44. fundur 2007

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps

um skipulagsmál.

 

FUNDARGERÐ

 1. FUNDUR

Mánudagurinn 17. desember 2007, kl. 13 haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Snæbjörn Sigurðsson (varam.) Bláskógabyggð

Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Guðbjörg Jónsdóttir (varam.) Flóahreppur

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

Sameiginleg mál

 1. Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Rætt um hvernig fylgja eigi eftir bréfi um efnistöku sem sent var til allra

lögbýla í sveitarfélögunum fimm. Þá var einnig lagt fram bréf

Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar dags. 7. desember 2007 varðandi

námur, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.

Lagt er til að farið sé yfir allar stærri námur í hverju sveitarfélagi fyrir sig og

viðkomandi aðilum leiðbeint um leiðir að framkvæmdaleyfi.

 

Bláskógabyggð

 1. Bergsstaðir í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20070750378

Lögð fram að nýju tillaga Landmótunar að deiliskipulagi frístundabyggðar í

landi Bergstaða í Biskupstungum landr. 167202. Í tillögunni felst að gert er ráð

fyrir fimm 0,7 ha frístundahúsalóðum auk þess sem 0,7 ha lóð er afmörkuð

utan um eldra frístundahús. Heimilt verður að reisa allt að 150 fm hús á hverri

lóð. Tillagan var í kynningu frá 20. september til 18. október 2007 með

athugasemdafresti til 1. nóvember 2007. Engar athugasemdir bárust. Málið

var samþykkt á síðasta fundi skipulagsnefndar, með fyrirvara um umsögn

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sú umsögn liggur nú fyrir og er þar farið fram á

frekari útfærslu fráveitna.

Skipulagsnefnd vísar umsögn Heilbrigðiseftirlitsins til skipulagshönnuðar til

nánari úrvinnslu.

 

 1. Kjaransstaðir í Biskupstungum. Nýtt íbúðarhús. 20071293507

Lagt fram erindi Kristinns Kárssonar dags. 19. nóvember 2007 þar sem óskað

er eftir heimild til að reisa nýtt 250 íbúðarhús með bílskúr á Kjaranstöðum í

stað þess húss sem nú er á jörðinni.

Að mati Skipulagsnefndar er nauðsynlegt að unnið verði deiliskipulag fyrir

svæðið með byggingarreit fyrir íbúðarhús og aðrar þær byggingar sem

fyrirhugað er að reisa á landinu.

 

 1. Laugarás í Biskupstungum. Deiliskipulag íbúðarbyggðar austast í

þéttbýlinu. 20071269521

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi sem nær yfir austurhluta

þéttbýlisins í Laugarási. Svæðið afmarkast af Hvítá í austri, núverandi byggð í

suðri og austri (Árós, Brekkugerði, Lindarbrekku og Laugarási) og Ferjuvegi í

norðri. Innan skipulagssvæðisins eru í gildi deiliskipulagsáætlanir frá 1997 við

Bæjarholt og frá 1999 við Austurbyggð og fleiri götur. Nýtt deiliskipulag fellir

eldri áætlanir úr gildi.Tillagan var í kynningu ásamt breytingu á aðalskipulagi

frá 16. nóvember til 14. desember 2005, með athugasemdafresti til 28.

desember 2005. Ein athugasemd barst.

Málið var á dagskrá síðasta fundar skipulagsnefndar og var þá samþykkt með

þeim breytingum að afmörkun og stærð byggingarreita við Bæjarholt breyttist

líttilega auk þess sem tveimur athafnalóðum var breytt í íbúðarhúsalóðir til að

koma til móts við innkomna athugasemd.

Tillagan er nú lögð fram að nýju með þeirri viðbótarbreytingu að lóðir við

Brekkubyggð er felldar út vegna ákveðinnar óvissu um lóðarmörk.

þeim

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með ofangreindum breytingum. Að mati nefndarinnar eru breytingar sem

gerðar hafa verið á tillögunni ekki íþyngjandi á neinn hátt og telur því ekki þörf

á að auglýsa tillöguna að nýju.

 

 1. Úthlíð í Biskupstungum, Guðjónshvammur 1-5. Breyting á deiliskipulagi

frístundabyggðar. 20071270514

Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands af breytingu á deiliskipulagi

frístundabyggðar í landi Úthlíðar við Guðjónshvamm. Í breytingunni felst að

afmörkun og stærð lóða nr. 1, 2, 3 og 5 við Guðjónshvamm breytist auk þess

sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 4 bætist við.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla

nánari upplýsinga hjá skipulagshönnuði um skráningu lóða á þessu svæði.

 

 1. Úthlíð í Biskupstungum, breyting á deiliskipulagi. Djáknahlíð, golfvöllur

og smáhýsi. 20070435284

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í

Úthlíð, Djáknahlíð, þjónustusvæði og golfvöllur. Tillagan var samþykkt í

skipulagsnefnd 24. apríl 2007 eftir auglýsingu og var sú afgreiðsla staðfest í

sveitarstjórn 8. maí. Tillagan er nú lögð fram að nýju með þeirri breytingu að

smáhýsi á golfvelli hafa verið felld út.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

 1. Efra-Apavatn í Laugardal. Skógarhlíð, deiliskipulag frístundabyggðar.

20070825421

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á spildu úr

landi Efra-Apavatns í Laugardal. Svæðið afmarkast af Urriðalæk til norðursog

norðvesturs, Laugarvatnsvegi að austan og landamerkjum við Efra-

Apavatn 2 að sunnan. Tillagan var áður lögð fram á fundi skipulagsnefndar

 1. ágúst 2007. Í nýrri tillögu hefur svæðið minnkað nokkuð, lóðum hefur

fækkað um eina, gert er ráð fyrir sameiginlegum rotþróm fyrir klasa húsa auk

þess sem afmarkað hefur verið vatnsból og vatnsverndarsvæði.

Gert er ráð fyrir 26 lóðum á bilinu 0,51 – 1,2 ha þar sem heimilt verður að

reisa 50-200 fm frístundahús og 40 fm aukahús. Nýtingarhlutfall má þó ekki

fara upp fyrir 0.03. Stór hluti svæðisins er ætlað undir skógrækt undir

merkjum Suðurlandsskóga. Aðkoma að svæðinu er um tengingu við

Laugarvatnsveg, syðst á svæðinu.

Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 8. október og skýrsla

Ísor dags. 30. nóvember 2007 ásamt viðauka.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. skipulags- og

byggingarlaga með fyrirvara um jákvæða umsögn Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands um útfærslu neysluvatns- og fráveitumála. Einnig þarf að tryggja

aðgengi að rotþróm.

 

 1. Útey II í Laugardal, endurskoðun deiliskipulags. 20070479280.

Lögð fram tillaga Andra H. Sigurjónssonar landslagsarkitekts að endurskoðun

deiliskipulags á svæði umhverfis bæjartorfu Úteyjar II við Laugarvatn. Í

endurskoðun felst m.a. að lóðum fyrir frístundahús fjölgar um 3, úr 9 í 12, auk

þess sem gert er ráð fyrir nýrri lóð fyrir skemmu/hesthús og lóð sem afmörkuð

utan um bragga á svæðinu. Lóðirnar eru allar 2.500 fm utan ein sem verður

4.000 fm.. Gert er ráð fyrir að hámarksnýtingarhlutfall lóða verði 0.03. Tillagan

var í kynningu frá 19. júlí til 16. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 30.

ágúst. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

 1. Hraunkot í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðarinnar Hraunborgir,

svæði A og B.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Hraunborga í landi Hraunkots. Um

er að ræða tvö skipulagssvæði, A og B. Deiliskipulagið var samþykkt í

sveitarstjórn eftir auglýsingu þann 18. ágúst 2004 en með bréfum dags. 29.

mars 2005 gerði Skipulagsstofnun athugasemd við birtingu auglýsinguum

samþykkt deiliskipulagsins í B-deild stjórnartíðinda þar sem taka þyrfti

afstöðu til fyrirliggjandi umsagna Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands auk þess sem gera þyrfti betur grein fyrir neysluvatnsmálum á

svæðinu. Tillagan er nú lögð fram með þeirri breytingu að gert er ráð fyrir að

svæðið tengist neysluvatnsveitu sveitarfélagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með fyrirvara um að gert verði ráð fyrir sameiginlegum fráveitum í samræmi

við athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

 

 1. Miðengi í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070292204

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi frístundabyggðar í

landi Miðengis. Gert er ráð fyrir 16 lóðum á bilinu 0,7 -0,9 ha á 18,5 ha svæði

á horni Biskupstungnabrautar og aðkomuvegi að Miðengi. Heimilt verður að

reisa 50-150 fm frístundahús og allt að 40 fm aukahús, en nýtingarhlutfall

lóðar má ekki vera hærra en 0.03. Tillagan er í samræmi við breytingu á

aðalskipulagi sem nýlega var staðfest. Fyrir liggja umsagnir

Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Tillagan var í kynningu frá 19. júlí til 16. ágúst 2007 með athugasemdafresti til

 1. ágúst. Ein athugasemd barst.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Varðandi

athugasemd þá er vísað í umsögn sveitarstjórnar við afgreiðslu

aðalskipulagsbreytingu.

 

 1. Stærri-Bær í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20070430293.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Stærri-Bæjar í

Grímsnesi. Á um 90 ha svæði vestan Biskupstungnabrautar er gert ráð fyrir

65 lóðum þar sem heimilt verður að reisa 50-200 fm frístundahús og allt að 40

fm aukahús. Hámarks nýtingarhlutfall er þó 0.03. Tillagan er í samræmi við

breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nýlega tók gildi. Fyrir liggur

umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 3. október 2007 og Fornleifavernd

ríkisins dags. 25. október 2007.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem gera þarf nánar grein fyrir

flóðahættu á svæðinu.

 

 1. Þóroddstaðir í Grímsnesi. Deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga Sveins Ívarssonar að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi

Þóroddstaða í Grímsnesi. Skipulagssvæðið er um 28 ha að stærð og er syðst

í landi Þóroddstaða og kemur í framhaldi af núverandi frístundabyggð

meðfram læk á landamörkum við Svínavatn. Gert er ráð fyrir 15

frístundahúsalóðum á bilinu 5.010 til 11.135 fm þar sem heimilt verður að

reisa frístundahús og aukahús (40 fm) með nýtingarhlutfall allt að 0.03. Fyrir

liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga. Leita þarf umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Fornleifaverndar ríkisins. Tryggja þarf þarf að vegsvæði vega sé 12 m.

 

 1. Nesjar í Grafningi, Símonarbrekka. Deiliskipulag tveggja

frístundahúsalóða. 20071242512

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts af deiliskipulagi tveggja

frístundahúsalóða úr landi Nesja. Svæðið er liggur á milli Grafningsvegar og

vesturhluta Hestvíkur og er þar gert ráð fyrir 1,7 og 2,6 ha

frístundahúsalóðum þar sem heimilt verður að reisa 50 – 300 fm frístundahús

og allt að 40 fm aukahús. Byggingarreitir eru í um 100 m frá Þingvallavatni

miðað við yfirborð lands.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til umsagnir Umhverfisstofnunar

og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.

 

 1. Úlfljótsvatn í Grafningi. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20071140498

Lögð fram endurskoðuð tillaga Ask arkitekta að deiliskipulagi

frístundabyggðar í landi Úlfljótsvatns í Grafningi. Í tillögunni felst að gert er ráð

fyrir 56 nýjum frístundahúsalóðum á svæði nyrst í landi Úlfljótsvatns, á svæði

sem liggur upp að athafnasvæði umhverfis Steingrímsstöð. Á fundi

sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 7, júní 2007 var

samþykkt að auglýsa tillöguna með fyrirvara um samþykki Landsvirkjunar fyrir

aðkomuvegi að svæðinu. Samþykki Landsvirkjunar liggur ekki fyrir og er

tillagan nú lög fyrir að nýju með þeirri breytingu að gert er ráð fyrir nýrri

aðkomu að svæðinu, frá Grafningsvegi að sunnanverðu.

Tillagan er nú lögð fyrir að nýju með þeirri breytingu að gert er ráð fyrir að

núverandi vegi um land Landsvirkjunar verði lokað.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem talið er að skoða þurfi

svæðið nánar m.t.t. ásýndar og tengingar svæðisins við þjóðveg.

 

 1. Villingavatn í Grafningi. Deiliskipulag frístundabyggðar, Einbúi 1- 3.

20071222516

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts að deiliskipulagi þriggja

frístundahúsalóða í landi Villingavatns í Grafningi. Lóðirnar eru innan eldra

frístundabyggðasvæðis en ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag á svæðinu.

Tvær lóðirnar eru 0,5 ha og ein er 0,61 ha. Lóðirnar kallast Einbúi 1, 2 og 3 og

er þegar til staðar hús á lóð nr. 2. Heimilt verður að reisa 50 – 200 fm hús á

lóðunum auk allt að 40 fm aukhúss. Nýtingarhlutfall má þó að hámarki veri

0.03.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga, með fyrirvara um að samþykki eigenda landsins liggi fyrir.

 

 1. Villingavatn í Grafningi. Stækkun lóðar. 20071260515

Lagt fram erindi Bjarna Sigurðssonar dags. 10. desember 2007 þar sem

óskað er eftir samþykki fyrir að lóð sem er 1.230 fm verði stækkuð um 5.000

fm og verði þannig 6.230 fm, sbr. meðfylgjandi lóðablöð Sigurgeirs

Skúlasonar dags. 27. júní 2007.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Bent er á að áður en

hægt verður að reisa hús á lóðinni þarf deiliskipulag að liggja fyrir.

 

Hrunamannahreppur

 1. Dalbær III, Markarflöt. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

20071259511

Lögð fram tillaga Landhönnunar að breytingu á deiliskipulagi

frístundabyggðarinnar Markarflöt á landi Dalbæjar III. Í tillögunni er gert ráð

fyrir að lóðum fækki um eina, úr 17 í 16, auk þess sem aðrar lóðir stækka í

staðinn.

Skipulagsnefnd telur að breytingin sé óveruleg þar sem engir hagsmunaaðilar

eru komnir á svæðið og samþykkir hana skv. 2. mgr. 26. skipulags- og

byggingarlaga.

 

 1. Efra-Sel, Svanabyggð. Endurskoðun deiliskipulags. 20071254520

Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að endurskoðun deiliskipulags

frístundabyggðarinnar Svanabyggð í landi Efra-Sels.

Ekki er um fjölgun lóða að ræða heldur hafa allar núverandi lóðir, 26 talsins,

verið hnitsettar upp á nýtt auk þess sem gerð er tillaga um breytingar á

skilmálum á þann veg að heimilt verði að reisa allt að 110 fm hús á hverri lóð

til samræmis við skilmála í Kjóabyggð og Álftabyggð í landi Efra-Sels.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og

byggingarlaga.

 

 1. Hverabakki 1f á Flúðum. Lóð utan um verkstæði. 20071268513

Lagt fram lóðablað verkfræðistofu Suðurlands dags. 5. desember 2007 af

554.6 fm lóð utan um verkstæði í landi Hverabakka 1f.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Jaðar I. Lóð undir frístundahús í Prófashöfðastykki. 20071211509

Lagt fram erindi Magnúsar Magnússonar og E. Kristrúnar Guðbergsdóttur

dags. 16. nóvember 2007 þar sem óskað er eftir að skilreind verði lóð utan

um bústað þeirra í Prófasthöfðastykki í landi Jaðars I. Lóðin var upphaflega

gefin árið 1983 og reis bústaður þar árið 1985 en vegna deilna á þeim tíma

um staðsetningu hússins (á móts við Gulfoss) var ekki unnt að þinglýsa afsali

fyrir landsspilduna.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um að nýr

hnitsettur uppdráttur af lóðinni berist.

 

Skeiða-og Gnúpverjahreppur

 1. Árhraun. Lóðamál 20071268510.

Lagt fram lóðablað Verkfræðistofu Suðurlands dags. 10. desember 2007 af

tveimur nýjum spildum úr landi Árhrauns á Skeiðum. Spildurnar eru merktar

 1. 4 og 5 og eru 44,6 ha og 6,5 ha að stærð. Lóðirnar liggja á milli

landamerkja við Ólafsvelli að austan og landsspildna 1 og 2 úr landi Árhrauns

að vestan.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til samþykki aðliggjandi

landeigenda liggur fyrir.

 

 1. Árhraunsvegur – flóð í Hvíta. 20071230518

Lagt fram erindi Guðmundar Siemsen, hdl., Fulltingi ehf. lögfræðisþjónustu,

dags. 6. desember 2007 f.h. Hauks Friðrikssonar forsvarsmanns Kílhrauns

ehf. Í erindinu er óskað eftir því að sveitarstjórn hlutist til þess að gerðar verði

ákveðnar breytingar á hluta Árhraunsvegar ofan við Áshildarmýri til að koma í

veg fyrir að vegurinn hindri afrennsli yfirborðsvatn vegna Flóða í Hvítá.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins unns frekari gögn liggja fyrir. Leitað

verður samráðs við Vegagerðina um málið.

 

Flóahreppur

 1. Hjálmholtsnáma – vegur að námu. 20071262517.

Lagt fram erindi Guðmundar Siemsen, hdl., Fulltingi ehf. lögfræðisþjónustu,

dags. 6. desember 2007 f.h. Hauks Friðrikssonar forsvarsmanns Kílhrauns

ehf. Í erindinu er óskað eftir því að sveitarstjórn hlutist til þess að gerðar verði

ákveðnar breytingar á vegi að námu úr landi Hjálmholts neðan við Merkurlaut

til að koma í veg fyrir að vegurinn hindri afrennsli yfirborðsvatn vegna Flóða í

Hvítá.

Þá liggur einnig fyrir bréf dags. 22. október 2007 frá eigendum lands í

Merkurlaut vegna sama vegar.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins unns frekari gögn liggja fyrir. Leitað

verður samráðs við Vegagerðina um málið.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan kl. 16:00

Laugarvatni 17. desember 2007

Snæbjörn Sigurðsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Guðbjörg Jónsdóttir (8722)

Pétur Ingi Haraldsson