49. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 25. október 2005 kl. 13:30.

 

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sveinn A. Sæland og Drífa Kristjánsdóttir, sem varamaður Kjartans Lárussonar, auk Valtýs Valtýssonar sem ritaði fundargerð.

 

 1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem kynnt var á fundi byggðaráðs 9. ágúst 2005. Byggðaráð leggur til að fyrirliggjandi tillaga að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs verði samþykkt.
 2. Bréf frá Þórhalla Einarssyni fh. Þverás ehf. varðandi skipulags- og byggingamál. Byggðaráð leggur til að oddvita og sveitarstjóra verði falið að ræða við bréfritara og kynna sér betur hugmyndir hans og kynna þær fyrir byggðaráði við fyrstu hentugleika.
 3. Bréf frá Pétri Þorvaldssyni dags. 20. okt. 2005 varðandi skipulags og lóðamál. Byggðaráð leggur til að oddvita og sveitarstjóra verði falið að ræða við bréfritara og kynna sér betur hugmyndir hans og kynna þær fyrir byggðaráði við fyrstu hentugleika.

 

 1. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 5. október 2005 þar sem fram kemur að endurskoðuð áætlun um úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga Bláskógabyggðar fyrir árið 2005 er kr. 34.751.470-. Lagt fram til kynningar.
 2. Bréf frá Guðlaugu Ósk Svansdóttur fh. Sudurland.is dags. 12 okt. 2005. Byggðaráð bendir á að heimasíðumál sveitarfélagsins eru í endurskoðun og verður þetta erindi haft til hliðsjónar við þá endurskoðun.
 3. Bréf frá formönnum björgunarsveita Bláskógabyggðar dags. 4. okt. 2005 þar sem óskað er eftir fundi til að ræða styrkumsókn. Byggðaráð felur formanni byggðaráðs og sveitarstjóra að funda með bréfriturum.
 4. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 11. október 2005 þar sem óskað er eftir greinargerð um fjármál sveitarfélagsins. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri vinni umbeðna greinargerð og sendi nefndinni.
 5. Bréf formanns byggðaráðs og oddvita dags. 11. okt. 2005 til Orkuveitu Reykjavíkur varðandi aðgerðir gegn sandfoki í nágrenni Hagavatns. Lagt fram til kynningar.
 6. Bréf frá Pétri Þorvaldssyni dags. 10. okt. 2005 þar sem hann sækir um lóðina Háholt 8 á Laugarvatni. Lóðinni hefur þegar verið úthlutað, en þar sem ákvæði í lóðasamningi hefur ekki verið fullnægt og framkvæmdafrestur liðinn, þá er oddvita falið að vinna að lausn málsins.
 7. Bréf frá Guðna Karlssyni og Arnóri Karlssyni dags. 8. október 2005 varðandi nýtt vegstæði yfir Bláfellsháls. Bréfið er lagt fram til kynningar og vísað til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
 8. Bréf frá Einari Eiríkssyni dags. 29 sept. 2005 þar sem hann lýsir áhuga á því að kaupa jörðina Selkot í Þingvallasveit eða hluta hennar. Byggðaráð leggur til að oddviti ræði við bréfritara og fari yfir hugmyndir hans en vill jafnframt benda á ef selja á jörðina eða hluta hennar þá mun eignin verða auglýst til sölu.
 9. Afrit að bréfi Skipulagsstofnunnar til Vegagerðarinnar dags. 29. sept. 2005 varðandi ákvörðun um matsskyldu Uxahryggjavegar frá Tröllhálsi að Kaldadalsvegi. Fram kemur í bréfinu að umrædd veglagning sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
 10. Erindi frá Gústaf A. Gústafssyni varðandi flutning lögheimilis í frístundahús. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 12. júlí 2005 þar sem reglur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, um skráningu lögheimilis í frístundabyggð, voru staðfestar.
 11. Bréf frá 18. okt. 2005 frá Þorsteini Þorsteinssyni framkvæmdarstjóra Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem boðið er upp á skilmálabreytingu á skuldabréfi nr. L980211. Byggðaráð leggur til sveitarstjóra verði falið að undirrita nýja skilmála þannig að lánið breytist frá því að vera verðtryggt með 5,28% föstum vöxtum í verðtryggt með 4,00% breytilegum vöxtum.
 12. Eftirfarandi erindi eru lögð fram til kynningar:
 13. Fundargerð 9. fundar sameiningarnefndar uppsveita Árnessýslu, sem haldinn var 17. okt. 2005.
 14. Fundargerð 128. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, sem haldinn var 12. okt. 2005.
 15. Afrit af bréfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Sindra Þórarinssonar dags. 12. okt. 2005.
 16. Ársreikningur og skýrsla Vottunarstofunnar Túns ehf. fyrir árið 2004. Ársreikningurinn liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
 17. Afrit af bréfi Orlofssjóðs BHM til skipulagsfulltrúa uppsveitanna þar sem fram koma athugasemdir við skipulagsuppdrátt á Brekkuheiði.
 18. Bréf frá FOSS dags. 5. okt. 2005.
 19. Bréf frá SASS dags. 10. okt. 2005 varðandi aðalfund SASS – kjörbréf.
 20. Fundargerð 82. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 28. sept. 2005.
 21. Bréf dags. 3. okt. 2005 varðandi ,,Dag íslenskar tungu 16. nóvember”. Bréfinu er vísað áfram tilgrunn- og leikskóla sveitarfélagsins.
 22. Fundargerð 79. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 4. okt. 2005.
 23. Bréf frá Vegagerðinni dags. 3. okt. 2005 varðandi Böðmóðsstaðaveg.
 24. Fundargerð 387. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 29. sept. 2005.
 25. Fundargerð 83. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 19. okt. 2005.
 26. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 18. október 2005, varðandi samráðsfund Skipulagstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15.