5. fundur

Fimmti fundur æskulýðsnefndar.

Haldinn í Aratungu 4. október 2011, kl. 17:00.

Mættir: Rúnar Gunnarsson formaður, Smári Stefánsson, Smári Þorsteinsson, Helgi Kjartansson og
Ingibjörg Sigurjónsdóttir.

1.  Drög að forvarnarstefnu kynnt fyrir varamönnum. Fundarmenn voru sammála um að halda
áfram með þessa vinnu.

2.  Hugmyndir um ungmennaráð kynnt fyrir varamönnum.  Gögn verða send á nefndarmenn til
kynningar fyrir næsta fund.  Ákveðið var að reyna að koma stofnun ungmennaráðs á legg
uppúr áramótum.

3.  Tekin fyrir minnisblað dags. 23. maí sem byggðaráð Bláskógabyggðaráð fól æskulýðsnefnd
og formanni byggðaráðs að vinna áfram er varðar frekari samvinnu og uppbyggingu á
félagsmiðstöðvum í Uppsveitum Árnessýslu.
Helgi kynnti minnisblað og hugmyndir sem upp komu á fundi sveitarfélaga Uppsveita
Árnessýrslu um uppbyggingu félagsmiðstöðva í sveitarfélögunum.
Engin formleg félagsmiðstöð er til staðar í Reykholti, en á Laugarvatni er vísir að
félagsmiðstöð sem hefur verið starfrækt í björgunarvseitarhúsinu.
Samþykkt var að boða fulltrúa björgunarsveitanna, kirkjunnar og þá aðila sem stýra
félagslífi nemenda í grunnskólanum á næsta fund æskulýðsnefndar. En allir þessir aðilar eru
að sinna góðu og merku starfi.

4.  Hugmyndir um næstu verkeni nefndarinnar:
–  Helgi kom aftur með þá hugmynd um að veita verðlaun fyrir Íþróttamann og konu
Bláskógabyggðar. Ákvaðið var að útfæra það nánar síðar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.

Smári Þorsteinsson, fundarritari