46. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 5. september  2005, kl 13:30

í Fjallasal Aratungu.

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir,  Kjartan Lárusson og Snæbjörn Sigurðsson. Einnig  Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Sveinn Sæland setti fund og bauð Valtý Valtýsson, nýráðinn sveitarstjóra, velkominn til starfa.

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá fundarins:  Nýir liðir 6.a., 6.b, 6.c, 7., 8., 9.c, 9.d og 9.e, og aðrir liðir færast aftur sem þessu nemur.  Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðir byggðaráðs Bláskógabyggðar til staðfestingar:

 1. fundur, dags. 9. ágúst 2005. Samþykkt samhljóða.
 2. fundur, dags. 30. ágúst 2005. Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu til staðfestingar:

 1. fundur, dags. 30. ágúst 2005. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Lokafrágangur aðalskipulags Þingvallasveitar, eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Fyrir liggur tillaga að afgreiðslu og tillaga um breytingu á aðalskipulagstillögu Þingvallasveitar vegna framkominna athugasemda Skipulagsstofnunar frá 26. júlí 2005, sem unnin hefur verið af skipulagsfræðingum sveitarfélagsins, Pétri H. Jónssyni og Haraldi Sigurðssyni.  Tillagan var send með tölvupósti þann 4. september 2005.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu um afgreiðslu og breytingu á aðalskipulagi Þingvallasveitar og felur skipulagsfræðingum sveitarfélagsins að fullvinna málið.

 1. Óveruleg breyting á deiliskipulagi Austureyjar.
  Kjartan Lárusson kynnti málið og lagði fram gögn vegna beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi Austureyjar. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem lýtur að malartökusvæði innan deiliskipulagsins.

Kjartan Lárusson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa erindis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að líta á fyrirhugaða breytingu sem óverulega. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn, að fela skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu að láta fara fram grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulaginu og fullvinna málið ef engar athugasemdir koma fram.

 

 1. Gjábakkavegur – tillaga að matsáætlun.

Bréf  Skipulagsstofnunar dags. 12. ágúst 2005, ásamt matsáætlun.

Fyrirliggjandi matsáætlun rædd.  Bent hefur verið á ýmsa aðra kosti, en þá sem fram koma í matsáætlun, s.s. tvískipt leið þar sem innkoma í þjóðgarðinn er nokkru framan við Tintron.  Í ljósi þess að aðrir möguleikar um innkomu í þjóðgarðinn hafa ekki hlotið hljómgrunn, samþykkir sveitarstjórn samhljóða framkomna matsáætlun.

 

 1. Bréf SASS dags. 25. ágúst 2005.

Í bréfi SASS kemur fram samþykkt stjórnar og samgöngunefndar SASS  vegna úrskurðar um umhverfismat Gjábakkavegar.   Til kynningar.

 1. Sameining sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu
 2. 3. fundur sameiningarnefndar, dags. 22. júní 2005. Til kynningar.
 3. 4. fundur sameiningarnefndar, dags. 4. júlí 2005. Til kynningar.
 4. 5. fundur sameiningarnefndar, dags. 8. ágúst 2005. Til kynningar.
 5. 6. fundur sameiningarnefndar, dags. 23. ágúst 2005. Til kynningar.

 

 1. Erindi frá starfsfólki í Leikskólanum Lind, Laugarvatni.

Lögð er fram tillaga, frá starfsfólki í Leikskólanum Lind á Laugarvatni, um nafn á nýja leikskólann á Laugarvatni.  Starfsfólkið gerir þá tillögu, að leikskólinn fái nafnið “Gullkistan”.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Kosning í yfirkjörstjórn Bláskógabyggðar.

Lagt er til að eftirtaldir einstaklingar verði kosnir í yfirkjörstjórn, sem aðalmenn:

Pétur Skarphéðinsson, Launrétt 1, Laugarási.

Hilmar Einarsson, Torfholti, Laugarvatni.

Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum, Þingvallasveit.

Til vara:

Guðrún Sveinsdóttir, Hábrún, Reykholti.

Böðvar Ingi Ingimundarson, Lyngholti, Laugarvatni.

Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ, Þingvallasveit.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Annað efni til kynningar:

Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 26. ágúst 2005, – málþing sveitarfélaga um velferðarmál sem haldið verður 29. september n.k.  Sveitarstjóra falið að kynna málþingið fyrir þeim sem málið varðar.

FOSS, dags. 26. ágúst 2005, – Námskeiðið Framrás 1.  Sveitarstjóra falið að kynna námskeiðið fyrir þeim sem málið varðar.

SASS, dags 5. september 2005, – kynningarfundur 13. september.

SASS, dags 1. september 2005, – tilkynning um aðalfund SASS 2005.

Samband ísl. Sveitarfélaga, dags. 31. ágúst 2005, – fjármálaráðstefna 2005.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.