49. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 8. nóvember 2005, kl 13:30

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson. Kjartan Lárusson hafði boðað seinkun.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti gerið tillögu um dagskrárbreytingu, þ.e.a.s. að 8. liður dagskrár verði að 1. lið og færast aðrir liðir til sem því nemur.  Einnig bætist við nýr 9. liður og færast aðrir til sem því nemur.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Austureyjarvegur.
  Lagt fram erindi frá Vegagerðinni í kjölfar opnunar tilboða í Eyjaveginn, dags 2/11/2005.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs um 6,5 m veg að upphæð 18,3 m.kr., með fyrirvara um að forsendur Vegagerðarinnar um einingarverð efnis standist.

 

 1. Fundargerð byggðaráðs Bláskógabyggðar til staðfestingar:

2.1.    49. fundur, dags. 25. október 2005.  Staðfest samhljóða.

 

Kjartan Lárusson mætir á fundinn kl. 13:50.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

3.1.     12. fundur byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu, dags. 25. október 2005. Staðfest samhljóða.

 

3.2.     19. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, dags. 27. október 2005.

Jafnframt lagt fram bréf frá skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, dags. 31. okóber 2005, vegna Vegholts.

Afgreiðsla umsagnar um 12. lið fundargerðarinnar frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

 1. Skipulagsmál

4.1.  Breyting aðalskipulags Biskupstungna – Fell.

Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000 – 2012, Fell, unnin af Pétri H. Jónssyni í október 2005. Um er að ræða 26 ha landsvæði sem breytt verður úr landbúnaðarnotum í frístundabyggð og útivist.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auglýsa breytingatillöguna skv. 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

4.2.  Breyting aðalskipulags Biskupstungna – Laugarás.
Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000 – 2012, unnin af Pétri H. Jónssyni.  Breytingin felst í að:

 1. Athafnasvæði stækkar til suðurs um 0,7 ha og íbúðarsvæði minnkar sem því nemur.
 2. Opið svæði til sérstakra nota (ca. 1 ha) breytist í íbúðarsvæði.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auglýsa breytingartillöguna skv. 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

4.3.  Staðfest breyting aðalskipulags Laugardals – Lækjarhvammur, skv. bréfi frá Umhverfisráðuneytinu dags. 26. október 2005.  Til kynningar.

4.4.  Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna  – Brúarhvammur .

Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000 – 2012, unnin af Verkfræðistofu Suðurlands.  Einnig lögð fram athugasemd frá Jóni G. Guðlaugssyni, dags. 12. september 2005. Umrædd tillaga er unnin fyrir landeiganda skráðrar sumarbústaðalóðar í landi Brúarhvamms. 1,66 ha svæði milli bæjarhúss og Tungufljóts breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Landið er að mestu áreyrar og uppgrónir móar.

Tillagan var í auglýsingu frá 20. apríl til 18. maí 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 1.júní 2005.

Deiliskipulagstillaga var auglýst samhliða og gerir hún ráð fyrir einni frístundalóð.

Engin athugasemd barst við aðalskipulagstillöguna en ein athugsemd barst við deiliskipulagstillöguna.

Sveitarstjórn samþykkir umrædda breytingartillögu á aðalskipulagi Biskupstungna, skv. 18. grein Skipulags-og byggingarlaga.

4.5.  Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar í Brekkuskógi í landi Brekku.
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 26. september 2005, og einnig bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 27. september 2005. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar í Brekkuskógi í landi Brekku. Svæðið liggur austan við orlofshúsabyggð BHM.

Tillagan gerir ráð fyrir 54 frístundalóðum,  9 við Vallárveg og 45 við Brekkuheiði. Skipulagssvæðið er alls 38 ha og eru lóðir 4.750 til 5.500 m² að stærð.

Tillagan var í kynningu frá 1.september til 29.september 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 13.október.

Ein athugsemd barst, frá stjórn orlofssjóðs BHM.

Í athugasemd kemur eftirfarandi fram:

 • Mótmælt er þéttleika fyrirhugaðrar frístundabyggðar og að ekki sé gert ráð fyrir opnum svæðum.
 • Þar sem að landið hallar allt að orlofssvæði BHM er farið fram á að rotþrær liggi ekki nær lóðarmörkum en 50 metrar.
 • Farið er fram á að byggingarreitir verði ekki nær lóðarmörkum að landi BHM en 30 metrar.
 • Farið er fram á að lóðir verði stækkaðar þar sem að bústaðir séu leyfilegir allt að 100 m² að flatarmáli.
 • Fullyrt er að enginn metnaður sé í tillögunni til þess að byggðin falli sem best að umhverfinu.

 

Umsagnir heilbrigðiseftirlits og Fornleifaverndar liggja fyrir og innihald þeirra gefur ekki tilefni til breytinga á tillögunni.

 

Sveitarstjórn samþykkir að koma til móts við athugasemdir með eftirfarandi hætti:

 • Að affall af rotþróm verði lagt í sameiginlega stofnlögn sem uppfyllir öll skilyrði Heilbrigðiseftirlits um frágang frárennslis.
 • Að ákvæði verði sett í skilmála um að litanotkun á þökum skuli vera í skala dökkra jarðlita.
 • Að ákvæði verði sett í skilmála um að notast skuli við ljósbúnað sem beini ljósinu niður til jarðar.
 • Að legu göngustíga skuli sýna með áberandi hætti á uppdrætti.
 • Að ákvæði verði sett í skilmála um að trjárækt á svæðinu sé bundin við innlendar trjátegundir. Óheimilt verði að planta öspum og hávöxnum barrtrjám.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag með áorðnum breytingum, skv 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, og felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum í takt við afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

4.6.  Brattholt, Biskupstungum.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá 1998. Breytingin gerir ráð fyrir því að mörk deiliskipulagssvæðis stækkar til norðurs og lóð gistiheimilis stækkar og verður 2,1 ha.

Samþykkt samhljóða að heimila auglýsingu tillögunnar skv. 25.grein Skipulags-og byggingarlaga, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

4.7. Skálabrekka, Þingvallasveit.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skálabrekku. Tillagan nær til deiliskipulags þeirra 8 lóða sem samþykkt var 18. janúar 2005 og hefur hlotið staðfestingu og skal leysa það skipulag af hólmi. Tillagan gerir alls ráð fyrir 26 frístundalóðum í Skálabrekkutúni og eru þær 5.900 til 22.700 m² að stærð. Skipulagssvæðið er  24 ha að stærð. Skipulagið nær einnig til íbúðarhúslóðar Skálabrekku II. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag Þingvallasveitar sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn og bíður staðfestingar.

Tillagan var í kynningu frá 1. september til 29. september 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 13. október.

Þrjú athugasemdabréf bárust undirrituð af alls 9 einstaklingum sem allir eru eigendur aðliggjandi frístundabústaða.

Í athugasemdum kemur eftirfarandi fram:

 • Undrun á því að hægt sé að auglýsa deiliskipulagið þar sem aðalskipulagið hefur ekki verið staðfest.
 • Að gert sé ráð fyrir 20 lóðum í skilmálum en lóðir séu í raun 26.
 • Að gert sé ráð fyrir stórri vélageymslu.
 • Að lóð númer 27 nái til lands sem að áður gerður og gildandi leigusamningur nái til.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu deiliskipulagsins þangað til aðalskipulag Þingvallasveitar hefur verið staðfest.

 

 1. Tillaga að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám árið 2006.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

1)     Álagningarprósenta útsvars verði 13,03% af útsvarsstofni.

2)     Álagningarprósenta fasteignagjalda verði;

A   –  0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B   – 1,2%, af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.

Lagt er til, að fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði sem aldraðir eiga og búa einir í, falli niður samkvæmt heimild í lögum.   Þetta á ekki við um þjónustugjöld þ.e. vatnsgjald, holræsagjald, sorpeyðingargjald né annað húsnæði í eigu viðkomandi. 

3)     Vatnsgjald verði 0,3% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m.br.skv ákv. 3. gr. laga nr. 149/1995.
Hámarksálagning verði kr. 17.000.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.

4)     Álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing verði kr. 9.260,- á íbúð, kr. 6.823,- á sumarhús og   kr. 20.471,- á lögbýli og smárekstur. Aukagjald fyrir að sækja rusl heim að húsum á Laugarvatni verði kr. 9.631,- innheimtist með fasteignagjöldum.

5)     Holræsagjald vegna kostnaðar við fráveitukerfi/seyrulosun í Bláskógabyggð verði  kr. 4.500 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

6)     Leitast verði við að samræma innheimtu lóðarleigu með því að senda sérstakt bréf til allra lóðarhafa. Lagt er til, að miða lóðarleigu við 0,7% af lóðarmati í öllu sveitarfélaginu. 

 

      Gjöld liða 2, 3, 4, 5 og 6 verði innheimt með 5 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2005.  Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu.

 

 1. Aðalskipulag Þingvallasveitar.
  Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar til Umhverfisráðuneytisins, dags 27/10/2005. Til kynningar.

 

 1. Gjábakkavegur
  Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dags. 28/10/2005. Athugasemdir Skipulagsstofnunar við drög að matsskýrslu.  Einnig lögð fram drög að svarbréfi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að svarbréfi sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.

     

 1. Landflutningar – Samskip.

Lagt fram tilboð Landflutninga – Samskipa um gerð flutningssamkomulags við Bláskógabyggð. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að ræða við aðra þjónustuaðila innan svæðisins um tilboð í flutninga.  Jafnframt er sveitarstjóra falið að semja við þann aðila sem býður hagstæðast að teknu tilliti til verðs og  þjónustu, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

 

 1. Staða almennra fólksflutninga innan sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þróunar á fólksflutningum í kjölfar útboðs sérleyfa. Sveitarstjóra falið að leggja fram greinargerð um málið fyrir næsta fund byggðaráðs.

 

 1. Efni til kynningar:

10.1.       Hvítársíðuhreppur;  opinn kynningarfundur vegna aðalskipulags Hvítársíðuhrepps 10. nóvember 2005.

 

10.2. Hagstofa Íslands; kynning miðvikudaginn 9. nóvember 2005.

 

10.3. Umhverfisstofnun; ársfundur 17. nóvember 2005.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.16:50.