47. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 30. ágúst 2005 kl. 13:30.

 

Mættir: Margeir Ingólfsson formaður  byggðaráðs, Sveinn A. Sæland, Kjartan Lárusson og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Leikskólar Bláskógabyggðar, gjaldskrárbreyting.
    Byggðaráð leggur til að gjaldskráin hækki um 4% frá 1. sept. 2005.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Mötuneyti gjaldskrárbreyting.
    Byggðaráð leggur til að gjaldskráin hækki um 4% frá 1. sept. 2005.
    Samþykkt samhljóða.
  2. Skýrsla um hraðalækkandi aðgerðir á þjóðveginum um Laugarvatn frá Gjábakkavegi austur fyrir tjaldmiðstöð, sem unnin hefur verið að Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. í júní 2005.
    Byggðaráð fagnar þessu framtaki Vegagerðarinnar.  Lagt til að sveitarstjóra verði falið að ræða við Vegagerðina um þá verkþætti sem snúa að henni, en að öðru leyti vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2006 og 2007 – 2009.
    Samþykkt samhljóða.

 

  1. Skýrsla Almennu verkfræðistofunnar um rof í Hagavatni.
    Í skýrslunni kemur fram að Almenna verkfræðistofan telur litla hættu á að móbergsklöppin við útfall Hagavatns rjúfist í sundur á næstu árum þannig að til flóðs komi sem ógnað gæti stíflum við Sandvatn eða öðrum mannvirkjum við Hvítá eða Tunguljót.
    Skýrslan lögð fram til kynningar.
  2. Undirskriftalisti ábúenda og eigenda sumarhúsa í landi Böðmóðsstaða þar sem Vegagerð ríkisins og Bláskógabyggð eru hvött til að leggja bundið slitlag á þjóðveg nr. 366 Böðmóðsstaðaveg.
    Byggðaráð tekur undir með undirrituðum að mikil þörf sé á að byggja upp og leggja bundið slitlag á Böðmóðsstaðaveg.  Byggðaráð hvetur samgöngunefnd Alþingis og Vegagerðina til þess huga strax að uppbyggingu þessa vegar en vegurinn flokkast sem  tengivegur og er sem slíkur í forsjá Vegagerðarinnar.
  3. Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 12. ágúst 2005, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um tillögu að matsáætlun Gjábakkavegar frá Þingvöllum til Laugarvatns.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessum lið til sveitarstjórnar.
  4. Samningur dags. 16. ágúst 2005 um sölu Lindarinnar en kaupandi er Baldur Öxdal 190264-4679.Byggðaráð samþykkir samhljóða samkomulagið eins og það liggur fyrir.
  5. Bréf frá Lesblindrasetrinu dags. 22. ágúst 2005 þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins 2005.
  6. Bréf frá Geðvernd, tímariti Geðverndarfélags Íslands, dags. 25. ágúst 2005 þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins 2005.
  7. Bréf frá Sigurði Harðarsyni f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík dags. 25. júlí 2005 þar sem óskað er eftir afstöðu Bláskógabyggðar til þess að settur verði upp lítill sólardrifinn fjarskiptaendurvarpi á Hlöðufell. Byggðaráð tekur vel í erindið og samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti.
  8. Lækjarhvammur, aðalskipulagsbreyting.

       Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012.

Í breytingunni felst að merkt verði efnistökusvæði inn á aðalskipulagsuppdrátt 200 metrum norðvestan  við bæjarhús Lækjarhvamms.

Tillagan var í kynningu frá 3. júní til 1. júlí 2005. Athugasemdafrestur var til 15.  júlí.

Ein athugasemd barst frá Sigurði Sigurðssyni og Lilju Dóru Eyþórsdóttur Laugarvatni dagsett 14. júlí 2005. Þau mótmæla því að veitt verði samþykki fyrir námu í landi Lækjarhvamms og vísa til þess að fyrirtæki í þeirra eigu, Ásvélar ehf., hafi fyrir tilverkan sveitarfélagsins verið neytt til þess að loka námu sinni á lóð 189-550 í landi Grafar. Þau telja að með því að samþykkja námuna séu forsendur fyrir samningi Ásvéla og sveitarfélagsins  um lokun námu fyrirtækisins brostnar.

Byggðarráð bendir á að náma sú sem Ásvélar hafi nýtt er á frístundalóð  inni á svæði sem skilgreint er sem  frístundabyggðarsvæði í aðalskipulagi  og að eigendur nærliggjandi  sumarhúsa höfðu ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi hennar. Auk þess var sú náma tekin út úr tillögu að aðalskipulagi Laugardalshrepps við samþykkt þess vegna athugasemda sem bárust í aðalskipulagsferli. Byggðaráð vísar því á bug, að með því að samþykkja þessa námu í aðalskipulagi séu forsendur fyrir samningi um lokun námu Ásvéla, sem gerður var í ágúst 2004, brostnar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða tillöguna óbreytta skv. 18. grein Skipulags-og byggingarlaga nr 73/1997.

  1. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram og staðfestar:
  2. a)     Fundargerð 9. fundar bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 9. ágúst 2005.
  3. b)     Fundargerð 6. fundar húsnæðisnefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 24. ágúst 2005. Margeir vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar.
  4. c)     Fundargerð 17. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 25. ágúst 2005.
  5. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
  6. a)     Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 8. ágúst 2005 varðandi gjaldtöku sveitarfélaga vegna ferðaþjónustu fatlaðra.
  7. b)     Fundargerð 386. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 18. ágúst 2005.
  8. c)     Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 16. ágúst
  9. d)     Skýrsla um starfsemi Byggðasafns Árnesinga og Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka árið 2004. Skýrslan liggur frami á skrifstofu sveitarfélagsins.
  10. e)     Fundargerð 78. fundar heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 23. ágúst 2005.
  11. f)       Fundargerð 81. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 24. ágúst 2005.
  12. g)     Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 16. ágúst 2005 varðandi umsögn um teikningar af fyrirhuguðum leikskóla á Laugarvatni og teikningar af stækkun grunnskólans í Reykholti. Fram kemur í bréfinu, að Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemdir við teikningarnar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 15:45.