41. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar
  1. mars 2005 kl. 13:30, í Fjallasal Aratungu.

 

Mætt voru:  Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs sem ritaði fundargerð,  Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir.

 

 

 1. Vegagerð í hesthúsahverfi í Reykholti.  Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 1. febrúar 2005, um atvinnuuppbyggingu, hefur reynst nauðsynlegt að fara í vegagerð í hesthúsahverfinu í Reykholti.  Vegagerðin kostaði kr. 400.000- og færist sem breyting á fjárhagsáætlun ársins 2005.
 2. Viðbótarkennsla fyrir nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Að ósk skólastjóra Grunnskólans samþykkir byggðaráð 36 tíma viðbótarkennslu fyrir 10. bekk á yfirstandandi skólaári. Þessi viðbót er til að koma til móts við þann kennslutíma sem glataðist í verkfalli kennara fyrr á skólaárinu.
 3. Formaður byggðaráðs kynnti stöðu mála með Lyngdalsheiðarveg (Gjábakkaveg) en þar kom m.a. fram að ekki er að vænta úrskurðar frá Umhverfisráðherra fyrr en að 6 viknum liðnum. Byggðaráð leggur mikla áherslu á að ráðherra hraði sinni vinnu sem mest þannig að úrskurður falli sem fyrst enda er mikill einhugur um þessa vegagerð í sveitarfélaginu.
 4. Við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar fyrir árið 2005 var gert ráð fyrir kr. 130.000.000- í byggingu leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu.  Nú hefur komið í ljós að kostnaðurinn verður kr. 140.000.000-  og munar þar kr. 10.000.000- og færist það sem breyting á fjárhagsáætlun.
 5. Bréf dags. 19. jan. 2005 frá Kjósarhreppi varðandi aðalskipulag Þingvallasveitar.  Byggðaráð leggur til að erindinu verði vísað til skipulagsfræðinga sveitarfélagsins.
 6. Bréf dags. 20 jan. 2005 frá Samkór Selfoss þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna ferðar til Utah. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
 7. Afrit af bréfi dags. 31. jan. 2005 til skipulagsfulltrúa uppsveita varðandi deiliskipulag Holtakots í Bláskógabyggð.  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við það að umrædd landspilda verði samþykkt sem lögbýli.
 8. Bréf dags. 4. feb. 2005 frá Pétri Hjaltasyni og Bjarna Harðarsyni varðandi endurbyggingu brúsapalls í Laugarási.  Byggðaráð tekur vel í erindið og vísar því til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að staðsetja pallinn í samráði við bréfritara.
 9. Bréf dags. 2. feb. 2005 þar sem óskað er eftir styrk vegna Gullkistunnar. Byggðaráð fagnar þessu framtaki og mun sveitarfélagið aðstoða við framkvæmdina eins og hægt er en ekki verður um beinan fjárstuðning að ræða.
 10. Bréf frá Karlakór Hreppamanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna kaupa á söngpöllum.  Byggðaráð hafnar erindinu enda ekki gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
 11. Bréf dags 31. jan. 2005 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að framlög til Bláskógabyggðar vegna nýbúafræðslu 2005 verða kr. 279.000-.
 12. Verksamningur vegna umsjónar með hjólhýsasvæði við Laugarvatn.  Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur.
 13. Bréf dags. 14. feb. 2005 frá Kaffi Kletti þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna Létt-menningarvöku. Byggðaráð hafnar erindinu enda ekki gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
 14. Bréf dags. 11. feb. 2005 frá Sigurði Oddssyni þjóðgarðsverði varðandi aðalskipulag Þingvallasveitar. Byggðaráð leggur til að erindinu verði vísað til skipulagsfræðinga sveitarfélagins.
 15. Bréf dags. 16. feb. 2005 frá Ólafi Einarssyni varðandi vegagerð á Torfastöðum.  Byggðaráð felur sveitarstjóra að þrýsta á að vegagerðinni verði lokið á komandi sumri.
 16. Bréf dags. 14. feb. 2005 frá Sigurveigu Björnsdóttur.  Í bréfinu kemur m.a. fram að  Sigurveig hafi ákveðið að láta af starfi leikskólastjóra við leikskólann Lind á Laugarvatni.  Byggðaráð þakkar Sigurveigu vel unnin störf og leggur til að staða leikskólastjóra verði auglýst sem fyrst.
 17. Bréf dags. 28. feb. 2005 frá Þór Þórssyni formanni Efstadalsfélagsins þar sem óskað er eftir því að Bláskógabyggð taki þátt á snjómokstri sem félagið hefur lagt í vegna ófærðar í vetur.  Byggðaráð bendir á reglur sveitarfélagsins um snjómokstur en þar kemur m.a. fram að sveitarfélagið ásamt Vegagerðinni sér um snjómokstur á öllum meginleiðum en eigendur lögbýla og sumarhúsa verða að sjá um mokstur til sín sjálfir.
 18. Að tillögu oddvita Bláskógabyggðar samþykkir byggðaráð að Tómas Tryggvason verði ráðinn til að hafa eftirlit með nýbyggingum á vegum sveitarfélagsins.
 19. Lagt fram til kynningar minnisblað þar sem fram koma þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu að aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016.
 20. Bréf dags. 21. feb. 2005 frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem fram kemur að samþykkt fyrir hirðu og meðhöndlun seyru í Bláskógabyggð hefur verið samþykkt.
 21. Bréf dags. 28. feb. 2005 frá Sigmari Ólafssyni og Ólafi Guðmundssyni þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á hljómflutningstækjum fyrir húsnæði Grunnskólans á Laugarvatni en tækin kosta kr. 170.000-. Nemendur skólans hafa safnað         kr. 100.000- og samþykkir  byggðaráð styrk að upphæð kr. 70.000-.
 22. Borist hefur erindi frá Lögmönnum Suðurlandi þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna skiptingar jarðarinnar Kjaranstaða landnúmer 167126 í þrjá hluta þ.e. 27,1 ha, 19,1 ha og 194,3 ha. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við þessi landskipti.
 23. Lagður fram listi yfir útistandandi kröfur sveitarfélagsins.  Um er að ræða kröfur sem ekki hefur tekist að innheimta að upphæð kr. 2.176.133-.  Byggðaráð leggur til að þessar kröfur verði afskrifaðar.
 24. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
 1. Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 10. jan. 2005.
 2. Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 7. feb. 2005.
 3. Fundargerð 26. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 20. janúar 2005 ásamt reglum fyrir leikskólana í Bláskógabyggð.
 4. Fundargerðir 7. til 14. fundar byggingarnefndar grunn- og leikskóla Bláskógabyggðar.
 5. Fundargerð 12. fundar bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 26. okt. 2004.
 6. Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 25. jan. 2005.
 7. Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 22. feb. 2005.
 8. Fundargerð 12. fundar skipulagsnefndar uppsveita  sem haldinn var 24. febrúar 2005.
 1. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
 1. Tilkynning um aðalfundi Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og Eignarhaldsfélags Suðurlands sem haldnir verða 16. mars 2005.
 2. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 19. jan. 2005.
 3. Fundargerð 71. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 18. janúar 2005.
 4. Fundargerð 72. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 15. febrúar 2005.
 5. Bréf dags. 20. jan. 2005 frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
 6. Fundargerð 245. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 14 janúar 2005.
 7. Fundargerð 62. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 7. janúar 2005.
 8. Fundargerð 33. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árborgar og nágrennis sem haldinn var 23. desember 2004.
 9. Fundargerð 15. fundar almannavarnarnefndar Árborgar og nágrennis sem haldinn var 31. janúar 2005.
 10. Fundargerð 78. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 26. janúar 2005.
 11. Samantekt sem lögð var fyrir umhverfisnefnd Alþingis vegna frumvarps til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.
 12. Fundargerð fundar sem haldinn var 27. janúar vegna málefna þjóðgarðsins á Þingvöllum.
 13. Bréf dags. 3. feb. 2005 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 14.  Afrit af bréfi dags. 4. jan. 2005 til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 15.  Fundargerð 382. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 17. febrúar  2005.