43. fundur 2007
SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,
Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps
um skipulagsmál.
FUNDARGERÐ
- FUNDUR
Fimmtudaginn 22. nóvember 2007, kl. 9 haldinn á Laugarvatni
Nefndarmenn:
Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð
Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.
Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur
Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.
Aðalsteinn Sveinsson Flóahreppur
Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:
Pétur Ingi Haraldsson
FUNDARGERÐ
Sameiginleg mál
- Tillaga að stofnskjali þjóðlendu. 20071198491
Lögð fram tillaga að stofnskjali fyrir þjóðlenduna ? . Tillagan er unnin í
samvinnu fasteignamats ríkisins og óbyggðanefndar.
- Gjaldskrá embættis skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa
Lögð fram endurskoðuð tillaga að gjaldskrá fyrir embætti skipulags- og
byggingarfulltrúa.
Samþykkt.
Bláskógabyggð
- Bergsstaðir í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar.
20070574317
Lögð fram tillaga Landmótunar að deiliskipulagi frístundalóða í landi
Bergsstaða, spilda með landnr. 189405. Gert er ráð fyrir tveimur 2 ha lóðum á
svæði milli Tungufljóts og þjóðvegar nr. 358, rétt sunnan við landamerki við
Drumboddstaði. Heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús og 20-25
fm aukahús á hvorri lóð. Byggingarreitur annarrar lóðarinnar er í 100 m
fjarlægð frá árbakka og hinn er lengra frá. Tillagan var í kynningu frá 19. júlí til
- ágúst 2007 með athugasemdafrest til 30. ágúst 2007. Engar
athugasemdir bárust. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi
svæðisins sem nýlega var staðfest.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Bergstaðir í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar.
20070750378
Lögð fram tillaga Landmótunar að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi
Bergstaða í Biskupstungum,Eystritunga landr. 167202. Í tillögunni felst að gert
er ráð fyrir fimm 0,7 ha frístundahúsalóðum auk þess sem 0,7 ha lóð er
afmörkuð utan um eldra frístundahús. Heimilt verður að reisa allt að 150 fm
hús á hverri lóð. Tillagan var í kynningu frá 20. september til 18. október 2007
með athugasemdafresti til 1. nóvember 2007. Engar athugasemdir bárust.
Áður hafði tillaga að breytingu á aðalskipulagi verið auglýst, og hefur sú tillaga
nú verið staðfest.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og bygginarlaga
með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlitsins.
- Fellskot í Biskupstungum. Breyting á deiliskipulagi. 200711100496
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagu Fellskots í Biskupstungum. Í
breytingunni felst að byggingarreitur íbúðarhúss færist um 14 m í átt að
Biskupstungnabraut þannig að byggingarreitur verður 86 m frá veginum. Felur
þetta í sér að leita þarf undaþágu
Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2.
mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, með fyrirvara um undanþágu
umhverfisráðuneytisins frá skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá stofn- og
tengivegum.
- Holtakot í Biskupstungum. Skipting lóðar. 2007116492
Lagt fram lóðablað í mkv. 1:5.000 sem unnið er af Guðmundi Óla
Gunnarssyni þar sem afmörkuð hefur verið 6,4 ha spildu sem taka á úr 27 ha
landi með landr. 189787).
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Höfði í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070495270
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á 32 ha
spildu úr landi Höfða (Höfðalönd). Málið hefur áður verið á dagskrá 23. ágúst
og 20. september 2007. Í tillögunni er gert ráð fyrir 31 lóð á bilinu 0,6 til 1,0
ha fyrir 50-200 fm frístundahús með 6 m mænishæð frá jörðu og allt að 25 fm
aukahús.Hámarks nýtingarhlutfall er 0.03. Fyrir liggja umsagnir
Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands. Gert er ráð fyrir sameiginlegum rotþróm fyrir a.m.k. 4 hús og eru
merkt inn 5 svæði fyrir rotþrær.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga. Tryggja þarf aðgengi að rotþróm vegna tæmingar þeirra.
- Laugarás í Biskupstungum. Deiliskipulag íbúðarbyggðar austast í
þéttbýlinu.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær yfir austurhluta þéttbýlisins í
Laugarási. Svæðið afmarkast af Hvítá í austri, núverandi byggð í suðri og
austri (Árós, Brekkugerði, Lindarbrekku og Laugarási) og Ferjuvegi í norðri.
Innan skipulagssvæðisins eru í gildi deiliskipulagsáætlanir frá 1997 við
Bæjarholt og frá 1999 við Austurbyggð og fleiri götur. Nýtt deiliskipulag fellir
eldri áætlanir úr gildi.
Tillagan var í kynningu ásamt breytingu á aðalskipulagi frá 16. nóvember til
- desember 2005, með athugasemdafresti til 28. desember 2005. Ein
athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
með þeim breytingum að afrmörkun og stærð byggingarreita við Bæjarholt
breytist lítillega auk þess sem komið er til móts við athugasemd með því að
breyta tveim athafnalóðum í íbúðarlóðir.
- Laugarás í Biskupstungum. Drög að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við
Iðufell. 20071179493
Lögð fram fyrstu drög að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Iðufell í Laugarási,
bæði á lóð Snæbjörn Magnússonar og á lóð sveitarfélagsins upp við
Skálholtsveg. Í tillögunni er gert ráð fyrir samtals 14 einbýlishúsalóðum, 8
parhúsalóðum og 3 raðhúsalóðum (3 íbúðir), samtals 39 íbúðir.Húsin verða á
1-2 hæðum.
- Úthlíð í Biskupstungum. Breyting á afmörkun og stærð nokkurra
frístundahúsalóða. 20071081469
Lagðar fram að nýju tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að breytingum á
deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úthlíðar. Um er að ræða breytingu á
afmörkun og stærð lóða Rjúpnabraut 5-7.Ekki er um að ræða breytinga á
skilmálum, heldur eingöngu landamerkjum milli lóða.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga. Leita þarf samþykkis lóðarhafa þeirra lóða sem breytast.
- Lindarskógur á Laugarvatni í Laugardal. Breyting á deiliskipulagi
iðnaðarhverfis. 20071150488
Lögð fram tillaga um breytingu á leyfilegu byggingarmagni á lóðum í
iðnaðarhverfinu við Lindarskóg á Laugarvatni. Í gildandi skipulagi er gert ráð
fyrir að á lóðum megi byggja á bilinu 200-400 fm hús, allt eftir stærð lóðanna.
Nú er lagt til að í stað ákveðinnar fermetratölu per lóð verði miðað við
nýtingarhlutfallið 0.4 til samræmis við iðnaðarlóðir við Vegholt í Rekholti.lÞá er
gert ráð fyrir að byggingarreitir við Lindarskóg 1,3 5a, 5b, 7 og 9 stækki til
suðurs þannig að þeir verði í 14,50 m frá lóðarmörkum sunnan og norðan
megin í lóðunum.
Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega og samþykkir hana skv. 2.
mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, með fyrirvara um grenndarkynningu.
Kynna þarf tillöguna fyrir öllum lóðarhöfum á svæðinu.
- Lækjarhvammur í Laugardal. Skipting lóðar. 20071130494
Lagt fram erindi Margrétar Vilbergsdóttur dags. 30. október 2007 þar sem
óskað er eftir að um 8.900 fm lóð hennar í landi Lækjarhvamms við Grafará
verði skipt í tvær lóðir. Með fylgja uppdrættir sem sýna fyrirhugaða skiptingu
lóðarinnar.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem báðar lóðirnar yrðu töluvert minni en
sú stærð sem miðað er við sem lágmarksstærð lóða í sveitarfélaginu í dag,
þ.e. 0,5 ha.
- Heiðarbær í Þingvallasveit. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20071188489
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Heiðarbæjar í
Þingvallasveit. Um er að ræða deiliskipulag yfir núverandi frístundabyggð
innan jarðarinnar. Auk þess að afmarka lóðir utan um núverandi frístundahús
er gert ráð fyrir að tveimur lóðum verði skipt í tvennt auk þess sem tveimur
nýjum byggingarreitum er bætt við núverandi lóðir. Í skilmálum kemur fram að
frístundahús megi að hámarki vera 250 fm en að nýtingarhlutfall megi ekki
vera hærra en 0.03. Endurbygging og/eða viðbygging núverandi húsa er
heimil en þó ekki nær vatnsbakka en lega núverandi húsa. Mænishæð (hæsti
punktur þaks) skal ekki vera hærri en 6 m , mælt frá lægsta punkti lóðar við
húsvegg. Í skilmálum kemur fram að skv. aðalskipulagi séu ný bátaskýli ekki
heimil við vatnsbakkan og á 100 m belti meðfram honum, en leyfilegt er að
lagfæra og endurbyggja (þó ekki stækka frá því sem nú er) núverandi skýli.
Gert er ráð fyri uppbyggingu á fleiri bátaskýlum og legukanti á því
bátaskýlasvæði sem fyrir er undir Svínahlíð.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til umsagnir
Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
liggja fyrir. Bent er á að skv. ákvæðum skipulagsreglugerðar og aðalskipulags
verða ný frístundahús að vera í a.m.k. 50 m fjarlægð frá vatnsbakka. Þá þarf
að gera grein fyrir ákvæðum reglugerðar nr. 650/2006 varðandi fráveitur á
svæðinu.
- Miðfell í Þingvallasveit. Víðistekkur 6. 20071150495
Lagðar fram byggingarleyfisteikningar fyrir um 109 fm frístundahús á lóðina
Víðistekk 6 í landi Miðfells í Þingvallsveit. Lóðin er skv. fasteignamati 1.939
fm að stærð. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið en skv. aðalskipulagi þarf
að liggja fyrir samþykkt skipulag fyrir svæðið innan fjögurra ára frá því að
aðalskipulagið tók gildi, þ.e. í maí 2010. Þá er bent á að skv. samþykkt
skipulagsnefndar sem staðfest hefur verið í sveitarstjórn má nýtingarhlutfall
lóða ekki vera hærra en 0.03. Í ljósi þessa hafnar skipulagsnefnd erindinu.
- Stíflisdalur í Þingvallasveit. Deiliskipulag frístundabyggðar.
20070355250
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Stíflisdals í
Þingvallasveit. Skipulagssvæðið er 183 ha og er þar gert ráð fyrir 28
frístundahúsalóðum á bilinu 1,3 – 3,7 ha þar sem heimilt verður að reisa allt
að 225 fm frístundahús að grunnfleti auk svefnlofts. Tillagan var í kynningu frá
- september til 18. október 2007 með athugasemdafresti til 1. nóvember.
Fimm athugasemdir bárust auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá
Umhverfisstofnun, Veiðimálastjóra, Fornleifavernd ríkisins og Heilbrigðiseftirliti
Suðurlands.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur viðhorf eigenda
landsins til þeirra atriða sem fram koma í athugasemdum og umsögnum.
Grímsnes-og Grafningshreppur
- Göltur í Grímsnesi. Breyting á skilmálum deiliskipulag. 20071186497
Lögð fram tillaga Nexus arkitekta að breytingu á deiliskipulagi
frístundahúsalóðar í landi Galtar við Hestvatn. Í breytingunni felst að heimilt
verði að reisa 450 fm frístundahús á tveimur hæðum í stað einnar hæðar 280
fm húss. Þá er einnig gert ráð fyrir að leyfileg mænishæð frá aðalgólfi verði
6,7 m í stað 4,5.
Þar sem engar lóðir eru í næsta nágrenni við umrætt hús telur nefndin að um
óverulega breytingu sé að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 26. gr.
skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynning fellur niður þar sem tillagan er
unnin í samræmi við hagsmunaaðila á svæðinu, þ.e. landeigenda og
sveitarstjórnar.
- Sólheimar í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi. 20070934437
Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sólheima í
Grímsnesi. Gerð er breyting á fjölda og gerð íbúðarhúsa við Upphæðir auk
þess sem lega aðkomuvegar breytist. Þá er gert ráð fyrir nýjum íbúðarhúsum
austan Sólheimavegar í stað þjónustubygginga, auk vinnubúða (frá
Nesjavöllum). Miðað við fyrri tillögu hefur húsum við Upphæðir fækkað og
ekki er lengur gert ráð fyrir hljóðmön innan vegsvæðis Vegagerðarinnar. Nú
er óskað eftir undanþágu vegna fjarlægðar frá vegi.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga. Leitað verður undanþágu umhverfisráðherra frá
skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá vegi.
- Úlfljótsvatn í Grafningi. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20071140498
Lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta að deiliskipulagi frístundabyggðar í
landi Úlfljótsvatns í Grafningi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 56 nýjum
frístundahúsalóðum á svæði nyrst í landi Úlfljótsvatns, á svæði sem liggur
upp að athafnasvæði umhverfis Steingrímsstöð. Á fundi sveitarstjórnar
Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 7, júní 2007 var samþykkt að auglýsa
tillöguna með fyrirvara um samþykki Landsvirkjunar fyrir aðkomuvegi að
svæðinu. Samþykki Landsvirkjunar liggur ekki fyrir og er tillagan nú lög fyrir
að nýju með þeirri breytingu að gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að svæðinu, frá
Grafningsvegi að sunnanverðu.
Skipulagsefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga, með fyrirvara um samþykki vegagerðarinnar.
Hrunamannahreppur
- Reykjadalur, Dalabyggð. Breyting á deiliskipulagi. 20071169504
Lagt fram erindi Eggerts Guðmundssonar dags. 21. nóvember 2007 þar sem
óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fristundabyggðarinnar Dalabyggð í
landi Reykjadals. Í breytingunni felst að lóðarnar Hlíðardalur 8 og Tjarnadalur
5 sameinast sem og lóðirnar Hlíðardalur 10 og Tjarnardalur 5. Þá er gert ráð
fyrir breytingum á skilmálum þannig að hámarks byggingarmagn miðist við
nýtingarhlutfallið 0.03.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga.
- Moldarflöt á Flúðum. Skipting lóðar. 20071174499
Lagt fram lóðablað Verkfræðistofu Suðurlands dags. 30. október 2007 af
skiptingu lóðarinnar Moldarflöt (landr. 166992) í tvær lóðir, Ljónastíg 3 sem
verður 2.710,4 fm og Jörfa sem verður 7.256,6 fm.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Sneið, iðnaðar- og þjónustuhverfi á Flúðum. Fjarskiptamastur við hús
björgunarsveitar á lóð nr. 8. 2007112501
Lagðar fram byggingarleyfisteikningar af fyrirhuguðu fjarskiptamastri sem
reisa á við hús björgunarsveitarinnar á lóð 8 í iðnaðarhverfinu Sneið á
Flúðum. Mastrið verður 12 m hátt og gert ráð fyrir að það verði staðsett
austan megin við húsið í um 1 m fjarlægð frá því.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu svk. 25. gr. skipulags- og
byggingarmála.
Skeiða-og Gnúpverjahreppur
- Þjórsárholt. Deiliskipulag stakrar frístundahúsalóðar. 20071080472
Lögð fram að nýju tillaga Landhönnunar að deiliskipulagi stakrar
frístundahúsalóðar í landi Þjórsárholts. Lóðin er 5,24 ha og skv. tillögunni er
nýtingarhlutfall hennar 0.03. Lóðin er á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint
sem landbúnaðarsvæði en í greinargerð aðalskipulagsins kemur fram að á
hverri jörð sé heimilt að reisa allt að þrjú stök frístundahús. Lóðin liggur upp
að deiliskipulagi 5 frístundahúsalóða sem nýlega hefur verið samþykkt en
hefur þó ekki tekið endanlega gildi.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða
landeiganda og hönnuð skipulagsins.
- Þrándarholt 2. Lóð utan um íbúðarhús. 20071135502
Lagt fram lóðablað í mkv. 1:500 sem unnið er af Vilmari Þór Kristinssyn af
6.129 fm lóð utan um íbúðarhús í landi Þrándarholts 2.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarmála, með fyrirvara um að sett
verði kvöð um aðgengi um núverandi vegtengingu að húsum 3 og 4.
Flóahreppur
- Heiðargerði í fyrrum Hraungerðishreppi. Breyting á deiliskipulagi
iðnaðarsvæðis. 20071127500
Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að breytingu á deiliskipulagi
iðnaðarsvæðisins við Heiðargerði í fyrrum Hraungerðishreppi. Í breytingunni
felst að byggingarreitur á lóð nr. 2 stækkar um 5 m til vesturs og
byggingarreitur á lóð nr. 8 stækkar um 15 m til suðurs. Skilmálar
deiliskipulagsins breytast ekki.
Að mati skipulagsnefndar er breytingin óveruleg og samþykkir hana skv. 2.
mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um niðurstöðu
grenndarkynningar. Breytinguna skal kynna fyrir aðliggjand lóðarhöfum.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan kl. 12:30
Laugarvatni 22. nóvember 2007
Margeir Ingólfsson (8721)
Ingvar Ingvarsson (8719)
Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)
Gunnar Örn Marteinsson (8720)
Aðalsteinn Sveinsson (8722)
Pétur Ingi Haraldsson