54. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 14. mars 2006, kl 13:30

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.     53. fundur, dags. 7. mars 2006.

Fundargerð staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.  70. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, dags. 1. febrúar 2006

2.2.  71. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, dags. 23. febrúar 2006

2.3.  Minnispunktar  frá Brunavörnum Árnessýslu, dags. 20. febrúar 2006

 

 1. Skipulagsmál; meðferð athugasemda og afgreiðsla:

3.1.  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000 – 2012, Laugarvatn, Bláskógabyggð.
Skipulagsstofnun hefur gert athugasemdir við umrædda tillögu að breytingu á aðalskipulagi.  Stofnunin telur að áður en tillagan verði auglýst verði að liggja fyrir bráðabirgðahættumat Veðurstofunnar vegna skriðufalla úr Laugarvatnsfjalli.  Einnig telur Skipulagsstofnun að gera þurfi grein fyrir aðalskipulagsbreytingum ef íbúðarþörf er orðin önnur en sú sem aðalskipulagið byggir á.  Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að fyrirvari um mat á umhverfisáhrifum vegna Gjábakkavegar verði settur í greinargerð með tillögu að breytingu á aðalskipulaginu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra / skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og breyta tillögunni í samræmi við framangreindar athugasemdir áður en tillagan verði auglýst.  Einnig samþykkir sveitarstjórn að kosta vinnu við bráðabirgðahættumat Veðurstofunnar.

3.2.  Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar, Hólatún, í landi Kjarnholta III. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila auglýsingu tillögunnar skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga og felur sveitarstjóra / skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

3.3.  Deiliskipulag;  Úthlíð í Biskupstungum.
Um er að ræða tillögu að breytingu heildarskipulags Úthlíðar.  Gert er ráð fyrir því að lóð númer 1 við Mosaskyggni verði 11.655 m2 í stað 10.000 m2. Norðan lóðarinnar kemur nú 2.996 m2 lóð með byggingarreit fyrir tækjahús Símans vegna gsm-fjarskiptasendis sem tillagan gerir ráð fyrir að verði komið fyrir á áðurgerðu mastri sem er inni á byggingarreit.
Tillagan var í kynningu frá 11. janúar til 8. febrúar 2006.  Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 22. febrúar 2006.  Engar athugasemdir hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umrætt deiliskipulag og felur sveitarstjóra / skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

 1. Riftun lóðarleigusamninga vegna lóða 4, 6 og 8 við Háholt á Laugavatni.

Lagt fram minnisblað frá Lögmönnum Suðurlandi, dags. 2. mars 2006, þar sem sveitarstjórn hafði falið Lögmönnum Suðurlandi að kanna þau úrræði sem Bláskógabyggð hefði vegna riftunar á lóðarleigusamningum fyrir lóðir nr. 4, 6 og 8 við Háholt á Laugarvatni.

 

Lögð var fram eftirfarandi bókun og tillaga um framgang málsins:

Með bréfi dagsettu 1. febrúar 2006 var E.S.K. ehf leigutaka á lóðum nr. 4, 6 og 8 við Háholt á Laugarvatni tilkynnt að sveitarfélagið hefði í hyggju að rifta leigusamningum um framangreindar lóðir vegna vanefnda leigutaka.  Var leigutaka veittur frestur til 15. febrúar sl. til að koma að andmælum sínum.

 

Í ljósi þessa og í samræmi við samhljóða heimild í 5. gr. leigusamninga, dagsettum 12. júní 2003 um lóðirnar Háholt 4, 6 og 8 á Laugarvatni riftir Bláskógabyggð framangreindum leigusamningum.  Þeir leigusamningar sem rift er eru þrír talsins, allir dagsettir 12. júní 2003 milli Bláskógabyggðar og E.S.K. ehf.

 

Í umræddri 5. gr. segir: “[…] Leigutaki skal hafa byrjað á byggingu íbúðarhúss á lóðinni eigi síðar en 18 mánuðum eftir dagsetningu samningsins ella er hann uppsegjanlegur af leigusala og getur leigusali þá leigt öðrum aðila hafi leigutaki ekki hafið byggingarframkvæmdir..”

 

Bláskógabyggð mun, endurgreiða þau gjöld sem innt hafa verið af hendi til sveitarfélagsins vegna framangreindra lóða.  Þá er tekin ákvörðun um að skuldajafna ógreiddum gjöldum til sveitarfélagsins vegna lóðanna Miðholt 13 – 15 og Miðholt 17 – 19 uppí þá endurgreiðslu.

 

Að gefnu tilefni bendir sveitarstjórn á 3. ml. framangreindrar 5. gr. leigusamninganna en þar segir: “[…]  Ekki er heimilt að endurselja lóð sem ekki hefur verið byggt á.”

 

Í framhaldi þessa mun Bláskógabyggð óska eftir því við þinglýsingarstjóra að leiguréttindi E.S.K. ehf. verði afmáð úr þinglýsingarbók.  Þá mun einnig verða farið fram á að áhvílandi veðsetningar verði einnig afmáðar úr þinglýsingarbók.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar 2006.

Samþykkt samhljóða að fresta þessum lið til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

 1. Reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Bláskógabyggð.

Lögð fram tillaga vinnuhóps að reglum um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Bláskógabyggð.  Einnig lögð fram tillaga um tekjuviðmiðun, vegna 3. greinar reglnanna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu, með áorðnum breytingum, að reglum um fasteignaskatt, svo og framlagða tillögu, með áorðnum breytingum, að tekjuviðmiðun vegna 3. gr. reglnanna.

 

 1. Samstarfssamningar við Ungmennafélögin.

7.1.  Samstarfssamningur við UMFL.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við UMFL.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.2.  Samstarfssamningur við UMFB.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við UMFB. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Samstarfssamningar við Björgunarsveitirnar.

8.1.  Samstarfssamningur við Björgunarsveitina Ingunni.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Ingunni.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.2.  Samstarfssamningur við Björgunarsveit Biskupstungna.
Lögð fram drög að samstarfssamning við Björgunarsveit Biskupstungna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Almenningssamgöngur innan Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vill skora á Vegagerðina og yfirvöld að tryggja öruggar almenningssamgöngur til og innan sveitarfélagsins Bláskógabyggðar. Sérleyfisakstur á Suðurlandi var boðinn út síðast liðið haust en engum tilboðum tekið og ákveðið að fresta nýju útboði fram til næsta vors.  Sveitarstjórn vill leggja þunga áherslu á að almenningssamgöngur til og innan Bláskógabyggðar verði tryggðar við skipulagningu sérleyfisferða um Uppsveitir Suðurlands. Sérstök áhersla er lögð á,  að sérleyfisferðir til Þingvalla og upp að Gullfossi, svo og allra þéttbýliskjarna sveitarfélagsins, verði í nýju útboði sérleyfa.  Þessi þjónusta er einn af þeim grundvallarþáttum sem skipta miklu máli varðandi búsetuskilyrði og atvinnuuppbyggingu í dreifðum byggðum landsins.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

10.1. Lagt fram bréf frá Dórotheu S. Einarsdóttur, dags. 5. mars 2006.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við samþykktar reglur sveitarfélagsins um fasteignaskatt.

10.2. Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 2. mars 2006.
Sveitarsjóður hefur styrkt verkefnið “Bændur græða landið”.  Sveitarstjórn samþykkir að koma að verkefninu með sama hætti og verið hefur undanfarin ár.

10.3. Lögð fram styrkbeiðni frá Neistanum, dags. 23. febrúar 2006.
Erindinu hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir þessum styrk á fjárhagsáætlun ársins.

10.4. Lagt fram erindi frá Agli Árna Pálssyni, sem byggðaráð vísaði til sveitarstjórnar 7/3/2006.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjanda um aðstöðusköpun fyrir tónleikahald í Bláskógabyggð til styrktar söngnámi hans.

 

 1. Efni til kynningar:

11.1. Ráðstefnan Móðurmál eru máttur, þann 17. mars 2006.

11.2. Bréf frá félagsmálastjóra, Sólveigu Pétursdóttur, dags. 1. mars 2006, þar sem fram kemur að hún segir starfi sínu lausu.

11.3. Norræna sveitarstjórnarráðstefnan, 14. – 16. maí 2006.

11.4. Bréf frá SASS, dags. 1. mars 2006 og meðfylgjandi kynningarrit.

11.5. Umhverfisstofnun, dags. 28. febrúar 2006.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.