43. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar 3. maí 2005 kl. 13:30, haldinn á skrifstofu sveitarstjóra Aratungu.

 

Mætt voru:  Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs,  Sigurlaug Angantýsdóttir og Drífa Kristjánsdóttir auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð.

 

 1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 22. apríl 2005 varðandi framlög úr Jöfnunarsjóði.  Úthlutað er til stofnframlaga kr. 38.504.000- sem skiptist þannig, vegna viðbyggingar við grunnskóla í Reykholti kr. 11.804.000- og vegna leikskóla á Laugarvatni kr. 26.700.000-.
 2. Bréf frá Páli M. Skúlasyni dags. 19. apríl 2005 þar sem fjallað er um málefni Laugaráss.  Byggðaráð þakkar bréfritara ábendingar og leggur til að á næsta fundi sveitarstjórnar verði skipaður þriggja manna vinnuhópur til að fara yfir framtíðarskipulag svæðisins.
 3. Bréf dags. 21. apríl 2005 frá Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi til þingmanna Suðurkjördæmis. Lagt fram til kynningar.
 4. Bréf dags. 24. apríl 2005 frá Gylfa Haraldssyni, Laugarási, vegna frágangs á þjónustulóð.  Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna að úrlausn þessa máls í samvinnu við lóðarhafa.
 5. Bréf dags. 8. apríl 2005 frá Skipulagsstofnun varðandi gerð aðalskipulags Þingvallasveitar fyrir Bláskógabyggð, kostnaðarþátttaka.  Samkvæmt bréfinu samþykkir Skipulagsstofnun að hækka framlag sitt úr kr. 2.000.000- í kr. 3.300.000-.
 6. Bréf frá Eski ehf. verkfræðistofu dags. 9. apríl 2005 þar sem gert er tilboð í  uppsetningu á innra eftirliti á leiksvæðum.  Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að kynna sér tilboðið.
 7. Hagavatn. Á fundi byggðaráðs 26. október 2004 var samþykkt að leita til fjárlaganefndar Alþingis um framlag til umhverfismats við Hagavatn.  Þar sem framlagið fékkst ekki þá leggur byggðaráð til að oddvita verði falið að leita til einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka um framlög til verkefnisins.
 8. Lögð fram niðurstaða útboðs í verkið “Tæming rotþróa” fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp og Bláskógabyggð.  Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, á grundvelli útboðsins, í samráði við Grímsnes- og Grafningshrepp.
 9. Samstarfssamningur um samvinnu í skólamálum milli Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps, lagður fram til kynningar.
 10. Á fundi byggðaráðs 12. apríl 2005 var umsjónarmanni fasteigna falið að gera kostnaðaráætlun vegna gangbrautar á milli Kistuholts og Aratungu.  Fyrir liggur að í framhaldi af framkvæmdum á lóð grunnskólans verður umhverfi Aratungu endurskipulagt og fellur göngustígurinn inní þá endurskoðun.

 

 1. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
  1. Fundargerð 4. fundar bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 26. apríl 2005.  Undir lið1255 vill byggðaráð beina því til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að ósamræmi virðist vera í skráðum lóðarnúmerum í Vesturbyggð í Laugarási.
  2. Fundargerð 14. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 22. apríl 2005.
  3. Fundargerð oddvitaráðsfundar, Borg Grímsnesi,  frá 17. mars 2005.

 

 1. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
  1. Bréf frá Félagi tónlistaskólakennara dags. 10. apríl 2005 þar sem fram kemur ályktun um málefni tónlistarskóla og greinargerð frá stjórn Félags tónlistarskólakennara.
  2. Bréf frá ÍSÍ. dags. 13. apríl 2005 þar sem fjallað er um fyrirtækjakeppnina ,, Hjólað í vinnuna” 2.-13. maí.
  3. Bréf frá Félagi leikskólakennara, ályktanir um leikskólamál.
  4. Ársyfirlit ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu 2004.
  5. Bréf frá Alþingi dags. 20. apríl 2005 þar sem kynnt er þingsályktunartillaga þingmanna Vinstri grænna um ,,héraðsvegi”.
  6. Bréf frá Alþingi dags. 18. apríl 2005 ásamt samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008.
  7. Umsögn oddvita og sveitarstjóra uppsveita Árnessýslu um samgönguáætlunina.
  8. Fundargerð fundar vegna uppbyggingar á Austureyjarvegi frá Útey að Austurey sem haldinn var 28. apríl 2005.

 

 

 

Fundi slitið kl.  15:10