5. fundur

Fimmti fundur menningarmálanefndar, haldinn á bókasafni
Menntaskólans að Laugarvatni miðvikudaginn 26. janúar
2011 kl. 17.30.  Mætt voru Skúli Sæland, Kristinn Ólason og
Valgerður Jónsdóttir, aðalmenn.  Einnig voru á fundinum
Drífa Kristjánsdóttir, oddviti og Valgerður Sævarsdóttir,
sveitarstjórnarmaður.
1. Héraðsskólahúsið.
DK fer yfir stöðuna sem er á málum hússins.  Ríkið fer fram á að sveitarfélagið
leigi allt húsið ef það vill nýta það á einhvern hátt. Leigan á húsinu er of há til
þess að sveitarfélagið treysti sér til þess. Þá metur DK nýtingu hússins þannig að
erfitt yrði að fá leigjendur að ákveðnum hlutum hússins.  Því hefur sveitarfélagið
neitað því að taka húsið á leigu miðað við þau kjör sem ríkið hefur farið fram á.
Málið er því enn í sömu stöðu og fyrr og ekki hægt að hefja starfsemi þar að svo
stöddu.  DK er mjög áhugasöm fyrir málinu, en nú er ekki annað að gera en að
bíða eftir svörum frá ríkinu.
Rætt hvort áskorun til ríkisins um menningarstarf í Héraðsskólahúsinu á borð
við menningarhús geti hjálpað til við lausn málsins. Menningarhús eru rekin í
öðrum landsfjórðungum en enn vantar að slíku sé komið upp á Suðurlandi.
2. Viðurkenningar og styrkir vegna menningarmála.
Menningarmálanefnd hefur leitað eftir áliti sveitarstjórnar á því að veittar verði
viðurkenningar fyrir vel unnin störf að menningarmálum í Bláskógabyggð. Einnig
á því að stofnaður verði styrktarsjóður sem styrkir menningartengd málefni.
Sveitarstjórn hefur ekki fjallað um málið sérstaklega en DK lítur þannig á
að menningarmálanefnd hafi fullt umboð til að veita viðurkenningar fyrir vel
unnin störf að menningarmálum.  Einnig væri í lagi að veita smávægileg
verðlaun eins og blóm og annað samhliða viðurkenningunum ATH. Varðandi
menningartengdan styrktarsjóð þá væri möguleiki á að leita til annarra sjóða til
að leggja fé í sjóðinn a.m.k. til að byrja með. DK er hlynnt því að unnið verði
áfram að þessu máli og er jákvæð í garð stofnunar styrktarsjóðs.  Næsta skref er
að skilgreina nánar úthlutunarreglur sjóðsins og hefja söfnun styrktarfjár.
3. Skráning menningaraðila.
SS kynnti þann vísi að skráningu menningaraðila sem tilbúinn er.  Markmiðið er
að skrá þá aðila sem starfa að menningartengdum málum í Bláskógabyggð,
þannig að auðvelt verði að nálgast upplýsingar um þá á heimasíðu
sveitarfélagsins, á heimasíðu Menningarráðs Suðurlands og þær fari síðar í
gagnagrunn SASS, sem nú er í vinnslu.
Búið er að gera ákveðna flokkun sem er enn í skoðun. Næsta skref er svo að
hafa samband við þá aðila sem búið er að skrá og fá leyfi viðkomandi fyrir
væntanlegri birtingu. Einnig að kynna skráninguna t.d. í Bláskógafréttum og fá
ábendingar um fleiri aðila og athugasemdir við skráninguna.
4. Önnur mál. Sú hugmynd kom upp að halda einhverskonar hátíð í
sveitarfélaginu þar sem aðilar í menningartengdri starfsemi geta kynnt starfsemi
sína með einskonar „opnu húsi.“ Hugmyndin fékk góðan hljómgrunn og ætlunin
er að vinna áfram með hana.

Fundi slitið kl.19.30.
Skúli Sæland stjórnaði fundinum og Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.