45. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 28. júní 2005 kl. 13:30.

 

Mætt: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs sem ritaði fundargerð, Sveinn A. Sæland og Kjartan Lárusson.

 

 1. Samningur Bláskógabyggðar og Menntaskólans að Laugarvatni um skólamáltíðir. Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur.
 2. Bréf frá Karli Axelssyni f.h. Þingvallanefndar dags. 1. júní 2005 varðandi ólögmætar framkvæmdir á lóðinni Neðristígur 9 í landi Kárastaða. Skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins hefur verið sent erindið og mun hann vinna að því eins og lög og reglur gera ráð fyrir.
 3. Lagður fram listi yfir gamlar útistandandi kröfur sveitarfélagsins sem ekki er talið að náist að innheimta. Um er að ræða mötuneytisskuldir kr. 510.112-  og leikskólaskuldir  kr. 408.637-. Byggðaráð samþykkir að skuldirnar verði felldar niður.
 4. Verðkönnun vegna flutnings og útjöfnunar á mulningi. Samkvæmt könnuninni buðu Ásvélar ehf. lægsta verðið, eða kr. 1.508.500-, og er samþykkt að semja við þá á grundvelli þess verðs.
 5. Bréf frá Ásgeiri Margeirssyni fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23. júní 2005 þar sem fram kemur að Orkuveitan er tilbúin að leggja kr. 2.500.000- til verkefnisins “hækkun Hagavatns”. Byggðaráð þakkar Orkuveitunni framlagið og mun sjá til þess að hún fái send umbeðin gögn um verkefnið.
 6. Bréf Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra Bláskógabyggðar dags. 27. júní 2005 ásamt samningi um starfslok hans. Af persónulegur ástæðum óskar Ragnar eftir því að láta af störfum sem sveitarstjóri Bláskógabyggðar frá og með 1. ágúst n.k. Byggðaráð staðfestir starfslokasamninginn.
 7. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
 8. Fundargerð 6. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 7. júní 2005.
 9. Fundargerð 15. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 19. maí 2005.
 10. Fundargerð 16. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 23. júní 2005.
 11. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
 12. Bréf til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi styrk við undirbúningsvinnu sameiningar sveitarfélaga. Jöfnunarsjóður mun styrkja verkefnið um kr. 3.731.750-
 13. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 9. júní 2005 til upplýsingar varðandi viðbrögð við grun um illa meðferð dýra.
 14. Bréf frá ÍSÍ dags. 10. júní 2005 varðandi íþróttir og heilsurækt eldri borgara.
 15. Fundargerð 61. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 8. júní 2005.
 16. Fundargerð 385 fundar stjórnar SASS sem haldinn var 13. júní 2005.
 17. Bréf frá SASS dags. 16. júní 2005 varðandi Sérdeild Suðurlands.
 18. Bréf frá Byggðastofnun dags. 15. júní 2005.
 19. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 20. maí 2005.
 20. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 15. júní 2005 varðandi skipan í  starfshóp til að meta  áhrif dóms Hæstaréttar varðandi búsetu í frístundabyggð  á þjónustuhlutverk sveitarfélaga. Fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga eru tilnefndir Sveinn A Sæland og Trausti F. Valsson og til vara Margrét Sigurðardóttir og Sigurður Óli Kolbeinsson.
 21. Skýrsla Arndísar Jónsdóttur fyrir Grunnskóla Bláskógabyggðar skólaárið 2004-2005.
 22. Fundargerð 1. fundar sameiningarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 31. maí 2005.
 23. Fundargerð 2. fundar sameiningarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 16. júní 2005.

 

 

Fundi slitið kl. 15:00