja inn
hvar rotþrær voru til staðar. Númer þau sem hér eru notuð við rotþrær eru einungis notaðar í þessari
fundargerð en þau voru skrifuð inn á teikningarnar til glöggvunar.
Halldór fór yfir stöðu mála í sveitafélaginu sem er í stuttu máli þessi:
Reykholt:
4 stórar rotþrær eru til staðar sem að safna úr mismunandi hverfum.
Nýjasta rotþróin (1) tekur við frá Bjarkarhóli.
Rotþró 2 tekur við af Holtahverfinu. Í þá rotþró rennur úr þróm 1 og 3.  Ekki er ljóst hvar lagnir í rotþróna
liggja en ekki eru til nákvæmar teikningar af þeim.
Rotþró 3 tekur við frá Íþróttahúsi, skóla, leikskóla og Aratungu. Rotþróin er staðsett við húsenda
íþróttamiðstöðvarinnar og þar er ekki æskilegt að setja út siturlögn.
Rotþró 4 er staðsett neðan við Sólbrekku en hún tekur við frá hverfinu út frá Bjarkabraut.
Stór hluti Reykholts er þó enn með rotþrær fyrir hvert hús. Úr þeim er tæmt á 3 ára fresti (eða eftir
þörfum).
Ekki eru siturlagnir við neinar þessar rotþrær. Affall úr þeim rennur svo með lækjum sem enda allir í
Hrosshagavíkinni.
Til stendur að í tengslum við fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á framanverðri Bjarkabrautinni að leggja
lagnir um hverfið nyrst í Reykholti (Smárabraut, og út að Lambamýri) og veita út í rotþró nr 4.
Til stendur að setja siturlagnir við rotþrær í framtíðinni en ekki er komin nein tímasetning á þær
framkvæmdir og kostnaður liggur ekki fyrir.
Laugarás:
Í Laugarási eru 2 stórar rotþrær. Rotþró 1 liggur austast í hverfinu og tekur við af nýjum húsum sem
liggja sunnan við Espigerði. Rotþró 2 liggur syðst í hverfinu og tekur við úr hverfinu sem liggur vestan við
Gerði og út að Ásmýri. Stærsti hluti húsa í Laugarási er með eigin rotþrær. Affall af rotþrónum liggur út í

Hvítá og þarf ekki að hafa áhyggjur af uppsöfnun því mikil blöndun á sér stað. Ekki eru siturlagnir við
þessar rotþrær og hugsanlega ekki eins mikil þörf á því og annarsstaðar þar sem að affallið fer beint út í
Hvítá.
Laugarvatn:
Á Laugarvatni eru 6 stórar rotþrær.  Rotþró 1 tekur við úr hverfinu sem liggur nyrst í hverfinu. Rotþró 2
tekur við úr úr stærstum hluta hverfisins en Rotþró 3 er staðsett rétt við Fontana nýja Gufubaðið. (var
hún sett þar sérstaklega fyrir þá starfssemi?) og tekur við frá Fontana og úr vöskum og sundlaug við
Menntaskólann. Rotþró 4 liggur vestan við íþróttavöllinn/fótboltavöllinn og tekur á móti úr
Héraðsskólanum. Rotþró 5 liggur beint suður af henni, í nokkur hundruð m fjarlægð. (veit ekki hvaðan
kemur í þá þró)  Rotþró 6 liggur við „turninn“ þar sem að affallið af öllum þessum rotþróm rennur. Því er
dæltí hreinsitank inni í „turninum“ og fer þar í gengum lífræna hreinsun og er algerlega tært þegar það
kemur út í Laugarvatn.
Fyrir stuttu síðan varð þó óhapp, líklega fyrir óvitaskap krakka, að sjóðandi heitt vatn var leitt inn á
turninn og urðu nokkrar skemmdir á honum þannig að hreinsun varð ekki sem skyldi í turninum og
mengun varð í vatninu við ströndina neðan við turninn. Unnið er að viðgerð í turninum sem stendur.
Mengunar varð einnig vart við Fontana og er óljóst hvort að sú mengun sé af völdum þessa óhapps eða
hvort að affall frá menntaskólanum (sem á einungis að vera úr vöskum og úr sundlaug) sé að valda
þessari mengun. Það mál er í athugun.
Í framtíðinni er stefnt að því að koma Héraðsskólanum yfir á rotþró nr 3 og loka þá rotþró 4.
Ástandið á fráveitumálum á Laugarvatni er til fyrirmyndar burtséð frá óhappinu við turninn.
Kostnaður við turninn er mikill og má ætla að stöðin í turnunum ein og sér kosti á bilinu 70-150 milljónir.

Förgun á seyru úr rotþróm í Bláskógabyggð:
Rotþrær eru tæmdar á 3 ára fresti og er efninu ekið til förgunar í Álfsnesi. Nokkrar umræður fóru fram
um hvort að hægt væri að farga því innan sveitarfélagsins þar sem styttra væri að aka til þess að lækka
kostnað. Ljóst er þó að þó að vilji sé fyrir þessu þá vill almenningur ekki hafa seyrulosun í sínu nágrenni.
Spurning var hvort að hægt væri að losa á landi sveitafélagsins fjarri mannabústöðum en þá er akstur
þangað líklega jafn mikill og á Álfsnes.  Samningur við losunaraðila er sá að miðað er við landamerki
Bláskógabyggðar sem er í þessu tilfelli á miðri Mosfellsheiðinni, þannig að þaðan út á Álfsnes er ekki
langur vegur. En ljóst er að á hverju ári fara margar milljónir í losun á seyru.
Skv reglugerð má ekki losa seyru neins staðar þar sem að matur eða fóður er ræktað eða þar sem
skepnur bíta sem síðan eru notaðar til manneldis. Rætt hefur verið við aðila sem hugsanlega myndi taka
á móti seyru sem notuð yrði sem áburður á repjuakra sem síðan er notuð í lífræna olíu. Það mál er enn á
samningsstigi og verið er að leita leyfa fyrir því. Það verður þó ekki á þessu ári.