44. fundur veitustjórnar

44. fundur stjórnar Bláskógaveitu, 7. júní 2011 kl. 13.00

Mættir: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson,
stjórnarmenn Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Benedikt Skúlason veitustjóri
og Brynja Eyþórsdóttir varamaður.

1. Ársreikningar Bláskógaveitu fyrir 2010
Þegar endurskoðaðir ársreikningar Bláskógaveitu lágu fyrir í byrjun síðasta mánaðar voru
þeir samþykktir og undirritaðir af stjórn Bláskógaveitu, þrátt fyrir að ekki hafi verið
haldinn formlegur fundur. Fullfrágengnum og undirrituðum ársreikningi var dreift til
stjórnar.  Helstu niðurstöðutölur ársreikninganna eru eftirfarandi: Rekstrartekjur kr.
65.400.639.-, rekstrargjöld kr. 49.012.794.-, afskriftir kr. 4.870.103.-, fjármagnsgjöld kr.
5.137.841.- tekjufærður tekjuskattur kr. 368.976.-, rekstrarniðurstaða jákvæð um kr.
6.748.877.-
Bókfærðar eignir eru kr. 144.831.615.-, skuldir kr. 98.047.387.-, eigið fé kr. 46.784.228.-.
Handbært fé lok ársins voru kr. 5.028.983.-

2. Staða  framkvæmda við kaldavatnsöflun á Laugarvatni og gjaldtaka vegna sölu á
heitu og köldu vatni til Fontana ehf.:
Benedikt greindi frá gangi mála við framkvæmdir við kaldavatnsöflun, gangur verksins er
í eðlilegum farvegi miðað við breyttar aðstæður.
Tengigjald vegna heita vatnsins verður reiknað skv. taxta fyrir gróðurhús, kr. 4.670 á
mín/l. Fontana ehf. kaupir 7 sek.ltr eða 420 mín.ltr., þannig að tengigjald fyrir heita
vatnið er kr. 1.961.400.-
Gjaldskrá Bláskógaveitu fyrir kalt vatn tekur ekki til stórnotenda á borð við Fontana ehf.
og þarf því veitustjórn og sveitarstjórn að ákvarða tengigjald í því tilviki sérstaklega.
Stjórn Bláskógaveitu leggur til, út frá upplýsingum í gjaldskrám annarra orkufyrirtækja,
að tengigjald Fontana ehf. fyrir kalt vatn verði kr. 1.500.000.- Stjórn Bláskógaveitu óskar
eftir staðfestingu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á þessari ákvörðun.
Gjaldskrá Bláskógaveitu fyrir kalt vatn verður endurskoðuð fyrir árið 2012 og lögð
áhersla á að taka þar tillit til stórnotenda þar vatnsgjald er innheimt eftir mæli.

3. Skipurit Bláskógaveitu:
Tillaga að skipuriti fyrir Bláskógaveitu var lögð fram til umræðu.  Tillagan er fylgiskjal
með þessari fundargerð.  Umræða varð um tillöguna.  Veitustjórn samþykkir tillöguna
fyrir sitt leyti og óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar svo að
skipuritið geti tekið sem fyrst gildi.

4. Starfsmannamál (trúnaðarmál)

5. Samningur við OR um kalt vatn í landi Úthlíðar:
Fyrir liggja drög að samningi við OR sbr. 4.lið fundargerðar 37. fundar Bláskógaveitu.
Fjallað var um þessi drög á 117. fundi sveitarstjórnar.   Bæta þarf við í 1. lið samningsins
ákvæði um að OR setji upp miðlunargeymi við þessa tengingu til að forða stofnlögn frá
þrýstifalli.  Greiðsla fyrir vatnið verði skv. mæli kr. 24,59 á m3
árið 2011 og taxti fylgi síðan gjaldskrá Bláskógaveitu á hverjum tíma.  Miða skal við að vatnsnotkun fari ekki
yfir 4 l/sec.  Út frá þessum forsendum er stofngjald  kr 470.000.  Starfsmönnum
Bláskógaveitu skal tryggður fullur aðgangur að mælum og mannvirkjum í tengslum við
þessa tengingu.  Veitustjóra og formanni veitustjórnar falið að ganga frá samningi við OR
og leggja fyrir sveitarstjórn til endanlegrar staðfestingar

6. Verkefni sumarsins:
Farið verður í endurnýjun á hitaveitulögnum á Hjálmsstöðum og Snorrastöðum.
Fyrir liggja umsóknir um kalt vatn við Fagradalsbraut í landi Kjarnholta,  Samþykkt að
leggja stofnlögn við Fagradalsbraut.
Fyrir liggur óafgreidd umsókn frá Pétri H. Halldórssyni um vatnstengingu að Berghofi 3
Bergstöðum.  Forsenda fyrir því að fara í þessa framkvæmd er að stofngjöld fást greidd
fyrir þær tvær sumarhúsalóðir sem þarna eru.
Samþykkt var að leggja heitt vatn til bráðabirgða í bústað í landi Fells sem innheimt hefur
verið stofngjald af.

7. Innsend bréf og erindi:
Frekari fyrirspurnir hafa borist vegna tengingar á köldu vatni í Vörðuhlíð.  Afstaða
veitustjórnar er sú að forsenda fyrir því að þetta mál verði skoðað er að fyrir liggi
undirrituð yfirlýsing frá öllum sumarhúsaeigendum um að þeir vilji kaldavatnstengingu.
Öll samskipti við Bláskógaveitu skulu að vera í  gegnum forsvarsmann þessa
frístundahúsafélags.
Fyrir liggur ósk um heitavatnsengingu frá sumarhúsahverfi í Mýrarskógi (Vesturey) í
landi Úteyjar.  Vegna takmarkaðar flutningsgetu á heitu vatni á þessu svæði og mikils
kostnaðar við úrbætur á því getur Bláskógaveita ekki orðið við þessari ósk að svo stöddu.
Veitustjóra falið að svara erindinu.

8.  Önnur mál:
Taka þarf upp hitaveitudælu í Reykholti og kanna hvað er að henni.

Fundi slitið kl.  16:30