51. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 6. desember 2005 kl. 13:30.
Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir auk Valtýs Valtýssonar sem ritaði fundargerð.
- Bréf frá Kolbeini Sveinbjörnssyni og Borghildi Guðmundsdóttur dags. 4. des. 2005 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis á 14.500 fm lands sem þau hafa fest kaup á í landi Skálabrekku Þingvallasveit. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við stofnun þessa lögbýlis.
- Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006.
Valtýr kynnti drög að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir árið 2006, og yfirfór forsendur hennar.
- Fundargerð 13. fundar bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 29. nóv. 2005 er lögð fram og staðfest.
- Fundargerð 389. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 24. nóv. 2005 ásamt fundargerð 36. aðalfundar SASS sem haldinn var 25. – 26. nóvember 2005. Lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.