53. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 7. mars 2006 kl. 13:30.

 

Mætt: Margeir Ingólfsson formaður  byggðaráðs, Sveinn A. Sæland, Drífa Kristjánsdóttir  og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

 1. Bréf dags. 20. febrúar 2006 frá Agli Árna Pálssyni þar sem hann óskar eftir styrk vegna söngnáms í Bandaríkjunum veturinn 2006-2007. Samþykkt að fresta erindinu til næsta fundar sveitarstórnar.
 2. Bréf frá Landhönnun sf. dags. 14. desember 2005 þar sem fyrir hönd landeigenda að Leyni í Laugardal er óskað eftir breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012. Byggðaráð leggur til að breytingatillagan verði auglýst skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.
 3. Bréf frá Sögufélagi Árnesinga dags. 31. janúar 2006 þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Erindinu er hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins.
 4. Bréf frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 15. febrúar 2006 þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 8. nóvember 2005 vegna breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Brekku, Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að svara erindinu.
 5. Bréf frá Reyni Bergsveinssyni dags. 8. febrúar 2006 þar sem óskað er fjárstyrks vegna tilrauna- og rannsóknaverkefnis við minkaveiðar. Byggðaráð leggur til að Reyni verði  greidd verðlaun fyrir hvern veiddan mink í sveitarfélaginu í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins.
 6. Bréf frá Hagstofu Íslands dags. 10. febrúar 2006 varðandi leiðréttingar og athugasemdir við íbúaskrá. Íbúaskráin var lögð fyrir fundinn og starfsmanni skrifstofu sveitarfélagsins falið að fara yfir hana og gera athugasemdir ef þurfa þykir.
 7. Lagt fram lóðablað vegna skiptingar jarðarinnar Kjarnholta II. Á fundi skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu 17. nóvember 2005 voru lögð fram landspildublöð sem sýna skiptingu jarðarinnar Kjarnholta II. Vegna upplýsinga sem fram komu í bréfi frá Málflutningsstofunni dags. 30. janúar 2006 þá felldi sveitarstjórn, á fundi sínum 7. febrúar s.l., úr gildi staðfestingu á lóðablaði fyrir landspildu 4. Hér er lagt fram nýtt landspildublað fyrir landspildu 4, þar sem fram kemur að ágreiningur sé um landamerki jarðanna Kjarnholta I og II. Byggðaráð samþykkir umrætt landspildublað og þar með skiptingu jarðarinnar Kjarnholta II. Með samþykktinni er ekki tekin afstaða til ágreinings um landamörk frá punkti 23 til 29 milli Kjarnholta I og II sbr. lóðarblað frá febrúar 2006.
 8. Erindi frá Jóni Inga Gíslasyni dags 8. nóv. 2005 sem tekið var fyrir undir 12. lið á fundi byggðaráðs 31. janúar 2006 en afgreiðslu þess þá frestað. Óskað var eftir afstöðu sveitarstjórnar til þess að eignarhluti Jóns Inga í Kjarnholtum II verði gerður að lögbýli. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við þessa lögbýlisstofnun og leggur til að sveitarstjórn samþykki hana.
 9. Landbóta- og landnýtingaráætlun 2006-2010 fyrir Biskupstungnaafrétt og Þingvallaafrétt eystri. Byggðaráð leggur til að áætlanirnar verði samþykktar.
 10. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 8. febrúar 2006 varðandi Gjábakkaveg, mat á umhverfisáhrifum. Byggðaráð tekur undir það sjónamið Landgræðslunnar að fara þurfi út í aðgerðir gagnvart búfé á svæðinu til þess að tryggja umferðaröryggi eins og hægt er.
 11. Bréf frá stéttarfélaginu Bárunni dags. 8. febrúar 2006 þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúa/fulltrúum sveitarfélagsins vegna kjaramála. Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að funda með Bárunni og kynna sér sjónamið þeirra.
 12. Bréf frá Héraðsnefnd Árnesinga dags. 29. janúar 2006 þar sem óskað er staðfestingar á breytingum á samningi um Héraðsnefnd Árnesinga. Byggðaráð leggur til að breytingarnar verði staðfestar.
 13. Bréf frá Kára Jónssyni formanni UMFL dags. 6. febrúar þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um að sækja um að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið að Laugarvatni um verslunarmannahelgina árið 2008. Byggðaráð tekur vel í erindið og leggur til að sveitarstjórn standi að umsókninni með UMFL.
 14. Lóðablöð vegna landspildna úr landi Brautarhóls.
  Lögð fram tvö landspildublöð frá Pétri H. Jónssyni, skipulagsfræðingi. Annars vegar 11,18 ha spilda sem liggur norðan lóðar Yleiningar.  Hins vegar 7,88 ha spilda sem liggur norðaustan lóðar Yleininga, meðfram Biskupstungnabraut.  Bæði þessi lóðarblöð eru dagsett í febrúar 2006.  Beiðandi er Bjarni Kristinsson. Byggðaráð leggur til að samþykkt verði að skipta umræddum spildum úr jörðinni Brautarhóli, skv. 30. gr. Skipulags- og byggingarlaga.
 15. Úthlutun byggingalóða í Bláskógabyggð.

15.1.                  Umsókn frá Rut Guðmundsdóttur, kt. 160666-4719, þar sem sótt er um lóðina Miðholt 37, Reykholti.  Samþykkt samhljóða.

15.2.                  Umsókn frá Jóhönnu Magnúsdóttur, kt. 060678-3679, þar sem sótt er um lóðina Miðholt 16, Reykholti.  Samþykkt samhljóða.

15.3.                  Umsókn frá Hafsteini Helgasyni, kt. 090860-2169, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 14, Laugarási.  Samþykkt samhljóða.

15.4.                  Umsókn frá Jóni Skúla Indriðasyni, kt. 060763-5939, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 10, Laugarási.  Samþykkt samhljóða

15.5.                  Umsókn frá Hrafnildi Markúsdóttur, kt. 191062-4269, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 14.  Annar umsækjandi hafði þá áður verið búinn að sækja um og festa lóðina skriflega, þannig að ekki er unnt að úthluta þeirri lóð til umsækjanda.  Samþykkt að bjóða umsækjanda lóð nr. 8 við Bæjarholt.  Umsækjanda veittur tveggja vikna frestur til að svara því tilboði.  Ef því boði hefur ekki verið tekið innan tilskilins tíma verður lóðin laus til umsóknar.

15.6.                  Umsókn frá Kristni Arnari Jóhannessyni, kt. 081246-2709, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 4, Laugarási.  Samþykkt samhljóða.

 1. Drög að samkomulagi milli Bláskógabyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur vegna innheimtu vatnsgjalds. Byggðaráð leggur til að drögin verði samþykkt.
 2. Á fundi sveitarstjórnar 8. nóv. 2005 var sveitarstjóra falið að leita tilboða í flutninga á vegum sveitarfélagsins. Tilboða var leitað hjá Landflutningum – Samskip og Flytjanda. Í ljósi þeirra tilboða leggur sveitarstjóri til að gengið verði til samninga við Flytjanda. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri gangi frá samningnum við Flytjanda.
 3. Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar:

18.1.             Fundargerð 5. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 8. febrúar 2006.

18.2.             Oddvitafundur Laugaráslæknishéraðs sem haldinn var 27. janúar 2006.
3. liður dagskrár, reikningar embættisins, lagðir fram og samþykktir samhljóða.
4. liður dagskrár, gjaldskrá byggingarleyfa, lögð fram og samþykkt samhljóða.

18.3.             Fundargerð félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 9. janúar 2006.

18.4.             Fundargerð félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 13. febrúar 2006.

18.5.             Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 28. febrúar 2006.

18.6.             Fundargerð veitustjórnar, sem haldinn var í Aratungu þann 27. febrúar 2006.

 1. Eftirfarandi erindi eru lögð fram til kynningar:

19.1.             Bréf frá Impru nýsköpunarmiðstöð dags. 10.  febrúar 2006.

19.2.             Fundargerð 392. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 2. febrúar 2006.

19.3.             Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 2. febrúar 2006.

19.4.             Fundargerð 83. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 7. febrúar 2006.

19.5.             Bréf frá Alþingi dags. 17. febrúar 2006.

19.6.             Bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands dags. 16. febrúar 2006.

19.7.             Bréf frá Íþróttasambandi lögreglumanna dags. 27. febrúar 2006.

19.8.             Fundargerð 130. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 20. febrúar 2006.

19.9.             Bréf frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi dags. 14. febrúar 2006.

19.10.         Bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 10. febrúar 2006.

19.11.         Fundargerð fundar slökkviliðsmanna á Laugarvatni og Biskupstungum, sem haldinn var 2. mars 2006.  Lagt er til að byggðaráð kalli fulltrúa slökkviliðsmanna á fund til sín, til að ræða málin.  Samþykkt samhljóða.

19.12.         Fundargerð 67. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 17. nóvember 2005.

19.13.         Fundargerð 68. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 24. janúar 2006.

19.14.         Fundargerð 69. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 30. janúar 2006.

19.15.         Fundargerð 214. fundar launanefndar sveitarfélaga sem haldinn var 1. mars 2006.

19.16.         Minnispunktar frá samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga.

19.17.         Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 24. febrúar 2006.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.