45. fundur 2008

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps

um skipulagsmál.

 

FUNDARGERÐ

  1. FUNDUR

Miðvikudaginn 30. janúar 2008, kl. 9 haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð

Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannsson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Aðalsteinn Sveinsson Flóahreppur

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

Bláskógabyggð

  1. Brekkuskógur Í Biskupstungum. Lóðablað. 20080163536

Lagt fram lóðablað Verkfræðistofu Suðurlands dags. 28. janúar 2008 yfir

6.579 fm lóð utan um íbúðarhús úr landi Brekkuskógar (landr. 189173).

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Eiríksbakki í Biskupstungum. Íbúðarhús skv. 3.tl. 20071059463

Á fundi skipulagsnefndar þann 25. október 2007 var samþykkt að heimila

byggingu íbúðarhús í landi Eiríksbakka skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis

skipulags- og byggingarlaga. Málið var þó ekki klárað til Skipulagsstofnunar

því fljótlega á eftir kom í ljós að land Eiríksbakka á þessu svæði fór undir vatn

í flóðum í Hvítá í desember 2006.

Tillaga er hér lögð fram að nýju ásamt minnisblaði VST um mælingar sem

gerðar voru á svæðinu. Samkvæmt þeim er lægsta hæð húsgrunns um 3,19

m ofan við hæsta mælda hæð flóðfara.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna að nýju skv. 3.tl. bráðabirgðaákvæðis

skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.

 

  1. Iða II í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar, Eyrarvegur.

20070750375

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Iðu II milli

Skálholtsvegar og Hvíta, neðan við brú að Laugarási. Í tillögunni er gert ráð

fyrir 3 lóðum vestan Skálholtsvegar. Á fundi skipulagsnefndar 23. ágúst 2007

var málinu frestað þar sem ekki lágu fyrir upplýsingar um flóðahættu á

svæðinu.

Nú liggur tillagan fyrir þar sem gerð er grein fyrir hæð flóðs í Hvítá í lok árs

2006.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggja upplýsingar um

hæðarmun á hæsta flóðfari og byggingarreitum.

 

  1. Kjarnholt I í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar og

íbúðarlóðar, svæði 1 og 2. 20080157540

Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að deiliskipulagi tveggja svæða

úr landi Kjarnholts I.

Á svæði 1, sem er á ræktuðu landi við bæinn Kjarnholt, er gert ráð fyrir

þremur lóðum. Á lóð 1 er gert ráð fyrir allt að 250 fm íbúðarhúsi en á lóðum 2

og 3 er gert ráð fyrir allt að 250 fm frístundahúsi auk 30 fm aukahúss.

Svæði 2 er um 20 ha að stærð og liggur upp að Tungufljóti, ofan við eldra

deiliskpulagt frístundasvæði. Þar er gert ráð fyrir 30 frístundahúsalóðum á

bilinu 5.000 – 6.560 fm og verður heimilt að reisa allt að 150 fm hús ásamt allt

að 30 fm geymslu.

Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins er

almennt miðað við að nýtingarhlutfall frístundahúsalóða skuli ekki vera hærra

en 0.03 og. Varðandi fráveitu að þá telur nefndin að huga þurfi að

sameiginlegri fráveitu fyrir svæðið, í heild eða hluta, og frestar afgreiðslu þar

til umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir. Einnig verður leitað

umsagnar Fornleifaverndar ríkisins. Þá er einnig bent á að æskilegt væri að

gera ráð fyrir gönguleiðum gegnum hverfið að Fagradal auk þess sem sem

gera þarf betur grein fyrir skilmálum varðandi hæð gólfs yfir landi.

 

  1. Laugar / Haukadalur í Biskupstungum. Framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg.

20080161550

Lagt fram bréf frá reiðveganefnd Loga þar sem óskað er eftir

framkvæmdaleyfi skv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir um 3.000 m

reiðveg frá Laug að vestanverðu og umhverfis Laugarfell að norðan að

sunnanverðum Haukadalsskógi. Fyrir liggur loftmynd sem sýnir fyrirhugaða

staðsetningu vegarins.

Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfið skv. 27. gr. skipulags- og

byggingarlaga með fyrirvara um að efni verði tekið úr viðurkenndum námum

auk þess sem leyfi Landbúnaðarstofnunar skv. 33. gr. laga um lax- og

silungsveiði nr. 61/2006 þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

 

  1. Reykholt í Biskupstungum. Endurskoðun deiliskipulags fyrir austurhluta

þéttbýlissins. 20080113533.

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts af deiliskipulagi yfir

austurhluta Reykholts. Um er að ræða heildarendurskoðun á deiliskipulagi

þessa svæðis en í dag eru nokkrar deiliskipulagsáætlanir sem ná yfir svæðið.

Þá hafa verið gerðar þó nokkuð margar breytingar á svæðinu, sumar sem

aldrei hafa hlotið endanlegt gildi. Gert er ráð fyrir að við gildistöku þessa

skipulags, falli eldri deiliskipulagsáætlanir úr gildi. Tillagan er í samræmi við

breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem sveitarstjórn hefur samþykkt að

auglýsa.

Deiliskipulagssvæðið er um 78 ha að stærð og eru einnig 78 lóðir þar innan,

flestar þeirra fullbyggðar. Íbúðarhúsalóðir eru 49 talsins og þar af eru 36

byggðar, Garðyrkjulóðir eru 17 og þar af allar byggðar nema 3, verslunarlóðir

eru 4 og 2 byggðar og síðan er 8 athafnalóðir og þar af 6 nýjar norðan

Biskupstungnabrautar.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Syðri-Reykir í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar við

Eyrarveg. 20080160547

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi þriggja

frístundahúsalóða í landi Syðri-Reykja við Eyrarveg. Skipulagssvæðið er

31.180 fm að stærð og er gert ráð fyrir tveimur 5.000 fm lóðum og einni

20.780 fm. Húsin skulu ekki vera stærri en 300 fm og á lóðunum er heimilt að

reisa geymslu, svefn- eða gróðurhús, ekki stærri en 30 fm.

Hámarksnýtingarhlutfall er 0.03. Aðeins er heimilt að reisa eitt hús ásamt

útihúsi innan hvers byggingareits.

Afgreiðslu frestað þar sem gera þarf grein fyrir aðkomu að lóð nr. 3 auk þess

sem tryggja þarf aðgengi að rotþró vegna tæmingar hennar.

 

  1. Tjörn í Biskupstungum. Lóðablað, Tjarnarkot. 20080161541

Lagt fram lóðablað/deiliskipulag Kristjáns Bj. Jónssonar frá 1993 yfir 6.000 fm

lóð úr landi Tjarnar. Lóðin er norðan við Tjarnarveg og austan heimreiðar að

Tjörn.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um að lagt

verði fram hnitsett lóðablað.

 

  1. Austurey 2, Krossholtsmýri, í Laugardal. Deiliskipulag frístundabyggðar.

20070257199

Lagt fram bréf frá eigendum Austureyjar varðandi frekari rökstuðning fyrir

notkun núverandi vegar að fyrirhuguðum lóðum skv.deiliskipulaginu. Er það

lagt fram vegna bréfs Skipulagsstofnunar dags. 15. október 2007.

Skipulagsnefnd telur enn að aðkoma að fyrirhuguðum lóðum í Krossholtsmýri

eins og hún var sýnd í auglýstri deiliskipulagstillögu hafi minnst rask í för með

sér og sé þar með hentugust út frá skipulagslegum forsendum. Þá má einnig

benda á að eigandi fyrirhugaðra lóða er einnig einn eigandi þess lands sem

núvarandi vegur liggur um og hefur þannig, að mati skipulagsnefndar, jafnan

rétt á að nýta þann veg.

 

  1. Laugarvatn í Laugardal. Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis,

Túnahverfi. 2008017549

Lögð fram fyrirspurn Rúnars Gunnarssonar og Evu Hálfdanardóttur dags. 8.

janúar 2007 um hvort að veita megi undanþágu frá skilmálum deiliskipulags

íbúðarsvæðis á Laugarvatni um að húsi skuli vera á einni hæð.

Þá er einnig lögð fram ósk byggingarfélags Laugarvatns um breytingu á

skilmálum varðandi mænisstefnu, sérstaklega við Traustatún. Þá er einnig

óskað eftir að byggingarreitir lóðanna Traustatún 10 og 12 verði stækkaðir

lítillega.

Skipulagsnefnd samþykkir að breyta leyfilegri mænisstefnu á innstu lóðum við

Traustatún 1-7 og 12-14 þannig að heimilt verði að reisa hús með

mænisstefnu suðvestur norðaustur eða suðaustur norðvestur. Nefndin hafnar

því að breyta stærð byggingarreita sem og að heimila tveggja hæða hús.

 

  1. Heiðarbær í Þingvallasveit. Framkvæmdaleyfi, bátalægi við lóð nr. 1.

2007086408

Lagt fram að nýju erindi Sigmars K. Albertssonar hrl. dags.12.júlí 2007 vegna

umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir bátalægi við lóð nr. 1 í landi Heiðarbæjar.

Á fundi skipulagsnefndar 23. ágúst 2007 var afgreiðslu málsins frestað þar til

umsögn Umhverfisstofnunar lægi fyrir. Vegna mistaka tafðist að senda

skipulagsnefnd umsögn Umhverfisstofnunar og barst hún ekki fyrr en 9.

janúar 2008.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til frekari gögn frá

Umhverfisstofnun liggja fyrir.

 

  1. Heiðarbær í Þingvallasveit. Framkvæmdaleyfi, bátalægi við lóð.

Lagt fram að nýju erindi Jóns Æ. Karlssonar dags. 6. janúar 2007 þar sem

óskað er eftir leyfi til að koma upp aðstöðu til að taka upp bát á lóð í landi

Heiðarbæjar. Áður hafði Jón óskað eftir leyfi til að reisa bátaskýli á lóðinni

ásamt aðliggjandi lóðarhafa (mál 20070942430).

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til skipulagsfulltrúi hefur farið og kannað

aðstæður. Einnig verður leitað umsagnar Umhverfisstofnunar um málið.

 

  1. Þingvallaþjóðgarður, Hakið, Þingvallasveit. 20070786376

Lögð fram endurskoðuð tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi við

Hakið í Þingvallasveit, ásamt umhverfisskýrslu. Í tillögunni felst að gert er ráð

fyrir stækkun þjónustumiðstöðvar, nýrri snyrtiaðstöðu auk þess sem bílastæði

stækka. Tillagan var upphaflega samþykkt 31. júlí 2007 og síðanauglýst frá

  1. september til 1. nóvember. Engar athugasemdir bárust en skv. afgreiðslu

Skipulagsstofnunar dags. 26. nóvember 2007 fellur breytingin undir lög um

umhverfismat áætlana og þarf því að auglýsa hana að nýju ásamt

umhverfisskýrslu.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

  1. Ásgarður, Ásborgir, í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi. 20080149552

Lögð fram tillaga Péturs. H. Jónssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi

íbúðarsvæðisins Ásborgir í land Ásgarðs. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir

að lýsing meðfram vegi verði ekki hærri en 4 m í stað 1,5 m. Áfram er gert ráð

fyrir að lýsing meðfram heimtröðum verði ekki hærri en 1,5. Þá er ákvæði um

að takmarka skuli ljósmengun með því að beina lýsingu niður.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Borg í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi. 20080132551

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi

Borgar. Breytingin nær til athafnalóða við Hraunbraut 4 – 10 og felst í að

heimilt verður að reisa einbýlishús á lóðunum auk mannvirkja tengdum léttum

og hreinlegum iðnaði og/eða gróðurhúsabyggð.

Ingvar vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Göltur í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi. 20071186497

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20. desember 2007 vegna

óverulegrar breytingu á deiliskipulagi í landi Galtar sem samþykkt var á fundi

skipulagsnefndar 22. nóvember 2007 og í sveitarstjórn 6. desember. Að mati

stofnunarinnar er ekki hægt að líta á breytinguna sem óverulega og að hana

þurfi að auglýsa skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Kiðjaberg í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Kiðjabergs,

orlofs- og sumarhúsasvæðis Meistarafélags húsasmiða. Í tillögunni felst að

gerð er breyting á skilmálum er varða stærð og útlit húsa, h.lið í greinargerð

deiliskipulagsins. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 350 fm

frístundahús að grunnfleti og 40 fm aukahús á hverri lóð, þó þannig að

nýtingarhlutfall verði ekki hærra en 0.03. Einnig verða breytingar er varða

hæðir húsa, mænishæð og þakhalla. Sambærileg breyting á skilmálum

svæðisins var samþykkt í sveitarstjórn 6. september 2007 og tók hún gildi

með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda 24. september 2007. Úrskurðarnefnd

skipulags og byggingarmála felldi breytinguna síðan úr gildi að kröfu

lóðarhafa á lóð nr. 111 í landi Kiðjabergs með úrskurði þann 8. janúar 2008

með vísan til þess að formlegri afgreiðslu sveitarstjórnar hefði verið

ábótavant. Af hálfu greindra lóðarhafa hafa athugasemdir fyrst og fremst

beinst að sumarhúsabyggingum á lóðum nr. 109 og 112. Ákvæði 4. mgr. 56.

  1. skipulags- og byggingarlaga stendur ekki í vegi umræddrar breytingar á

skilmálum svæðisins. Er því tillagan lögð fram að nýju.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Miðengi í Grímsnesi. Deiliskipulag íbúðarsvæðis. 20080137538

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts af deiliskipulagi íbúðarsvæðis

í landi Miðengis. Tillagan nær yfir 2 ha svæði og er þar gert ráð fyrir tíu 1.024

fm íbúðarhúsalóðum þar sem heimilt verður að reisa 100-300 fm íbúðarhús

að grunnfelit. Husin skulu vera á einni hæð en heimilt er að vera með

svefnloft eða kjallara þar sem aðstæður leyfa. Hámarks mænishæð er 6 m frá

jörðu. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem sveitarstjórn

hefur samþykkt að auglýsa. Á umræddu svæði er í dag í gildi deiliskipulag

fyrir tvær íbúðarhúsalóðir en með gildistöku nýs skipulags mun það falla úr

gildi.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Miðengi, Borgarleynir, í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi

frístundabyggðar. 20080157534

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi

frístundabyggðarinnar Borgarleynir í landi Miðengis. Í breytingunni felst að

lóðir 15-27 stækki til norðaustur, yfir á svæði á náttúruminjaskrá. Eingöngu er

um að ræða stækkun lóðar en byggingarreitir breytast ekki.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Snæfoksstaðir. Framkvæmdaleyfi vegna námu í Tjarnarhól.

20080196537

Lagt fram erindi Böðvars Guðmundssonar f.h. stjórnar Skógræktarfélags

Árnesinga dags. 15. janúar 2008 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir

rekstri malargryfu í Tjarnarhól í landi Snæfoksstaða. Náman hefur verið í

notkun undanfarin 50 ár en í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur

fram að henni hafi verið lokað.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn Umhverfisstofnunar

liggur fyrir. Þá er einnig bent á framkvæmdin er háð lögum um mat á

umhverfisáhrifum framkvæmda auk þess sem breyta þarf aðalskipulagi

svæðisins.

 

  1. Syðri-Brú í Grímsnesi. Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða.

20080127539

Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurlands að deiliskipulagi tveggja

frístundahúsalóða í landi Syðri-Brúar. Um er að ræða 2 ha spildu (landr.

192476) sem afmarkast af Þingvallavegi nr. 36 að austan, Markarlælk að

sunnan og skipulögðu frístundabyggðarsvæði að vestan og norðan.

Tillagan gerir ráð fyrir að spildunni verði skipt í tvær 1 ha lóðir, Syðri-Brú lóð A

og Syðri-Brú lóð og verður heimilt að reisa allt að 150 fm frístundahús ásamt

30 fm geymslu á hvorri þeirra.

Samþykkt að auglýsa skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar

staðfesting á neysluvatni liggur fyrir sem og heimild Vegagerðarinnar um

tengingu við þjóðveg.

 

  1. Syðri-Brú í Grímsnes. Endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar.

20070198215

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. desember 2007 varðandi

endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar í landi Syðri-Brúar. Óskað er

eftir frekari rökstuðningi vegna umsagnar Umhverfisstofnunar um mýrlendi

auk þess sem farið er fram á frekari upplýsingar um útfærslu fráveitu á

svæðinu.

Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

  1. Vatnsholt í Grímsnesi. Skógrækt. 20080144535

Lagt fram til kynningar erindi Böðvars Guðmundssonar, Suðurlandsskógum,

dags. 18. desember 2007 þar sem kynnt eru áform um skógrækt á um 25 ha

landi í Vatnsholti. Fram kemur að ræktað verði á holtum sem standa upp úr

mýrinni og því verði um svokallaða skæklaskógrækt að ræða sem aðskilda

skógarlundi.

 

  1. Nesjar í Grafningi. Setberg, deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða.

20080188543

Lögð fram tillaga Péturs H.Jónssonar arkitekts af deiliskipulagi tveggja

frístundahúsalóða úr landi Nesja. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir tveimur

frístundahúsalóðum sem er 4,1 ha og 5,1 ha að stærð á svæði ofan

Grafningsvegar vestan við Hestvík. Heimilt verður að reisa 50-300 fm

frístundahús á lóðunum auk allt að 40 fm aukahúss. Á fundi skipulagsnefndar

  1. desember var tekin fyrir tillaga (mál 20071242512) að deiliskipulagi

tveggja lóða á svæði sem liggur upp að þessu, en er hinum megin vegarins.

Skipulagsnefnd telur að sameina eigi þessi tvær deiliskipulagsáætlanir og

frestar afgreiðslu málsins þar til það hefur verið gert og þar til umsagnir

Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.

 

Hrunamannahreppur

  1. Grafarbakki, . Breyting á aðal- og deiliskipulagi.

Lagt fram erindi Verkfræðistofu Suðurlands dags. 23. nóvember 2007, f.h.

landeigenda Grafarbakka II, og meðfylgjandi uppdrátt í mkv. 1:2.500 dags. 1.

nóvember 2007 þar sem óskað er eftir að um 2,6 ha spildu úr landi

Grafarbakka verði breytt í íbúðarsvæði. Umrætt svæði var á sínum tíma ekki

samþykkt undir lóðir fyrir frístundabyggð.

Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

  1. Syðra-Langholt, Holtabyggð. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram teikning af 136 fm frístundahúsi sem fyrirhugað er að reisa á lóð

innan frístundabyggðarinnar Holtabyggð. Í gildandi skilmálum er eingöngu

heimilt að reisa 120 fm hús. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa og

eigenda landsins.

Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi byggðarinnar skv. 25. gr.

skipulags- og byggingarlaga á þann hátt að heimilt verði að reisa hús þar sem

hámarksnýtingarhlutfall verður 0.03.

 

Skeiða-og Gnúpverjahreppur

  1. Álfsstaðir. Lóðablað. 20080186530

Lagt fram lóðablað Péturs H. Jónssonar arkitekts dags. desember 2007 yfir

9,85 ha land úr landi Álfsstaða. Landið liggur að Birnustöðum að vestanverðu,

Álfsstaðarvegi (nr. 324) að norðanverðu og Miðmundartjörn að austanverðu.

Fyrir liggur samþykki eiganda Birnustaða I á landamerkjum spildunnar.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Ósabakki 1 og 3. Lóðablað og samruni lands. 20080138542

Lagt fram lóðablað dags 18. janúar 2008 yfir 4 ha spildu úr Ósabakka 1

(landr. 166486). Þegar lóðin hefur veirð stofnuð er gert ráð fyrir að hún verði

sameinuð Ósabakka 3 (landr. 166488, ásamt lóðum með landr. 211669 og

189805.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Hagi, Undraland. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

20080169531

Lögð fram tillaga Landmótunar að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í

landi Haga. Í tillögunni felst að lóðinni Undraland er skipt í tvær lóðir, önnur

verður um 0,6 ha og hin 8,1 ha. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er lóðin

Undraland 6,6 en skv. landskiptagjörð frá 1999 8,8 ha og er stærð lóðarinnar

lagfærð í samræmi við það. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að reisa hús

með nýtingarhlutfall 0.03 eða að hámarki 300 fm.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarmála.

 

Flóahreppur

  1. Fljótshólar IV í fyrrum Gaulverjabæjarhreppi. Deiliskipulag landsspildu

fyrir íbúðarhús og útihús. 20080168544

Lögð fram tillaga Verksmiðjunnar, teikni- og verkfræðiþjónustu, af 7,4 ha

spildu (landnr. 212340) úr landi Fljótshóla I og IV.Í tillögunni felst að gert er

ráð fyrir byggingarreit (merktur A) fyrir íbúðarhús og bílskúr og öðrum

byggingarreit (merktur B) fyrir húsnæði tengdum frístundabúskap.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með

fyrirvara um leyfi Vegagerðarinnar vegna vegtengingar.

 

  1. Langsstaðir . Deiliskipulag nýbýlis. 20080138548

Lögð fram tillaga Landmótunar að deiliskipulagi nýbýlis á 3 ha spildu úr landi

Langsstaða, rétt vestan við Þingborg. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir

byggingarreit þar sem heimilt verður að reisa allt að 1.400 fm hús sem hýsa á

pökkunarstöð fyrir garðávexti, handverksstofu, íbúð og skrifstofur.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar

leyfi Vegagerðarinnar fyrir tengingu lóðarinnar liggur fyrir og byggingarreit

breytt þannig að hann verði a.m.k. 100 m frá Villingaholtsvegi.

 

  1. Rútsstaðir í fyrrum Gaulverjabæjarhreppi. Deiliskipulag landsspildu

fyrir íbúðarhús, hesthús og vélageymslu. 20080176545

Lögð fram tillaga Verksmiðjunnar, teikni- og verkfræðiþjónustu, af 15,63 ha

spildu úr landi Rútsstaða. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit

(merktur A) fyrir íbúðarhús og bílskúr og öðrum byggingarreit (merktur B) fyrir

vélageymslu og hesthúsi.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar

leyfi Vegagerðarinnar fyrir tengingu lóðarinnar liggur fyrir og byggingarreit

breytt þannig að hann verði a.m.k. 100 m frá Gaulverjabæjarvegi.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan kl. 12:15

Laugarvatni 30. janúar 2007

Margeir Ingólfsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Aðalsteinn Sveinsson (8722)

Pétur Ingi Haraldsson