44. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 7. júní 2005 kl. 13:30.

 

Mætt: Margeir Ingólfsson formaður  byggðaráðs sem ritaði fundargerð, Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir.

 

 1. Vegagerð, safnvegir. Tillaga T-listans sem sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs á fundi sínum 24. maí 2005.  Byggðaráð bendir á að í tengslum við byggingu hótels í Brattholti var heimreiðin að hótelinu verið byggð upp og hún klædd bundnu slitlagi.  Byggðaráð leggur áherslu á að það sem eftir er af heimreiðinni verði sett á safnvegaáætlun þannig að sem fyrst verði hægt að laga þá heimreið sem og aðrar sem eru á safnvegaáætlun.  Hvað bílastæðin við Gullfoss varðar þá var lagt fyrir skipulagsnefnd sveitarfélagsins nýtt deiliskipulag af svæðinu 17. mars sl. og er það nú til umsagnar hjá hagsmunaaðilum. Fyrr en skipulagsmálin eru komin í höfn er ekki hægt að beita sér fyrir framkvæmdum á svæðinu.
 2. Ársreikningur Minningasjóðs Biskupstungna 2004. Byggðaráð fór yfir reikninginn og leggur til að hann verði samþykktur með fyrirvara um áritun skoðunarmanna.
 3. Bréf frá Sjóvá – Almennum dags. 3. maí 2005 þar sem óskað er eftir því að fá tækifæri til að gera tilboð í vátryggingar sveitarfélagsins. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að ræða við bréfritara.
 4. Bréf frá Gísla Þór Brynjarssyni og Samúel Birki Egilssyni dags. 18. maí 2005 þar sem þeir óska eftir styrk vegna Noregsfarar. Markmið ferðarinnar er að æfa og sýna glímu við ýmis tækifæri í Noregi. Byggðaráð leggur til að þeir verði styrktir til fararinnar um kr. 15.000- hvor.
 5. Bréf frá Kára Jónssyni form. UMFL dags. 17. maí 2005 þar sem óskað er eftir kr. 100.000- í styrk vegna sumarblaðs Laugdælings. Byggðaráð leggur til að UMFL verði veittur umbeðin styrkur og sveitarfélagið noti tækifærið og kynni sig og sína starfsemi.
 6. Bréf frá Erni Erlendssyni dags. 19. maí 2005 þar sem hann óskar eftir því að gefa landspildu sinni, sem er úr landi Dalsminnis, nafnið Lindatunga. Byggðaráð leggur til að ekki verði gerð athugasemd við þessa nafngift og finnst nafnið vel við hæfi.
 7. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 18. maí 2005 þar sem fram kemur viðmiðunargjald vegna refa- og minkaveiða. Samkvæmt þessum viðmiðunum þá greiðast kr. 7.000- fyrir fullorðinn ref, kr. 1.600- fyrir yrðlinga og kr. 3.000- fyrir mink. Áætlað er að endurgreiðsluhlutfall ríkisins verði lækkað í a.m.k. 30% úr 50% svo hægt verði að standa við fjárlög. Byggðaráð bendir ríkisvaldinu á að sveitarfélög þurfa einnig að standa við sínar fjárhagsáætlanir þannig að það er lámarks krafa að ríkisvaldið standi við sín 50%. Byggðaráð harmar afstöðu ríkisins gagnvart þessum vágestum sem refir og minkar eru í náttúru Íslands og telur að frekar ætti að auka fé til veiða í stað þess að draga úr því.
 8. Bréf frá Hönnun dags. 23. maí 2005 þar sem boðist er til að sjá um aðalskoðun og eftirlit með leikvallatækjum og leiksvæðum. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið ræða við bréfritara og kynna sér tilboð þeirra.
 9. Bréf frá Ómari G. Jónssyni dags. 26. mai 2005 varðandi Þingvallasiglingar ehf. Byggðaráð fagnar því að aftur séu uppi áform um að hefja siglingar hjá Þingvallasiglingum ehf. Byggðaráð leggur áherslu á að félagið sé stutt eins og hægt sé án þess þó að um bein fjárframlög verði að ræða.
 10. Bréf frá Margréti Sigurðardóttur sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 23. maí 2005 varðandi sameiginlega vatnsveitu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Byggðaráð styður hugmyndir um sameiginlega veitu sveitarfélagana og bendir á bókun undir 8. lið á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 24. maí 2005 en þar segir m.a. “Sveitarstjórn tekur undir með veitustjórn og samþykkir að farið verði í hönnun á kaldavatnsveitu í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp.”
 11. Bréf frá Margréti Sigurðardóttur sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 23. maí 2005 þar sem fram kemur að Grímsnes- og Grafningshreppur staðfestir samning um samvinnu í skólamálum.Lagt fram til kynningar.
 12. Bréf frá Ingva Á. Hjörleifssyni dags. 10. maí 2005 varðandi rotþróargjald. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
 13. Bréf frá Halldóri Þ. Birgissyni dags. 14. maí 2005 varðandi losun rotþróa. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
 14. Bréf frá Láru G. Hansdóttur dags. 16. maí 2005 varðandi stjórnsýslukæru Jóns Otta Jónssonar og Hreins Pálssonar. Kært er vegna álagningar rotþróar- og sorphirðugjalds. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
 15. Bréf frá Kristrúnu Sigurfinnsdóttur dags. 7. júní 2005 þar sem hún fyrir hönd undirbúningshóps að 17. júní hátíðarhöldunum óskar eftir styrk að upphæð kr 150.000- til að halda útiball. Í ljósi þess m.a. að Gullkistan verður sett þennan sama dag þá leggur byggðaráð til að umbeðin styrkur verði veittur. Styrkurinn færist sem breyting á fjárhagsáætlun ársins.
 16. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
 17. Fundargerð 12. oddvitafundar sem haldinn var 25. apríl 2005.
 18. Fundargerð 5. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 17. maí 2005.
 19. Fundargerð félagsmálanefndar sem haldinn var 12. maí 2005.
 20. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
 21. Fundargerð 384. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 28. apríl 2005.
 22. Bréf Bláskógabyggðar dags. 29. apríl 2005 til Landssambands hestamanna.
 23. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 28. apríl 2005.
 24. Fundargerð 74. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var dags. 26. apríl 2005.
 25. Fundargerð 75. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var dags. 10. maí 2005.
 26. Fundargerð 76. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var dags. 24. maí 2005.
 27. Fundargerð 247. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 16. mars 2005.
 28. Fundargerð 248. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 16. mars 2005.
 29. Fundargerð 249. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 13. maí 2005.
 30. Fundargerð 25. aðalfundar Atvinnuþróunarsjós Suðurlands sem haldinn var 16. mars 2005.
 31. Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 10. maí 2005.
 32. Fundargerð fundar vegna uppbyggingar á Austureyjarvegi frá Útey að Austurey.
 33. Fundargerð 80. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 25. maí 2005.
 34. Bréf frá Leiðtogaskóla Ungmennafélags Íslands.
 35. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags 24. maí 2005.
 36. Svarbréf Bláskógabyggðar dags. 27. maí 2005 vegna bréfs félagsmálaráðuneytisins frá 24. maí 2005.
 37. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 2. júní 2005 varðandi upplýsingarit um tæmingu rotþróa og samþykktir.
 38. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 2. júní 2005.

 

 

 

Fundi slitið kl. 14:45