40. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar miðvikudaginn 9. mars 2005, kl. 13:30,

í Fjallasal, Aratungu.

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson,  Kjartan Lárusson  og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

  1. Fundargerð byggðaráðs frá 1. mars 2005.   Kjartan gerir eftirfarandi bókun við 16. lið byggðaráðs þar sem fjallað er um uppsögn Sigurveigar Björnsdóttur leikskólastýru, Laugarvatni.  Kjartan vitnar í bréf dags. 24. janúar 2005 frá sveitarstjóra um húsaleigukjör en þar kemur m.a. fram:  „Hér með er þessi ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar tilkynnt formlega með 6 mánaða fyrirvara um leið og eldri samning um leigukjör og ráðningasamningi vegna þessa,  er sagt upp“.

   

Bókun Þ – lista:  Eins og fram kemur í umræddu bréfi er einungis verið að segja upp húsaleiguþætti ráðningasamnings eins og hjá öðru starfsfólki í leiguhúsnæði hjá sveitarfélaginu.  Þessu hefur verið komið skýrt til skila til viðkomandi starfsfólks.   Fundargerðin að öðru leiti kynnt og staðfest.

 

  1. Aðalskipulag afgreiðsla.
  1. a)     Rimi úr landi Torfastaða í Biskupstungum, Bláskógabyggð.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að um 5 ha  sem tilheyra lögbýlinu Rima breytast úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Aðkoma verður frá Reykjavöllum.

Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi lögbýlisins.

Tillagan var í kynningu frá 24. desember 2004 til  21. janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4. febrúar

Athugasemd barst frá Hannesi S. Sigurðssyni og Sigurði Guðmundssyni dags.24.1.2005. Þeir mótmæla því að aðkoma verði frá Reykjavöllum eins og tillagan geri ráð fyrir þar sem að ekkert samkomulag liggi fyrir um þá aðkomu.

Sveitarstjórn vísar málinu frá þar til að samkomulag liggur fyrir um aðkomu á milli eigenda Rima, Reykjavalla og Vegagerðar um aðkomu að Rima.

  1. b)     Helludalur í Biskupstungum, Bláskógabyggð.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að um 60 ha lands í fjallshlíð ofan bæjarins og um 40 ha á flatlendi vestan heimreiðar breytist úr svæði fyrir landbúnað í svæði fyrir frístundabyggð.

Tillagan var í kynningu frá 24. desember 2004 til  21. janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4. febrúar. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við        18. grein Skipulags-og byggingalaga og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til afgreiðslu.

  1. c)     Galtalækur í Biskupstungum, Bláskógabyggð.

Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að um 2 ha  austan núverandi Bræðratunguvegar breytast  úr svæði fyrir landbúnað í svæði fyrir frístundabyggð.

Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi tveggja frístundalóða.

Tillagan var í kynningu frá 24. desember 2004 til  21. janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4. febrúar 2005. Engar athugasemdir bárust.  Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 18. grein Skipulags-og byggingalaga og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til afgreiðslu.

 

  1. Gerð grein fyrir kynnisferð til norðurlanda.    Sveinn A. Sæland oddviti og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi sögðu frá því helsta sem fulltrúar sveitarfélagsins kynntu sér í ferðinni.

Markmið ferðarinnar var að skoða sveitarfélög þar sem skipulag frístundabyggða og ferðaþjónusta vegur þungt í atvinnulífinu.

Ferðin tók sex daga og var flogið til Noregs, ekið yfir til Svíþjóðar og síðar Danmerkur og farið um “uppsveitir”  viðkomandi landa.  Verið er að vinna greinargerð um ferðina og verður hún lögð fram á fundi byggðaráðs og úrdráttur úr henni kynntur í Bláskógafréttum.

  1. Erindi frá Sölva Arnarsyni.  Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Lækjarhvamms. Einnig að sami efnistökustaður í landi Lækjarhvamms verði færður inná aðalskipulag sveitarfélagsins. Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leiti að auglýsa aðalskipulagsbreytingu vegna námu í landi Lækjarhvamms og að efnistaka geti hafist um leið og aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra í samræmi við skipulagslög.  Skipulagsfulltrúa verði í samvinnu við umsækjendur og formann byggðaráðs falið að semja reglur um efnistökuna þannig að hún verði í sem mestri sátt við umhverfið.  (Snæbjörn vék af fundi við umræðu um þennan dagskrárlið)

 

 

               Fundi slitið, kl. 15:30