54. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 27. mars 2006 kl. 11:30.

 

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sveinn A. Sæland og Kjartan Lárusson auk Valtýs Valtýssonar sem ritaði fundargerð.

 

 

 1. Bréf frá Jóni Guðlaugssyni dags. 13. mars 2006. Á fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2005, lið 4.4. var tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi í landi Brúarhvamms. Ein athugasemd barst við tillöguna frá Jóni Guðlaugssyni en með bréfi sínu frá 13. mars 2006 fellur hann frá þessum athugasemdum.
 2. Minnisblað frá Ferðamálafulltrúa varðandi merkingar á Laugarvatni. Byggðaráð leggur til að skiltin verði tekin niður og leiðrétt fyrir sumarið.  Jafnframt leggur byggðaráð til að lagfærð verði öll upplýsingaskilti í þéttbýliskjörnum innan sveitarfélagsins.
 3. Lóðablað dagsett febrúar 2006 vegna spildu úr landi Brautarhóls. Um er að ræða 27.000 fm spildu. Byggðaráð leggur til að samþykkt verði að umræddri spildu verði skipt út úr jörðinni skv. 30. gr. Skipulags- og byggingarlaga. Jafnframt vill byggðaráð benda á gildandi deiliskipulag á þessu svæði, en gert er ráð fyrir vegi í gegnum umrædda spildu.
 4. Samningur vegna umsjónar jarðarinnar Laugarás. Byggðaráð leggur til að samningurinn verði samþykktur.
 5. Bréf frá Hagþjónustu landbúnaðarins dags. 8. mars 2006 varðandi lögbýlisskrá ríkisins. Lagt fram til kynningar.
 6. Vegslóði frá Kerlingu að Hlöðuvöllum. Byggðaráð leggur til að hugað verði að endurbótum á vegslóðanum frá Kerlingu að Hlöðuvöllum og verði sótt um styrk í Styrkvegasjóð Vegagerðarinnar vegna framkvæmdarinnar.
 7. Viðbótarsamningur um sorphirðu í Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að samningurinn verði samþykktur.
 8. Erindi frá Vegagerðinni varðandi merkingu sveitarbæja dags. 21.mars 2006. Byggaðráð tekur vel í erindið en þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til merkinga á þessu ári þá er lagt til að þetta verði haft í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
 9. Kaldavatnsmál. Fulltrúar Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps ásamt starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur og Guðjóni Sigfússyni verkfræðingi hafa verið að skoða kosti þess að fara út í sameiginlega kaldavatnsveitu fyrir Biskupstungur og Grímsnes. Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir tvo mismunandi meginvalkosti við framkvæmdir. Byggðaráð leggur til að skoðun á þessum málum verði haldið áfram í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp. Jafnframt verði farið að huga að rekstrarfyrirkomulagi og eignarhaldi umræddrar vatnsveitu.
 10. Fundargerð 6. fundar fræðslunefndar Bláskógarbyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldin var 21. mars 2006. Byggðaráð leggur til að fundargerðin verði staðfest.
 11. Eftirfarandi erindi eru lögð fram til kynningar:

11.1.       Dagskrá aðalfundar Gufu ehf. fyrir árið 2005 sem haldinn verður 8. apríl 2006.

11.2.       Bréf frá Ríkiskaupum dags. 28. febrúar 2006.

11.3.       Undirskriftarlisti vegna ráðningar aðstoðarslökkviliðsstjóra BÁ.

11.4.       Fundarboð vegna aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands sem haldinn verður 30. mars 2006.

11.5.       Fundargerð 84. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 14. mars 2006.

11.6.       Fundargerð 393. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 15. mars 2006.

11.7.       Afrit af bréfi dags. 15. mars 2006 varðandi Þingvallamurtu, Þingvallasiglingar, sögusetur ofl.

11.8.       Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 14. mars 2006.

11.9.       Fundargerð 732. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. febrúar 2006.

11.10.   Fundargerð 215. fundar Launanefndar sveitarfélaga sem haldinn var 22. mars 2006.

11.11.   Dagskrá ráðstefnu um rannsóknir á málefnum innflytjenda á Íslandi.

11.12.   Dagskrá málþings um framtíð garðyrkjumenntunar á Íslandi.

11.13.   Dagskrá ráðstefnu um árangursstjórnun í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

11.14.   Bréf frá SASS dags. 21. mars 2006 varðandi aukaaðalfund SASS.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30.