40. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar
haldinn 4. janúar 2005 kl. 13:30.
Mætt:
Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð.
- Lögð fram drög að þriggja ára fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006 – 2008 og forsendur að gerð hennar.
- Sjúkraflutningar í Árnessýslu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla þá hefur lögreglan í Árnessýslu sagt upp samningi við ríkið um sjúkraflutninga í Árnessýslu. Byggðaráð hefur áhyggjur af stöðu mála og vill beina því til héraðsráðs Árnesinga að það beiti sér fyrir því að gengið verði frá samningi um sjúkraflutningana sem fyrst þannig að ekki verði óvissa um framkvæmd þessara mála og þeir sem taki að sér þessa flutninga geti sem fyrst farið að undirbúa sig undir verkefnið.
- Bréf frá Skipulagsfulltrúa Reykjarvíkurborgar dags. 22. nóv. 2004 varðandi aðalskipulag Þingvallasveitar en þar kemur fram að ekki er gerð athugasemd við skipulagið.
- Bréf frá oddvita Hvalfjarðarstrandarhrepps dags. 17. des. 2004 varðandi aðalskipulag Þingvallasveitar en þar kemur fram að ekki er gerð athugasemd við skipulagið.
- Bréf frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni sveitarstjóra Hrunamannahrepps dags. 26. nóv. 2004 varðandi aðalskipulag Hrunamannahrepps. Farið var yfir aðalskipulagstillöguna og gerir byggðaráð ekki athugasemd við hana.
- Bréf frá Kára Jónssyni dags. 4. des. 2004 varðandi styrkveitingu til Umf. Laugdæla 2005. Byggðaráð vill benda á að í fjárhagsáætlun ársins 2005 er gert ráð fyrir styrk til Umf. Laugdæla að upphæð kr. 850.000-.
- Bréf frá Arndísi Jónsdóttur og Sigmari Ólafssyni dags. 6. des. 2004.
- Bréf frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands dags. 22. des. 2004 þar sem fram koma framlög sveitarfélaga á Suðurlandi til sjóðsins árið 2005. Samkvæmt bréfinu þá er hlutur Bláskógabyggðar kr. 1.823.330-
- Bréf frá Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands dags. 20. des. 2004 þar sem óskað er eftir heimild til spurningalistakönnunar í skólum vegna rannsóknar á menntun nemenda með þroskahömlun. Erindinu er vísað til fræðslunefndar.
- Bréf frá Bláskógabyggð til Skipulagsstofnunnar dags. 15. des. 2004 varðandi ósk um viðbótarframlag vegna aðalskipulagsgerðar í Þingvallasveit.
- Bókun sveitarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2005 á fundi sveitarstjórnar 7. des. 2004 var ekki í samræmi við framlögð gögn. Textinn var: “ Fjármagnsgjöld áætluð kr. 20.895.000-. Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr 15.519.000-.”
Réttur texti í samræmi við framlögð gögn á að vera: “ Fjármagnsgjöld áætluð kr. 22.167.000-. Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 14.247.000-.” Þetta leiðréttist hér með.
- Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
- Fundargerð 13. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 7. des. 2004.
- Fundargerð 17. fundar veitustjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var 6. des. 2004.
- Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 6. des. 2004.
- Fundargerð fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 25. nóv. 2004.
- Fundargerð skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 16. des. 2004.
- Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
- Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 1. des. 2004, vísað til félagsmálanefndar.
- Bréf frá Kristveigu Halldórsdóttur og Öldu Sigurðardóttur dags 3. des. 2004 varandi Gullkistuna 2005.
- Bréf frá Bláskógabyggð til nefndar um sameiningu sveitarfélaga dags. 9. des. 2004.
- Bréf frá Bláskógabyggð til félagsmálaráðherra dags. 13. des. 2004.
- Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 7. des. 2004 ásamt upplýsingum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
- Fundargerð 244. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 3. des. 2004.
- Minnisblað vegna aðalskipulags Þingvallasveitar 2004-2016.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 9. des. 2004.
- Afrit af bréfi til byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu varðandi veitingu byggingarleyfa í landi Mjóaness.
- Fundargerð 70. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 14. des. 2004.
- Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 20. des. 2004 varðandi leiktæki og leiksvæði.
- Fundargerð 380. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 12. nóv. 2004.
- Fundargerð 381. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 13. des. 2004.
- Fundargerð 121. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 20. des. 2004 en þar kemur m.a. fram að gjaldskrá Sorpstöðvarinnar hækkar 1. jan. 2005 um 3,5%.
- Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 22. des. 2004.
- Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 17. des. 2004.
- Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 8. des. 2004.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélags dags. 27. des. 2004 þar sem fjallað er um verkfallslista.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélags dags. 28. des. 2004 þar sem fjallað er um hækkun á framlagi í fjölskyldu- og styrktarsjóð.
Fundi slitið kl. 15:00