42. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 10. maí  2005, kl 13:30

í Fjallasal Aratungu.

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir,  Kjartan Lárusson  og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Aðalskipulag Þingvallasveitar.

 

Pétur H. Jónsson og Haraldur Sigurðsson skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins kynntu athugasemdir sem hafa komið við aðalskipulagið og tillögur að svörum.  Aðalskipulagið var auglýst á tímabilinu 25. febrúar til 25. mars 2005.  Lögboðinn frestur til að skila inn athugasemdum var til 8. apríl en nokkrir aðilar óskuðu eftir frekari fresti og var hann veittur til 15. apríl.  Athugasemdir bárust frá 14 aðilum alls.

 

 1. Gunnar Þórisson, Fellsenda (21. mars 2005)
 2. Karl Eiríksson, Eiríkur Karlsson, Þóra Karlsdóttir og H. Skúli Karlsson, Stíflisdal (3. apríl 2005)
 3. Eiríkur Karlsson, Stíflisdal (3. apríl 2005)
 4. Sigfús A. Schopka, Stíflisdal II (6. apríl 2005)
 5. Guðrún St. Kristinsdóttir og Halldór Kristjánsson, ábúendur Stíflisdal I (7. apríl 2005)
 6. Vatnsvík ehf, Gjábakkaland 1 (sumarhús nr. 6) (7. apríl 2005) – Athugasemd gerð af Reinhold Kristjánssyni hrl f.h. eigenda
 7. Gjábakki ehf, Gjábakkaland 3 (sumarhús með fastanúmer 220-8848) (7. apríl 2005) – Athugasemd gerð af Reinhold Kristjánssyni hrl f.h. eigenda
 8. Halldór Magnússon, Sigríður Magnússon, Magnús Magnússon, Skálabrekka 1 (hluti lands) (6. apríl 2005)
 9. Helgi Þórsson, Hraunhöfn í Hagavík í Grafningi (8. apríl 2005)
 10. Skógræktarfélag Íslands (7. apríl 2005)
 11. Suðurlandsskógar (7. apríl 2005)
 12. Skógrækt ríkisins (12. apríl 2005) – meðfylgjandi greinargerð Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá (14. apríl, 2005;
 13. Þingvallanefnd, Þjóðgarðurinn Þingvöllum (14. apríl 2005)
 14. Umhverfisstofnun,(15. apríl 2005)

 

Athugasemdir voru teknar fyrir og tillögur  að svörum við þeim samþykktar. Tillögur að óverulegum breytingum sem koma til móts við athugasemdir samþykktar.

Í samræmi við Skipulags-og byggingarlög nr.73/1997 m.s.br. samþykkir sveitarstjórn auglýsta tillögu að aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum. Sveitarstjórn óskar eftir staðfestingu aðalskipulagsins og vísar málinu til skipulagsráðgjafa til lokameðferðar.

 

 

 1. Skipulagsmál: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
 2. a)       Rimi, aðalskipulag. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að um 5 ha  sem tilheyra lögbýlinu Rima breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.  Aðkoma verður frá Reykjavöllum.  Umræða í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar frá 9. mars 2005, 2. tölul.,  þar sem sveitarstjórn vísaði málinu frá,  þar til samkomulag lægi fyrir milli aðila.  Nú hafa aðilar náð saman um málið og liggur fyrir skriflegt samkomulag auk þess sem þeir aðilar sem gerðu athugasemdir hafa fallið frá þeim.  Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 18. grein skipulags-og byggingalaga.
 3. b)     Gufubaðsreitur Laugarvatni.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi baðstaðar Hollvinasamtaka gufubað og smíðahúss á Laugarvatni og aðliggjandi lóða frá Landformi ehf.

Tillagan var í kynningu frá 24. desember 2004 til 21. janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4.febrúar 2005.

Tvö athugasemdabréf bárust.

 1. frá Reyni Karlssyni hrl. fyrir hönd Baldurs Öxdal dags.2.2.05
 2. frá Sævari Ástráðssyni, Hrafnhildi Eyþórsdóttur, Sigurbirni Arngrímssyni og Gunnhildi Hinriksdóttur

Tillaga að svörum dags. 6. maí 2005, við athugasemdum lögð fram.  Einnig tillaga að breytingu á deiliskipulagstillögunni.   Sveitarstjórn samþykkir að þær breytingar sem lagðar eru til í tillögunni verði gerðar. Málinu vísað til skipulagsnefndar til fullnaðarafgreiðslu.

 1. c)     Beiðni um breytingu á aðalskipulagi við Iðufell, Laugarási. Kynnt og vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
 2. d)     Aðalskipulagsbreyting vegna reiðstígs við Geysi , Haukadal. Samþykkt að heimila auglýsingu í samræmi við 18.grein Skipulags-og byggingarlaga.

 

 1. Fundargerð byggðaráðs frá 3. maí 2005. Bókun Kjartans við 2. tölulið.  Þann 18. júní 2003 var samþykkt tillaga T-listans um að sveitarstjórn léti gera úttekt á gatnakerfinu í þéttbýli og safnvegum í Bláskógabyggð og að gerð yrði framkvæmda áætlun um endurnýjun og viðhald vega.  Tillagan var ítrekuð og bókuð rúmu ári síðar.  Þrátt fyrir samþykktir sveitarstjórnar hafa engar framkvæmdaáætlanir verið gerðar.

Að öðru leiti kynnt og staðfest.

 1. Samþykktir Bláskógabyggðar.

Breyting á samþykktum Bláskógabyggðar vegna fræðslunefndar.  Áður sent og kynnt á síðasta fundi sveitarstjórnar.  Síðari umræða um breytingartillögu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar. Tillagan tekur til 34. gr. b- liðar nr. 3 og er svo hljóðandi:

Var:  Fræðslunefnd:

Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Fræðslunefnd fer með málefni grunnskóla skv. 13. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla og leikskóla skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994.

 

Tillaga Þ-listans

Fræðslunefnd verði:

Þrír aðalmenn og þrír til vara.  Tveir kjörnir af Bláskógabyggð og einn af Grímsnes – og Grafningshreppi.   Fræðslunefnd fer með málefni grunnskóla skv. 13. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla og leikskóla skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994.

 

Breytingartillaga T-lista

Sveitarstjórn samþykkir að gera ekki breytingar á samþykktum sveitarfélagsins um fræðslunefnd Bláskógabyggðar enda er Bláskógabyggð að taka að sér að reka grunnskóla fyrir Grímsnes -og Grafningshrepp.

Breytingartillagan borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur og einn sat hjá.

 

Í framhaldi af þessu var tekin fyrir önnur breytingatillaga T-listans:

Samþykkt verði að fimm fulltrúar verði kosnir í sameiginlega fræðslunefnd sveitarfélaganna Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps.

Breytingartillagan borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur einn sat hjá.

 

Tillaga Þ-listans borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur.

Breyting á samþykktum send Félagsmálaráðuneytinu til umsagnar.

 

Bókun T- listans vegna breytingar á samþykktum Bláskógabyggðar.

Þriðja tillaga meirihlutans um skipun í fræðslunefnd á kjörtímabilinu hefur verið samþykkt. Sveitarstjórn samþykkti fyrstu tillögur sínar um skipun fræðslunefndar þann 25. júní 2002.  Þá voru tilnefndir fimm fulltrúar í fræðslunefnd að tillögu meirihlutans. Nýjar tillögur að samþykktum Bláskógabyggðar voru lagðar fram af meirihluta sveitarstjórnar og samþykktar á fundi 27. janúar 2004.  Þá ákvað Þ-listinn að fækka í fræðslunefnd um tvo.  Jafnframt hafnaði Þ-listinn formanni nefndarinnar sem var þeirra eigin fulltrúi í fræðslunefnd.

Nú hefur meirihlutinn ákveðið, í þriðja sinn, að breyta eigin samþykktum um fræðslunefnd Bláskógabyggðar. Meirihlutinn hefur samþykkt að koma fulltrúa T-listans út úr fræðslunefnd.  Engin samvinna við minnihluta sveitarstjórnar.

Fræðslunefnd Bláskógabyggðar hafði með öll skólastig sveitarfélagsins, leikskóla og grunnskóla að gera.   Óeðlilegt er, að með samningi við Grímsnes-og Grafningshrepp fái sveitarstjórn þeirra faglega umsjón með leikskóla Bláskógabyggðar.  Í ljósi samningsins sem fyrir liggur á fundinum er einnig óeðlilegt að fræðslunefnd breytist enda er verið að kaupa þjónustu af Bláskógabyggð í þeim samningi.  T-listinn áréttar kröfu sína um að fræðslunefnd verði óbreytt í Bláskógabyggð.

 

Bókun Þ-listans

Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við vægi listanna að afloknum síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þ- listinn bendir á að T-listanum stendur til boða að fá áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd.

 

 

 1. Kjör í sameignlega fræðslunefnd Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps.

Lagt til að  Margeir Ingólfsson og María Carmen Magnúsdóttir verði aðalmenn í nefndinni og til vara Sveinn A. Sæland og Auðunn Árnason.

Samþykkt að T-listinn fái áheyrnarfulltrúa í nefndina.  Samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu og einn situr hjá.

 1. Samstarf Bláskógabyggðar við Grímsnes – og Grafningshrepp í skólamálum.

Lögð fram drög að samstarfssamningi um samvinnu milli Bláskógabyggðar og Grímsnes-og Grafningshrepps í skólamálum.

Samningurinn gerir ráð fyrir að Bláskógabyggð taki að sér að sjá um starfsmannamál, kennslu og stjórnunarþátt skóla beggja sveitarfélaganna. Allir kennarar, leiðbeinendur og skólastjórnendur og annað starfsfólk verða þannig starfsmenn Grunnskóla Bláskógabyggðar en Grímsnes-og Grafningshreppur mun kaupa þjónustuna af Bláskógabyggð.

Ekki er gert ráð fyrir breytingum á starfsmannahaldi nema hvað starf skólastjóra við grunnskóla Grímsnes-og Grafningshrepps verður lagt niður og ráðinn verður aðstoðarskólastjóri.   Skólastjórnun verður í höndum skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar og aðstoðarskólastjóra sem verður með starfsstöð á Borg.

Samningurinn gerir einnig ráð fyrir þriggja manna sameiginlegri fræðslunefnd samkvæmt breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp. Grímsnes-og Grafningshreppur mun eiga einn fulltrúa í fræðslunefndinni en  Bláskógabyggð tvo. Fræðslunefnd mun fara með framkvæmdavald í samræmi við fjárhagsáætlun.

Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir að fela sveitarstjóra að ljúka gerð samnings á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar til staðfestingar.

Bókun T -lista.

Í bréfi frá 8. apríl s.l. kemur fram að sveitarstjórn Grímsnes-og Grafningshrepps samþykkti að óska eftir því við Bláskógabyggð að skólastjóri grunnskóla Bláskógabyggðar annist undirbúning skólastarfs skólaárið 2005-2006.

Fræðslunefnd Bláskógarbyggðar hélt fund sinn fimmtudaginn 14. apríl en málið var ekki lagt fyrir fræðslunefnd, hvorki til umsagnar né kynningar.  Þann sama dag birti Sunnlenska fréttablaðið forsíðugrein um samning sem það sagði að hefði verið gerður við Bláskógabyggð.  Í atvinnuauglýsingum Morgunblaðsins 17. apríl 2005 auglýsti skólastjóri Bláskógabyggðar eftir aðstoðarskólastjóra fyrir Grímsnes-og Grafningshrepp.  Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að samningur um rekstur grunnskóla fyrir  Grímsnes-og Grafningshrepp var frágenginn fyrir mánuði síðan,  nú er bara verið að fullnægja formsatriðum. Meirihlutinn stóð einn að þeim samningum hafði ekkert samráð við fræðslunefnd né minnihluta sveitarstjórnar.

T-listinn átelur vinnubrögð meirihlutans og virðingarleysi hans við lýðræðisleg vinnubrögð.

 1. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Lind, Laugarvatni. Tvær umsóknir bárust.   Samþykkt að ráða Sólveigu Björgu Aðalsteinsdóttur sem leikskólastjóra frá 1. ágúst 2005.  Sveitarstjórn býður Sólveigu Björgu velkomna til starfa.

 

 1. Hlutafjárkaup vegna nýsköpunar og atvinnuþróunar á Laugarvatni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að leggja til kr. 500 þús. sem hlutafé til nýsköpunar við atvinnuþróun á Laugarvatni í Eignarhaldsfélagið Gufu ehf.  húsbyggingar á nýju gufubaði og heilsulind.

Auk þess samþykkir sveitarstjórnin að leggja á næstu árum hlutafé til viðbótar til að tryggja framgang verkefnisins og verður sú upphæð kr.  4.500.000. Hlutafé þetta greiðist í samræmi við álögð fasteignagjöld þar til heildarkrónutölu hefur verið náð.

Gert er ráð fyrir að heildarframkvæmd þessa verkefnis geti orðið allt að kr. 350 milljónir sem koma til nýsköpunar í atvinnumálum í Bláskógabyggð.

 1. Skipun vinnuhóps vegna skipulags og forgangsröðunar á framkvæmdum í umhverfismálum í Laugarási.Samþykkt að hópinn skipi: Sigurlaug Angantýsdóttir formaður, Sveinn A. Sæland og Kjartan Lárusson.

Samþykkt að hópurinn skili af sér á fyrsta fundi sveitarstjórnar eftir sumarleyfi.

 1. Skipun vinnuhóps, vegna samgöngumála innan þéttbýlis í Reykholti. Samþykkt að hópinn skipi:  Sveinn A. Sæland formaður, Knútur Ármann og Kjartan Lárusson.

Samþykkt að hópurinn skili af sér á fyrsta fundi sveitarstjórnar eftir sumarleyfi.

 1. Kaldavatnsveita. Kynnt gögn vegna mögulegra framkvæmda við nýja stofnlögn frá Austurhlíð niður í Laugarás. Gert er ráð fyrir að hún verði samvinnuverkefni Bláskógabyggðar og Grímsnes – og Grafningshrepps og mun kostnaður skiptast í tvo jafna hluta.  Framkvæmdastjóri veitna mun eiga viðræður við fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps og gera drög að samningi vegna þessa til umfjöllunar í sveitarstjórn á næstu vikum.
 2. Malarnám í sumarhúsalóð í landi Grafar.

Fyrirspurnir T- lista.

 1. a)     Hvernig var það munnlega samkomulag sem gert var við verktakann? Svar: Ekkert munnlegt samkomulag var gert við hann.

Sennilega er átt við túlkun á 3. mg. 1.gr. samnings um lok námutöku, en það var  sameiginlegur skilningur samningsaðila að efnisflutningi að og frá námunni, í afmörkuð verkefni og í tengslum við lokun námunnar, verði lokið fyrir sumarið 2005.

 1. b)     Má enn taka möl úr gryfjunni þrátt fyrir samkomulagið sem gert var í ágúst 2004, auk greiðslu sem innt var af hendi úr sveitarsjóði á síðasta ári?

Svar: Efnistöku úr námunni á að vera lokið.

 1. c)     Hversvegna var málið tekið úr höndum skipulagsfulltrúa í apríl s.l. þegar hann ætlaði að stoppa frekara malarnám?

Svar:  Efnisflutningar að og frá námunni voru í samræmi við samninginn sem gerður var um lokun námunnar og því aldrei í höndum skipulagsfulltrúa.

 1. d)     Hvað borgar sveitafélagið fyrir útjöfnun á mold í gryfjunni?

Svar: Sveitarfélagið tók að sér að jafna út mold úr einum grunni eins og fordæmi er fyrir í sveitarfélaginu eftir aðstæðum hverju sinni. Áætlaður kostnaður er kr. 400.000.-

Ekki verður greitt fyrir frekari útjöfnun.

 1. Tjald og hjólhýsasvæðið á Laugarvatni.  Fyrirspurnir T- lista.
 2. a)     Hvaða framkvæmdir eru áætlaðar á hjólhýsasvæðinu í sumar?

Svar: Viðbót og endurbætur á vegi við biðstæði og lagning á um 100 metra slóða/vegar til að mæta eftirspurn eftir nýjum stæðum á hjólhýsasvæðinu.

 1. b)     Hafa þær verið boðnar út?

Svar: Verkefnið er lítið og því var farið í það að ræða við vélaverktaka á Laugarvatni (tvo aðila) þar sem þeim var boðið að gefa fast verð í verkið.  Annar aðilinn gaf ákveðið verð í verkið, kr. 150.000 en hinn ekki.  Sveitarstjóri heimilaði að ráðist yrði í verkið og mun ræða fjármögnun þess á næsta fundi byggðaráðs.

 1. c)     Hver er staða tjaldsvæðisins?

Svar: Samið hefur verið við rekstraraðila Tjaldmiðstöðvarinnar um að reka tjaldsvæðið eitt sumar enn.

 

 1. Lóða mál. Fyrirspurnir frá T-lista. Hvaða reglur gilda um úthlutanir lóða í sveitarfélaginu?

Svar: Stefna sveitarstjórnar hefur verið að hafa ávallt nægt framboð af lóðum í Bláskógabyggð.   Því hefur sú regla gilt um úthlutanir lóða að ef  umsækjandi uppfyllir öll almenn skilyrði, þá er honum úthlutað lóð í þeirri röð sem sótt er um að því tilskildu að lóðin sé á deiliskipulögðu svæði.

Á Laugarvatni vantar lóðir tímabundið vegna skorts á heppilegu byggingarlandi. Nú er verið að semja við menntamálaráðuneytið um framtíðarsvæði fyrir íbúðabyggð.

Í ljósi þess að í nokkrum tilfellum eru umsóknir umfram lóðaframboð, þykir rétt að skoða setningu reglna um úthlutun lóða í Bláskógabyggð.  Oddvita falið að leggja fram tillögu að úthlutunarreglum sem fyrst.

 1. Heitt vatn handa nyrstu byggð í Biskupstungum.

Tillaga frá T- lista.  Sveitarstjórn samþykkir að fara fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur að hún leggi sem fyrst hitaveitu á efstu (nyrstu) bæi í Biskupstungum.  Atvinnustarfsemi þar er orðin umtalsverð og því mikil þörf á heitu vatni, auk þess sem íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu nytu góðs af hitaveitunni.

Feld með þrem atkvæðum gegn tveimur og tveir sátu hjá.

 

Bókun Þ-listans.

Þ- listinn tekur undir að mikil þörf er á að dreifa heitu vatni sem víðast í       sveitarfélaginu en þar sem Orkuveita Reykjavíkur hefur þegar hafið undirbúning að lagningu hitaveitu á nefndu svæði, þá sér Þ-listinn ekki ástæðu til að samþykkja tillöguna.

Umhverfisráðuneytið hefur falið Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka hvort jarðhitavinnsla í Neðri – Dal og Kjarnholtum hafi áhrif á hverasvæðið á Geysi.  Hafi sú vinnsla engin áhrif þá stefnir Orkuveitan á að kanna hagkvæmni og tæknilegar forsendur þess að leggja hitaveitu á svæðinu.

 

T- listinn fagnar framkomnum upplýsingum.

 1. Umræðu um safnvegi frestað til næsta fundar.

 

 

 

Fundi slitið kl.  19:30