5. fundur
Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar.
Fundur nr. 5 haldinn í Reykholti kl. 17.00 þann 20.09.2011
Mætt: Herdís Friðriksdóttir, Pálmi Hilmarsson, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir.
1. Herdís formaður nefndarinnar setti fund og bauð viðstadda velkomna.Hún bað síðan
Pálma um að sjá um fundarritun á þessum fundi og einnig eftirleiðis.
2. Nokkur umræða fór fram um síðustu fundargerð og hvað þar hafi verið rangt gert og
við ættum að læra af. Út úr því kom það helst að við munum fara í að fá úr því skorið
hvort okkur sé heimilt að boða varamenn áfram á fundi. Þeir munu ekki fá greitt fyrir
fundarsetu, enda hafa þeir ekki fengið greitt hingað til eftir því sem við best vitum
nema þeir séu boðaðir í forföllum aðalmanna. Einnig verður reynt að komast hjá því
að staðsetja menn á röngum bæjum.
3. Farið var yfir fund sem Herdís og Pálmi áttu með Halldór Karli á Laugarvatni 22.07.
sl. en á þeim fundi var farið yfir frárennslismál sveitarfélagsins í þéttbýliskjörnunum.
Ljóst er að víða er pottur brotinn og þarf að taka á þeim málum. Mikill kostnaður er
fólginn í því að fullvinna allt það sem þarf að gera og verður ekki gert nema í áföngum
á nokkrum árum að líkindum. Hrosshagavíkin var nokkuð rædd og ákveðið að fara
fram á að tekið verði sýni næsta vor til rannsóknar svo komast megi að því hvað
veldur þörungagróðri og froðumyndun í víkinni ár hvert yfir sumartímann.
4. Á fundi síðastliðið vor var bókað að athuga þyrfti með viðgerð eða niðurrif á gömlu
réttinni ofan við Laugarvatn. Ákveðið núna að senda Hestamannafélaginu Trausta
ásamt sveitarstjórn bréf þar sem skorað yrði á viðkomandi aðila að kanna málið. Ekki
er sómi að henni eins og hún er nú en er þó talsvert notuð af hestamönnum sem leið
eiga um svæðið þannig að skaði væri af því að hún hyrfi. Ritara falið að semja bréfið.
5. Umhverfisstefna sveitarfélagsins. Umhverfisnefndin hefur áhuga á því að styðja
sveitarfélagið í því að koma á fót umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Herdís er að
hefja nám í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og lagði til að í hópavinnu
sem er framundan hjá þeim yrði hópurinn hennar beðinn að vinna umhverfisstefnu
fyrir sveitarfélagið. Tekið var vel í það, að auki munum við skoða umhverfisstefnur
hjá öðrum sveitarfélögum ef ske kynni að þar væri að finna eitthvað sem nýttist okkur
einnig hér. Talsverð umræða fór fram um stöðuna í flokkun hjá sveitarfélaginu
almennt. Staðan er nokkuð góð en þar sem möguleiki er á mikilli flokkun á
gámasvæðum mætti gera enn betur á vinnustöðum sveitarfélagsins. Ákveðið að senda
bréf til sveitarstjórnar og auk þess bæði skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar og
skólastjóra leikskólans Álfaborgar þar sem hvatt yrði til þess að öll flokkun yrði til fyrirmyndar og sótt um Grænfána Landverndar þar sem hann er ekki til staðar. Herdís
formaður mun semja það bréf.
6. Umhverfisþing. Framundan er á vegum umhverfisráðuneytisins umhverfisþing sem
haldið verður þann 14.10. 2011 á Hótel Selfoss. Það fjallar að þessu sinni um
náttúruvernd í víðum skilningi og stefnir Herdís á að sitja þingið. Þegar minnst var á
náttúruvernd barst talið að fjölgun refa og eru nokkrar áhyggjur af því. Afar brýnt er
að halda tófunni í skefjum svo ekki komi til þess að mófugl hverfi enn frekar og fé
skaðist af dýrbítum. Einnig var minnst á áhyggjur af því að rjúpa væri í lágmarki og
hvort eitthvað væri hægt að gera af hálfu sveitarfélagsins til að hefta enn frekar veiðar
eða jafnvel friða hana alveg á afréttum Bláskógabyggðar. Ekki víst að það gangi fyrir
komandi veiðitímabil en frekar að skoða það vel fyrir næsta haust.
7. Málþing um umhverfismál og sjálfbæra þróun í sveitarfélögum verður haldið
fimmtudaginn 13.10.2011 á Hótel Selfoss. Þingið er einkum ætlað starfsfólki
sveitarfélaga sem vinnur að þessum málum svo og kjörnum fulltrúum í
sveitarfélögum. Herdís kemst ekki á það en stefnt að því að annað hvort Pálmi eða
Sigríður fari fyrir okkar hönd.
Fundi slitið kl. 18.40
Pálmi Hilmarsson ritaði fundargerð.