50. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 29. nóvember 2005 kl. 13:30.

 

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sveinn A. Sæland og Drífa Kristjánsdóttir auk Valtýs Valtýssonar sem ritaði fundargerð.

 

 1. Drög að samningi vegna náms barna í Grímsnes- og Grafningshreppi sem lögheimili eiga í Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að fyrirliggjandi samningur verði staðfestur.
 2. Heildarsamningur um fjarskiptaþjónustu milli Bláskógabyggðar og Landsíma Íslands. Byggðaráð leggur til að fyrirliggjandi samningur verði staðfestur.
 3. Bréf frá Þorfinni Þórarinssyni fh. Landgræðslufélags Biskupstungna dags.1. nóv. 2005 þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna ,,Landgræðsludags”. Byggðaráð leggur til að umbeðinn fjárstyrkur verði samþykktur, enda verði þá gert ráð fyrir honum á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006.
 4. Bréf frá Lofti Magnússyni fh. íþróttadeildar Umf. Biskupstungna dags. 13. nóv. 2005 þar sem m.a. er farið fram á hljóðkerfi í íþróttahúsið í Reykholti. Byggðaráð leggur til að samþykkt verði að veita kr. 200.000 til kaupa á hljóðkerfi í Íþróttamiðstöðina í Reykholti, enda verði þá gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006.
 5. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 20. okt. 2005 varðandi tillögu að aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 – 2012 í landi Iðu í Biskupstungum.  Í bréfi Skipulagsstofnunar kom fram athugasemd, þar sem bent er á nauðsyn þess að meta að nýju áhrif frístundahúsabyggðar á umhverfi og samfélag í ljósi aukinna umsvifa í uppbyggingu frístundahúsasvæða innan sveitarfélagsins. Búið er að auglýsa tillögu að umræddri aðalskipulagsbreytingu í landi Iðu, en athugasemd Skipulagsstofnunar var birt með auglýsingunni, skv. beiðni stofnunarinnar.
 6. Bréf frá Guðbjörgu Haraldsdóttur og Guðlaugi Hilmarssyni dags. 12. nóv. 2005 varðandi breytingu á aðalskipulagi sem lýtur að landnotkun þess skipulagssvæðis sem hús þeirra er staðsett á. Óskað er eftir því að landnotkun verði breytt úr því að vera frístundahúsasvæði í að verða íbúðarhúsasvæði ásamt breytingu á skilgreiningu húsnotkunar.  Á þessu skipulagsstigi er ekki hægt að taka afstöðu til þess hvort hægt verði að breyta skilgreindri húsnotkun úr því að vera frístundahús í að verða íbúðarhús. Á aðalskipulagsstigi er einungis verið að marka stefnu um landnotkun, en ekki húsnotkun einstakra húsa. Þar koma til fleiri þættir s.s. deiliskipulag og skipulags- og byggingareglugerðir.  Með tilvísun til niðurstöðu Hæstaréttar 11. nóvember 2004, leggur byggðaráð til að auglýst verði breyting á aðalskipulagi þessa frístundahúsahverfis, þannig að það verði skilgreint sem íbúðarsvæði og svæði fyrir frístundabyggð. Mikilvægt er að kalla fram afstöðu allra hlutaðeigandi aðila til málsins.
 7. Bréf frá Sigurði Erni Sigurðssyni þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar um stofnun lögbýlis út úr Kjóastöðum II sem verði nefnt Kjóastaðir III. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlisins.
 8. Bréf úrskurðarnefndar dags. 19. nóv. 2005 varðandi stjórnsýslukærur á hendur Bláskógabyggð, þar sem kærð var stjórnvaldsákvörðun sveitarstjórnar á rotþróargjaldi fyrir árið 2005, svo og krafa um lækkun sorphirðugjalds í samræmi við gildandi gjaldskrá sveitarfélagsins. Í úrskurði Úrskurðarnefndar, skv. 31. gr. laga nr. 7/1998, var fallist á kröfu kæranda um gildistíma auglýsingar um sorphirðugjald, þ.e. að breyting taki fyrst gildi með birtingu auglýsingar.  Ekki var fallist á kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun um álagningu seyrulosunargjalds. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að ræða við lögmann sveitarfélagsins um áhrif þessa úrskurðar.
 9. Bréf frá Ástu Sól Kristjánsdóttur dags. 21. nóv. 2005 verkefnisstjóra Snorraverkefnisins þar sem farið er fram á fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
 10. Bréf frá nemendum á umhverfisskipulagsbraut LBHÍ. 2. ár þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
 11. Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 18. nóv. 2005 þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað enda styrkir Bláskógabyggð HSK í gegn um Héraðsnefnd Árnesinga.
 12. Bréf frá Hauki Gíslasyni fh. Latabæjar ehf. þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
 13. Bréf frá Halldóri Kristjánssyni fh. Afþreyingarfélagsins dags. 7. nóv. 2005 þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn Bláskógabyggðar beiti sér fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Skálpanes. Oddvita falið að senda Samvinnunefnd um svæðisskipulag Miðhálendis Íslands erindi þar sem óskað er eftir breytingu á svæðisskipulaginu til samræmis við óskir Afþreyingarfélagsins.
 14. Bréf frá Kára Jónssyni fh. Umf. Laugdælings dags. 25. okt. 2005 þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að gerður verði samstarfssamningur við Umf. Laugdæla og Umf. Biskupstungna, með það að markmiði að efla íþrótta- og æskulýðsstarf innan sveitarfélagsins.  Gert er ráð fyrir að framlag til ungmennafélaganna verði 2,6 milljónir króna árið 2006, sem skiptist jafnt á félögin.
 15. Bréf frá Gunnari Haraldssyni dags. 24. okt. 2005 þar sem óskað er eftir íbúð til leigu. Þar sem Gunnar var eini umsækjandinn um íbúðina Kistuholt 5B, sem auglýst var laus til útleigu nýlega, þá hefur verið gerður leigusamningur við hann um þá íbúð.
 16. Bréf frá Gunnari Sverrissyni dags. 26. okt. 2005 þar sem óskað er eftir því að veitt verði fjármagn til að byggja upp tækjasal (þreksal) í íþróttahúsinu í Reykholti. Byggðaráð tekur vel í erindið. Ekki verður gert ráð fyrir framlagi til tækjakaupa á árinu 2006, en hafinn verði undirbúningur að því að gera þreksal í því rými sem nú er notað undir gufubað og handmenntakennslu.  Gert verði ráð fyrir fjármagni til þeirra framkvæmda af rekstrarfé Eignasjóðs á næsta ári.
 17. Bréf frá Helga Kjartanssyni dags. 1. nóv. 2005 þar sem óskað er eftir fjármagni til kaupa á hljóðkerfi í íþróttahúsið í Reykholti. Vísað er til afgreiðslu 4. liðar þessa fundar.
 18. Bréf frá Stígamótum dags. 19. okt. 2005 þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
 19. Bréf frá Óla Fjalari Böðvarssyni dags.1. nóv. 2005 fh. Hestamannafélagsins Trausta þar sem óskað er eftir fjárstyrk til lagfæringar á reiðvegi frá Apavatni, inn Laugardal allt að Brúará. Á þessum tíma getur byggðaráð ekki samþykkt ákveðna upphæð til þessa verkefnis.  Byggðaráð kallar eftir ítarlegri upplýsingum um fyrirliggjandi verkefni innan sveitarfélagsins, bæði til lagfæringa á núverandi reiðvegum og nýbyggingu reiðvega, svo og fjármögnun þeirra.  Einnig óskar byggðaráð eftir upplýsingum um, að hvað miklu leyti LH kemur að verkefnum sem lúta að viðhaldi reiðvega.
 20. Bréf frá Svæðisvinnumiðlun Suðurlands dags. 2. nóv. 2005 varðandi aðgang fólks á atvinnuleysisskrá að sundstöðum. Byggðaráð sér ekki ástæðu til að fjölga frekar undanþágum frá núgildandi gjaldskrá.
 21. Bréf frá Þórarni Ívarssyni fh. Veraldarvina dags. 14. des. 2005. Byggðaráð leggur ekki til að tekið verðiþátt í verkefni Veraldarvina.
 22. Viðaukasamningur dags. 15. nóv. 2005 milli Landgræðslu ríkisins og Landgræðslufélags Biskupstungna annars vegar og eigendur Hóla og Tunguheiðar í Biskupstungum hins vegar. Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur.
 23. Bréf frá Páli Óskarssyni, dags. 23. nóv. 2005, þar sem hann gerir athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Brekku í Biskupstungum. Búið er að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og kærufrestur er liðinn.  Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir á fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2005, þar sem svör við framkomnum  athugasemdum voru einnig samþykkt.  Byggðaráð leggur til að málinu verði vísað til skipulagsfulltrúa til úrvinnslu.
 24. Bréf frá Björgunarsveitum Bláskógabyggðar, dags. 4. október 2005, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til rekstrar sveitanna. Byggðaráð leggur til að veittur verður styrkur að upphæð kr. 1.000.000 árið 2006, sem skiptist jafnt á milli björgunarsveitanna,  enda verði gerður samstarfssamningur milli Bláskógabyggðar og björgunarsveitanna.
 25. Drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006. Lagðar voru fram til kynningar forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.  Almennar umræður urðu um áætlunina.
 26. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram og staðfestar:
 27. Fundargerð 20. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 17. nóv. 2005.
 28. Fundargerð 3. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 3. okt. 2005.
 29. Fundargerð 4. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 15. nóv. 2005.
 30. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
 31. Bréf Bláskógabyggðar til Ferðafélags Íslands dags. 28. okt. 2005 varðandi brú á Farið við Hagavatn.
 32. Bréf frá starfshópi um ráðstefnuna ,,Hávaði í umhverfi barna”. Vísað til fræðslunefndar.
 33. Fundargerð 388. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 27. okt. 2005.
 34. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31. okt. 2005 varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða. Vísað til Brunavarna Árnessýslu.
 35. Fundargerð 252. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 21. okt. 2005.
 36. Fundargerð 80. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 2. nóv. 2005.
 37. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 2. nóv. 2005 varðandi umsagnir um framkvæmdir samkvæmt lögum um náttúruvernd.
 38. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 3. nóv. 2005 varðandi nýja reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Vísað til félagsmálanefndar.
 39. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 7. nóv. 2005 varðandi endurskoðun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
 40. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7. nóv. 2005 þar sem boðið er til afmælisráðstefnu.
 41. Afrit af bréfi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til Símans dags. 11. nóv. 2005.
 42. Fundargerð 133. fundar skólanefndar Tónlistaskóla Árnessýslu sem haldinn var 16. nóv. 2005.
 43. Bréf frá FOSS dags. 23. nóv. 2005.
 44. Fundargerð samstarfsnefndar samflots bæjarstarfsmannafélaga og Launanefndar sveitarfélaga.
 45. Bréf frá Fræðsluneti Suðurlands dags. 22. nóv. 2005 þar sem boðið er til hátíðarfundar.
 46. Fundargerð stjórnar Brunavarnar Árnessýslu sem haldinn var 20. okt. 2005.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.