52. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 31. janúar 2006 kl. 13:30.

 

Mætt: Margeir Ingólfsson formaður  byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir, Kjartan Lárusson og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Trúnaðarmál. Bókað í trúnaðarmálabók.
 2. Framkvæmdaáætlun Bláskógabyggðar 2007 til 2009. Margeir gerði grein fyrir forsendum framkvæmdaáætlunar fyrir árin 2006 – 2009.  Um er að ræða framkvæmdir við gatnagerð, frágang opinna svæða, holræsi og nýframkvæmdir við byggingar.   Byggðaráð leggur til að nettó framkvæmdakostnaður við nýframkvæmdir verði kr. 6 millj. árið 2007, kr. 12. millj. árið 2008 og kr. 15 millj. árið 2009.
 3. Bréf frá sýslumannsembættinu á Selfossi dags. 10. jan. 2006 varðandi afskriftarbeiðnir. Óskað er heimildar Bláskógabyggðar til að afskrifa ógreitt útsvar að upphæð kr. 4.815, en innheimtutilraunir hafa ekki borið árangur og eru kröfurnar fyrndar. Byggðaráð leggur til að umrædd krafa verði afskrifuð.
 4. Bréf frá Konráði Ásgrímssyni dags. 24. jan. 2006 þar sem óskað er umsagnar Bláskógabyggðar vegna fyrirhugaðra kaupa á ríkisjörðinni Rima, Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri veiti umbeðna umsögn þar sem fram komi að sveitarstjórn mæli með því að Konráð fái jörðina keypta.
 5. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd dags. 5. jan. 2006 þar sem óskað er umsagnar vegna kæru. Byggðaráð tekur ekki afstöðu til athugasemda við umsagnir málsaðila.
 6. Bréf frá Skipaskoðun Íslands og Hönnun hf. dags. 11. jan. 2006 varðandi aðalskoðun og eftirliti með leiksvæðum og leiktækjum. Byggðaráð bendir á að þegar hefur verið gert samkomulag við Línuhönnun um að sjá um þessi mál fyrir sveitarfélagið.
 7. Bréf frá Sambandi Sunnlenskra kvenna dags. 12. jan. 2006 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna námskeiðahalds. Byggðaráð leggur til að veittur verði styrkur til verkefnisins að upphæð kr. 10.000 og færist á bókhaldslykil 0589-9991.
 8. Bréf frá KSÍ dags. 10. jan. 2006 varðandi sparkvelli. Byggðaráð leggur til að sótt verði um tvo sparkvelli sem verða byggðir á árinu 2007 og staðsettir við grunnskólana í Reykholti og á Laugarvatni. Byggðaráð leggur áherslu á að samstarf takist um verkefnið með fyrirtækjum, foreldrafélögum skólanna og ungmennafélögum.
 9. Bréf frá Vinnueftirliti ríkisins dags. 17. jan. 2006 varðandi vinnuátak í grunnskólum 2006. Byggðaráð leggur til að erindinu verð vísað til fræðslunefndar.
 10. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 17. jan. 2006 varðandi mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar. Erindinu er vísað til afgreiðslu næsta fundar sveitarstjórnar.
 11. Bréf frá Birni Hróarssyni þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna vinnslu og útgáfu bókar um hraunhella á Íslandi. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins.
 12. Erindi frá Jóni Inga Gíslasyni fyrir hönd einkahlutafélagsins Aðstoðar ehf. dags. 8. nóv. 2005 þar sem hann óskar eftir samþykki sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir því að eignahluti hans í Kjarnholtum 2 verður gerður að lögbýli. Þar sem fram hafa komið athugasemdir frá landeiganda Kjarnholta 1 þess efnis að landamerki jarðanna séu ekki rétt skráð á meðfylgjandi uppdráttum þá frestar byggðaráð afgreiðslu málsins.
 13. Eftirfarandi fundargerð var lögð fram og staðfest:

13.1. Fundargerð Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 23. jan. 2006.

 1. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:

14.1. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 13. jan. 2006.

14.2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 11. jan. 2006.

14.3. Ályktun formannafundar Samflots bæjarstarfsmannafélaga.

14.4. Dagskrá ráðstefnu um vetraríþróttir.

14.5. Bréf frá Landsneti dags. 5. jan. 2006.

14.6. Fundargerð 84. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 25. jan. 2006.

14.7. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. jan. 2006 varðandi Samráðsfund Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands sumarhúsaeigenda.

14.8. Bréf frá Gjaldskilum ehf. dags. 10. jan. 2006 varðandi innheimtu fasteignagjalda.

 

Fleira ekki, fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:00.