48. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 27. september 2005 kl. 13:30.

 

Mættir: Margeir Ingólfsson formaður  byggðaráðs, Sveinn A. Sæland, Kjartan Lárusson og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Bréf frá Impru nýsköpunarmiðstöð, dags. 25. ágúst 2005, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins 2005.
 2. Bréf frá Flugmálastjórn, dags. 29. ágúst 2005, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um flugvöllinn við Kerlingafjöll. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við rekstur flugvallarins.
 3. Fundargerð um fyrirhugaða uppbyggingu Austureyjarvegar og ákvörðun um aðkomu Bláskógabyggðar að framkvæmdinni. Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar sveitarstjórnar, sem haldinn verður 4. október n.k.
 4. Bréf frá Íþróttasambandi Lögreglumanna, dags. 8. sept. 2005, þar sem óskað er eftir fjárframlagi vegna umferðafræðslu. Byggðaráð leggur til að erindinu verði vísað til Grunnskóla Bláskógabyggðar til ákvörðunar og afgreiðslu.
 5. Bréf frá Halldóri Páli Halldórssyni, dags. 31. ágúst 2005, varðandi gatnaframkvæmdir á Skólatúni við Menntaskólann á Laugarvatni.  Byggðaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar byggðaráðs.
 6. Bréf frá skátahreyfingunni þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna umferðaröryggisátaks. Byggðaráð leggur til að erindinu verði vísað til Grunnskóla Bláskógabyggðar til ákvörðunar og afgreiðslu.
 7. Bréf frá Skákfélaginu Hróknum, móttekið 15. sept. 2005, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna dreifingar á kennslubók í skák. Byggðaráð leggur til að erindinu verði vísað til Grunnskóla Bláskógabyggðar til ákvörðunar og afgreiðslu.
 8. Bréf frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, dags. 14. september 2005, þar sem spurst er fyrir um málefni leikskólanna. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að svara erindinu.
 9. Húsaleiga aldraðra sem búa í húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Húsaleigan breyttist síðast 1. janúar 2005. Byggðaráð leggur til að húsaleigan taki mið af vísitölu neysluverðs með húsnæðisþætti, miðað við 1. janúar 2005. Húsleigan verði endurskoðuð tvisvar á ári þ.e. 1. janúar og 1. júlí ár hvert, en í næsta sinn 1. janúar 2006.
 10. Bréf frá Erni Erlendssyni, dags. 26. september 2005, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis á landareign hans sem er hluti af Dalsmynni í Biskupstungum. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við stofnum þessa lögbýlis. Byggðaráð leggur til að sú vinnuregla verði viðhöfð í framtíðinni, að leitað verði umsagnar skipulagsfulltrúa/skipulagsnefndar áður en umsagnir um stofnun lögbýla eru afgreiddar  af sveitarstjórn.
 11. Bréf frá Helgu Ágústsdóttur hugflæðiráðunauts Kaffi Kletts, dags. 23. september 2005, þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 150.000,- til að halda úti menningarstarfsemi veturinn 2005 – 2006. Byggðaráð leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000,- og færist hann á fjárhagsáætlun næsta árs.
 12. Bréf frá Öglu Snorradóttur og Friðriki Sigurjónssyni, dags. 20. sept. 2005, þar sem fram kemur að Jarðardeild Landbúnaðarráðuneytisins hafi selt þeim hlut ríkisins í jörðinni Vegatungu í Biskupstungum. Lagt fram til kynningar.
 13. Úthlutunarreglur lóða í eigu og umsjá Bláskógabyggðar. Byggðaráð leggur til að reglurnar verði samþykktar.
 14. Breyting á reglugerð Biskupstungnaveitu. Breytingarnar eru þær að Bláskógabyggð kemur í stað Biskupstungnahrepps, sveitarstjórn í stað hreppsnefnd og felld eru út þau ákvæði sem fjalla um rekstur kaldavatnsveitu. Byggðaráð leggur til að breytingarnar á reglugerðinni verði samþykktar.
 15. Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 15. sept. 2005, þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Heilbrigðisráðuneytið eru hvött til að semja við slökkvilið landsins um framkvæmd sjúkraflutninga. Byggðaráð tekur undir  með Landssambandinu og hvetur Heilbrigðisráðuneytið til að ganga til samninga við BÁ sem fyrst um sjúkraflutninga í Árnessýslu.
 16. Kjörskrá fyrir sameiningarkosningarnar 8. okt. 2005 var yfirfarin og samþykkt til framlagningar.
 17. Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2005. Valtýr greindi frá stöðu mála.  Stefnt verður að því að leggja fram 8 mánaða uppgjör fyrir sveitarsjóð ásamt tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2005 á næsta fundi sveitarstjórnar, sem haldinn verður 4. október n.k.
 18. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram og staðfestar:
 19. Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 5. sept. 2005.
 20. Fundargerð 7. fundar sameiningarnefndar sem haldinn var 12.sept. 2005.
 21. Fundargerð 8. fundar sameiningarnefndar sem haldinn var 21.sept. 2005.
 22. Fundargerð 13. fundar oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 13. sept. 2005.
 23. Fundargerð 14. fundar oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 26. sept. 2005.
 24. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
 25. Fundargerð 62. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 4. júlí 2005.
 26. Fundargerð 63. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 6. júlí 2005.
 27. Fundargerð 64. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 31. ágúst 2005.
 28. Minnispunktar frá 24. júlí varðandi “væntanlega sjúkraflutninga til Brunavarna Árnessýslu”.
 29. Ályktun frá Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varðandi framkvæmd sjúkraflutninga.
 30. Bréf frá Kristínu Hreinsdóttur dags. 15. sept. 2005 þar sem hún kynnir stöðu mála við Gaulverjaskóla þar sem gert er ráð fyrir úrræðum fyrir börn með hegðunar- og tilfinningaraskanir.
 31. Fundargerð 251. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 9. sept. 2005.
 32. Bréf frá Viðskiptaskólanum ehf.
 33. Fundargerð 126. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 17. ágúst 2005.
 34. Fundargerð 127. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 30. ágúst 2005.
 35. Fundargerð 208. fundar launanefndar sveitarfélaga.
 36. Fundargerð fundar með formönnum kjörstjórna, sveitarstjórum og fulltrúa félagsmálaráðuneytisins sem haldinn var á Borg 22. sept. 2005.
 37. Bréf Bláskógabyggðar, dags. 23. sept. 2005, til Skipulagsstofnunar varðandi Uxahryggjarveg, frá Tröllhálsi að Kaldadalsvegi.
 38. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Vegagerðarinnar dags. 22. sept. 2005 varðandi Gjábakkaveg, ákvörðun um tillögu að matsáætlun.
 39. Bréf frá Félagi CP á Íslandi þar sem Bláskógabyggð er þakkaður stuðningurinn.

 

 Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.16:00.