52. fundur veitustjórnar

52. fundur stjórnar  Bláskógaveitu, 19. Nóvember 2012 kl. 13:00

Mættir:  Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson, stjórnarmenn
Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Benedikt Skúlason veitustjóri og Andrés Bjarnason

1  Viðræður við fulltrúa frá Brúarveitunni vegna gjaldskrár ofl.  Mættir voru Kjartan Sveinsson,
Kristinn Antonsson og Bragi Þorsteinsson.  Kynnt var hvernig gjaldskrá hitaveitunnar er og
hvernig gjaldskrá hitaveitunnar mun verða ef rukkað er eftir rennslismæli.  Þeir ætla að kynna
þetta fyrir sínu fólki og ákveðið að hittast aftur mánudaginn 3 des kl. 13.00. Bláskógaveita
áformar að breyta gjaldskrá hitaveitunnar úr hemlagjaldi í mælagjald til samræmis við
garðyrkjustöðvar í Reykholti.  Jafnframt áformar Bláskógaveita að yfirtaka rekstur dælu sem
staðsett er við Dalbraut í Reykholti í tengslum við þessar gjaldskrárbreytingar.
2  Afgreiðsla á gjaldskrárbreytingum :  Ákvörðun um gjaldskrá er frestað til næsta fundar
mánudaginn 3 desember.

3  Afgreiðsla á fjárhagsáætlun 2013: farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Samkvæmt áætluninni  verða tekjur kr. 64.605.000, rekstrargjöld með afskriftum kr.
46.576.000, fjármagnsgjöld kr. 4.677.000, rekstrarniðurstaða kr. 13.351.000.  Rými til
fjárfestingar innan reksturs veitunnar er 10 til 15 milljónir.  Veitustjórn vísar umræðu um rými
til fjárfestingar og hugsanlega lántöku til sveitarstjórnar.

4  Vörðuhlíðarmál:  Jóhannesi, Benedikt, Andrés og Valtý falið að vinna málið áfram fyrir næsta
fund.

5  Framkvæmdir/viðhaldsverkefni í gangi og framundan – Benni.  Tengt heitt vatn í Laugarási og
kalt vatn í Hrosshaga,  rennslismælir settur í dæluhús í Vörðuhlíð, unnið í tengingum á heitu
vatni á Helgastöðum og Eiríksbakka  ofl. 

6  Önnur mál :  Benedikt kynnti kostnaðaráætlun Verkfræðistofu Suðurlands ehf vegna
endurnýjunar á vatns- og hitaveitu í frístundabyggðum í landi Reykjavalla.

Fundi slitið kl 16:30