43. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 24. maí  2005, kl 13:30

í Fjallasal Aratungu.

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir,  Kjartan Lárusson  og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2004. Ársreikningur aðalsjóðs Bláskógabyggðar fyrir árið 2004 ásamt ársreikningi B-hluta fyrirtækja, Biskupstungnaveitu, Hitaveitu Laugarvatns, leiguíbúða, félagslegra íbúða, vatnsveitu og  fráveitu,  þ.e. heildarsamstæðu sveitarfélagsins,  fyrri umræða.  Einar Sveinbjörnsson KPMG, kynnti reikninginn ásamt sveitarstjóra.  Samkvæmt niðurstöðu reikningsins voru heildar rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2004         kr. 461, 2 millj. þar af námu rekstrartekjur A- hluta kr. 419,1 millj.  Rekstrargjöld voru kr. 443 millj. á A – hluta eða kr. 23,9 millj. umfram tekjur.  Rekstrargjöld samstæðunnar í heild voru kr. 502,6 millj. eða 40,8 millj. umfram tekjur. Niðurstöðutölur veitna eru jákvæðar fyrir Biskupstungnaveitu kr. 671.000 og niðurstaða Hitaveitu Laugarvatns neikvæð um kr. 3.437.838.-

 

Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi skýringar á verri afkomu en áætlað var:  Sé litið til þeirra skýringa sem taldar eru upp þ.e. lægri tekna (útsvars) kr.  10 millj., niðurfærslu á vangreidd gjöld aðallega útsvars vegna áranna 1999 – 2004, kr. 8,6. millj og starfsmats vegna áranna 2002 -2004 kr. 7 millj., er ljóst að kr. 25, 6 millj. sem falla til á árinu koma ekki til vegna yfirkeyrslu í rekstri einstakra málaflokka og eiga jafnvel ekki við um árið 2004 en eru nú eigi að síður færðar á það ár.

Sé horft til þessara skýringa er rekstur samstæðunnar í heild um kr. 15,2 milljónir umfram tekjur ársins.

Aðrar skýringar felast í uppbyggingu gatna og fráveitna umfram áætlun ársins auk þess sem kostnaður við skipulagsgerð m.a. fyrir nýtt aðalskipulag Þingvallasveitar og önnur skipulagsvinna er hærri en gert var ráð fyrir.

Ljóst er að reksturinn á árinu er ekki viðunandi og að lækka þarf rekstrarkostnað um 23,6 millj. til þess að endar nái saman í rekstri sveitarfélagsins eða 4,7% af tekjum samstæðunnar.

 

  1. Bókun vegna lántöku fyrir skólabyggingarnar og endurfjármögnun á eldri og óhagstæðari lánum sveitarfélagsins í kjölfar breytinga á útlánum Lánasjóðs sveitarfélaga.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 126.400.000 samkvæmt tveimur lánssamningum, annars vegar vegna skólabygginga kr. 80.000.000.- og hins vegar kr. 46.600.000- til endurfjármögnunar sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Lán þessi skulu endurgreiðast á 15 árum og bera fasta árlega 3,80% vexti auk verðtryggingar til 2012, en þá verða nýir vextir ákveðnir. Endurgreiðsla lánanna umfram umsamdar afborganir er óheimil, nema þegar nýir vextir af lánunum eru ákveðnir, en þá má greiða lánin upp að fullu. Voru skilmálar lánveitingarinnar og lánskjör nánar kynnt og rædd á fundinum.

 

Til tryggingar lánanna standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Eru þær til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu höfuðstóls, vaxta, dráttarvaxta, vaxtavaxta, verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við kröfugerð, innheimtu- og málskostnaðar, kostnaðar við fjárnámsgerð og væntanlegs kostnaðar af frekari fullnustugerðum, svo og öllum öðrum kostnaði, sem af vanskilum kann að leiða, og gildir tryggingin uns skuldin er að fullu greidd. Fyrir gjaldfallinni fjárhæð má ganga að veðinu til fullnustu skuldarinnar án undangengis dóms eða sáttar skv. 7. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1991.

 

Sveitarstjórnin veitir jafnframt hér með f.h. Bláskógabyggðar, Ragnari Sæ Ragnarssyni 030861-3539 sveitarstjóra Bláskógabyggðar fullt og ótakmarkað umboð til þess að skrifa undir lánssamninga  við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, og önnur þau skjöl sem nauðsynleg eru til að lánssamningarnir taki gildi. Jafnframt er Ragnari S. Ragnarssyni sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda fyrir hönd Bláskógabyggðar, hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengist lánssamningum þessum.

 

Í framhaldi af þessu er samþykkt breyting á fjárhagsáætlun ársins á nýrri lántöku kr. 52.000.000.

 

  1. Samstarfssamningur um samvinnu í skólamálum. Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 10. maí 2005, 6. tölul. lagði sveitarstjóri fram samning sem undirritaður hefur verið af sveitarstjórum Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.  Samningurinn samþykktur með 4 atkvæðum gegn 2 og 1 sat hjá.

 

  1. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi Iðufelli, Laugarási. Óskað var eftir því að lóð Iðufells verði breytt frá því að vera lóð undir verslun og þjónustu í það að vera íbúabyggð að undanskilinni lóðinni undir gistiheimilinu Iðufelli.  Sveitarstjórn samþykkir beiðnina að undanskilinni lóð sem liggur að Skálholtsvegi hún verði áfram verslunar og þjónustulóð.  Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagstillöguna í samræmi við 18. gr. skipulags -og byggingarlaga og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til auglýsingar.

 

 

  1. Deiliskipulag Rima. Lögð fram tillaga frá Pétri H. Jónssyni að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúslóða í landi Rima, Bláskógabyggð.  Gert er ráð fyrir tveimur lóðum 11500 m2 og  39500 m2 og er hluti af henni svæði fyrir skógrækt en alls er viðkomandi land,  5,1 ha.

Tillagan var í kynningu frá 24.desember 2004 til 21.janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4.febrúar.

Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 – 2012 á sama stað. Ein athugasemd barst við breytingartillöguna og hefur hún verið dregin til baka og samkomulag undirritað milli aðila.  Aðalskipulagsbreytingin hefur verið samþykkt af sveitarstjórn og staðfest af umhverfisráðuneyti.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið í samræmi við 25. grein skipulags-og byggingarlaga.

 

  1. Fundargerð skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 19. maí 2005. Kynnt og staðfest.

 

  1. Vegagerð, safnvegir. Rætt var um uppbyggingu safnvega í sveitarfélaginu og var sveitarstjórn sammála um að skora á samgöngunefnd að úttekt á safnvegum og götum í þéttbýli sveitarfélagsins ljúki sem fyrst.

Drífa lagði fram eftirfarandi tillögu: „Vegna vöntunar á framkvæmdafé á áætlun          um viðhald safnvega þá leggur T-listinn til að heimreiðir að Brattholti verði lagfærðar í sumar. Atvinnurekstur og uppbygging er mikill í Brattholti og hamla lélegar heimreiðar uppbyggingunni.“  Jafnframt lagði T-listinn fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjórn samþykkir að beita sér fyrir því að fá Vegagerðina til að gera fleiri og betri bílastæði við Gullfoss. Þjónusta er mjög mikil þar og mikill fjöldi ferðamanna kemur þangað daglega, en bifreiðastæði eru of fá.“ Samþykkt var að vísa tillögunni til  byggðaráðs.

 

 

  1. Fundargerð 19. fundar veitustjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var 23. maí 2005. Sveitarstjórn tekur undir með veitustjórn og samþykkir að farið verði í hönnum á kaldavatnsveitu í samstarfi  við Grímsnes- og Grafningshrepp. Kostnaður við framkvæmdina verður færður á fjárhagsáætlun næsta árs en hönnunarkostnaður  allt að kr. 1.000.000- færist sem breyting á fjárhagsáætlun þessa árs. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að farið verði í framkvæmdir á hverasvæðinu á Laugarvatni í samræmi við tillögu veitustjórnar og verður kostnaður við það allt að kr. 1.500.000-. Fundargerðin staðfest að öðru leiti.

 

  1. Bréf frá 23. maí 2005 frá Skipulagsstofnun varðandi Uxahryggjaveg frá Tröllhálsi að Kaldadalsvegi. Tilkynning um matsskyldu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að svara bréfinu.

.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17:30