46. fundur 2008

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps,

Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps

um skipulagsmál.

 

FUNDARGERÐ

 1. FUNDUR

Þriðjudaginn 26. febrúar 2008, kl. 9 haldinn á Laugarvatni

Nefndarmenn:

Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð

Ingvar Grétar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannsson Hrunamannahreppur

Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.

Aðalsteinn Sveinsson Flóahreppur

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

Sameiginleg mál

 1. Frumvarp til skipulagslaga

Til kynningar.

 

 1. Sameiginleg gjaldskrá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.

Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá fyrir embætti skipulagsfulltrúa og

byggingarfulltrúa.

Samþykkt

 

 1. Norðurvegur / Kjalvegur. 2008029250

Lagt fram til kynningar bréf Norðurvegar til Bláskógabyggðar þar sem óskað

er eftir umsögn sveitarfélagsins um hugmyndir að veglínu yfir Kjöl, frá Gullfosi

að Silfrastöðum. Samkvæmt tillögunni fer vegurinn um Bláskógabyggð,

Hrunamannahrepp, Húnavatnshrepp, Akrahrepp og sveitarfélagið Skagafjörð.

Skipulagsnefnd lítur jákvæðum augum á fyrirhugaða framkvæmd . Nefndin

bendir þó á að núverandi vegur frá Gullfossi að Suðurlandsvegi mun ekki

anna þeirri umferð sem fyrirhuguð er.

 

Bláskógabyggð

 1. Brekkuskógur í Biskupstungum. Lóðablað. 20080163536

Á fundi skipulagsnefndar 30. janúar 2008 var samþykkt lóðablað yfir 6.579 fm

lóð utan um íbúðarhús úr landi Brekkuskógar (landnr. 189173). Nú er málið

lagt fyrir að nýju þar sem óskað er eftir að gerð verði sér lóð fyrir annarsvegar

íbúðarhús og hinsvegar skemmu. Ástæða þessa er að það eru ekki sömu

eigendur að þessum tveimu byggingum.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um að á

lóðablaði kom fram kvöð um umferðarrétt að báðum lóðunum.

 

 1. Gýgjarhóll í Biskupstungum. Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku.

20080229579

Lagt fram bréf Vals Lýðssonar dags. 15. janúar 2007þar sem sótt er um

framkvæmdaleyfi fyrir malarnámu í landi Gýgjarhóls. Með fylgdi uppdráttur í

mkv. 1:3.000 þar sem afmörkun námunnar er sýnd. Um er að ræða stækkun

á núverandi námu um 9.000 fm og gert ráð fyrir vinnsludýpi allt að 5,5 m.

Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem efnistökusvæði.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til skipulagsfulltrúi hefur farið á

vettvang og kannað aðstæður.

 

 1. Helludalur í Biskupstungum. Breyting á skilmálum frístundabyggðar.

Lagt fram bréf Kirsten Kristjansson dags. 12. febrúar 2008 þar sem óskað er

eftir breytingum á skilmálum frístundabyggðar í Helludal. Óskað er eftir að

heimilaðar verði byggingar með nýtingarhlutfall 0.03.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að hafa

samband við landeigenda.

 

 1. Syðri-Reykir í Biskupstungum. Deiliskipulag frístundabyggðar við

Eyrarveg. 20080160547

Lögð fram að nýju tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi þriggja

frístundahúsalóða í landi Syðri-Reykja við Eyrarveg. Skipulagssvæðið er

31.180 fm að stærð og er gert ráð fyrir tveimur 5.000 fm lóðum og einni

20.780 fm. Húsin skulu ekki vera stærri en 300 fm og á lóðunum er heimilt að

reisa geymslu, svefn- eða gróðurhús, ekki stærri en 30 fm.

Hámarksnýtingarhlutfall er 0.03. Aðeins er heimilt að reisa eitt hús ásamt

útihúsi innan hvers byggingareits.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Úthlíð í Biskupstungum. Hugmyndir um uppbyggingu á lóðum við

Vörðuás.

Lagðar fram teikningar sem sýna hugmyndir að uppbyggingu á lóðum við

Vörðuás 5-7, 9 og hugsanlega 11 og 13. Um er að ræða hugmyndir um

jarðhýsi og nokkur ca. 80 fm gestahús.

Að mati skipulagsnefndar þarf að útfæra hugmyndina á þann veg að hún

samræmist almennum ákvæðum sveitarstjórnar á frístundabyggðasvæðum,

þ.e. að eingöngu gera ráð fyrir einu megin frístundahúsi á hverri lóð auk

hugsanlega aukahúsi upp á 30 fm.

 

 1. Böðmóðsstaðir í Laugardal, lóðin Bjarkarhöfði. Breyting á deiliskipulagi.

20080214558

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi

Böðmóðsstaða II í Laugardal. Í breytingunni felst að lóðinni Bjarkarhöfða er

skipt í þrennt á annan hátt en fyrra skipulag gerði ráð fyrir. Þá er einnig gert

ráð fyrir tveimur nýjum byggingarreitum auk þess sem byggingarreitur er

skilgreindur utan um núverandi hús. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að

reisa allt að 180 fm hús á hverri lóð, auk allt að 25 fm geymslu.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða

við vegagerðina og landeigendur á svæðinu um skipulag á svæðinu og

vegtengingar.

 

 1. Laugarvatn í Laugardal. Framkvæmdaleyfi fyrir veg innan íbúðarsvæðis.

Lagt fram bréf Byggingafélags Laugarvatns ehf dags. 20. febrúar 2008 þar

sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna gatnagerð og lagnir í Túnahverfi,

nýju íbúðarsvæði á Laugarvatni. Með fylgja uppdrættir af hönnun gatna og

lagna.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir ofangreindum

framkvæmdum í samræmi við þau hönnunargögn sem liggja fyrir.

Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið, með fyrirvara um

samþykkt sveitarstjórnar, þegar framkvæmdaleyfisgjald hefur verið greitt

 

 1. Laugarvatn í Laugardal. Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis,

Túnahverfi. 2008017549

Lögð fram bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar dags. 5. febrúar 2008 þar

sem óskað er eftir að skipulagsnefnd geri tillögu að endurskoðun

nýtingarhlutfalls nýs íbúðarsvæðis. Þá liggur einnig fyrir ósk um lítilsháttar

breytingu á lóðarmörkun og byggingarreitum við Traustatún 12 og 14. Á

síðasta fundi skipulagsnefndar var samþykkt að breyta mænisstefnu fyrir

nokkrar lóðir við Traustatún.

Skipulagsnefnd samþykkir að breyta deiliskipulaginu á þann veg að lágmarks

nýtingarhlutfall verði 0.15 í stað 0.2 auk þess sem lóðamörk og byggingarreitir

breytast lítillega.

 

 1. Miðdalur í Laugardal. Félag bókagerðarmanna, óveruleg breyting á

deiliskipulagi. 20080298560

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í

landi Miðdals, svæði félags Bókagerðarmanna. Í breytingunni felst að

afmörkun og stærð lóða við götu R, S og T breytast til samræmis við

lóðarleigusamninga.

Samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um

grenndarkynningu.

 

 1. Heiðarbær í Þingvallasveit. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20071188489

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi

Heiðarbæjar í Þingvallasveit. Um er að ræða deiliskipulag yfir núverandi

frístundabyggð innan jarðarinnar. Málið var áður á dagskrá 22. nóvember og

þá frestað þar til umsagnir Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

og Fornleifaverndar ríkisins lægju fyrir. Þá liggur einnig fyrir umsögn Odds

Hermannssonar um tillöguna.

Auk þess að afmarka lóðir utan um núverandi frístundahús er gert ráð fyrir að

tveimur lóðum verði skipt í tvennt auk þess sem tveimur nýjum

byggingarreitum er bætt við núverandi lóðir. Í skilmálum kemur fram að

frístundahús megi að hámarki vera 250 fm en að nýtingarhlutfall megi ekki

vera hærra en 0.03. Endurbygging og/eða viðbygging núverandi húsa er

heimil en þó ekki nær vatnsbakka en lega núverandi húsa. Mænishæð (hæsti

punktur þaks) skal ekki vera hærri en 6 m, mælt frá lægsta punkti lóðar við

húsvegg. Í skilmálum kemur fram að skv. aðalskipulagi séu ný bátaskýli ekki

heimil við vatnsbakkan og á 100 m belti meðfram honum, en leyfilegt er að

lagfæra og endurbyggja (þó ekki stækka frá því sem nú er) núverandi skýli.

Gert er ráð fyri uppbyggingu á fleiri bátaskýlum og legukanti á því

bátaskýlasvæði sem fyrir er undir Svínahlíð.

Umsagnir Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits

Suðurlands liggja fyrir. Fyrir liggja athugasemdir skipulagsfulltrúa um

tillöguna.

Að mati skipulagsnefndar þarf að gera ákveðnar breytingar á gögnum sem

liggja fyrir og felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum til hönnuðar.

Afgreiðslu málsins frestað þar til endurskoðuð gögn liggja fyrir.

 

 1. Heiðarbær í Þingvallasveit. Framkvæmdaleyfi, bátalægi við lóð.

20080167553

Lagt fram að nýju erindi Jóns Æ. Karlssonar dags. 6. janúar 2007 þar sem

óskað er eftir leyfi til að koma upp aðstöðu til að taka upp bát á lóð í landi

Heiðarbæjar. Áður hafði Jón óskað eftir leyfi til að reisa bátaskýli á lóðinni

ásamt aðliggjandi lóðarhafa (mál 20070942430). Á fundi dags. 30. janúar

2008 frestaði skipulagsnefnd afgreiðslu málsins þar til skipulagsfulltrúi hefði

farið og kannað aðstæður. Skipulagsfulltrúi fór á vettvang ásamt lóðarhafa

dags. 6. febrúar 2008 og tók myndir af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og

liggja þær fyrir fundi.

Skipulagsnefnd bendir á að skv. aðalskipulagi svæðisins er bann við

mannvirkjagerð og jarðraski á ósnortnum svæðum við vatnsbakkann. Í ljósi

þessa og miðað við aðstæður á svæðinu samþykkir skipulagsnefnd ekki

fyrirhugaða framkvæmd.

 

 1. Miðfell í Þingvallasveit. Víðistekkur 4-6, Grenndarkynning 20080290561

Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar vegna fyrirhugaðs frístundahúss á

sameinaðri lóð 4-6 við Víðistekk í landi Miðfells. Um er að ræða 109,5 fm hús

á lóð sem eftir sameiningu verður 3.767 fm. Stærð hússins er í samræmi við

samþykkt um hámarks nýtingarhlutfall upp á 0.03.

Að mati skipulagsnefndar er stærð hússins í samræmi við samþykkta stefnu

sveitarstjórnar og í ljósi niðurstöðu grenndarkynningar vísar málinu til

afgreiðslu byggingarnefndar.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

 1. Brjánsstaðir í Grímsnesi. Breyting á deiliskipulagi við Smármýrarveg.

20080251570.

Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar að breytingu á deiliskipulagi

frístundabyggðar við Smámýrarveg í landi Brjánsstaða. Í tillögunni felst að 6

lóðum (19-29) sem eru á bilinu 8.150 – 20.000 fm er skipt upp í 10 minni lóðir

á bilinu 5.000 – 12.200 fm.

Skipulagsnefn frestar afgreiðslu málsins.

 

 1. Efri-Brú í Grímsnesi. Endurskoðun á deiliskipulagi 2. áfanga

frístundabyggðar. 20070319246

Lögð fram tillaga Landhönnunar slf. að endurskoðun deiliskipulags 2. áfanga

frístundabyggðar í landi Efri-Brúar í Grímsnesi. Deiliskipulagið nær til um 15

ha svæði sem afmarkast af Þingvallavegi í vestri, 1. áfanga frístundabyggðar í

norðri og opnu svæði í austri. Samkvæmt gildandi deililiskipulagi eru 10

frístundahúsalóðir innan svæðisins en gert er ráð fyrir að þær breytist í

íbúðarhúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa allt að 300 fm íbúðarhús og

25 fm aukahús. Tillagan var í kynningu ásamt aðalskipulagsbreytingu frá 20.

september til 18. október 2007 með athugasemdafresti til 1. nóvember. Engar

athugasemdir bárust og hefur aðalskipulagsbreytingin nú hlutið staðfestingu.

Samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Miðengi í Grímsnesi. Farborgir, Breyting á skilmálum. 20080262567

Lagt fram bréf Smára Þorvaldssonar dags. 19. febrúar 2008 f.h. lóðarhafa

Dvergahrauns 18 þar sem óskað er eftir breytingum á skilmálum á þann veg

að heimilt verði að reisa allt að 40 fm aukahús á hverri lóð í stað 25 fm eins

og nú er.

Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi svæðisins á þann veg að

heimilt verði að reisa allt að 250 fm hús á hverri lóð auk allt að 40 fm

aukahúss. Nýtingarhlutfall má þó ekki vera hærra en 0.03.

 

 1. Mýrarkot í Grímsnesi, lóð 3-5 við A götu. Breyting á deiliskipulagi

frístundabyggðar. 20071011451

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að lóð nr. 3-5 við A-götu í landi

Mýrarkots verði skipt í tvær lóðir. Í dag er rúmlega 47 fm sumarhús á lóðinni

og er áhugi á að byggja annað hús. Lóðin er 8.364 fm að stærð og fram

kemur að aðliggjandi lóðir séu svipaðar að stærð og lóðirnar yrði eftir

skiptingu. Á fundi skipulagsnefndar 20. september 2007 var sama erindi

hafnað þar sem stærð lóðanna eftir skiptingu samræmist ekki núverandi

reglum sveitarfélagsins.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á sömu forsendum og áður, þ.e. lóðirnar yrðu

of litlar miðað við núverandi reglur.

 

 1. Nesjar í Grafningi. Setberg, deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða.

20080188543 / 20071242512

Lagt fram bréf Gunnars Jónssonar f.h. landeigenda Nesja í Grafningi vegna

afgreiðslu skipulagsnefndar dags. 30. janúar 2008 á tillögu að deiliskipulagi

tveggja frístundahúsalóða í landi Nesja. Í afgreiðslu skipulagsnefndar kom

fram að sameina ætti tvær deiliskipulagstillögur sem lægju samhliða. Óskað

er eftir að þessar tvær tillögur verði afgreiddar sem sér skipulagsáætlanir eða

þá að önnur þeirra, Setberg, verður dregin til baka að svo stöddu.

Umsagnir liggja ekki fyrir sbr. bókun skipulagsnefndar 17. desember 2007 og

því er málinu frestað til næsta fundar.

 

 1. Úlfljótsvatn í Grafningi. Deiliskipulag frístundabyggðar. 20071140498

Lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta að deiliskipulagi frístundabyggðar í

landi Úlfljótsvatns í Grafningi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 56 nýjum

frístundahúsalóðum á svæði nyrst í landi Úlfljótsvatns, á svæði sem liggur

upp að athafnasvæði umhverfis Steingrímsstöð. Aðkoma að svæðinu er frá

Grafningsvegi og liggur fyrir samþykki Vegagerðarinnar fyrir tengingu á

þessum slóðum, þó með fyrirvara um nánara samráð þegar kemur að

framkvæmdinni og að öðrum verði heimilt að nýta teninguna ef hugað er að

frekari uppbygginu á þessum slóðum.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með

þeirri breytingu að aukahús megi að hámarki vera 40 fm.

.

Hrunamannahreppur

 1. Reykjadalur, Dalabyggð. Breyting á deiliskipulagi. 20071169504

Á fundi skipulagsnefndar 22. nóvember 2007 var samþykkt að auglýsa

breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Dalabyggð í landi Reykjadals.

Í breytingunni fólst að lóðarnar Hlíðardalur 8 og Tjarnadalur 5 voru

sameinaðar sem og lóðirnar Hlíðardalur 10 og Tjarnardalur 5, auk þess sem

skilmálum var breytt til að leyfa nýtingarhlutfall upp á 0.03. Tillagan hefur ekki

verið auglýst og nú liggur fyrir ósk um að falla frá ofangreindri sameiningu

lóða og í staðinn gera ráð fyrir breytingu á afmörkun byggingarreita auk þess

að óska eftir að hámarks nýtingarhlutfall verði 0.04.

Skipulagsnefnd hafnar breytingunni og fellur frá fyrri samþykkt.

 

 1. Syðra-Langholt, Álfabrekka. Breyting á skilmálum frístundabyggðar.

20080231575

Lögð fram tillaga að Landslags að breytingum á skilmálum deiliskipulags

frístundabyggðarinnar Álfabrekka úr landi Syðra-Langholts. Í breytingunni

felst að heimilt verður að reisa hús sem er 150 fm að grunnfleti í stað 100 fm,

að þakhalli megi minnstur vera 5 gráður auk þess sem ákvæði um

mænisstefnu húsa er fellt út.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Að

mati nefndarinnar þarf samtímis að breyta skilgreiningu lóða á svæðinu þar

sem þær eru ekki í samræmi við deiliskipulagið.

 

 1. Tungufell. Tillaga að staðsetningu nýs íbúðarhúss. 20080240565

Lögð fram tillaga að staðsetningu á nýju íbúðarhúsi á jörðinni Tungufell og

ósk um leiðbeiningar varðandi málsmeðferð.

Skipulagsnefnd telur að áður en hægt er að samþykkja staðsetningu hússins

þurfi að gera deiliskipulag fyrir bæjartorfuna.

 

Flóahreppur

 1. Bitra í fyrrum Hraungerðishreppi. Lóðablað 20080279576.

Lagt fram lóðablað Landhönnunar slf. í mkv. 1:500 dags. 6. febrúar 2008 yfir

5 ha spildu úr landi Bitru (landnr. 166223). Fram kemur að á landinu fylgir

kvöð um umferðarrétt vegna aðkomu að frístundarhúsasvæði í holtinu norðan

við.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Oddgeirshólar 2 í fyrrum Hraungerðishreppi. 20080247563.

Lagt fram lóðablað Verkfræðistofu Suðurlands í mkv. 1:500 dags. 6. febrúar

2008 yfir 420,3 fm lóð utan um íbúðarhús úr landi Oddgeirshóla 2 landnr.

166269.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Efri-Gróf í fyrrum Villingaholtshreppi. Lóðablað 20080295573

Lagt fram lóðablað yfir tvær spildur úr landi Efri-Grófar, lóð 3 sem er um 4,5

ha og lóð 4 sem er um 4,6 ha. Fyrir liggur undirskrift aðliggjandi landeigenda.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Efri-Gróf í fyrrum Villingaholtshreppi. Deiliskipulag 2 íbúðarhúsalóða

20080213574

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúsalóða úr landi Efri-Grófar í

fyrrum Villingaholtshreppi. Um er að ræða tvær rúmlega 4,5 ha lóðir austan

Villingholtsvegar, ofan við jörðina Mjösyndi. Gert er ráð fyrir að á hvorri lóð

verði heimilt að reisa eitt íbúðarhús og hesthús (gripahús) samtals allt að 600

fm, þar af má hesthúsið (gripahúsið) vera allt að 150 fm.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar

samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir. Lagfæra þarf uppdráttinn í samræmi

við samþykkt lóðablað.

 

 1. Skálmholtshraun í fyrrum Villingaholtshreppi. Landsskipti 2008026572.

Lagt fram lóðablað Landnots ehf. í mkv. 1:8.000 dags. 16. janúar 2008 yfir

20,1 ha spildu úr landi Skálmholtshrauns, landnr. 166381.

Afgreiðslu frestað þar til gerð hefur verið grein fyrir aðkomu að svæðinu.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan kl. 11:45

Laugarvatni 26. febrúar 2008

Margeir Ingólfsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Aðalsteinn Sveinsson (8722)

Pétur Ingi Haraldsson