42. fundur 2007

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps

um skipulagsmál.

 

FUNDARGERÐ

  1. FUNDUR

Fimmtudaginn 25. október 2007, kl. 9 haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð

Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Aðalsteinn Sveinsson Flóahreppur

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

Sameiginleg mál

  1. Gjaldskrá embættis skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa

Lagt fram til kynningar bréf Óskar Sigurðssonar, Málflutningsskrifstofunni,

dags. 10 október 2007 varðandi heimild til gjaldtöku vegna málsmeðferðar

deiliskipulags.

 

Bláskógabyggð

  1. Böðmóðsstaðir í Biskupstungum.

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi deiliskipulagsbreytingu

frístundabyggðar í landi Böðmóðstaða I og II.

 

  1. Eiríksbakki í Biskupstungum. Íbúðarhús skv. 3. tl. 20071059463

Lagt fram erindi Kristjáns Skarphéðinssonar dags. 12. október 2007 þar sem

óskað er eftir að heimild til að reisa nýtt íbúðarhús á Eiríksbakka.

Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu auk

greinargerðar um framkvæmdina. Fram kemur að hámarksstærð húss verði

200 fm með bílskúr og verður það staðsett rétt austan við núverandi fjárhús

og hlöðu.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaða framkvæmd skv. 3. tl.

bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli

Skipulagsstofnunar.

 

  1. Gýgjarhólskot í Biskupstungum. Lóðablað. 20071054468

Lagt fram lóðablað yfir 30 ha spildu úr landi Gýgjarhólskots (landnr. 167094) í

Biskupstungum sem liggur að Hvítá.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um

samþykki aðliggjandi landeigenda, Brattholts. Ekki er gerð athugasemd við

landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Mælt er með að þinglýst sé kvöð um

aðkomu að landinu.

 

  1. Haukadalur II í Biskupstungum. Lóðablað / landsskipti, Tungubakki.

20071055466

Lagt fram lóðablað sem unnið er af Pétri H. Jónssyni arkitekt yfir 30 ha spildu

(Tungubakki) úr landi Haukadals II í Biskupstungum. Landið afmarkast af

þjóðvegi 35 að norðanverðu, Tungufljóti að austaunverðu og frístundabyggð

að vestanverðu.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um

samþykki aðliggjandi landeigenda annarra en frístundahúsalóða skv.

nýsamþykktu deiliskipulagi. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13.

  1. jarðalaga.

 

  1. Iða II í Biskupstungum. Breyting á skilmálum frístundabyggðar.

20071037467

Lagt fram erindi Skarphéðins P. Óskarssonar dags. 20. september 2007 þar

sem óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags í landi Iðu II verði breytt þannig

að hann fái heimild til að reisa a.m.k. 100 fm frístundahús á lóð nr. 8 auk 20

fm geymsluhúss sem þegar er til staðar. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er

heimilt að reisa 60 fm hús á lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á skilmálum

ofangreinds deiliskipulags skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þannig að

heimilt verði að reisa allt að 150 fm frístundahús á hverri lóð og allt að 30 fm

aukahús. Nýtingarhlutfall skal þó ekki vera hærra en 0.03.

 

  1. Miðhús í Biskupstungum. Lóðablað, afmörkun og skráning 5 eldri lóða.

20071099459

Lagt fram erindi Sigurðar Guðmundssonar dags. 16. október varðandi

afmörkun og skráningu á fimm eldri lóðum úr landi Miðhúsa. Einnig fylgir með

uppdráttur í mkv. 1:1.000 dags. 6. september 2005 sem sýnir hnitsetningu

lóðanna. Um er að ræða lóðir sem skráðar eru í fasteignamati en hafa ekki

verið þinglýstar og eru hús á tveimur lóðanna.

Þar sem lóðirnar eru stærri á uppdrætti en skv. skráningu fasteignamats og

ekki liggur fyrir samþykki allra aðliggjandi landeigenda getur skipulagsnefnd

ekki samþykkt ofangreint lóðablað skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Einnig er ekki að sjá að lóð D sé skráð í fasteignamati.

 

  1. Úthlíð í Biskupstungum. Breyting á afmörkun og stærð nokkurra

frístundahúsalóða. 20071081469

Lagðar fram þrjár tillögur Verkfræðistofu Suðurlands að breytingum á

deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úthlíðar. Um er að ræða breytingar á

afmörkun og stærð lóða við Mosaskyggni 6, Rjúpnabraut 5-7, Skútaveg 2-4

og Skútahvamm 1. Ekki er um að ræða breytinga á skilmálum, heldur

eingöngu landamerkjum milli lóða.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir

Mosaskyggni 6, Skútaveg 2-4 og Skútahvamm 1 þegar samþykki lóðarhafa

liggur fyrir. Ekki er samþykkt að minnka lóð við Rjúpnabraut þar sem hún er

þegar undir almennum viðmiðum um stærðir lóða.

 

  1. Úthlíð í Biskupstungum, Vörðuás 11-14. Breyting á deiliskipulagi

frístundabyggðar. 2007108479

Lögð fram endurskoðuð tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að breytingu á

deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úthlíðar, Vörðuás 11-14. Á fundi

skipulagsnefndar þann 14. desember 2006 var samþykkt að auglýsa

breytingu á deiliskipulagi þessa svæðis en sú breyting hefur þó ekki verið

auglýst. Í tillögunni eins og hún er nú lögð fram er gert ráð fyrir 10

frístundahúsalóðum, sem allar eru á bilinu 1,6 – 1,8 ha, þar sem heimilt

verður að reisa allt að 450 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús.

Mænishæð húsanna má vera allt að 7,5 m þar sem jörð stendur hæst. Nýlega

hefur tekið gildi breyting á skilmálum fyrir svæði heild sem felur í sér að reisa

má allt að 280 fm frístundahús með mænishæð allt að 6,5 m þar sem jörð

stendur hæst. Nýtingarhlutfall má þó ekki vera hærra en 0.03.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa breytingu sem felur í sér að heimilt

verði að reisa allt að 450 fm frístundahús á þessu svæði en ekki er samþykkt

breyting á mænishæð.

 

  1. Laugarvatn í Laugardal. Geymsluhúsnæði við íþróttavölll. 20071054462

Lögð fram tillaga að staðsetningu geymslu- og aðstöðuhúss fyrir íþróttavöll á

Laugarvatni. Húsnæðið verður gert úr gámum sem settir verða saman og

síðan byggt þak yfir. Stærð geymslunnar verður 9 x 9 m og samkvæmt

tillögunni verður hún staðsett við suðvesturhluta íþróttavallarins.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaða framkvæmd skv. 3. tl.

bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli

Skipulagsstofnunar.

 

  1. Heiðarbær í Þingvallasveit. Bátaskýli skv. 3. tl. 20070942430

Lagt fram bréf Hákons Pálssonar og Jóns Æ. Karlssonar, móttekið 23.

október 2007, þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd taki afgreiðslu sýna

frá 20. september í máli 20070942430 til endurskoðunar. Málið varðar heimild

til að byggja sambyggt bátaskýli á löðarmörkum tveggja lóða í landi

Heiðarbæjar.

Skipulagsnefnd telur að þar sem nú liggur fyrir nánast fullbúin tillaga að

deiliskipulagi svæðisins, sbr. nýlegur fundur skipulagsfulltrúa með

landbúnaðarráðuneytinu, að þá sé rétta leiðin að beina umsóknum um

bátaskýli í það ferli.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

  1. Ásgarður í Grímsnesi, Ásborgir. Ósk um breytingu á skilmálum.

20071030461

Lagt fram erindi Þórs Þórssonar dags. 12. október 2007 þar sem óskað er

eftir að skilmálum deiliskipulags íbúðarsvæðisins Ásborgir verði breytt þannig

að heimilt verði að byggja hús með minni þakhalla en 14 gráður (14-45 gráður

í gildandi dsk). Hefur hann hug á að reisa hús með einhalla þaki með um 7

gráðu þakhalla.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa skv. 25. skipulags- og byggingarlaga

tillögu að breytingu á skilmálum svæðisins á þann veg að leyfilegur þakhalli

húsa verði 0-45 gráður.

 

  1. Hæðarendi í Grímsnesi, Fossvellir. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20071027477

Lögð fram tillaga Arkitektastofunnar Austurvölllur að deiliskipulagi

frístundabyggðarinnar Fossvellir í landi Hæðarenda í Grímsnesi.

Skipulagssvæðið er um 80 ha að stærð og liggur umhverfis Hæðarendalæk

sunnan Búrfellsvegar. Gert er ráð fyrir 108 lóðum á bilinu 0,5 til 0,7 ha þar

sem heimilt verður að reisa 150 fm frístundahús og 25 fm aukahús, en

hámarksnýtingarhlutfall má þó ekki fara upp fyrir 0.03.

Í ljósi þess hversu margar lóðir eru á svæðinu frestar skipulagsnefnd

afgreiðslu málsins þar til umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands,

Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðarinnar liggja fyrir.

Einnig þarf að liggja fyrir staðfesting á tengingu við vatnsveitu

 

  1. Minni-Borg í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi golfvallar. 20071032460

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að breytingu á deiliskipulagi golfvallar í

landi Minni-Borgar. Í breytingunni felst að afmarkaðar eru fimm lóðir undir

mannvirkjasvæði innan golfvallarins. Afmörkuð er um 0,65 ha lóð undir

fyrirhugaðan golfskála og meðfylgjandi bílastæði, rúmleg 0,7 ha lóð unfir

fyrirhugað æfingaskýli og áhaldahús, Um 1,3 ha lóð undir nyrðri

frístundahúsakjarna (Móaflöt) og um 1,6 ha lóð undir syðri

frístundahúsakjarna (Tjaldhólar).

Þar sem tillagan felur ekki sér breytingar á byggingum né landslagi að þá telur

skipulagsnefnd að um óverulega breytingu sé að ræða og samþykkir hana

skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Ormstaðir í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20071073476

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi frístundabyggðar í

landi Ormstaða, Vaðholt. Tillaga sem gerði ráð fyrir 10 lóðum á bilinu 6.300

fm til 3,0 ha var auglýst frá 14. desember 2006 til 11. janúar 2007, með

athugasemdafresti til 25. janúar. Engar athugasemdir bárust en málið fór þó í

bið þar sem hluti svæðisins varð fyrir áhrifum af flóðinu sem varð í Hvítá rétt

fyrir jólin 2006. Nú er tillagan lögð fyrir með þeim breytingum að flóðmörk hafa

verið afmörkuð inn á svæðið, byggingarreitur hefur verið tekinn út af einni

lóðinni auk þess sem byggingarreitur 8 öðrum lóðum hefur minnkað.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til umögn Vatnamælinga

Orkustofnunar liggur fyrir.

 

  1. Selholt í Grímsnesi. Hesthús skv. 3. tl. sbl. 20071061464

Lögð fram tillaga frá Klöpp arkitektum um staðsetningu nýs hesthúss í landi

Selholts (landr. 51.804) í Grímsnesi. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir allt

að 1.000 fm hesthúsi á byggingarreit suðaustan við núverandi íbúðarhús.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaða framkvæmd skv. 3. tl.

bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli

Skipulagsstofnunar.

 

  1. Sólheimar í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi. 20070934437

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sólheima í Grímsnesi.

Gerð er breyting á fjölda og gerð íbúðarhúsa við Upphæðir auk þess sem

lega aðkomuvegar breytist. Þá er gert ráð fyrir nýjum íbúðarhúsum austan

Sólheimavegar í stað þjónustubygginga, auk vinnubúða (frá Nesjavöllum).

Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 20. september þar sem

umsögn Vegagerðarinnar lá ekki fyrir. Skipulagsnefnd vísar umsögn

Vegagerðarinnar til hönnuðar til athugunar.

 

  1. Syðri-Brú í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

20070298215

Lögð fram tillaga Ark-Aust að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í

landi Syðri-Brúar. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar um 45 ha,

úr 120 ha í um 165 ha, og lóðum fjölgar um 100, en húsum um 82. Skilmálar

breytast ekki, nema að því leyti að nú er gert ráð fyrir möguleikanum á

sameiginlegri fráveitu. Tillagan var í kynningu ásamt breytingu á aðalskipulagi

svæðisins frá 26. apríl til 24. maí 2007 með athugasemdafresti til 7. júní. Tvö

athugasemdabréf bárust. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar um

aðalskipulagsbreytinguna og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um

aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytinguna. Áður en tillagan var auglýst voru

gerðar ákveðnar breytingar til að koma til móts við umsagnirnar.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands,

Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar.

 

  1. Öndverðarnes 2 í Grímsnesi. Deiliskipulag 3 frístundahúsalóða.

20071016473

Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands af deiliskipulagi um 2,2 ha lóðar

(landnr. 170121) úr landi Öndverðarness 2 í Grímsnesi við Selvík. Í tillögunni

felst að lóðinni er skipt niður í þrjár lóðir, tvær um 8.500 fm og eina 5.000 fm.

Heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús a og allt að 25 fm aukahús

á hverri lóð og má mænishæð vera allt að 6 m frá gólfplötu.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til umsagnir Umhverfisstofnunar

og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir. Þá þarf einnig að skoða afmörkun

lóðarinnar því svo virðist sem svæðið skarist við nýsamþykkt deiliskipulag

lands Landsbankans sem liggur upp að deiliskipulagssvæðinu að

sunnanverðu.

 

Hrunamannahreppur

  1. Birtingaholt í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag. 20071051471

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að deiliskipulagi umhverfis bæjartorfu

Birtingarholts. Skipulagssvæðið er um 6,3 ha og nær yfir íbúðarhús og útihús.

Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir allt að 1.200 fm vélaog

verkfærageymslu (reitur A), fyrir allt að 100 fm starfsmannahús (reitur B),

fyrir bílskúr við íbúðarhús (reitur C) og fyrir sólstofu við íbúðarhús (reitur D).

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

  1. Dalbær III í Hrunamannahreppi. Breyting á deiliskipulagi. 20071036474

Lagt fram erindi Magnúsar Páls Brynjólfssonar f.h. Klettholts ehf. dags. 19.

október 2007 þar sem óskað er eftir að skilmálar deiliskipulags

frístundabyggðar í landi Dalbæjar III verði breytt þannig að heimilt verði að

reisa allt að 200 fm hús í stað 120 fm.

Skipulagsnefnd telur að breytingin sé óveruleg þar sem enginn hagsmunaaðili

er kominn á svæðið og samþykkir hana skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og

byggingarlaga með þeirri viðbót að hámarks nýtingarhlutfall megi vera 0.03.

 

  1. Flúðir í Hrunamannahreppi. Stækkun verksmiðju Límtrés skv. 3. tl.

Lögð fram tillaga að stækkun verksmiðju Límtrés á Flúðum. Samkvæmt

tillögunni er gert ráð fyrir að verksmiðjuhúsið lengist um 35 m til suðvesturs,

um 1.200 fm. Auk þess er verið að byggja yfir spónahús við suðurhluta

verksmiðju.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaða framkvæmd skv. 3. tl.

bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli

Skipulagsstofnunar.

 

  1. Flúðir í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag reiðhallar á Lambatanga

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 4,4 ha svæðis á Lambatanga á Flúðum

undir reiðhöll, athafnasvæði/bílastæði, tvo skeiðvelli og skeiðbraut. Heimilt

verður að reisa allt að 2.000 fm reiðhöll á svæðinu með allt að 12 m

mænishæð. Tillagan var í kynningu ásamt breytingu á aðalskipulagi frá 25.

júní til 23. júlí 2007 með athugasemdafresti til 6. ágúst. Engar athugasemdir

bárust og hefur aðalskipulagsbreytingin tekið gildi.

Tillagan er nú lögð fram með þeirri breytingu að stefna byggingarreitar breytist

örlítið frá auglýstri tillögu.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Flúðir, deiliskipulag 1. áfanga íbúðarsvæðis í landi Sunnuhlíðar.

20070286218.

Lögð fram tillaga Landslags að 1. áfanga íbúðarbyggðar í landi Sunnuhlíðar. Í

tillögunni felst að gert er ráð fyrir 12 stórum einbýlishúsalóðum (smábýlum) á

svæði vestan við þéttbýlið á Flúðum, austan við frístundabyggðina

Svanabyggð í landi Efra-Sels. Tillagan var í kynningu ásamt breytingu á

aðalskipulagi frá 25. júní til 23. júlí 2007 með athugasemdafrest til 6. ágúst.

Athugasemdir bárust. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um

tillöguna.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með smávægilegri breytingu í samræmi við afgreiðslu aðalskipulagsins, þ.e.

við bætist um 15 m breytt gróðurbelti þar sem svæðið liggur upp að

frístundabyggð í landi Efra-Sels. Varðandi innkomnar athugasemdir að þá er

vísað í umsögn skipulagsfulltrúa, f.h. sveitarstjórnar, við breytingu á

aðalskipulagi svæðisins.

 

  1. Flúðir, deiliskipulag tjald- og þjónustusvæðis á Flúðum.

Lögð fram tillaga Landslags að deiliskipulagi tjald- og þjónustusvæðis á

Flúðum. Skipulagssvæðið er 15,7 ha að stærð. Er annarsvegar gert ráð fyrir

um 1,3 ha lóð fyrir allt að 1.200 fm þjónustumiðstöð með sambyggðu

gróðurhúsi á einni hæð, með möguleika á kjallara. Hinsvegar er skilgreind

14,3 ha lóð undir tjaldsvæði með fjórum byggingarreitum fyrir salerni og

einum byggingarreit fyrir þjónustuhús.Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var í

kynningu frá 25. júní til 23. júlí 2007 með athugasemdafrest til 6. ágúst. Engar

athugasemdir bárust. Aðalskipulagsbreyting sem auglýst var samhliða hefur

verið staðfest. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillöguna.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Skeiða-og Gnúpverjahreppur

  1. Hlemmiskeið II. Lóðablað. 20071061470

Lagt fram lóðablað frá Verkfræðistofu Suðurlands yfir 14.626 fm spildu úr

landi Hlemmiskeiðs II (landr. 166465) á Skeiðum.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um

undirskrift aðliggjandi landeigenda. Einnig þarf að liggja fyrir heimild til að nýta

vegtengingu og leita samþykkis Vegagerðarinnar.

 

  1. Skeiðháholt I. Lóðarblað.20071064475

Lagt fram lóðablað frá Verkfræðistofu Suðurlands í mkv. 1:1.500 dags.

19.10.2007 sem sýnir stækkun lóðar með landnúmer 7.470 fm í 13.648 fm.

Stækkunin sem er 6.177 fm er tekin úr landi Skeiðháholts I.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki er gerð athugasemd

við landsskipti skv. 13. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Gunnbjarnarholt. Vöruskemma og skrifstofuaðstaða. 3.tl. 20071067465

Lagðar fram teikningar af vöruskemmu með sambyggðri skrifstofuaðstöðu í

landi Gunnbjarnarholts. Brúttóflatarmál byggingarinnar er samtals 748,8 fm,

vegghæð rúmleg 5 m og mænistæð 7,25 m. Gert er ráð fyrir að byggingin

verði staðsett um 150 m norður af íbúðarhúsi jarðarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaða framkvæmd skv. 3. tl.

bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli

Skipulagsstofnunar.

 

  1. Þjórsárholt. Deiliskipulag stakrar frístundahúsalóðar. 20071080472

Lögð fram tillaga Landhönnunar að deiliskipulagi stakrar frístundahúsalóðar

úr landi Þjórsárholts. Lóðin er 5,24 ha og skv. tillögunni er nýtingarhlutfall

hennar 0.03.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nánari upplýsingar liggja fyrir

um staðsetningu lóðar, vegtenginu o.fl.

 

Flóahreppur

  1. Langholt / Stekkholt í Hraungerðishreppi. Landsskipti.

Lagt fram lóðablað frá Verkfræðistofu Suðurlands þar sem 30 ha landsspildu

úr Langholti (landnr. 194067) er skipt í þrjár 10 ha spildur. Deiliskipulag fyrir

svæðið hefur þegar verið auglýst en ekki tekið gildi. Fyrir liggur umsókn um

stofnun lögbýla á svæðinu.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki er gerð athugasemd

við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan kl. 12:30

Laugarvatni 25. október 2007

Margeir Ingólfsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Aðalsteinn Sveinsson (8722)

Pétur Ingi Haraldsson