51. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 20. desember 2005, kl 13:30

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Aðalheiður Helgadóttir sem varamaður Margeirs Ingólfssonar, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Einnig mætti Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi við afgreiðslu 1. liðar á dagskrá fundarins.

 

Oddviti lagði til breytingu á dagskrá fundarins, að við bætist nýr 1. liður en aðrir liðir færast aftur sem því nemur.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Deiliskipulag Skálabrekku í Þingvallasveit.

Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi, mætti á fundinn og gerði grein fyrir  stöðu deiliskipulags Skálabrekku.

 

Lögð fram tillaga frá Pétri H.Jónssyni að deiliskipulagi 16.000 m2 lóðar undir íbúðarhús í landi Skálabrekku en innan marka hennar var gamla bæjarstæði Skálabrekku. Beiðandi er Einar Örn Jónsson. Skipulagið og byggingarnefndarteikningarnar voru í kynningu frá 1. september til 29. september 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 13. október. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkti deiliskipulagið 8. nóvember og var þá gert ráð fyrir því að byggingarreitur yrði 70 metra frá vatnsbakka. Fornleifavernd ríkisins hafði þá með umsögn sinni mótmælt því að byggingin væri nær bæjarhólnum en umhverfisstofnun hafði mótmælt því að farið yrði nær bakkanum en 80 metrar. Þegar leitað var til Skipulagsstofnunar um heimild til þess að auglýsa skipulagið í B-deild stjórnartíðinda var heimildin veitt með þeim skilyrðum að ný umsögn Fornleifaverndar lægi fyrir. Sú umsögn hefur nú fengist og þar leggst Fornleifavernd mjög ákveðið gegn því að byggingarreitur verði nær bæjarhólnum en sem nemur 50 metra fjarlægð hans frá vatnsbakka.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið með byggingarreit 50 metra frá vatnsbakka Þingvallasvatns þar sem að aðstæður leyfa ekki annað á þessum stað en leggur um leið áherslu á að aðgengi gangandi vegfarenda um vatnsbakkann verði ekki hindrað á neinn hátt. Bílastæði skulu vera innan byggingareits.

 

Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi vék af fundi.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.        81. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands,  dags. 7. desember 2005.

 

  1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006.

Önnur  umræða.  Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar ásamt greinargerð.  Áætlunin hefur tekið breytingum frá fyrri umræðu, sem orsakast af breyttum forsendum rekstrarársins 2005.  Um er að ræða auknar skatttekjur ársins 2005, annars vegar vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sem tekin var ákvörðun um núna í desember og hins vegar hækkunar á útsvarstekjum.

Fjárhagsáætlun 2006 gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verði kr. 565.703.000.  Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 524.255.000.  Fjármagnsgjöld áætluð kr. 26.052.000. Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 15.397.000.  Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins við gatnagerð, fráveitu og vegna kaupa á athafnalóðum verði kr. 34.000.000 en innheimt gatnagerðargjöld vegna framkvæmda verði kr. 19.000.000. Nettófjárfesting verði því kr. 15.000.000.  Gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga og skuldbreytinga kr. 20.000.000.

 

Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

T-listinn leggur til að sveitarstjórn breyti samþykkt sinni á A-lið álagningarprósentu fasteignagjalda í 0,55% vegna íbúða, jarða og sumarhúsa í sveitarfélaginu.

Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson.

 

Tillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum á móti (SAS,SA,MB,AH,SS) og 2 atkvæðum með (DK,KL)

 

Oddviti lagði fram bókun fulltrúa Þ-listans vegna fram kominnar tillögu T-listans:

Þ-listinn getur ekki samþykkt tillögu T-listans í ljósi þess að álagningarskrá FMR liggur ekki fyrir.  Þá gefur rekstrarstaða sveitarfélagsins ekki tilefni til lækkunar álagningarstofns, að svo stöddu.  Þ-listinn vill þó leggja áherslu á að tekjustofnar sveitarfélagsins eru í sífelldri endurskoðun með hliðsjón af rekstrarafkomu þess.

Sveinn A Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Aðalheiður Helgadóttir og Snæbjörn Sigurðsson.

 

Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Það er mat T-listans að tekjur vegna fasteignagjalda séu vanmetnar í fjárhagsáætlun. Sumarhúsaeigendur eru mjög óánægðir með aukna skattheimtu Bláskógabyggðar af sumarhúsum sem hefur orðið vegna mikillar hækkunar á fasteignamati sumarhúsa í sveitarfélaginu.  Allir fasteignaeigendur hafa fengið á sig auknar fjárhagsbirðar vegna hækkunar á fasteignamati í sveitarfélaginu.  Það þarf að leiðrétta með lækkun á álagningarprósentu.

Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson.

 

Oddviti bar upp tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006 til samþykktar. Samþykkt með 5 atkvæðum (SAS,SA,MB,AH,SS)  en 2 sátu hjá (DK,KL).

 

  1. Erindi frá Umhverfisráðuneytinu.

Lagt var fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 7. desember 2005, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um undanþágubeiðni skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu. Skipulagsfulltrúi óskar eftir undanþágu frá 7. mgr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð um fjarlægð frá þjóðvegi, vegna breytingar á deiliskipulagi frístundalóða í landi Snorrastaða.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðin undanþága verði veitt.

  1. Annað efni til kynningar:

5.1.        Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 7. desember 2005

5.2.        Bréf frá FOSS, dags. 7. desember 2005

5.3.        Bréf frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands, dags 6. desember 2005

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.