42. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

haldinn 12. apríl 2005 kl. 13:30.

 

Mætt:

Margeir Ingólfsson formaður  byggðaráðs, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir.

 

 1. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags 8. mars 2005 þar sem staðfest er lánsumsókn Bláskógabyggðar til sjóðsins í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2005. Einnig lagt fram bréf sveitarstjóra og oddvita um að farið verði í skuldbreytingu allra óhagstæðra lána sveitarfélagsins og félaga í eigu Bláskógabyggðar í kjölfar breyttra aðkomu Lánasjóðs sveitarfélaga að lánafyrirgreiðslu.
 2. Bréf frá Kristni Kárasyni og Ingibjörgu Leósdóttur dags 4. mars 2005 með ósk um að Kjaranstaðir II verði gert að lögbýli. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við það að Kjaranstaðir II verði gert að lögbýli en bendir bréfriturum á að snúa sér með erindið til landbúnaðarráðuneytisins því þessi mál falli undir ráðuneytið.
 3. Bréf frá Lögmönnum Suðurlands, dags. 10. mars 2005 og Ragnari Aðalsteinssyni dags. 9 mars 2005 vegna mögulegrar kæru vegna þjóðlendumála um afrétt Biskupstungna til Mannréttindadómstóls Evrópu (ME). Sameiginleg niðurstaða lögmannanna er að slík kæra til ME teldist ekki meðferðarhæf og yrði vísað frá.  Ástæða þessa er sú að ME hefur vísað frá kærum sveitarfélaga á þeirri forsendu að sveitarfélög gegni opinberu hlutverki og fari með opinbert vald.  ME hefur ekki talið það sitt hlutverk að skera úr um ágreining tveggja opinbera aðila þ.e. ríkis og sveitarfélaga.  Í ljósi þess að kostnaður við kæru til ME yrði verulegur og ekki líklegt að kæran yrði tekin til meðferðar þá leggur byggðaráð til að ekki verði farið út í frekari málaferli.  Byggðaráð bendir á að sveitarfélagið verði að aðlaga sig að breyttu eignarhaldi á afréttinum en bendir jafnframt á að sveitarfélagið hefur ákveðin réttindi og skyldur á svæðinu sem huga þarf að hér eftir sem hingað til.
 4. Lokatillögur sameiningarnefndar Félagsmálaráðuneytisins frá 31. mars 2005, um að eigi síðar en 8. október 2005 verði kosið um sameiningu sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu. Erindið er kynnt og vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.
 5. Bréf sveitarstjóra frá 4. apríl 2005, til Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir fé úr styrkvegasjóði vegna nýrrar aðkomu að Fremstaveri, fjallaskála á afrétti Biskupstungna. Lagt fram til kynningar.
 6. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi sunnan Skarðsheiðar. Erindi dags. 22. mars 2005. Byggðaráð leggur til að erindinu verði vísað til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins og honum falið að svara því.
 7. Bréf frá Tónlistaskóla Árnesinga, dags. 31. mars 2005 og kostnaðarskipting sveitarfélaga vegna launakostnaðar. Samkvæmt því hækkar framlag Bláskógabyggðar úr kr. 5.156.503- í kr. 5.912.669-. Færist þessi hækkun sem breyting á fjárhagsáætlun ársins 2005.
 8. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við kirkjugarðinn í Skálholti og beiðni sóknarnefndar um þátttöku sveitarfélagsins í hluta af þeim framkvæmdum. Bréf dags. 12. mars 2005.  Byggðaráð leggur til að Bláskógbyggð styrki verkefnið um kr. 300.000- og verði sú upphæð tekin inn á fjárhagsáætlun ársins 2006.
 9. Bréf dags. 1. febrúar 2005, frá nemendum umhverfisbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna námsferðar til Þýskalands.  Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
 10. Bréf frá aðalfundi félags eldriborgara í Biskupstungum frá 17. mars 2005 þar sem óskað er eftir því að lögð verði gangbraut milli Kistuholts og Aratungu. Byggðaráð tekur vel í erindið og leggur til að umsjónarmanni fasteigna verði falið að gera kostnaðaráætlun fyrir slíka framkvæmd og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs.
 11. Íbúaskrá Hagstofu Íslands frá 1. des. 2004 var yfirfarin á fundinum.
 12. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
 13. Fundur Atvinnu og samgöngunefndar Bláskógabyggðar haldinn 3. mars 2005.
 14. Fundargerðir félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 7. mars og 4.apríl 2005.
 15. Fundargerð 18. fundar veitustjórnar sem haldinn var 9. mars 2005. Í 3. lið fundargerðarinnar er fjallað um kaldavatnsmál og nýframkvæmdir í þeim málaflokki.  Byggðaráð tekur undir með veitustjórn þar sem lagt er til að farið verði í framkvæmdir í samræmi við áætlun Benedikts Skúlasonar og Hannibals Kjartanssonar.
 16. Fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var 17. mars 2005.
 17. Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 29. mars 2005.
 18. Fundargerð fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldin var 17. mars 2005.
 19. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
 20. Fundargerðir frá 18.02. og 02.04. 2005, vegna möguleika á endurbótum á Austureyjarvegi og skoðun á því að leggja bundið slitlag á veginn á árinu 2006.  Lagt fram til kynningar bréf frá Rafiðnaðarsambandinu.
 21. Fundarboð landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður á Akureyri 6.- 7. maí 2005, vísað til félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu.
 22. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dagsett 23. mars 2005 varðandi dag umhverfis 25. apríl 2005.
 23. Fundargerð 122, fundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 1. mars 2005.
 24. Fundargerð 246. fundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 4. mars 2005.
 25. Fundargerð 73. fundar heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 15. mars 2005.
 26. Fundargerð 78. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 16. mars 2005.
 27. Fundargerð 383. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 17. mars 2005.
 28. Bréf dags. 4. apríl 2005, frá Lánasjóði sveitarfélaga um vaxtalækkun á lánum vegna endurlánafé sem veitt var á árunum 2003 og 2004.
 29. Frá Félagsmálanefnd Alþingis dags. 5. apríl 2005. Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.
 30. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags 29. mars 2005 varðandi breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

 

 

 

Fundi slitið kl. 15:15