51. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 6. desember 2005 kl. 13:30.

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir auk Valtýs Valtýssonar sem ritaði fundargerð.

  1. Bréf frá Kolbeini Sveinbjörnssyni og Borghildi Guðmundsdóttur dags. 4. des. 2005 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis á 14.500 fm lands sem þau hafa fest kaup á í landi Skálabrekku Þingvallasveit. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við stofnun þessa lögbýlis.
  1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006.

Valtýr kynnti drög að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir árið 2006, og yfirfór forsendur hennar.

  1. Fundargerð 13. fundar bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 29. nóv. 2005 er lögð fram og staðfest.
  1. Fundargerð 389. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 24. nóv. 2005 ásamt fundargerð 36. aðalfundar SASS sem haldinn var 25. – 26. nóvember 2005. Lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.