47. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 4. október  2005, kl 13:30

í Fjallasal Aratungu.

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir,  Kjartan Lárusson og Snæbjörn Sigurðsson. Einnig  Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Lögð fram tillaga um breytingu á dagskrá. Við bætast tveir liðir 13 og 14 og færast aðrir aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð byggðaráðs Bláskógabyggðar til staðfestingar:

1.1.    48. fundur, dags. 27. september 2005.  Fundargerð staðfest.

 

 1. Fundargerðir lagðar fram til staðfestingar:

2.1.     11. fundur byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu, dags. 27. september 2005.
Fundargerðin staðfest.

2.2.     18. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, dags. 22. september 2005.

Kjartan Lárusson gerði athugasemdir við skilmála sem fram koma á uppdrætti af Hellishól í Laugardal, þ.e. skilmála vegna kalds vatns, staðsetningu sorpgáma og nafn byggingarfulltrúaembættisins, svo og nafn byggingarfulltrúaembættisins á nokkrum öðrum framlögðum uppdráttum.

Fundargerðin staðfest.

 

 1. Framkvæmdir í umhverfismálum í Laugarási.

3.1.     Lögð fram og kynnt greinargerð vinnuhóps vegna skipulags og forgangsröðunar á framkvæmdum í umhverfismálum í Laugarási.
3.2.     Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi af Austurbyggð og Bæjarholti í samræmi við niðurstöður vinnuhópsins.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu að breytingu deiliskipulags í Laugarási, skv. umræðutillögu 2, dags. október 2005.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna að þessu máli.

3.3.           Fundargerðir vinnuhóps:

3.3.1.     Fundargerð 1. fundar dags. 30. maí 2005.  Til kynningar.

3.3.2.     Fundargerð 2. fundar dags. 19. júlí 2005.  Til kynningar

3.3.3.     Fundargerð 3. fundar dags. 28. ágúst 2005.  Til kynningar.

3.3.4.     Fundargerð 4. fundar dags. 19. sept. 2005.  Til kynningar.

 

Sveitarstjórn þakkar vinnuhópi góða vinnu og tillögugerð og tekur undir þær tillögur sem fram hafa komið. Málinu vísað til sveitarstjóra til frekari úrvinnslu, svo og gerðar fjárhagsáætlunar 2006.

 

 1. Heildarskipulag miðsvæðis í Reykholti.

Lögð fram og kynnt tillaga frá Landformi, dags. 12. september 2005, af skólalóð og miðsvæði í Reykholti. Sveitarstjórn samþykkir framlagðar teikningar.

 

 1. Aðalskipulag Þingvallasveitar.
  Lokafrágangur vegna nýrra athugasemda Skipulagsstofnunar.  Lögð fram tillaga að breytingum í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.  Oddvita falið að undirrita aðalskipulag Þingvallasveitar með framkomnum breytingum. Jafnframt samþykkt að óska eftir því við Skipulagsstofnun að leita eftir staðfestingu umhverfisráðherra á aðalskipulagi Þingvallasveitar með framkomnum breytingum.

 

 1. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu; Fell í Biskupstungum.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungna, Bláskógabyggð, þar sem 30 ha svæði úr landi Fells verður breytt úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð.  Tillagan er unnin af Pétri H. Jónssyni í september 2005.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu tillögunar sem lýtur að svæðinu sunnan Biskupstungnabrautar (35), skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Afgreiðslu svæðisins norðan Biskupstungnabrautar verði frestað þangað til fyrir liggur ákvörðun um framtíðar staðsetningu vegarins.

 

 1. Átta mánaða uppgjör sveitarsjóðs.
  Valtýr Valtýsson kynnti átta mánaða uppgjör sveitarsjóðs og fór yfir helstu lykil- og kennitölur. Til kynningar.

 

 1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005.
  Valtýr Valtýsson lagði fram vinnuskjal, sem er yfirlit yfir rekstrarliði sem þarf að taka til athugunar við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005.  Fyrri umræða.  Samþykkt að halda aukafund í sveitarstjórn 18. október 2005, þar sem endurskoðun fjárhagsáætlunar verður tekin til lokaafgreiðslu.

 

 1. Veitumál.
  Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), dags. 29. september 2005.

Gerð grein fyrir viðræðum fulltrúa sveitarstjórnar og fulltrúa OR.

 

Lögð fram tillaga frá Þ-lista á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 4. október 2005.

Fram kemur í bréfi OR m.a. að hún lýsir sig reiðubúna að starfa samkvæmt eftirfarandi markmiðum Bláskógabyggðar sem eru m.a.:

 1. Stuðla að aukinni uppbyggingu veitnanna með það að markmiði að þjóna íbúum og atvinnurekstri sveitarfélagsins sem best.
 2. Viðhalda þeirri framtíðarsýn sem sveitarfélagið leggur um orkuverð til garðyrkju.
 3. Stuðla að samningum við eigendur jarðhitasvæðanna um skynsamlega nýtingu þeirra.
 4. Vinna að eflingu og uppbyggingu atvinnustarfssemi sem nýtir þjónustu veitnanna í verulegum mæli.

 

Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram viðræðum við OR á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja með það að markmiði að selja OR hitaveitur sveitarfélagsins ef viðunnandi samningar nást um verð og fyrrgreind markmið.

 

 Sveitarstjórn samþykkir ennfremur að ef til sölu kemur skuli andvirðið notað m.a. til að:

 1. Ljúka fjármögnun leik-og grunnskólabygginga.
 2. Byggja upp eldra gatnakerfi í þéttbýli þar sem ekki tekst að fjármagna framkvæmdir með töku gatnagerðargjalda.

 

Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir og

Snæbjörn Sigurðsson

 

Lögð fram tillaga frá Kjartani Lárussyni á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 4. október 2005.

Kjartan Lárusson leggur fram tillögu þess efnis að vísa tillögu Þ-lista frá og fresta viðræðum við OR þar til að fyrir liggja úrslit sameiningarkosninga sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu.

 

Kjartan Lárusson.

Tillaga Kjartans borin upp til atkvæða og hún felld með 5 atkvæðum á móti (SAS, SA, MI, MB, SS)  2 atkvæðum með (KL,DK).

 

Tillaga Þ-listans borin upp til atkvæða og hún samþykkt með 5 atkvæðum (SAS, SA, MI, MB, SS) en 2 atkvæði á móti (LK, DK).

 

Kjartan Lárusson og Drífa Kristjánsdóttir gera grein fyrir atkvæði sínu.   Þau telja óeðlilegt, fimm dögum fyrir sameiningarkosningar, að binda hendur hugsanlegs nýs sveitarfélags með heimild um sölu hitaveitnanna.

 

Þ-listinn undrast hugarfarsbreytingu T-listans á þessum tímapunkti.  T-listinn stóð að viljayfirlýsingu Bláskógabyggðar og OR frá því í júlí 2003 og hefur ekki fyrr en nú gert athugasemdir við þessar viðræður.  Á fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí síðastliðinn var tekin endanleg ákvörðun um áframhaldandi viðræður og var þá eina athugasemd T-listans að þau fengu ekki að vera með í þeim.

 

Drífa Kristjánsdóttir vill árétta að engar hugarfarsbreytingar hafi átt sér stað hjá henni, heldur fyrst og fremst tímasetning framkominnar tillögu Þ-listans.

 

 1. Beiðni um afgreiðslu tilkynningar um flutning lögheimilis í frístundarhús, Stóranef 8.

Lagt fram bréf frá Teiti Eyjólfssyni, dags. 27. september 2005, þar sem hann óskar eftir afgreiðslu tilkynningar um flutning lögheimilis að Stóranefi 8 í Eyvindartungulandi.  Einnig lagt fram afrit af flutningstilkynningu, dags. 20. september 2005, útskrift úr fundargerð skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, dags. 23. júní 2005, yfirlýsing frá tveimur íbúum í Laugardal, dags. 27. september 2005, og bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 27. september 2005.

 

Sveitarstjórn telur sér ekki fært að hafna erindinu og staðfestir flutningstilkynningu Teits Eyjólfssonar og fjölskyldu, enda verði farið í endurskoðun aðalskipulags þessa svæðis með það að markmiði að gera viðhlítandi breytingu á landnotkun.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu aðalskipulagsins.

 

 1. Hugmyndir Afþreyingarfélagsins ehf. um uppbygginu við Skálpanes.

Lagðar fram teikningar af hugmyndum Afþreyingarfélagsins ehf. um uppbyggingu á aðstöðu félagsins við Skálpanes.

Sveitarstjórn tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir Afþreyingarfélagsins, en leggur áherslu á að skoða verður sérstaklega hvaða áhrif þessi uppbygging gæti haft á umhverfi Skálpaness m.t.t. vatns- og náttúruverndar.

 

 1. Austureyjavegur.

Afgreiðslu málsins frestað á síðasta fundi byggðaráðs.  Lögð fram tölvuskeyti með upplýsingum um stöðu málsins, frá Svani Bjarnasyni hjá Vegagerðinni.  Einnig lögð fram ósk Vegagerðarinnar að heimila útboð á framkvæmdunum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar Austureyjarvegar (Eyjavegar 354-02), dags. 20. september 2005.

 

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið verði framkvæmdaraðili að verkinu, í samræmi við ósk Vegagerðarinnar, og sjái um greiðslu reikninga.  Lögð er áhersla á að samþykkt sveitarstjórnar gerir ráð fyrir að af safnvegafé sveitarfélagsins fari kr. 4,5 millj. á árunum 2005 – 2009.  Ekki er gert ráð fyrir að meira fé fari til þessarar vegagerðar af safnvegafé.

 

Sveitarstjórn samþykkir beiðni Vegagerðarinnar, dags. 20. september 2005, en leggur áherslu á að fyrir liggi samningur við landeigendur og Rafiðnaðarsambandið um aðkomu þeirra að málinu, áður en tilboði verður endanlega tekið.

 

Kjartan Lárusson sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

 

 1. Tölvuskeyti frá FOSS, dags. 4. október 2005.

Lagt fram tölvuskeyti frá FOSS, dags. 4. október 2005, þar sem óskað er eftir vali á samskiptaleið, skv. kafla 11.2.2. í kjarasamningi LN og Samflots.

Sveitarstjórn samþykkir að fela Launanefnd sveitarfélaga að koma fram á þessum vettvangi fyrir sína hönd.

 

 1. Tölvuskeyti frá Ingu H. Björnsdóttur og Rúnari Hálfdánarsyni, dags 3. október 2005.

Lagt fram tölvuskeyti frá Ingu H. Björnsdóttur og Rúnari Hálfdánarsyni, dags. 3. október 2005, þar sem þau óska eftir samráðsfundi með forsvarsmönnum Oddstaðaafréttar, fulltrúum Bláskógabyggðar og landeigendum Stóra-Botns í Hvalfirði.  Sveitarstjórn samþykkir að fela Margeiri Ingólfssyni að kynna sér málið fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

 1. Efni til kynningar:

15.1.  Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 31. ágúst 2005.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.