48. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 18. október  2005, kl 16:30

Dalbraut 12, Laugarvatni.

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir,  Kjartan Lárusson og Gunnar Þórisson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar. Einnig  Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2005, önnur umræða.

Valtýr Valtýsson kynnti tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2005 fyrir aðalsjóð og samstæðureikning sveitarfélagsins.  Síðari umræða.  Heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins eru áætlaðar kr. 495.735.000.  Rekstrargjöld ásamt afskriftum kr. 492.277.000.  Fjármagnsgjöld áætluð kr. 29.258.000.  Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður neikvæð að upphæð kr. 25.800.000.  Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði kr. 117.500.000. Gert er ráð fyrir lántöku vegna Grunnskóla Bláskógabyggðar og leikskóla á Laugarvatni kr. 75.000.000, vegna fráveitna kr. 3.000.000 og vegna kaupa á hluta Dalbrautar 12 kr. 4.000.000.

 

Oddviti bar upp tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun 2005 til samþykktar.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Efni til kynningar:

15.1.  Ráðstefna á vegum fráveitunefndar Umhverfisráðuneytisins þann 24. október 2005.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:45.