41. fundur 2007
SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,
Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps
um skipulagsmál.
FUNDARGERÐ
- FUNDUR
Fimmtudaginn 20. september 2007, kl. 13 haldinn á Laugarvatni
Nefndarmenn:
Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð
Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.
Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur
Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.
Guðbjörg Jónsdóttir (varamaður) Flóahreppur
Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:
Pétur Ingi Haraldsson
FUNDARGERÐ
Sameiginleg mál
- Tillaga að gjaldskrá embættis skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir embætti skipulagsfulltrúa og
byggingarfulltrúa.
Gjaldskráin samþykkt.
- Efnistaka
Skipulagsfulltrúi lagði fram endurskoðuð drög að bréfi um efnistökumál.
Samþykkt að bréfið verði sent út til kynningar sem fyrst.
Bláskógabyggð
- Bergsstaðir í Biskupstungum. Deiliskipulag 3 frístundalóða við Bergás.
20070992434
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 3 frístundalóða við Bergás, spildu (landr.
167203) úr landi Bergsstaða í Biskupstungum. Gert er ráð fyrir þremur 5.000
fm lóðum, þar af er ein utan um þegar byggt hús. Heimilt verður að reisa allt
að 150 fm frístundahús og allt að 25 fm aukahús.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga.
- Goðatún í Biskupstungum. Stofnun lóðar utan um skemmu.
20070914435
Lagt fram lóðablað yfir 2.340 lóð sem afmörkuð er utan um skemmu á landi
Goðatúns í Biskupstungum.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Helludalur í Biskupstungum. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
20070260207
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi
Helludals í Bláskógabyggð. Um er að ræða endurskoðaða breytingartillögu en
áður hafði verið auglýst og samþykkt svipuð breyting en vegna galla í
málsmeðferð og gögnum er tillagan lögð fram að nýju.
Í breytingunni felst að 13 lóðir bætast við á tveimur svæðum, 9 lóðir við
Engjagil og svo 4 við Giljastíg.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga.
- Höfði í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070495270
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á 32 ha spildu úr
landi Höfða (Höfðalönd). Málið var áður á dagskrá 23. ágúst sl. Gert er ráð
fyrir 29 lóðum á bilinu 0,6 til 2,7 ha fyrir 50-200 fm frístundahús og allt að 25
fm aukahús.Hámarks nýtingarhlutfall er 0.03. Fyrir liggur umsögn
Umhverfisstofnunar dags. 24. júlí 2007 þar sem m.a. er lagt til að lóð 48 falli
út auk þess sem bent er á litla fjarlægð byggingarreita frá Hvíta, girðingamál
og fráveitumál.
Skipulagsnefnd telur að í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar á
aðalskipulagi svæðisins að þá þurfi að fella út lóð nr. 48. Einnig er bent á að
gera þarf nánar grein fyrir neysluvatnstöku auk þess sem nauðsynlegt er að
huga nánar að útfærslu sameiginlegrar fráveitu. Málinu frestað þar til komið
hefur verið til móts við ofangreindar athugasemdir.
- Kjaranstaðir í Biskupstungum. Hesthús 20070825424
Lögð fram að nýju beiðni Kristinns Kárasonar um heimild til að reisa nýtt
hesthús í stað þess sem nú er til staðar, en gert er ráð fyrir að það verði rifið.
Nýja húsið verður um 166 fm stálgrindahús (9,3 x 17,9 x 2,7) á steyptum
grunni. Fyrir liggur uppdráttur sem sýnir staðsetningu hússins.
Samþykkt skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga með
fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.
- Fellsendi í Þingvallasveit. Stofnun lands. 20070999440
Lagt fram lóðablað af 119,6 ha spildu úr landi Fellsenda í Þingvallasveit
(landr. 170155).
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um
samþykki aðliggjandi landeigenda.
- Heiðarbær í Þingvallasveit. Bátaskýli skv. 3. tl. 20070942430
Lagðar fram teikningar af sambyggðu bátaskýli (2 x 28 fm) sem staðsett yrði á
lóðarmörkum lóða með landnr. 170200 og 17215 í landi Heiðarbæjar. Báðar
lóðirnar eru rúmleg 0,6 ha að stærð. Samkvæmt uppdrætti er bátaskýlið í um
10 m fjarlægð frá vatnsbakka.
Skipulagsnefnd bendir á að skv. aðalskipulagi svæðisins þurfa ný sameiginleg
bátaskýli að vera í samræmi við gildandi deiliskipulagi viðkomandi svæðisins.
Verið er að vinna að deiliskipulagi fyrir land Heiðarbæjar og er málinu vísað til
þeirrar vinnu.
Grímsnes-og Grafningshreppur
- Ásgarður í Grímsnesi, Lokastígur 8-10.
Lagt fram bréf Ágúst Valgeirssonar að Lokastíg 4 í landi Ásgarðs í Grímsnesi.
Þar er óskað eftir því að eigandi að lóðum 8-10 við Lokastíg verði gert að
fjarlægja gáma sem þar hafa verið staðsettir án leyfis.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera landeiganda að fjarlægja
gámana. Ellegar verði þeir fjarlægðir á hans kostnað.
- Mýrarkot í Grímsnesi, lóð 3-5 við A götu. Breyting á deiliskipulagi
frístundabyggðar.
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að lóð nr. 3-5 við A-götu í landi
Mýrarkots verði skipt í tvær lóðir. Í dag er rúmlega 47 fm sumarhús á lóðinni
og er áhugi á að byggja annað hús. Lóðin er 8.364 fm að stærð og fram
kemur að aðliggjandi lóðir séu svipaðar að stærð og lóðirnar yrði eftir
skiptingu.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem lóðirnar eftir skiptingu samræmast
ekki núverandi reglum sveitarfélagsins.
- Vaðnes í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
20070957436
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga frístundabyggðar í
landi Vaðness í Grímsnesi. Í breytingunni felst að lóð nr. 11 við Mosabraut
stækkar úr 7.421 í 10.591 fm á leik- og útivistarsvæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga.
- Sólheimar í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi. 20070934437
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sólheima í Grímsnesi. Gerð er
breyting á fjölda og gerð íbúðarhúsa við Upphæðir auk þess sem lega
aðkomuvegar breytist. Þá er gert ráð fyrir nýjum íbúðarhúsum austan
Sólheimavegar í stað þjónustubygginga, auk vinnubúða (frá Nesjavöllum).
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn Vegagerðarinnar
liggur fyrir.
- Nesjavellir í Grafningi, jarðstrengur og niðurrennsli. Breyting á
deiliskipulagi Nesjavallavirkjun. 20070946441
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins á
Nesjavöllum. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýju jarðstreng frá
virkjuninni auk þess sem sett er inn viðbótarsvæði fyrir niðurrennslisholur.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga, með fyrirvara um ábendingar Skipulagsstofnunar varðandi
matslýsingu.
- Villingavatn í Grafningi. Íbúðarhús skv. 3. tl. 2007098433
Lögð fram tillaga að um 2.000 fm lóð úr landi Villingavatns þar sem heimilt
verður að reisa allt að 250 fm íbúðarhús. Lóðin er sunnan við þjóðveg nr. 360
milli vegar og háspennulínu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. skipulags- og byggingarlag með
fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar. Minnt er á ákvæði reglugerðar nr.
650/2006 varðandi fráveitur.
Hrunamannahreppur
- Bjarg í Hrunamannahreppi. Fjós skv. 3. tl. 20070911442
Lagðar fram teikningar af nýju fjósi á Bjargi í Hrunamannahreppi. Fjósið er
1061 fm og haughús 225 fm .
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem afstöðumynd liggur ekki
fyrir.
- Hvammur í Hrunamannahreppi. Stofnun lóðar. 20070963444
Lagt fram lóðablað yfir 7.367,1 fm lóð úr landi Hvamms I og II. Fyrir liggur
samþykki aðliggjandi landeigenda.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Skipholt í Hrunamannahreppi. Stækkun á íbúðarhús skv. 3. tl.
20070976443
Lagðar fram teikningar af 117 fm viðbyggingu við 122,8 fm íbúðarhús á
jörðinni Skipholt I í Hrunamannahreppi. Innviðir núverandi hluta breytast
nokkuð.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulagsog
byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.
Skeiða-og Gnúpverjahreppur
- Árhraun á Skeiðum. Stofnun lands. 20070972428
Lagt fram lóðablað yfir 97,1 ha spildu úr landi Árhrauns (landr. 166506) sem
afmarkast af Hvítá að vestan, Útverki að norðan og Ólafsvöllum að austan.
Fyrir liggur samþykki eigenda Ólafsvalla. Kvöð er um umferðarrétt um land
Árhrauns að lóðinni.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um
samþykki aðliggjandi landeigenda.
- Brjánsstaðir á Skeiðum, Sléttakot. Breyting á lóðablaði. 2007095445
Lagt fram endurskoðað lóðablað yfir 25 ha spildu, Sléttakot úr landi
Brjánsstaða. Um er að ræða breytingu afmörkun spildunnar.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um
samþykki aðliggjandi landeigenda.
- Hagi í Gnúpverjahreppi. Nýtt hesthús skv. 3.tl. 20070929429
Lagðar fram teikningar af nýju hesthúsi á landi Haga í Gnúpverjahreppi. Málið
tekið fyrir á fundi byggingarnefndar þann 4. september, afgreiðslu frestað og
vísað til Skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Um er að
ræða 221 fm hesthús sem er staðsett rétt norðan við bæjartorfu Melhaga.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulagsog
byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.
Grenndarkynna þarf framkvæmdina fyrir eigunum Melhaga.
Flóahreppur
- Miklaholtshellir í Hraungerðishreppi. Stofnun lands 20070987427
Lagt fram lóðablað yfir 9,75 ha spildu úr landi Miklaholtshellis (landr. 166267)
sem liggur upp að landinu Ölvisholt land 166325.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um
samþykki aðliggjandi landeigenda.
- Stórhólmi í Gaulverjabæjarhreppi. Til kynningar. 20070928446
Lögð fram til kynningar hugmynd um landnýtingu á rúmlega 40 ha spildu úr
landi Gegnishólaparts og Efri-Gegnishóla. Í hugmyndinni felst að gera ráð fyrir
kjarna með 5-15 íbúðarhúsum, með sameiginlegri aðstöðu að hluta. Landið
umhverfis er síðan nýtt sameiginlega til beitar eða annarrar
landbúnaðarnýtingar. Um er að ræða nýja útfærslu á svokallaðri
búgarðabyggð.
- Egilsstaðir I í Villingaholtshreppi. Deiliskipulag. 20070616362
Lögð fram til kynningar afgreiðsla Umhverfisráðuneytisins dags. 27. ágúst
2007 á undanþágubeiðni vegna fjarlægðar frá vegi í landi Egilsstaða, sb.r
tillaga sem samþykkt var á fundi skipulagsnefndar dags. 14. júní 2007 með
fyrirvara um undanþágu og umsögn Vegagerðarinnar. Einnig er lögð fram til
kynningar umsögn Vegagerðarinnar.
Málinu vísað til aðalskipulagsvinnu fyrir fyrrum Villingaholtshrepp.
- Hnaus í Villingaholtshreppi. Stofnun lands. 20070933447
Lagt fram lóðablað af landskiptum fyrir jörðina Hnaus í fyrrum
Villingaholtshreppi, með landnr. 166346. Landinu er skipt 5 spildur, land 1
42,5 ha, land 2 9,5 ha, land 3 52,2 ha, land 4 50 ha, og síðan verður
upphaflega landið 58,9 ha. Aðkoma að lóðunum verður frá Suðurlandsvegi.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um
samþykki aðliggjandi landeigenda.
- Vatnsendi í Villingaholtshreppi. Stofnun lands. 20070915432
Lagt fram lóðablað af 53,6 ha spildu úr landi Vatnsenda í fyrrum
Villingaholtshreppi (landr. 166394). Eftir stendur um 184,9 ha land.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um
samþykki aðliggjandi landeigenda.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan kl. 16:15
Næsti fundur verður fimmtudaginn 25. október kl. 9
Laugarvatni 20. september 2007
Margeir Ingólfsson (8721)
Ingvar Ingvarsson (8719)
Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)
Gunnar Örn Marteinsson (8720)
Guðbjörg Jónsdóttir (8722)
Pétur Ingi Haraldsson