40. fundur 2007

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps

um skipulagsmál.

 

FUNDARGERÐ

 1. FUNDUR

Fimmtudaginn 23. ágúst 2007, kl. 9 haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð

Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Aðalsteinn Sveinsson Flóahreppur

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

Sameiginleg mál

 1. Stærð aukahúsa á frístundahúsalóðum og nýtingarhlutfall –

endurskoðun

Varðandi samþykkt skipulagsnefndar um nýtingarhlutfall og stærðir aukahúsa

dags. 13. september 2006 að þá er fellt út ákvæði um að aukahús megi ekki

vera stærra en ¼ af aðalhúsi.

 

 1. Stakar byggingaframkvæmdir, 3.tl.

Rætt um afgreiðslu embættis skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa á stökum

byggingarframkvæmdum. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að allar byggingar

eiga að vera í samræmi við samþykkt deiliskipulag eða í samræmi við

málsmeðferð 3.tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Efnistaka

Skipulagsfulltrúi lagði fram drög að bréfi til að senda landeigendum og

námurétthöfum varðandi reglur um efnistöku. Skipulagsfulltrúa er falið að

fullklára bréfið og leita umsagna Skipulagsstofnunar um efni þess.

 

Bláskógabyggð

 1. Austurhlíð í Biskupstungum. Landsskipti.

Lögð fram fimm lóðablöð úr landi Austurhlíðar í Biskupstungum, landr.

 1. Um er að lóðir utan um núverandi byggingar og ræktarland

jarðarinnar.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Brúarhvammur í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundahúsalóðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóðar á bökkum Tungufljóts að

austanverðu, rétt sunnan við Biskupstungnabraut. Í tillögunni eru tvær lóðir,

önnur 11.440 fm og hin 5.000 fm, og er byggingarreitur fyrir frístundahús á

þeirri stærri. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi

svæðisins frá 20. apríl til 18. maí 2005, með athugasemdafresti til 1. júní.

Athugasemd barst en var hún síðar dregin til baka.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Höfði í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070495270

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á 32 ha spildu úr

landi Höfða (Höfðalönd). Gert er ráð fyrir 29 lóðum á bilinu 0,6 til 2,7 ha fyrir

50-200 fm frístundahús og allt að 25 fm aukahús.Hámarks nýtingarhlutfall er

0.03. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 24. júlí 2007 þar sem

m.a. er lagt til að lóð 48 falli út auk þess sem bent er á litla fjarlægð

byggingarreita frá Hvíta, girðingamál og fráveitumál.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagsins þar til sveitarstjórn

Bláskógabyggðar hefur tekið afstöðu til aðalskipulagsbreytingarinnar. Bent er

á að gera þarf nánar grein fyrir neysluvatnstöku en miðað við fjölda lóða er

veitan starfsleyfisskyld, sbr. nýlegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

um sambærilega tillögur. Einnig er nauðsynlegt að huga nánar að útfærslu

sameiginlegrar fráveitu.

 

 1. Iða II í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar, Eyrarvegur.

20070750375

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Iðu II

milli Skálholtsvegar og Hvíta, neðan við brú að Laugarási. í fyrri tillögu var

gert ráð fyrir 9 lóðum en í endurskoðaðri tillögu er eingöngu gert ráð fyrir 3

lóðum næst Skálholtsvegi.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem upplýsingar um flóðahættu

liggja ekki fyrir.

 

 1. Kjaranstaðir í Biskupstungum. Hesthús

Lögð fram beiðni Kristinns Kárasonar um heimild til að reisa nýtt hesthús í

stað þess sem nú er til staðar, en gert er ráð fyrir að það verði rifið. Nýja húsið

verður um 166 fm stálgrindahús (9,3 x 17,9 x 2,7) á steyptum grunni.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til teikningar liggja fyrir.

 

 1. Kjarnholt í Biskupstungum. Breyting á skilmálum frístundabyggðar.

20070887416

Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í

landi Kjarnholta I. Í Breytingunni felst að heimilt verður að reisa allt að 250 fm

frístundahús í stað 120 fm og allt að 30 fm aukahús í stað 10 fm. Einnig er

gert ráð fyrir að þakhalli megi vera á bilinu 0-45° í stað 15-45°.

Skipulagsnefnd telur tillöguna vera óverulega þar sem um er að ræða fáar en

stórar lóðir sem flestar eru í eigu sama aðila og samþykkir hana skv. 2. mgr.

 1. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um grenndarkynningu.

Tillagan skal kynnt eigendum innan skipulagssvæðisins og aðliggjandi lóða.

 

 1. Úthlíð í Biskupstungum. Breyting á deiliskipulagi, afmörkun og stærð

lóða. 20070846415

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Úthlíð. Í

breytingunni felst að afmörkun og stærð þriggja lóða við Miðbrún breytast.

Lóðir 2 og 3 stækka á meðan lóð 5 minnkar lítillega.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

 1. Austurey 2 í Laugardal, Krossholtsmýri. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20070257199

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Austureyjar

2 í Laugardal, svæði sem kallast Krossholtsmýri. Tillagan var í kynningu frá

 1. desember 2006 til 11. janúar 2007 með athugasemdafresti til 25. janúar
 2. Athugasemdir bárust frá Þorsteini Einarssyni f.h. Ásu Þorkelsdóttur,

Hilmari Þorkelssyni og Eiríki Þorlákssyni og varða þær aðkomu að lóðunum.

Auk athugasemda liggur fyrir umsögn Snæbjörn Þorkelssonar um um atriði

athugasemda. Á fundi skipulagsnefndar 8. febrúar 2007 var tillagan tekin fyrir

ásamt ofangreindum gögnum og var afgreiðslu þá frestað þar til fyrir lægi

hvernig tryggja megi aðgengi að svæðinu.

Þrír kostir eru á aðkomu að svæðinu, þ.e. um núverandi veg að lóðum í

Krossholti eins og auglýst tillaga gerði ráð fyrir, um nýjan veg sem lagður yrði

samhliða núverandi vegi, eða með því að byggja upp vegslóð sem liggur

meðfram Apavatni að syðstu lóðinni.

Að mati nefndarinnar er sá kostur sem auglýst tillaga gerði ráð fyrir, þ.e. um

núverandi veg að lóðum í Krossholti, hentugastur og hefur minnst rask í för

með sér. Tillagan er því samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

óbreytt frá auglýstri tillögu. Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemdum í

samráði við sveitarstjóra í samræmi við ofangreinda afgreiðslu.

 

 1. Efra-Apavatn í Laugardal. Skógarhlíð, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á 65 ha spildu úr landi

Efra-Apavatns í Laugardal. Svæðið afmarkast af Urriðalæk til norðurs- og

norðvesturs, Laugarvatnsvegi að austan og landamerkjum við Efra-Apavatn 2

að sunnan. Gert er ráð fyrir 27 lóðum á bilinu 0,51 – 1,2 ha þar sem heimilt

verður að reisa 50-200 fm frístundahús og 40 fm aukahús. Nýtingarhlutfall má

þó ekki fara upp fyrir 0.03. Stór hluti svæðisins er ætlað undir skógrækt undir

merkjum Suðurlandsskóga. Aðkoma að svæðinu er frá gamla þjóðveginum,

frá vegi að bænum Lækjarhvammi. Einnig virðist vera gert ráð fyrir tengingu

við Laugarvatnsveg syðst á svæðinu.

Að mati skipulagsnefndar ætti ekki að gera ráð fyrir aðkomu í gegnum mitt

núverandi frístundabyggðarhverfi norðan Urriðalækjar og telur frekar að

megin aðkoman ætti að vera frá Laugarvatnsvegi og þá í samráði við

Vegagerðina. Jafnframt er bent á að byggingarreitur á lóð 18 er of lítill til að

koma megi húsi þar fyrir. Stækka þarf lóðina eða fella hana út.

Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem samþykkt

hefur verið í sveitarstjórn, en á eftir að auglýsa.

Afgreiðslu frestað. Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

 

 1. Laugarvatn í Laugardal. Iðnaðarsvæði í Lindarskógi.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Lindarskógi. Í

breytingunni felst að lóð nr 5 skiptist í tvær jafnstórar 2.100 fm lóðir.

Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2.

mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara grenndarkynningu.

Tillagan verður send öllum aðliggjandi lóðarhöfum.

 

 1. Lækjarhvammur í Laugardal. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20070891418

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi

Lækjarhvamms í Laugardal. Tillagan var í kynningu ásamt breytingu á

aðalskipulagi sveitarfélagsins frá 31. ágúst til 28. september 2006 með fresti

til athugasemda til 12. október 2006. Fjögur athugasemdarbréf bárust auk

þess sem fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar ríkisins

og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Aðalskipulagsbreytingin hefur nýlega verið

staðfest.

Til að koma til móts við athugasemdir og umsagnir er tillagan nú lögð fram

með eftirfarandi breytingum:

 • Lóðum fækkar úr 60 í 46
 • Vegir innan svæðisins breytast og ekki er lengur gert ráð fyrir að nýta

núverandi veg við sunnanvert svæðið.

 • Gert er ráð fyrir sameiginlegum rotþróm..
 • Ekki er lengur gert ráð fyrir framræsluskurðum meðfram vegum.
 • Umfjöllun um neysluvatn er ítarlegri auk þess sem afmarkað er

vatnsverndarsvæði umhverfis fyrirhugað vatnsból.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Varðandi innkomnar athugasemdir að þá er vísað í umsögn skipulagsfulltrúa,

f.h. sveitarstjórnar, við breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

 

 1. Útey 1 í Laugardal. Breyting á deiliskipulagi, skipting lóðar. 20070834422

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úteyjar

 1. Í breytingunni felst að lóð 34 er skipt í tvær um 0,5 ha lóðir.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem báðar lóðirnar ná ekki lágmarks

viðmiðunarstærð 0, 5ha. Einnig telur nefndin ekki æskilegt að fjölda lóðum

innan skipulags svæðis.

 

 1. Heiðarbær í Þingvallasveit. Færsla á bátaskýli. 2007086409

Lögð fram beiðni Halldórs Kvaran dags. 6. júlí 2007 um leyfi til að færa

bátaskýli á lóð með landnr. 170181 í landi Heiðarbæjar. Staðan er þannig að

skýlið er skráð á lóð hans en er í raun staðsett á aðliggjandi lóð. Gert er ráð

fyrir að húsið verði aðeins minna en núverandi hús (um 25 fm í stað um 34

 1. fm) sem verður flutt/rifið. Fyrirhugað er að staðsetja húsið í jarðfalli og tyrfa

yfir þakið.

Skipulagsnefnd telur að skila þyrfti inn nákvæmari uppdráttum af fyrirhugaðri

nýbyggingu, bæði afstöðumynd af fyrirhugaðri staðsetningu og teikningu af

sjálfu húsinu. Þegar þessi gögn liggja fyrir er skipulagsfulltrúa falið að leita

umsagnar Umhverfisstofnunar um framkvæmdina og þarf hún að liggja fyrir

áður en málið verður formlega tekið fyrir að nýju.

 

 1. Heiðarbær í Þingvallasveit. Framkvæmdaleyfi, bátalægi við lóð nr. 1.

2007086408

Lagt fram bréf Sigurmars K. Albertssonar hrl. dags. 12. júlí 2007 vegna

umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir bátalægi við lóð nr. 1 í landi Heiðarbæjar.

Vísað er í fyrri umsókn um leyfi til endurbóta sem og gögn og rök sem koma

fram í kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, m.a. myndir af

öðrum bátalægum og bátaskýlum umhverfis Þingvallavatn.

Að mati skipulagsnefndar er ekki um smávægilegar framkvæmdir að ræða

eins og fram kemur í kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála

þar sem framkvæmdin hefur haft umtalsvert jarðrask í för með sér á bakka

vatnsins. Í gögnum sem fylgdu umsókn eru sýndar myndir af bátalægum

umhverfis vatnið til að sýna fram á fordæmi fyrir þeirri framkvæmd sem hafin

var án leyfis og vísað í jafnræðisreglu. Á þessum myndum má sjá að í vel

flestum tilvikum er land að bátalægum ekki eins bratt og raunin er á lóð

umsækjanda og er rask því töluvert minna. Á lóð umsækjanda er ekki

eingöngu um að ræða gerð lítils varnargarðs út í vatnið, heldur hefur orðið

umtalsverð röskun á bakka vatnsins þar sem m.a. virðist hafa verið grafið úr

honum til að fá efni í varnargarðinn. Að mati skipulagsnefndar eru því ekki

fordæmi fyrir sambærilegri framkvæmd innan sveitarfélagsins. Þá má einnig

benda á að forsendur breytast sem m.a. kemur fram í ákvæðum nýrra laga og

reglugerða, bæði varðandi framkvæmdir almennt og á ákveðnum svæðum.

Það er ekki því sjálfgefið, með vísan til jafnræðis, að það sem áður var látið

óáreitt sé heimilt í dag.

Í umsókn lóðarhafa kemur fram að leitað hafi verið leyfis ábúanda á jörðinni

Heiðarbæ, sem hafi fengist. Að sögn ábúanda er ekki rétt farið með því

lóðarhafi hafi eingöngu tilkynnt honum að “hann hefði hug á að færa til nokkra

steina “. Ábúandinn kannast ekki við að hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdinni,

enda sé það ekki hans að veita slíkt leyfi heldur landeigandi sem er

landbúnaðarráðuneytið.

Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld en

frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir þar

sem framkvæmdin er innan svæðis á náttúruminjaskrá og einnig sbr. 9. gr.

reglugerðar nr. 650/2007.

 

 1. Stíflisdalur í Þingvallasveit. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20070355250.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Stíflisdals í

Þingvallasveit. Málinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 9. mars 2007.

Skipulagssvæðið er 183 ha og er þar gert ráð fyrir 28 frístundahúsalóðum á

bilinu 1,3 – 3,7 ha þar sem heimilt verður að reisa allt að 225 fm frístundahús

að grunnfleti auk svefnlofts. Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar,

Veiðimálastjóra og Fornleifaverndar ríkisins.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga með þeirri breytingu að lóð nr. 5 við ós Laxár fellur út. Í ljósi

umsagnar Umhverfisstofnunar þarf að gera ráð fyrir ítarlegri hreinsun fráveitu

sbr. reglugerð um nr. 650/2006. Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands um tillöguna áður en hún verður auglýst.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

 1. Hestur í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar, fjölgun

lóða. 20070854414

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests.

Breytingin er sett fram á tveimur uppdráttum og felur í sér að fjórum lóðum er

bætt við. Tveimur um 0,8 ha lóðum er bætt við í framhaldi af lóðum 131 og

136 og tveimur 0,8 lóðum er bætt við í framhaldi af lóðu 5b og 7c.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögurnar skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

 1. Stærri-Bær í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070430293.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi

Stærri-Bæjar í Grímsnesi. Málið var áður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar

 1. apríl 2007. Í framlagðri tillögu hefur lóðum fækkað úr 79 í 65 m.a. þar sem

ekki er lengur gert ráð fyrir aðkomu um Heiðarbraut. Fram kemur að svæðið

tengist vatnsveitu sveitarfélagsins auk þess sem gert er ráð fyrir sameiginlegri

fráveitu fyrir a.m.k. 4 hús.. Heimilt verður að reisa 50-200 fm frístundahús og

allt að 40 fm aukahús á hverri lóð. Hámarksnýtingarhlutfall skal þó ekki vera

hærra en 0.03. Tillagan er í samræmi við auglýsta breytingu á aðalskipulagi

sveitarfélagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga. Leitað verður umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Fornleifaverndar ríkisins.

 

 1. Syðri-Brú í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi. 20070832407

Lögð fram tillaga Landforms að breytingu á deiliskipulagi í landi Syðri-Brúar.

Breytingin nær til lóða 11 og 13 við Lyngbakka en gert er ráð fyrir að

afmörkun þeirra breytist lítillega vegna breytinga á landamörkun lands Syðri-

Brúar og aðliggjandi lóðar.

Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2.

mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Tillagan verður grenndarkynnt

eigendum þess lands sem verður fyrir áhrifum af breytingunni.

 

 1. Vatnsholt í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

20070891412

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi

Vatnsholts í Grímsnesi. Í breytingunni felst að afmörkun og stærð lóða 1,3,4,7

og 9 við Norðurbraut breytist lítillega.

Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2.

mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um grenndarkynningu.

Breytingin skal kynnt eigendum þeirra lóða sem breytast. Lagfæra þarf

uppdrátt í samræmi við kröfur skipulagsreglugerðar.

 

 1. Vatnsholt í Grímsnesi. Endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar.

20070828413

Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun deiliskipulags í landi vatnsholts í

Grímsnesi, sbr. erindi Þorbjargar Daníelsdóttur dags. 30. júlí 2007. Tillagan

gerir ráð fyrir 51 lóð á bilinu 4.400 til 10.000 fm þar sem heimilt verður að

reisa 50-200 fm frístundahús. Hús eru þegar á 8 lóðum.

Óskað er eftir að fá að nota nýboraða neysluvatnsholu til bráðabirgða þar til

framtíðarlausn neysluvatns hefur fengist. Fyrir liggur umsögn

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 21. ágúst 2007 þar sem ekki er fallist á

framlagða tillögu.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til komið hefur verið til móts við

athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

 

 1. Torfastaðir 2 í Grafningi. lóðablað. 20070842423

Lagt fram lóðablað yfir 18,16 ha land úr landi Torfastaða 2, á milli

Grafningsvegar og Sogsins. Með fylgir blað sem sýnir samþykkt lóðarmörk

milli Torfastaða 1 og 2.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Villingavatn í Grafningi. Lóðablað. 20070813411

Lagt fram lóðablað yfir 5.387 fm lóð úr landi Villingavatns.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nákvæmari yfirlitsmynd af

svæðinu liggur fyrir.

 

Hrunamannahreppur

 1. Dalbær III, Markarflöt. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070225226

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Dalbæjar III.

Tillagan nær yfir 20,3 ha svæði vestan í Galtafelli og kallast Markarflöt. Gert

er ráð fyrir 18 lóðum á bilinu 6.300 – 9.300 m² þar sem heimilt verður að reisa

allt að 120 m² frístundahús og allt að 30m² aukahús. Tillagan er í samræmi

við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem hefur nýlega verið staðfest.

Tillagan var í kynningu frá 1. mars 2007 með frest til athugasemda til 12.

apríl. Ein athugasemd barst frá eigendum aðliggjandi lands. Vegna

athugasemdar hefur verið gerð sú breyting á tillögu að aðkoma að svæðinu

breytist. Fyrir liggur jákvæð umsögn vegagerðarinnar um þá tengingu auk

þess sem fyrir liggja umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Fornleifaverndar ríksisins.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með þeirri breytingu að aðkoma að svæðinu breytist til að koma til móts við

athugasemd. Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemd í samræmi við

ofangreinda afgreiðslu.

 

Skeiða-og Gnúpverjahreppur

 1. Efri-Brúnavellir á Skeiðum. Frístundahús skv. 3. tl

Lögð fram afstöðumynd af fyrirhuguðu frístundahúsi á 1,2 lóð úr landi Efri-

Brúnavalla á Skeiðum. Gert er ráð fyrir að húsið verið flutt á staðinn. Í

aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði og í fasteignamati

sem ræktunarland.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagsog

byggingarnefndar. Tillöguna þarf að kynna fyrir aðliggjandi landeigendum.

 

 1. Kílhraun á Skeiðum. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

20070245208

Lögð fram til kynningar endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar

í landi Kílhrauns á Skeiðum. Tillagan hefur verið endurskoðuð í ljósi flóða sem

urðu í Hvítá í lok síðasta árs þar sem vatn flæddi yfir hluta svæðisins.

 

 1. Skeiðháholt á Skeiðum. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

20070598331

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóða úr landi með landnr.

166520 (grasbýlið Tögl), sem liggur á milli lögbýlana Skeiðháholts 2 og

Blesastaða. Gert er ráð fyrir 8 lóðum á bilinu 4.471 til 11.653 fm þar sem

heimilt verður að reisa allt að 200 fm frístundahús og 50 fm aukahús. Í gildi er

deiliskipulag fyrir 3 lóðanna sem fellur úr gildi við gildistöku nýs skipulags.

Tillagan var í kynningu frá 25. júní til 23. júlí 2007 með athugasemdafresti til

 1. ágúst. Athugasemd barst frá eiganda Skeiðháholts 3. Að auki liggur fyrir

umsögn landeigenda um innkomna athugasemd.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með þeirri vegtengingu sem gert var ráð fyrir í auglýstri tillögu.

Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemd í samræmi við ofangreinda

afgreiðslu í samráði við sveitarstjóra.

 

Flóahreppur

 1. Þorleifskot í fyrrum Hraungerðishreppi. Stofnun lóðar. 20070818406

Lagt fram lóðablað yfir tvær lóðir sem samtals eru 4.136 fm að stærð. Önnur

lóðin er úr Þorleifskoti landnr. 166259 og hin úr Þorleifskoti lóð með landnr.

 1. Lóðirnar verða sameinaðar í eina lóð, Þorleifskot 2, með núverandi

byggingu nautauppeldisstöðvar Bændasamtakanna sem ráðgert er að selja.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Skálmholt í Villingaholtshreppi. Lóðablað, Krækishólar. 20070817410

Lagt fram lóðablað yfir 2 ha spildu úr landi Skálmholts (landr. 193160). Málið

var áður lagt fram á fundi skipulagsnefndar þann 14. júní sl. og þá frestað.

Lagt fram að nýju í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa. Fyrir liggur

samþykki aðliggjandi landeigenda.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan kl. 12:23.

Næsti fundur verður

Laugarvatni 23. ágúst 2007

Margeir Ingólfsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Aðalsteinn Sveinsson (8722)

Pétur Ingi Haraldsson