50. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 13. desember 2005, kl 13:30
í Fjallasal, Aratungu
Mætt voru:
Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson og Kristján Kristjánsson sem varamaður Kjartans Lárussonar. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
- Fundargerð byggðaráðs Bláskógabyggðar til staðfestingar:
1.1. 50. fundur, dags. 29. nóvember 2005.
Fundargerð staðfest samhljóða.
1.2. 51. fundur, dags. 6. desember 2005.
Fundargerð staðfest samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. Fundur foreldraráðs Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 23. nóv. 2005.
2.2. 81. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 7. des. 2005.
2.3. 66. fundur Brunavarna Árnessýslu, dags. 3. nóv. 2005
2.4. 63. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu, dags. 3. nóv. 2005
- Málefni veitna:
3.1. Tengigjöld kaldavatnsveitu.
Margeir Ingólfsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lágmarksheimæðagjald kaldavatnsveitu Bláskógabyggðar verði kr. 180.000 fyrir sumarhús og íbúðarhús í skipulögðu þéttbýli m.v. allt að 32mm þvermál og allt að 25 metra lengd heimæðar. Heimæðargjald hækkar í samræmi við aukinn sverleika og /eða lengd heimæðar. Gjaldið breytist um sama hlutfall og byggingarvísitala miðað við 1. jan. 2006.
Lágmarksheimæðagjald fyrir býli að meðtöldu íbúðarhúsnæði verði kr. 295.000 miðað við allt að 63mm þvermál heimæðar. Gjaldið breytist um sama hlutfall og byggingarvísitala miðað við 1. jan. 2006.
Gjaldskráin taki gildi frá og með 1. janúar 2006.
Tillagan samþykkt samhljóða.
3.2. 19. fundur veitustjórnar, dags. 23 maí 2005.
Vegna 3. liðar fundargerðar vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar árétta, að hún samþykkir samhljóða að vinna áfram að undirbúningi verkefnisins, en samþykki fyrir fjármögnun bíði þar til að kostnaðaráætlun verksins liggur endanlega fyrir, ásamt mótuðum hugmyndum um fyrirkomulag rekstrar veitunnar. Samþykkt samhljóða.
Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.
3.3. 20. fundur veitustjórnar, dags. 7. desember 2005.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
- Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006.
Sveitarstjóri lagði fram yfirlit yfir áætlaðan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sjóðstreymi ársins 2006.Ekki var búið að færa inn áætlun um framkvæmdir á árinu. Fjárhagsáætlun 2006 er vísað til síðari umræðu, en haldinn verður fundur í sveitarstjórn þriðjudaginn 20. desember n.k. þar sem gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði afgreidd.
- Laun nefnda og stjórna árið 2005.
Lögð fram tillaga um að laun fyrir nefndarstörf hjá sveitarfélaginu verði þau sömu og á árinu 2004. Samþykkt samhljóða.
- Skólatúnið á Laugarvatni.
6.1. Bréf Menntaskólans að Laugarvatni, dags 31. ágúst 2005.
Í bréfi skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni er vakin athygli á lélegu ástandi slitlags á götunum Skólatún og Garðstígur á Laugarvatni, en ríkið hefur séð um uppbyggingu og viðhald gatnanna til þessa. Við þessar götur stendur starfsmannahúsnæði skólans. Óskað er eftir því við sveitarfélagið að það sjái um viðhald og endurbætur á slitlagi umræddra gatna.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og lýsir sig reiðubúna að taka þessar götur inn í það gatnakerfi á Laugarvatni sem er í umsjá sveitarfélagsins. Forsenda þess er þó sú, að greidd verði gatnagerðargjöld að sama marki og aðrir eigendur íbúðarhúsnæðis í þéttbýli innan marka sveitarfélagsins, þar sem götur eru í umsjá þess. Ástand gatna, undirbygging, ástand holræsa m.m. þarf að skoða til þess að hægt verði að meta forsendur álagningar gatnagerðargjalds. Einnig þarf að skoða stöðu óbyggðra lóða við umræddar götur gagnvart álagningu gatnagerðargjalda.
6.2. Bréf sveitarstjóra dags. 10. október 2005.
Lagt fram til kynningar.
- Ráðning oddvita í hlutastarf.
Sveinn Sæland vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
Lögð fram tillaga um ráðningu oddvita sveitarstjórnar til loka kjörtímabilsins. Ráðningin byggist á sömu forsendum og ákvörðun sveitarstjórnar frá 5. okt. 2004. Samþykkt með fjórum atkvæðum (SS, MI, MB og SA) en tveir sátu hjá (DK og KK).
- Samkomulag við Halldór Gústafsson vegna lóðar í landi Norðurbrúnar.
Oddviti kynnti forsögu málsins. Lagt fram samkomulag, dags. 7. desember 2005, milli Bláskógabyggðar og Halldórs Gústafssonar, vegna lóðar í landi Norðurbrúnar. Samkomulagið felur í sér greiðslu til Halldórs kr. 1,3 millj. Greiðsla þessi felur í sér fullnaðarendurgreiðslu frá hendi sveitarfélagsins vegna umræddrar lóðar í landi Norðurbrúnar. Greiðslan bókist út af liðnum “gatnagerðargjöld” og breytist fjárhagsáætlun 2005 sem því nemur. Samþykkt samhljóða.
- Innsend bréf og erindi:
9.1. Bréf frá FOSS, dags. 23. nóvember 2005.
Í bréfinu kemur fram ósk stjórnar FOSS um fund með sveitarstjórn Bláskógabyggðar, til að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum starfsmanna sveitarfélaga.
Sveitarstjórn vill árétta, að hún hefur veitt Launanefnd sveitarfélaga samningsumboð fyrir hönd sveitarfélagsins og beinir því til FOSS að leita til launanefndarinnar varðandi erindið.
9.2. Bréf frá Eyjólfi Bjarnasyni, dags. 11.04.2005, móttekið 2. des. 2005.
Í bréfi Eyjólfs Bjarnasonar kemur fram ósk um breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000 – 2012, þar sem öll jörðin Efra-Apavant II verði skilgreind sem frístundabyggð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir því við skipulagsfræðinga sveitarfélagsins að vinna tillögu að breytingu aðalskipulagsins í takt við ósk Eyjólfs Bjarnasonar.
- Efni til kynningar:
10.1. Bréf frá Intrum Justitia, móttekið 7. des. 2005.
10.2. Bréf frá Landgræðslunni dags. 1. des 2005.
Fleira ekki.